Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR PÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 29 RICO Saccani stjórnandi ásamt Kristjáni Jóhannssyni baksviðs fyrir tónleikana í gær. Að syngja fyrir þjóðir TÓNLIST Laugardalshöll HÁTÍÐARTÓNLEIKAR ÍTÖLSK OG FRÖNSK ÓPERUTÓNLIST Kristján Jóhannsson óperusöngv- ari. Sinfóníuhljómsveit íslands. Stjórnandi Rico Saccani. Fimmtudagurinn 16. júní 1994. ÞEIR menn voru frægastir til forna, er kváðu konungum dráp- ur og þáðu fyrir margvíslega sóma. Kristján Jóhannsson óperusöngvari ber kápu þessara snillinga með glæsibrag, syngur fyrir þjóðir og ber hróður íslands vítt um heim. Hér heima þiggur hann þann sóma einan, að vera elskaður og dáður, því enn búum við ekki svo vel að eiga glæsilegt óperuhús eða þann hljómleika- sal, sem hæfir þeirri þjóð, er stát- ar sig af merkilegri menningu. Þegar mikil liggur við, fær tón- menningin inni í íþróttahöllum, því andlegum íþróttum, t.d. á sviði tónlistar, er ekki ætlað hús og því má segja að íslendingar séu í raun aðeins hálfmenntir eða hafi ekki þá aðstöðu, er geri þá fullgilda meðal annarra þjóða. Hátíðartónleikar Listahátíðar 1994 hófust með forleik að óper- unni Mignon eftir Ambroise Thomas. Gerðar höfðu verið ýmsar breytingar á sviði Laugar- dalshallar og mátti vel greina á leik Sinfóníuhljómsveitar ís- lands, að þær bættu mjög hljóm- burð hallarinnar. Kristján hóf söng sinn á blómaaríunni úr Carmen eftir Bizet og á eftir frábærlega vel leiknu Intermezzo úr Pagliacci söng Kristján Vesti la giubba úr sömu óperu eftir Leoncavallo. Söngur Kristjáns var þrunginn ástríðu og sársauka hins smáða og afbrýðisama trúðs, sem aðeins má hlæja til að kæta fólk. Impróviso-arían úr Andrea Chenier eftir Giordano var frá- bærlega vel sungin. Rico Saccani mótaði leik hljómsveitarinnar mjög vel og lagði mikla áherslu á það sem sérstaklega er mikil- vægt fyrir túlkun ítalskrar óperutónlistar, að afmarka tón- hendingar með hraðabreyting- um. Þetta kom sérlega skemmti- lega fram í Dansi klukkustund- anna eftir Ponchielli, sem hljóm- sveitin flutti vel, og einnig í til- finningaþrunginni túlkun á Int- ermezzo úr Manon Lescaut eftir Puccini. Verdi og Puccini eru óumdeil- anlega meistarar óperunnar og þar fór Kristján á kostum í ar- íunni Ah, si ben mio, úr II Trovat- ore, eftir Verdi og tveimur aríum eftir Puccini, Che gelida manina úr La Bohéme og Nessum dorma úr Turandot. Söngur Kristjáns er tvímælalaust einn af hápunkt- um Listahátíðarinnar 1994 og mikill tónlistarviðburður. Fyrir okkur íslendinga er mikilvægt að eiga slíkan alþjóðlegan lista- mann sem Kristján Jóhannsson, er færir okkur inn í listasamfélag vestrænna menningarþjóða. Fyr- ir hann og aðra listamenn, sem hafa kvatt sér hljóðs, mættu ís- lensk stjórnvöld í alvöru hyggja að byggingu tónlistarhúss, því nú þegar eiga listamenn eins og Kristján Jóhannsson ekki í neitt hús að venda, vilji þeir eiga stund með löndum sínum í söng, eins og hann gerist bestur meðal þjóða heims. Þökkum Kristjáni fyrir söng hans með því að byggja veglegt tónlistarhús. Það væri að hans skapi, sem klifið hefur þrítugan hamarinn til frægðar og frama. Jón Ásgeirsson Óratórían Milska í Hallgrímskirkju ÓRATÓRÍAN Milska verður flutt nk. laugardag, 18. júní í Hall- grímskirkju kl. 16. Milska er framlag Noregs til Listahátíðar í Reykjavík að þessu sinni. En auk þess er tónverkið, auk annars, framlag Noregs til 50 ára lýðveldishátíðar á íslandi. Höfundur óratóríunnar er Kjell Mörk Karlsen tónskáld og organ- leikari, en íslendingar þekja hann frá því hann vann fyrstu verðlaun í samkeppni Kirkjuiistahátíðar um orgelverk árið 1993, sem fram fór í Hallgrímskirkju. En síðan þá hefur höfundurinn skrifað orgels- infóníu tileinkaða Herði Áskels- syni organleikara. Óratórían Milska er samin við samnefnt helgikvæði, ritað á ís- landi á þrettándu öld af óþekktum höfundi. Kvæðið minnir á Lilju og ýmis þekkt helgikvæði. Það er 96 erindi og hefur skáldið Ivar Org- land 'þýtt það á norsku. Tóngerð Milsku er kammermúsíkölsk órat- óría með eftirtölum flytjendum: Blandaður kór úr dómkórnum í Tönsberg og kirkjukórnum í Asker, ásamt altsöngvaranum Gro Bente Kjellevold, framsögn leikara Knut Risan, strengjakvartett tón- listarmanna frá Osló, oragnleikari Andrew Wilder og stjórnandi og höfundur Kjell Mörk Karlsen. Frumflutningur verksins var í Tönsberg i Noregi haustið 1993 og fékk það mjög góðar móttökur. Flutningur Milska á Islandi hef- ur fengið talsverðan fjárstyrk frá norska menningarmálaráðuneyt- inu. Ný tímarit ■ 41. tölublað Mímis, blaðs Félags stúdenta í íslenskum fræðum,. er komið út. Að þessu sinni er blaðið öllu stærra en venju- lega, 107 síður. Efni blaðsins er að venju fræðiritgerðir um íslenska málfræði og bókmenntir. Meðal efnis eru málstofa um sköpunar- mátt í mannlegu máli, rannsókn á orðavali um karla og konur, ferða- saga frá Wolfenbúttel, ljóð eftir sænska skáldið Aspenström, rit- dómar og ritgerðir um setninga- gerð í bréfum kvenna á 19. öld, tengsl samísku og norrænna mála, meykóngasögur, Gróttasöng, skálfta í dróttkvæðum, Svefnhjól Gyrðis Elíassonar, ljóðagerð Dags Sigurðarsonar og Hannesar Pét- urssonar og um Ijósmyndun og ljóð- list. / ritnefnd þessa tölublaðs voru Ármann Jakobsson, Guðmundur Erlingsson og Þorfínnur Skúiason. Hægt er að nálgast blaðið í bóka- verslunum Máls og menningar, Bóksölu stúdenta og hjá ritstjórum. Sólskin fyrir eyrun Sunnukórinn og Sin- fóníuhljómsveit íslands halda stórtónleika á ísafírði í tilefni af 60 ára afmæli kórsins. Rúnar Helgi Vignis- son segir frá starsfemi kórsins. SUNNUKÓRINN á ísafirði hefur nú borið nafn með rentu í sex ára- tugi. Hann er eitt rótgrónasta menningarafl sinnar heimabyggð- ar, nátengdur átthagaást ísfirðinga og sjálfsmynd, samofinn „faðmi fjalla blárra“. í tilefni afmælisins heldur kórinn stórtónleika í nýja íþróttahúsinu á Isafirði þriðjudag- inn 21. júní, um sumarsólstöður, og gerir Sinfóníuhljómsveit íslands undir stjórn Bernards Wilkinsons sér sérstaka ferð vestur til að taka Sunnukórinn hefur oft lagt land undir fót, sungið víða um land auk þess sem hann hefur sótt önnur lönd heim, síðast Ungveijaland árið 1988. Kórinn hefur staðið fyrir frum- flutningi á ýmsum merkum tón- verkum. Má þar nefna kantötuna Strengleika eftir Jónas Tómasson eldri, samin við ljóðaflokk eftir Guðmund Guðmundsson skóla- skáld. Eftir Jónas Tómasson yngri, sonarson fyrsta söngstjórans, hefur kórinn frumflutt verkin Missa Brev- is, Sjö orð Krists á krossinum og Mold og daga. Endurgerðir Áfangar Á afmælistónleikunum á þriðju- daginn, verður frumflutt endurgerð á tónverki sem Hjálmar Helgi Ragnarsson hefur samið við ljóða- bálkinn Áfanga eftir Jón Helgason. Að sögn Hjálmars var verkið upp- haflega samið í tilefni af 50 ára afmæli Landssambands blandaðra kóra og flutt af þúsund manna kór í Laugardalshöll árið 1988. í vor hefur Hjálmar setið í Gamla sjúkra- húsinu á ísafirði, „með fylgjur for- tíðarinnar allt í kring“, og endur- AFMÆLISBARNIÐ, Sunnukórinn á ísafirði, ásamt stjórnandanum Beötu Joó og Sigríði Ragnarsdóttur undirleikara kórsins til margra ára. þátt í þeim. Efnisskráin saman- stendur að verulegu leyti af verkum eftir ísfirðinga, þá Hjálmar H. Ragnarsson og Jónas Tómasson yngri og eldri. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkir tónleikar eru haldn- ir í þessu glæsilega íþróttahúsi, sem var tekið í notkun sl. haust. Stofnaður á sólardegi ísfirðinga Sunnukórinn var stofnaður 25. janúar 1934, á sólardegi ísfirðinga, þeim degi sem sólin gægist fyrst yfir fjallaskörðin eftir nokkurra vikna fjarveru, og skýrir það nafn kórsins. Fögnuðurinn sem fylgir sólarkomunni hefur orðið kórnum fijótt veganesti, því nú er hann elsti starfandi blandaði kórinn á landinu. Helsti hvatamaður að stofnun hans var Jónas Tómasson tónskáld, en hann var á þeim tíma eini mennt- aði tónlistarmaðurinn í bænum. Jónas var jafnframt fyrsti söng- stjórinn, gegndi því hlutverki í tæp tuttugu ár, en þá tók Ragnar H. Ragnar við, nýlega kominn frá Vesturheimi. Hjálmar Helgi leysti föður sinn af hólmi 1974, þá aðeins 22 ára, en síðan hafa þau Kjartan Siguijónsson, Jónas Tómasson yngri og Margrét Bóasdóttir stjórn- að kórnum, en núverandi stjórnandi er Beáta Joó frá Ungvetjalandi. I Sögu Isafjarðar segir að til- gangurinn með stofnun Sunnukórs- ins hafi verið tvíþættur: „Annars vegar að stofna kór, sem komið gæti fram á söngskemmtunum og við önnur tækifæri, og hins vegar að þjálfa upp stóran kirkjukór." Kórinn hefur í gegnum tíðina gegnt hvoru tveggja hlutverkinu með sóma, en fyrir nokkrum árum var þó stofnaður sérstakur kirkjukór. skrifað verkið, sett það auk þess í búning fyrir sinfóníuhljómsveit. „Verkið er samið með það fyrir augum að áhugamenn geti sungið það, svo aðgengilegt er það,“ segir Hjálmar. „Það er tileinkað einum slíkum áhugamanni um kórsöng, Ásgeiri heitnum Sigurðssyni járn- smiði á ísafirði, sem fulltrúa kyn- slóðar með ódrepandi áhuga á kór- söng. Þetta er mjög dramatískt verk, eins og ljóðið, og ég reyni að íýlgja þeim vegslóða sem ljóðið fer. Áfangar eru settir saman úr mynd- um úr hinum ýmsu landshlutum og eru að því leyti þjóðhátíðai-verk. Útkoman er tónverk með rammís- lenskum, vestfirskum brag og má kallast kveðja til þess jarðvegs sem ég er sprottinn úr,“ sagði Hjálmar Helgi Ragnarsson, en hann er alinn upp við kórstarf frá blautu barns- beini í föðurgarði sínum. Kórinn, sem verður treystur með söngvurum úr nágrannabyggðun- um á þessum tónleikum, mun einn- ig flytja, ásamt Sinfóníuhljómsveit- inni, verkið Söngva til jarðarinnar eftir Jónas Tómasson yngri, samið við ljóð eftir Hannes Pétursson. Það var upphaflega skrifað fyrir píanó, en Jónas hefur nú útsett það fyrir sinfóníuhljómsveit. Guðrán Jónsdóttir, sópransöng- kona frá ísafirði, mun þreyta frum- raun sína með Sinfóníuhljómsveit lslands á tónleikunum þegar hún syngur þijár aríur, úr Leðurblök- unni, La Bohéme og Don Pasquale. Þá mun Sinfóníuhljómsveitin flytja 9. sinfóníu Dvoráks og að endingu flytja kór og hljómsveit „þjóðsöng“ Isfirðinga, I faðmi fjalla blárra eft- ir Jónas Tómasson eldri. Að því búnu fer daginn að stytta aftur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.