Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 66
66 FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR KNATTSPYRNA / ISLANDSMOTIÐ Yfirburðir meistara ÍA Bibercic með þrennu gegn nýliðunum ÍSLANDSMEISTARAR Skagamanna sýndu allar sínar bestu hlið- ar, þegar nýliðar Breiðabliks komu í heimsókn í gærkvöldi, og höfðu algjöra yfirburði á öllum sviðum. Meistararnir unnu örugg- an 6:0 sigur, en hefðu getað unnið með enn meiri mun, ef þeir hefðu nýtt öll þau dauðafæri, sem þeir sköpuðu sér. En sigurinn var stór og Skagamenn eru með þriggja stiga forystu eftir sex umferðir í 1. deild. Sigþór Eiríksson skrifar frá Akranesi Það var ljóst strax í byijun hvert stefndi og eftir aðeins 20. mín- útna leik var staðan 2:0. Heimamenn spiluðu hreint frá- bærlega á köflum, knötturinn gekk manna á milli og sóknarloturnar buldu á nýliðunum. Fyrir utan mörk- in þrjú í fyrri hálfleik varði Guð- mundur meistaralega skalla frá Ólafi þdolfssyni og Pálmi Haraldsson komst inn fyrir vörn gestanna en skaut framhjá. Breiðablik fékk nán- ast sitt eina marktækifæri um miðj- an hálfleikinn, en þá skaut Guð- mundur Guðmundsson framhjá úr dauðafæri eftir fyrirgjöf frá Lasorik. Örlítið jafnræði var með liðunum í byijun seinni hálfleiks, þegar Knattspyrnuráð Reykjavíkur Skagamenn tóku lífinu með ró. En fljótlega skiptu þeir um gír og náðu öílum völdum á ný og afgreiddu nýliðana endanlega með þremur mörkum á níu mínútna kafla. Heimamenn hefðu getað bætt enn við í lokin, en þá brenndu Sigur- steinn Gíslason og Bibercic af úr ■ dauðafæri og Kári Steinn Reynisson átti skot í stöng. Skagamenn sýndu fyrri styrk og hafa ekki leikið betur í sumar. Liðið var mjög samstillt og oft á tíðum var hrein unun að sjá hvernig boltinn gekk manna á milli án þess að mót- heijarnir fengu rönd við reist. Hins vegar átti Breiðablik aldrei möguleika að þessu sinni enda við ofurefli að etja, þegar meistaramir eru í þessum ham. íþróttabandalag Reykjavíkur Hátíðarhöld 19. júní Liður í 50 ára afmæli lýðveldisins, 50 ára afmælis ÍBR og 75 ára afmæli KRR. Laugardalsvöllur — aðalleikvangur ld. 14.00 REYKJAVÍKURÚRVAL — LANDSLIÐ STÚLKNA Laugardalsvöllur — aðalleikvangur kl. 16.00 REYKJAVÍKURÚRVAL — LANDIÐ meistarafl. karla. Valbjarnarvöllur kl. 10.00-16.00 ÚRSLITALEIKIR í REYKJAVÍKURMÓTI 6. FL. KARLA. KRR/ÍBR W m c , Dunnudaginn 119. JUDHl á Keilisvellinum í Hafnarfirðl Keppnisfyrirkomulag: Höggleikur með og án forgjafar Glæsileg uerðlaun fyrír I. 2. og 3 saeti. Aukaverðlaun: Næst holu á öllum par 3 brautum Ræst verður út frá kl 8.00 Kynníng verður á MAARUD snahki og PRIPPS bjór. Skráning er j golfskála í síma 653360 Mlhjalo Biberclc stóð sig vel í gærkvöldi eins og allir hjá IA og var með þrennu gegn nýliðum Breiðabliks. 1B^\Haraldur Ingólfsson tók hornspymu frá vinstri á 7. mínútu ■ \#og Olafur Adolfsson skallaði af öryggi í markið rétt utan markteigs. 2* JVÁ 18. mínútu óð Sigursteinn Gíslason upp vinstri vænginn ■ %#og renndi inn á miðjuna á Bibercic. Hann sendi viðstöðu- laust á Harald á vinstri kantinum, sem lék að endamörkum og sendi síðan fastan jarðarbolta fyrir markið. Þar sneiddi Bjarki Pétursson boltann innanfótar í fjærhomið. Glæsilega að verki staðið. 3B#%Haraldur Ingólfsson var með fyrirgjöf frá vinstri á 37. ■ \#mínútu. Bibercic skallaði að marki, en boltinn fór i Guð- mund markvörð og aftur út í teiginn. Þar var Bjarki Pétursson rétt- ur maður á réttum stað og skoraði af öryggi. 61. mínútu var Haraldur enn á ferðinni upp vinstri væng- ■ ^#inn. Hann átti góða sendingu beint fyrir fætur Bibercic, sem þrumaði knettinum upp í þaknetið. á 67. mínútu öryggi í netið. 5«^\Óiafur Þórðarson gaf fyrir markið frá hægri á ■ \#og Bibercic, sem var við vítapunkt, skaliaði af ö 6B#\Mikil mistök áttu sér stað í vörn Breiðabliks á 70. mínútu. ■ ^#Einn vamarmanna ætlaði að hreinsa frá marki, en renndi knettinum þess í stað beint fyrir fætur Ólafs Þórðarsonar, sem var rétt utan vítateigs. Hann sendi strax á Bibercic, sem var fyrir opnu marki og átti ekki í vandræðum með að gera þriðja mark sitt í leiknum. UM HELGINA Knattspyrna Laugardagur: 1. deild kvenna: Ásvellir kl. 14...........Haukar - Höttur Kópavogurkl. 14.............UBK - Valur KR-völlur kl. 14................KR - ÍA Dalvikkl. 16...........Dalvík - Stjarnan 2. deild kvenna: Selfosskl. 14...........Selfoss - Reynir Varmárvöllurkl. 14......Afturelding - Bl Siglufj. kl. 16................KS - ÍBA Sauðárkr. kl. 17.....Tindastóll - Leiftur 4. deild kl. 14: Helgafellsv......Smástund - Afturelding Þorlákshöfn.................Ægir - Grótta Grýluvöllur............Hamar - Árvakur Ólafsvík.................. Víkingur - GG Njarðvík........._.Njarðvík - Framheijar Laugavöllur.................HSÞb - Neisti Siglufjörðurkl. 15.............,KS - Hvöt Sauðárkrókur...............Þrymur - Magni Djúpavogsv...................Neisti - KBS Vopnafjörður..............Einheiji - UMFL Seyðisfjörður.............Huginn - Sindri ■Nýr grasvöliur verður vígður á Eskifirði kl. 14 á laugardaginn. Þá tekur styrkt lið heimamanna í Austra á móti íslands- og bikarmeisturum ÍA. Þeir sem fengnir verða heimamönnum til aðstoðar eru Þorvaldur Örlygsson leikmaður með Stoke í Englandi og Lárus Sigurðsson markvörður Vals. Einnig verða Austramenn með leynivopn sem teflt verður fram á siðustu stundu. Sunnudagur: 1. deild karla: Garðabærkl. 17............Stjarnan - fBV 2. deild karla: Þróttarv. kl. 14.........Þróttur - Selfoss Neskaupst. kl. 14...........Þróttur - KA Ólafsfjörður kl. 14.........Leiftur - HK Einheiji Höttur 4. deild kl. 14: Leiknisvöllur..........Leiknir - Snæfell ■í tilefni 75 ára afmælis KRR leikur úr- valslið Reykjavíkur gegn úrvalsliði lands- byggðarinnar á Laugardalsvelli kl. 16 á sunnudag. Kl. 14 hefst viðureign U-16 ára landsliðs kvenna gegn blönduðu liði Vals og KR á Laugardalsvelli og er þetta loka- undirbúningur landsliðsins fyrir Norður- landamótið, sem verður sett 23. júní á Akureyri. Mánudagur. 3. deild karla: Valbjarnarv. kl. 20.....Fjölnir - Haukar Frjálsar Reykjavíkurleikar Reykjavíkurleikarnir í frjálsum íþróttum verða haldnir á Laugardalsvelli laugardag- inn 18. júní. Þeir hefjast klukkan 13 og lýkur klukkan 17. Allt sterkasta fijáls- íþróttafólk landsins tekur þátt auk um 70 erlendra keppenda. Meðal keppenda verða Raymond Hecht spjótkastari sem á lengsta kast ársins, kúluvarparinn Dragan Peric, kringlukastararnir Mike Buncic og Nick Sweeney. Búist er við spennandi keppni í flestum greinum, t.d. í 3000 metra hlaupi kvenna þar sem Martha Emstsdóttir keppir við margar sterkar erlendar hlaupakonur. Sund Opna Reykjavíkurmótið Opna Reykjavíkurmótið í sundi verður hald- ið í Laugardalslauginni um helgina. Það hefst klukkan 10 laugardaginn 18. júní og því verður síðan framhaldið sunnudaginn 19. kl. 15. Tólf erlendir sundmenn mæta til leiks ásamt nær öllu besta sundfólki landsins. Götuhjólreiðar 2. umferð bikarkeppninnar 2. umferð bikarmeistarakeppninnar í götu- hjólreiður fer fram sunnudaginn 19. júní go hefst kl. 10. Hjólað verður frá Reykja- vík til Akraness í A-flokki en að rir flokkar byija við Botnsskála í Hvalfirði. Mæting hjá öllum við Húsgagnahöllina kl. 9. Fylkisvöllur kl. 18 Fyl 2. deild kvenna kl. 14: Reyðarfj 3. deild karla kl. Valur 14: BÍ Garðsvöllur Víðir - T MT Ofært frá Vestmannaeyjum Ekki var hægt að fljúga frá Vestmannaeyjum í gær vegna þoku og varð því að fresta fyrirhuguðum leik Stjörnunnar og ÍBV í Garðabæ. Leikurinn hefur verið settur á kl. 17 á sunnudag. KORFUKNATTLEIKUR / NBA IMew York jafnaði aftur NEW York Knicks vann Houston Rockets 91:82 ífjórðu viðureign liðanna um „heimsmeistaratitilinn" í körfuknattleik. Staðan er því 2:2 og leika liðin að nýju aðfararnótt laugardagsins í New York en halda si'ðan til Houston þar sem þau leika sjötta, og ef til vill síðasta leikinn, aðfararnótt mánudags. Eins og svo oft áður var það bakvörðurinn John Starks sem bjargaði heimamönnum því’hann gerði 10 af 20 stigum sínum síð- ustu fjórar mínútur leiksins. Derek Harper, sem gerði 21 stig, átti einn- ig góðan dag, og hann ásamt Starks átti mestan þátt í að Knicks vann síðustu mínúturnar 19:10. Oakley gerði 16 stig og tók 20 fráköst en Ewing gerði 16 stig en hitti aðeins úr 8 af 28 skotum. Hann tók einn- ig 15 fráköst áður en hann fékk sjöttu villu sína. Hjá Hoústön ýar Olajuwon með 32 stig og þar af gerði hann 14 af 21 stigi liðsins í síðasta fjórðungi. Maxwell gerði 12 stig og Thorpe tók 10 fráköst. „Eg held að miðherjarnir Ewing og Olajuwon jafni hvorn annan út þannig að það verði leikur bakvarð- anna sem skiptir mestu máli í þeim leikjum sem eftir eru,“ sagði bak- vörðurinn Starks eftir leikinn. Knicks leiddi frá byijun en í þriðja leikhluta skoruðu gestirnir 14:1 og komust yfir, en Knicks náði forystunni fyrir síðasta fjórð- ung og síðan skiptust liðin á um að hafa hana. Rudy Tomjanovich, þjálfari Roc- kets var bjartsýnn á framhaldið. „Mínu liði hefur alltaf gengið vel eftir að það hefur leikið einn leik illa, ég er því bjartsýnn," sagði hann. Ewing lék vel fyrir Knicks og af mun meiri ákveðni en í fyrri leikj- um. Knicks tók 50 fráköst en Roc- kets aðeins 33 og munar þar mestu í sóknarfráköstunum en þar tóku heimamenn 21 á móti 7 fráköstum gestanna. Leikmenn reyndu mik- ið að skora úr þriggja stiga skotum og samtals voru reynd 37 slík skot sem er nýtt met í úrslitaleik í NBA. Bakverðir Knicks gerðu 45 stig en bakverðir Houston aðeins 22.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.