Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ HAFNARMÁL HORNFIRÐINGA líkja eftir straumum í ósnum, inni á fjörðunum og á svæðinu utan óssins. Morgunblaðið/Þorkell VITA- og hafnamálastofnun hefur komið sér upp stórbrotnu líkani af Hornafjarðarósi í hlutföllunm einn á móti hundrað. Unnt er að líkja nákvæmlega eftir hinum ýmsu veðurskilyrðum við ósinn og hafa prófanir með líkanið reynst kærkomin viðbót við þær rannsókn- ir sem gerðar hafa verið á svæðinu sjálfu. Innsiglingin áfram um Hornafjarðarós Hornatjarðarós er einhver erfiðasta innsigling lands- ins. Þar koma til þröngar aðstæður, stríðir straumar og sam- spil þeirra við úthafsölduna. Niður- stöður umfangsmikilla rannsókna á aðstæðum við ósinn liggja senn fyrir. í framhaldj af þeim eru fyrir- hugaðar miklar framkvæmdir til að auka öryggi sjófarenda. Ekki eru þó allir á eitt sáttir um ágæti þeirra framkvæmda. Vísindamenn hjá Vita- og hafnamálastofnun eru vissir um að þeir séu á réttri braut enda rannsóknirnar við ósinn með- al þeirra viðamestu sem stofnunin hefur staðið fyrir. Efasemdamenn úr röðum sjómanna hafa hins veg- ar kveðið sér hljóðs og krafist þess að áformin verði endurskoðuð. Hugmyndir um nýja höfn í Horns- vík hafa verið viðraðar. Umsjónar- menn yfirstandandi rannsókna vísa þeim á bug og telja þær óraunhæf- ar. Yfirmenn hafnarmála á Horna- firði taka ekki eins djúpt í árinni. Þeir telja hugmyndirnar hins vegar ótímabærar og horfa þá bæði til skorts á tíma og fjármagni. Bæjar- stjórnin á Höfn er sama sinnis og telur að kostnaður myndi tífaldast ef ráðist yrði í hafnarframkvæmd- ir í Hornsvík. Veturinn 1989-1990 voru miklir umhleypingar við suðurströnd landsins. Kraftmiklir stormsveipir og afar lágur loftþrýstingur ollu mun meiri öldugangi en venjulega og yfirborð sjávar hækkaði. Brimið skall ítrekað á . ströndinni við Hornafjörð. Sandrót olli umtals- verðu tjóni bæði á Suður- og Aust- urfjörutanga. Þegar upp var staðið hafði gríðarlegt magn efnis skolast yfir þá. Við þetta urðu miklar breytingar á botni óssins. Innsigl- Miklar rannsóknir á innsiglingunni um Horna- fjarðarós standa nú sem hæst. Deildar meiningar eru um fyrirhugaðar framkvæmdir við ósinn en nú er ljóst að ekki verður ráðist í hafnargerð í Hornsvík. Orri Páll Ormarsson hefur kynnt sér sjónarmið tæknimanna og sjómanna varðandi framtíðarhöfn Hornfirðinga. ingin þrengdist til muna og lokað- ist alfarið um tíma. Yfirvöld hafn- armála lögðu þegar drög að úrræð- um til bráðabirgða. Mælt var með ítarlegum rannsóknum á svæðinu og bráðabirgðaáætlun um bygg- ingu varnargarða við ströndina lögð fram. í mars 1990 var kynnt ítarleg rannsóknaáætlun sem gerði ráð fyrir að verkefninu yrði lokið á fjórum árum. Um vorið sam- þykkti Alþingi þingsályktunartil- íögu um rannsókn á siglingaleið- inni um Hornafjörð. í júní þetta sama ár var unnið að endurbótum á Suðurfjörutanga og gati sem myndast hafði í ham- förunum lokað með sandpokum. Um svipað leyti gengust Vita- og hafnamálastofnun og bæjaryfir- völd á Höfn fyrir ráðstefnu um Hornafjarðarós. Þar var safnað saman vænum hópi fræðimanna og kunnugra. Markmiðið var að safna upplýsingum um ósinn og ræða fyrirhugaðar aðgerðir og rannsóknaáætlun. Strax þetta sumar hófust víðtækar mælingar á gjörvöllu svæðinu og hafa þær staðið fram á þennan dag. Meðal þess sem ráðist var í voru dýptar- mælingar, sýnistaka úr botni, set- þykktarmælingar, öldumælingar, mælingar á straumum í ósnum, sjávarfallamælingar og margt fleira. Framkvæmdir hafnar Sumarið 1991 var síðan 665 metra langur sjóvarnargarður byggður á Suðurfjörutanganum og leysti hann bráðabirgðaviðgerðina, sem gerð var úr sandpokum, af hólmi. Frekari aðgerðum var hins vegar slegið á frest þar sem nauð- synlegt var talið að gera frekari rannsóknir á afleiðingum hvers konar breytinga á hinu brothætta náttúrujafnvægi sem gert hefur innsiglingu í Hornafjörð mögulega. Vita- og hafnamálastofnun hefur komið sér upp nákvæmu líkani af aðstæðum við Hornafjarðarós í hlutföllunum einn á móti hundrað. Líkan þetta er notað til prófana sem ætlað er að auka skilning á innsiglingunni þannig að unnt verði að bæta hana. Til þess að bæta innsiglinguna við ósinn er talið nauðsynlegt að vernda hana fyrir sandróti. Eins og fram hefur komið er innsigling- aropið vel varið vindum og öldu- gangi úr vestri. Varnargarðurinn á Suðurfjörutanganum hefur séð til þess. Austurfjörutanginn er á hinn bóginn óvarinn fyrir veður- hamnum úr austri. Sem hluti af rannsóknaráætluninni var gerð til- laga um að reisa boginn leiðigarð úr grjóti frá enda Austurfjöru- tanga. Garði þessum er ætlað að hindra framrás efnis úr austri sem löngum hefur sest á botn innsigl- ingarinnar. Einnig er gert ráð fyr- ir að hann geti leitt strauminn á siglingaleiðinni. Undirbúningur þessara framkvæmda er nú vel á veg kominn. Tilraunirnar með lík- anið góða eiga að skera úr um hvar best sé að reisa þennan garð, hvernig hann eigi að vera í laginu og hversu stór hann megi _______ vera. Önnur hugmynd sem verið er að ígrunda er sú að reisa varnargarð sem tengja myndi Þinga- nessker og Austurfjöru- tanga. Tilgangurinn með þeirri framkvæmd yrði að heft'a sandrót- ið milli Þinganesgarðsins og leiði- garðsins. Hafrannsóknastofnun sá um setþykktarmælingar í ósnum fyrir hönd Vita- og hafnamálastofnun- ar. Markmiðið með henni var með- al annars að ganga úr skugga um hvort fast undirlag, s.s. klöpp, væri nærri botninum. Niðurstaðan var sú að svo væri ekki. Töluverð hætta er á landrisi á svæðinu og því mikilvægt að undirlagið í botn- inum sé laust. Því komi landið til með að rísa er mun auðveldara að fást við dýpkun ef botninn saman- stendur af lausu efni. Þá hefur verkfræðistofan Vatnaskil hannað afar nákvæmt straumlíkan af Homafjarðarósi. Þar er hægt að Miðlun upplýsinga Stórt skref í átt til bættra skil- yrða fyrir sjófarendur sem leið eiga um Hornafjarðarós var uppsetning upplýsingakerfis um veður og sjólag. Vita- og hafnamálastofnun þróaði þetta kerfi í samvinnu við nokkra innlenda aðila og hefur það nú verið sett upp við höfnina í Höfn í Hornafirði og í Reykjavíkur- höfn. Þá er unnið að uppsetningu þess í Grindavíkurhöfn um þessar mundir og nokkrar fleiri hafnir munu bætast í hópinn áður en langt um líður. Upplýsingakerfi þetta veitir sjó- farendum upplýsingar um veður- lag, sjólag og sjávarhæðir í og við hafnir. Helsti hvatinn að þróun þessa kerfis var sá áhugi sem sjó- menn á Höfn sýndu upplýsingum um ölduhæð utan óssins. Mælingar hófust þar með öldudufli í janúar 1990. Síðan hefur þróunin verið ör. Tölvuskjá var komið fyrir í glugga á hafnarvoginni og þannig varð sjómönnum kleift að meta út frá henni hvort sjófært væri. Veð- ur niður við ósinn er oft frábrugð- ið veðri á Höfn og því var sett upp veðurathugunarstöð í samvinnu við Veðurstofuna á nýja sjóvarnar- garðinum út við Hvanney. Hún var síðan tengd með símalínu við tölvu á hafnarvoginni. Einnig var mæli komið fyrir niðri í ósnum til að fylgjast með ölduhæð, sjávarhæð og straumum. Upplýsingar frá þessum nemum berast nú á hverri einustu sekúndu og hefur verið þróaður hugbúnaður til að gera upplýsingar aðgengilegar á tölvu- skjá. Sjófarendur sem leið eiga um Hornafjarðarhöfn þurfa því ein- ungis að slá á þráðinn til hafnar- varða til að afla upplýsinga um aðstæður áður en siglt er um ósinn. Vandmeðfarið verkefni Gísli Viggósson, forstöðumaður rannsóknadeildar Vita- og hafna- málastofnunar, hefur haft umsjón með rannsóknunum á Hornaíjarð- arósi. Þær verða senn til lykta leiddar. Að sögn Gísla er um að ræða eitt viðamesta rannsókna- verkefni sem stofnunin hefur ráð- ist í. Stór samstarfshópur hafi myndast strax að lokinni ráðstefn- unni fyrir fjórum árum og margir hafi lagt hönd á plóg. Þeirra á meðal Orkustofnun, Hafrann- sóknastofnun, verkfræðistofan Vatnaskil, Vegagerðin og Raunvís- indastofnun, auk heimamanna á Höfn. Þá mun dr. Per Bruun, danskur prófessor sem hlotið hefur viðurkenningu fyrir framlag sitt til hafnamála hér á landi, ekki hafa látið sitt eftir liggja. Gísli segir Hornafjörðinn afar vandmeðfarið verkefni. „Maður finnur til máttleysis gagnvart þess- um náttúruöflum.“ Þess vegna kveðst hann hafa leitað svo víða eftir ráðgjöf og aðstoð. Gísli telur afar brýnt að niðurstöður úr öllum rannsóknum liggi fyrir áður en framkvæmdum verður haldið áfram því mikið sé í húfi. Efnt verður til alþjóðlegrar ráðstefnu um hafnamál á Höfn dagana 20.-24. júní nk. og Gísli mun að sjálfsögðu nýta sér þann vettvang til að bera niður- stöður rannsóknanna við Horna- fjörð og væntanlegar framkvæmd- ir undir erlenda starfsbræður sína. „í lok ráðstefnunnar verður síðan umræða um það hvort við séum að gera rétt. Þannig að þetta er ekkert sem við ætlum okkur að vera einráðir um,“ segir Gísli og bindur augljóslega miklar vonir við ráðstefnuna. Höfn í Hornsvík Ástvaldur Hólm Arason, vél- stjóri, er afar ósáttur við fyrirhug- aðar framkvæmdir við Horna- fjarðarós. Hann er sannfærður um að þar séu ekki hafnarskilyrði til framtíðar og því beri að léitá ann- „Hér ríkti neyðarástand fyrir 1990.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.