Morgunblaðið - 17.06.1994, Page 62

Morgunblaðið - 17.06.1994, Page 62
62 FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM FOLK Danny DeVito fær samviskubit ►DANNY DeVito var spurður hvenær hann fengi helst samviskubit og sagði hann þá sposkur á svip: „í eftirlætis- draumnum mínum endar Diana prins- essa á því að fela mig inni í fataskáp, vegna þess að Karl Bretaprins er að berja á dyrnar. Þegar ég vakna upp af þessum draumi fæ ég alltaf samviskubit.“ Axl Rose Kurt Cobain Fer eins fyrir Axl Rose o g Kurt Cobain? ► LÍFSSTÍLL AxI Rose, söngv- ara rokkhljómssveitarinnar Guns N’ Roses, einkennist af ofbeldi og eiturlyfjamisnotkun. Margir hafa spáð honum sömu örlögum og Kurt Cobain söngvara hljóm- sveitarinnar Nirvana sem lést af völdum eiturlyfja fyrr á árinu. Axl yfirgaf eiginkonu sína Erin Rose fyrir löngu síðan og er nú í sambandi við fyrirsætuna Step- hanie Seymour. Stephanie held- ur því fram að hún geti bjargað honum, en í augnablikinu er Axl svo niðursokkinn í sukklíferni sitt að ekkert þýðir að tjónka við hann. j ) t Ascot veð- reiðarnar laða fræga fólkið að EINU sinni á ári má sjá bæði frægt og ríkt fólk safnast saman á Ascot veð- reiðunum í Bret- landi. Þar má sjá stórkostlega hatta og föt samkvæmt nýjustu tísku, hvert sem litið er. Drottn- ingarmóðirin gerði sér ferð frá Windsor kastala til að fylgjast með veðreiðunum. Hún er mikill áhuga- maður um veðreiðar, en missti þó af Ascot veðreiðunum í fyrra. Búist er við um 200.000 manns á veð- reiðarnar í þá fjóra daga sem þær standa yfir, en þær hófust á þriðjudaginn 14. júní. SKRÚÐGANGA um Regent’s-garðinn í London. Breska fyrir- fólkið skartar sínu fegursta á Ascot veð- reiðunum, þ. á. m. drottn- ingarmóðirin. Ánægjuleg tíðindi fyrir Trabanteigendur Á NÝJU safni sem opnað var í Þýskalandi þriðjudaginn 14. júní er Trabanti stillt upp til sýnis fyrir safngesti. Trabantinn er frá fyrrum Austur-Þýskalandi og var notaður á flótta um Ungverjaland og Austurríki til Vestur Þýskalands árið 1989. Trabantinum er stillt upp við hliðina á hluta úr Berlínarmúrn- um. Helmut Kohl mætti á opnunarsýningu safnsins, sem er stað- sett í Bonn. Tvær kvikmyndir um Jimi Hendrix LEIKARINN Laurence Fishbume, sem gekk undir nafn- inu Larry Fishburne fyrir nokkrum árum, hefur fengið hlutverk í nýrri kvikmynd. Laurence lék sem kunnugt er Ike Turner í kvikmynd um rokkdrottninguna Tinu Turner en hefur nú fengið hlutverk í kvikmynd um rokk- stjömuna og kyntáknið Jimi Hendrix. Kvikmyndin nefnist „Scuse Me While I Kiss the Sky“ og er hennar beðið með óþreyju af Hendrix-aðdáendum. Það sem færri vita er að hún mun mæta samkeppni frá kvikmyndafyrirtækinu Allied Stars sem vinn- að gerð kvikmyndarinnar „Jimi“. Þeirri íd er lýst meira sem fantasíu undir áhrifum Jim- heldur en æviágripi. Drífðu þig og nýttu þér frábært tilboð! ff á s k ó I a b jr I Jt O Við gefum pakka með 2 Upperdeck körfuboltamyndum meðan birgðir endast. Bíómíðinn giidir sem 15% afsláttur af SHAQ - bolum í Frísport, Laugavegi 6. Verðlaunagetraun - Reebok SHAQ - skór (verðlaun! Þjóðhátíð í London SIÐASTLIÐINN sunnudag var haldin flölskrúðug íslensk þjóðhá- tíð.í Regent’s-garðinum í London. Það er stór og fallegur garður í eigu kpnungsfjölskyldunnar sem er staðsettur í hjarta London. Hátíðin hófst með messu séra Jóns A. Baldvinssonar í danskri kirkju við garðinn en kór Lang- holtskirkju söng undir stjórn Jóns Stefánssonar. Eftir það var geng- ið í skrúðgöngu frá kirkjunni yfir í sjálfan garðinn með fánabera, fjallkonu og lúðrasveit í broddi fylkingar. Þar var boðið upp á fjölbreytta dagskrá með ávarpi fjallkonu, Fjólu Ólafsdóttur og Helga Ág- ústssonar sendiherra. Auk þeirra komu fram Ólafía Hrönn Jóns- dóttir, Blásarakvintett Reykja- víkur, Egill Ólafsson, Jón Rúnar Arason, Bubbleflies, Bong o.fl. Kynnir og stjórnandi dagskrárinnar var Jakob Frímann Magnússon. Afmæli lýðveldisins vekur athygli Þjóðhátíðin var hluti af samfelldri hátíðardagskrá sem nú stendur yfir í Lundúnum í tilefni af hálfrar aldar afmæli íslenska lýðveldisins undir yfírskriftinni „50 Northern Light Years“. Hún hefur fengið mikla og góða umfjöllun fjölmiðla. Stórblaðið Times styrk- ir hátíðina og hefur gefíð henni góða einkunn með reglulegri umfjöllun. Stórblaðið Sunday Times birti jákvæða gagnrýni á sýningu sex íslenskra lista- kvenna í Barbican. BBC-útvarpið var með klukku- stundar langa beina útsendingu frá listatogaranum Leifi Eiríkssyni síðastliðinn fimmtudag. Á þriðjudeg- inum var opnuð sýning á verkum Helga Þorgils Frið- UM BORÐ í listatogaranum Leifi Eiríkssyni. jónssonar, Daða Guðbjömssonar og Sigurð- ar Áma Sigurðssonar í galleríi við Cork Street. Á miðvikudeginum voru Art- hur Björgvin Bollason og Jórunn Sigurðardóttir með dagskrá um íslenska menningu í Barbican og sama kvöld flutti Kór Langholts- kirkju H-moIl messu Bachs við undirleik English Chamber Orc- hestra. Hinn 17. júní verður haldin kvöldskemmtun í Regent’s þar sem Magnús Magnússon verður kynnir og sendiherrar Norðurlandanna meðal gesta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.