Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „Skundum á Þingvöll og treystum vor heit...“ Rekstrarstaða stóru spítalanna Yfirvofandi samdrátt- ur á Borgarspítala REKSTRARSTAÐA Borgarspít- ala er mjög slæm. Jóhannes Pálmason framkvæmdastjóri Borgarspítalans telur engar líkur á því að stofnuninni takist að óbreyttu að halda sig innan fjár- laga og mikill samdráttur í þjón- ustu spítalans sé yfirvofandi. Logi Guðbrandsson fram- kvæmdastjóri Landakotsspítala segir rekstur spítalans erfiðan enda hafi stofnuninni verið gert að halda áfram óbreyttum rekstri þrátt fyrir mikinn niðurskurð á síðustu fjárlögum. Staða Ríkis- spítalanna er aftur á móti eins og búast mátti við og útgjöld hans gætu orðið mjög nálægt fjárlögum. „Að óbreyttum fjárframlögum getur Borgarspítalinn ekki veitt þá þjónustu sem hann hefur gert hingað til,“ sagði Jóhannes Pálma- son í samtali við Morgunblaðið. „Ég held að sjúkrahúsin hafi skor- ið svo niður alls staðar að aðeins stendur eftir einn liður, launa- kostnaður, sem jafnframt er lang- stærsti útgjaldaliður í hveiju sjúkrahúsi. Hann nemur um 70% allra útgjalda á Borgarspítalan- um,“ bætti hann við. „Þegar til- færingar hafa verið gerðar í starfsmannamálum liggur ljóst fyrir að draga verður saman þjón- ustu.“ Barnadeild enn á Landakoti Jóhannes staðfesti að fyrirhug- aðir flutningar barnadeildar frá Landakotsspítala til Borgarspítala hafi dregist. Margar ástæður liggi þar að baki en þyngst vegi að ekki hafi fengist fjármagn til að innrétta bjartadeild í B-álmu og rýma þannig til fyrir barnadeild. Davíð Á. Gunnarsson Jóhannes Pálmason Logi Guðbrandsson Erfiðir tímar Á BORGARSPÍTALA er mikill samdráttur yfirvofandi að óbreyttu og án aukafjárveitingar stefnir rekstur Landakotsspít- ala í 130-140 milljón króna halla í árslok. Staða Ríkisspítalanna er hins vegar hvorki betri né verri en búast mátti við. framkvæma flutningana en tíma- setning þeirra væri óljós. Undir- búningur væri hafinn og taldi hann hugsanlegt að barnadeildin verði komin í Fossvoginn í haust. Aukafjárveiting nauðsynleg Dráttur á flutningum deildar- innar er ein af ástæðum þess að rekstur Landakotsspítala er erfið- ur um þessar mundir. Logi sagði að fjárframlög til spítalans hafí verið skorin niður á síðustu fjár- lögum m.a. vegna fyrirhugaðra flutninga. Spítalanum hafi síðan verið gert að halda áfram óbreytt- um rekstri og halli hlaðist upp. Logi staðfesti aftur á móti að heil- brigðisráðherra hyggðist leysa hluta vandamála spítalans með 100 milljón króna aukafjárveit- ingu. „Sú aukafjárveiting er bráð- nauðsynleg," sagði Logi, „enda stefnir í 130-140 milljón króna h'all'a SÁ ÓÚfhýtU,- Ríkisspítalar innan fjárlaga Forstjóri Ríkisspítalanna, Davíð Á. Gunnarsson, á von á því að rekstrarniðurstaða þeirra verði um 1% til eða frá fjárlögum eins og undanfarin ár. í fyrra hafi Ríkis- spítalarnir farið 50 milljónir fram yfir fjárlög og árið þar á undan verið 70 milljónir undir. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að staðan í dag væri nokkuð um- fram ijárlög en það væri ekki óvanalegt miðað við árstíma. Það ætti líka eftir að koma í ljós hvern- ig sumarið og sumarfríin kæmu út. „Það, sem fyrst og fremst er okkar vandamál, er að það var fluttur til okkar helmingur af þeim bráðavöktum, sem áður tilheyrðu Landakotsspítala,“ sagði Davíð. Hann bætti við að reynt væri að reka Ríkisspítalana á núllinu og að svo stöddu væri ekki talin ástæða til að grípa til róttækra sparnaðarráðstafana. Sýnisbók ritverka Jóns Sigurðssonar Brautryðj- andiverk Sverrir Jakobsson Almenna bókafé- lagið gefur í dag út bókina Af blöðum Jóns forseta. Hér er á ferð sýnishorn af ritverkum Jóns Sig- urðssonar um önnur efni en sjálfstæðismálið. Jón Sigurðsson var samein- ingartákn þjóðarinnar í baráttu hennar fyrir sjálfstæði. Hún valdi því fæðingardag hans fyrir árleg hátíðahöld lýð- veldinu til heiðurs. í dag fagnar lýðveldið ísland afmæli sínu í_ fimmtug- asta sinn. Á þessum merku tímamótum gefst landsmönnum færi á að kynnast þeim verkum þjóðskörungsins, Jóns Sigurðssonar, sem lítið hefur farið fyrir til þessa en eiga engu að síður erindi við þá alla. Ekkert óviðkomandi Efni réð vali ritgerðanna sem eiga rætur að rekja til Nýrra fé- lagsrita og hafa ekki birst opin- berlega í 150 ár. í bókinni er að finna ritgerðir um skólamál, versl- unarmál og heilbrigðismál. Mun hér vera um brautryðjandi verk að ræða, sérstaklega er textinn um skóla- og verslunarmál þrút- inn og ítarlegur. Það var Sverrir Jakobsson, sagnfræðingur, sem annaðist valið. Hann ritar jafn- framt afar aðgengilega ævisögu Jóns og skrifar stuttan inngang að hverri ritgerð og skýringar við þær. Flestir þekkja Jón Sigurðsson af skrifum hans um sjálfstæðis- baráttu þjóðarinnar. Ekki verður dregið úr gæðum þeirra skrifa, allra síst á þessum degi. Það er hins vegar ljóst að hann lét sér annt um fleiri málefni sem við- komu þjóðlífinu. Á bókarkápu segir til að mynda: „í málum fóst- uijarðarinnar lét hann sér ekkert óviðkomandi sem miðað gat til framfara í landinu.“ Jón var með afbrigðum atorkusamur og af- kastamikill. Hann var vel að sér í flestum málefnum og sennilega langt á undan sinni samtíð í þeim flestum. Að minnsta kosti rættist þorri hugmynda hans ekki fyrr en hann var allur. Sjálfstæðisbar- áttan var vitanlega mál málanna en Jón Sigurðsson, forseti, hafði margt annað fram færa, sem ástæða hefur þótt að forða frá að falla í gleymskunnar dá. Líta má á útgáfu bókarinnar Af blöðum Jóns forseta sem við- leitni til að kynna ís- lendingum fleiri hliðar á manninum sem lagði grunninn að sjálfstæði þjóðarinnar. Eiríkur Hreinn Finnbogason hjá Almenna bókafélaginu segir hugmyndina að útgáfu bókarinn- ar hafa kviknað árið 1992. „Sverr- ir vann að þessu í fyrrasumar. Hans framlag er mikið, sérstak- lega í formi sextíu blaðsíðna ævi- sögu.“ Af blöðum Jóns forseta er fyrsta bókin sem Sverrir hefur veg og vanda af og í henni er jafn- framt að finna fyrsta texta höf- undar sem birtist í bókarformi. Hann er kornungur sagnfræðing- ur og segist Eiríkur viss um að hann eigi eftir að láta frekar að sér kveða þegar fram líða stund- ir. Sverrir er nú um það bil að ljúka MA námi frá háskólanum í Leeds og hyggur á doktorsnám í framhaldi af því. Ekki náðist í Sverri í gær þrátt fyrir ítrekaðar ►SVERRIR Jakobsson er fæddur í Reykjavík 18. júlí 1970. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund vorið 1990. Sverrir lagði síðan stund á nám í sagnfræði við Háskóla Islands með sérstaka áherslu á miðaldir. BA-prófi lauk hann þaðan með ágætis- einkunn árið 1993. Að því loknu lá leið Sverris til Bretlands. Þar nemur hann nú miðaldafræði við Leeds-háskóla. Auk sagn- fræði stundar Sverrir nám í grísku, latínu og fornensku. Tímarit stúdenta hér á landi og i Leeds hafa birt greinar eftir hann um ýmis sagnfræði- leg efni. tilraunir en hann býr á stúdenta- görðum í Leeds. Eiríkur Hreinn telur Jón Sig- urðsson enn eiga fullt erindi við íslensku þjóðina. „Flest þeirra mála sem hann vann að hafa kom- ist til framkvæmda núna. Við þekkjum Jón hins vegar ekki nema af þessu eina máli, sjálf- stæðisbaráttunni. Þetta er því lið- ur í því að kynna manninn, hann var óvenjulegur. Fyrir okkur er hann sameiningartákn í sjálfstæð- ismálinu en hann var svo miklu meira.“ Eiríkur segir að Jón Sig- urðsson hafi verið mikill foringi og hafi átt auðvelt með að vinna menn á sitt band. „Hann vann öll mál mjög vel og hafði jafnan traust rök á reiðum höndum. Þá var hann alltaf viss í sinni sök og einatt vel undirbú- inn. Þá sem voru hon- um ósammmála þoldi hann hins vegar afar illa.“ Eiríkur segir að Jón Sigurðsson þjóni enn í dag miklu hlutverki sem sameiningartákn þjóðarinnar. Það sé hins vegar ekkert lífsspursmál að kynnast manninum á bak við goðsögnina. Enginn ætti þó að verða verri fyrir bragðið. „Jón var í raun og veru merkilegri maður en við ger- um okkur grein fyrir. Aðallega fyrir það hvað hann vann mikið og vann vel enda var hann mikill fræðimaður.“ Víst er Jón Sigurðsson mun lifa með íslensku þjóðinni um ókomna framtíð. Hann er persónugerving- ur sjálfstæðisbaráttunnar og munu verk hans á því sviði vafa- laust standast tímans tönn. Ætla má að mörgum þyki mikilvægt skref til kynningar annarra verka þessarar miklu frelsishetju hafa verið stigið í dag, 17. júni, með útkomu bókarinnar. Sameiningar- tákn þjóðarinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.