Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 62
62 FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM FOLK Danny DeVito fær samviskubit ►DANNY DeVito var spurður hvenær hann fengi helst samviskubit og sagði hann þá sposkur á svip: „í eftirlætis- draumnum mínum endar Diana prins- essa á því að fela mig inni í fataskáp, vegna þess að Karl Bretaprins er að berja á dyrnar. Þegar ég vakna upp af þessum draumi fæ ég alltaf samviskubit.“ Axl Rose Kurt Cobain Fer eins fyrir Axl Rose o g Kurt Cobain? ► LÍFSSTÍLL AxI Rose, söngv- ara rokkhljómssveitarinnar Guns N’ Roses, einkennist af ofbeldi og eiturlyfjamisnotkun. Margir hafa spáð honum sömu örlögum og Kurt Cobain söngvara hljóm- sveitarinnar Nirvana sem lést af völdum eiturlyfja fyrr á árinu. Axl yfirgaf eiginkonu sína Erin Rose fyrir löngu síðan og er nú í sambandi við fyrirsætuna Step- hanie Seymour. Stephanie held- ur því fram að hún geti bjargað honum, en í augnablikinu er Axl svo niðursokkinn í sukklíferni sitt að ekkert þýðir að tjónka við hann. j ) t Ascot veð- reiðarnar laða fræga fólkið að EINU sinni á ári má sjá bæði frægt og ríkt fólk safnast saman á Ascot veð- reiðunum í Bret- landi. Þar má sjá stórkostlega hatta og föt samkvæmt nýjustu tísku, hvert sem litið er. Drottn- ingarmóðirin gerði sér ferð frá Windsor kastala til að fylgjast með veðreiðunum. Hún er mikill áhuga- maður um veðreiðar, en missti þó af Ascot veðreiðunum í fyrra. Búist er við um 200.000 manns á veð- reiðarnar í þá fjóra daga sem þær standa yfir, en þær hófust á þriðjudaginn 14. júní. SKRÚÐGANGA um Regent’s-garðinn í London. Breska fyrir- fólkið skartar sínu fegursta á Ascot veð- reiðunum, þ. á. m. drottn- ingarmóðirin. Ánægjuleg tíðindi fyrir Trabanteigendur Á NÝJU safni sem opnað var í Þýskalandi þriðjudaginn 14. júní er Trabanti stillt upp til sýnis fyrir safngesti. Trabantinn er frá fyrrum Austur-Þýskalandi og var notaður á flótta um Ungverjaland og Austurríki til Vestur Þýskalands árið 1989. Trabantinum er stillt upp við hliðina á hluta úr Berlínarmúrn- um. Helmut Kohl mætti á opnunarsýningu safnsins, sem er stað- sett í Bonn. Tvær kvikmyndir um Jimi Hendrix LEIKARINN Laurence Fishbume, sem gekk undir nafn- inu Larry Fishburne fyrir nokkrum árum, hefur fengið hlutverk í nýrri kvikmynd. Laurence lék sem kunnugt er Ike Turner í kvikmynd um rokkdrottninguna Tinu Turner en hefur nú fengið hlutverk í kvikmynd um rokk- stjömuna og kyntáknið Jimi Hendrix. Kvikmyndin nefnist „Scuse Me While I Kiss the Sky“ og er hennar beðið með óþreyju af Hendrix-aðdáendum. Það sem færri vita er að hún mun mæta samkeppni frá kvikmyndafyrirtækinu Allied Stars sem vinn- að gerð kvikmyndarinnar „Jimi“. Þeirri íd er lýst meira sem fantasíu undir áhrifum Jim- heldur en æviágripi. Drífðu þig og nýttu þér frábært tilboð! ff á s k ó I a b jr I Jt O Við gefum pakka með 2 Upperdeck körfuboltamyndum meðan birgðir endast. Bíómíðinn giidir sem 15% afsláttur af SHAQ - bolum í Frísport, Laugavegi 6. Verðlaunagetraun - Reebok SHAQ - skór (verðlaun! Þjóðhátíð í London SIÐASTLIÐINN sunnudag var haldin flölskrúðug íslensk þjóðhá- tíð.í Regent’s-garðinum í London. Það er stór og fallegur garður í eigu kpnungsfjölskyldunnar sem er staðsettur í hjarta London. Hátíðin hófst með messu séra Jóns A. Baldvinssonar í danskri kirkju við garðinn en kór Lang- holtskirkju söng undir stjórn Jóns Stefánssonar. Eftir það var geng- ið í skrúðgöngu frá kirkjunni yfir í sjálfan garðinn með fánabera, fjallkonu og lúðrasveit í broddi fylkingar. Þar var boðið upp á fjölbreytta dagskrá með ávarpi fjallkonu, Fjólu Ólafsdóttur og Helga Ág- ústssonar sendiherra. Auk þeirra komu fram Ólafía Hrönn Jóns- dóttir, Blásarakvintett Reykja- víkur, Egill Ólafsson, Jón Rúnar Arason, Bubbleflies, Bong o.fl. Kynnir og stjórnandi dagskrárinnar var Jakob Frímann Magnússon. Afmæli lýðveldisins vekur athygli Þjóðhátíðin var hluti af samfelldri hátíðardagskrá sem nú stendur yfir í Lundúnum í tilefni af hálfrar aldar afmæli íslenska lýðveldisins undir yfírskriftinni „50 Northern Light Years“. Hún hefur fengið mikla og góða umfjöllun fjölmiðla. Stórblaðið Times styrk- ir hátíðina og hefur gefíð henni góða einkunn með reglulegri umfjöllun. Stórblaðið Sunday Times birti jákvæða gagnrýni á sýningu sex íslenskra lista- kvenna í Barbican. BBC-útvarpið var með klukku- stundar langa beina útsendingu frá listatogaranum Leifi Eiríkssyni síðastliðinn fimmtudag. Á þriðjudeg- inum var opnuð sýning á verkum Helga Þorgils Frið- UM BORÐ í listatogaranum Leifi Eiríkssyni. jónssonar, Daða Guðbjömssonar og Sigurð- ar Áma Sigurðssonar í galleríi við Cork Street. Á miðvikudeginum voru Art- hur Björgvin Bollason og Jórunn Sigurðardóttir með dagskrá um íslenska menningu í Barbican og sama kvöld flutti Kór Langholts- kirkju H-moIl messu Bachs við undirleik English Chamber Orc- hestra. Hinn 17. júní verður haldin kvöldskemmtun í Regent’s þar sem Magnús Magnússon verður kynnir og sendiherrar Norðurlandanna meðal gesta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.