Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ1994 25 LISTIR Listahátíð um helgina ■MILSKA verður flutt í Hallgríms- kirkju laugardaginn 18. júní klukkan 16.00. Björk er með tónleika í laug- ardagshöll sunnudaginn 19. júní klukkan 20.00. Tryggvi Ólafsson sýnir í Gallerí Borg, Dieter Roth í Nýlistasafninu, John Greer í Gallerí 11, Sigurður Guðmundsson á Sólon Islandus, Ilja Kabakov í sýningarsalnum Annarri hæð, Rudy Antio í Gallerí Úmbru, Kristján Guðmundsson í Gallerí Sævars Karis og Joel Peter Witkin á Mokka. Á Kjarvalsstöðum stendur yfir sýn- ingin íslensk samtínialist en Lista- safn íslands speglar tímabilið frá alþingishátíð til lýðvelsisstofnunn- ar. Islandsmerki og önnur súlnaverk Sigurjóns Ólafssonar eru í safni hans og verk Jóns Engilberts í FÍM- salnum og í Norræna húsinu. I sama húsi eru einnig verk sex ungra gull- smiða. Leifur Kaldal gullsmiður sýnir í Stöðlakoti og loks er ný finnsk glerlist í Ráðhúsi Reykjavíkur. í Ásmundarsal sýna íslenskir akrki- tektar hugleiðingar sínar um Mann- virki-landslag-rými. Dagskrá Klúbbs Listahátíðar á kaffihúsinu Sólon íslandus er eftir- farandi. Magnús Blöndal Jóhann- esson leikur í dag milli klukkan 15.00-18.00 og eftir klukkan 22.00. Tríó Óla Steph skemmtir gestum laugardaginn 18. júní milli klukkan 23.00 og 2.00, og Magnús Blöndal Jóhannesson leikur aftur fyrir gesti sunnudaginn 19. júní. Ættjarðarlög og ávörp forseta „ÍSLAND er lýðveldið" er geisla- diskasett sem inniheldur m.a. ís- lensk ættjarðarlög og ávörp allra forseta lýðveldisins. Vilhjálmur Bjarnason, kennari við Iðnskólann í Reykjavík, hafði umsjón um út- gáfu þessara diska og annaðist efnisval. Hann sagði að hugmynd- in að þessari útgáfu hefði komið þegar hann keypti 68 erlendar ræður á geisladiskum. Á þeim megi m.a. finna ræðu Játvarðar VIII. Bretakonungs þegar hann sagði af sér og ræðu Bush Banda- ríkjaforseta þegar hann hóf Persa- flóastríðið. Að sögn Vilhjálms fann hann inn á skort hér á landi, t.d. hefði íslenski þjóðsöngurinn ekki verið til í aðgengilegu formi á geisla- diski. Vilhjálmi finnst fullorðið fólk vanrækt þegar kemur að útgáfu á geisladiskum. Hann ákvað þess vegna að hrinda í framkvæmd útgáfu á þessum geisladiskum. Hann sagði að lögin á fyrri geisladisknum væru að stofni til söngdagskráin sem var á lýðveld- ishátíðinni á Þingvöllum árið 1944. Hin lögin eru öll eftir íslenska höfunda og valdi Vilhjálmur þau í samráði við Trausta Jónsson veð- urfræðing. Ræðurnar sex fékk Vilhjálmur Augii ókunna mannsins LEIKLIST Galdraloftið LEYNDIR DRAUMAR: MAGDALENA Leyndir draumar: Magdalena Iítill naflahringur kringum ástir M.K. Thoresens og Gríms Thomsens inn- blásinn af Frúnni frá hafinu eftir Henrik Ibsen. Leikstjóri: Hlín Agn- arsdóttir. Sýnt á Galdraloftinu, Hafnarstræti 9, Reykjavík. Mið- vikudagur 15. júní. LEYNDIR draumar heitir leik- hópurinn sem stendur að sýning- unni um Magdalenu. Heitið segir sína sögu. Hér er á ferðinni fólk sem vinnur á daginn hin ýmsu störf, s.s. við verkfræði, húsa- smíði, tannlækningar, fé- lagsráðgjöf eða auglýsing- arhönnun en hittist á kvöld- in á leiklistarnámskeiðum, við leikæfingar, og til sýn- inga fyrir áhorfendur svo tjáningarþörfin fái taum- hald og agaða útrás. I því leynist frelsið. Þessi leikhópur myndað- ist á leiklistarnámskeiði Hlínar Agnarsdóttur fyrir fullorðið fólk sem hún hélt í Kramhúsi Hafdísar Árnadóttur haustið 1992. Hugmyndin af naflahringnum um Magdalenu er sótt í ástir Gríms Thomsens og dönsku skáldkonunn- ar Magdalene Krag Thoresens, en víða er leitað fanga í textagerð enda ástin með stórum störfum óhlutbundin en persónugerist í ein- staklingnum ekki síst fyrir tilstuðl- an skálda. Hér eru leiddir fram jafn ólíkir yrkjendur og Baudelaire, Birgir Sigurðsson, Ibsen, Byron, Linda Vilhjálmsdóttir, Grímur Thomsen og Elísabet Jökulsdóttir, svo nokkrir séu nefndir. Útkomunni verður best lýst með því að bera hana saman við bútasaumsteppi en þau geta verið æði falleg enda mik- il list fógin í samsetningu lita og hlutfalla. Magdalena er fallegt teppi. Þetta er stílhrein sýning og ásjáleg, stundum kersk en oft draumkennd og upphafin eins og hæfir efninu. Spuni er talsverður en taminn svo hann verður ekki að innantómri stílæfingu heldur partur af þeirri sögu sem er sögð og þann- ig framvinda. Þetta sést mætavel t.d. í fang- og ástarbrögðum elsk- endanna og sýnir að leikstjórinn, Hlín Agnarsdóttir, ber mjög gott skynbrag á gildi spunans sem hluta af leiksýningu en ekki sem einberu skrauti, pifu. Galdraloftið er bersvæði og Hlín lætur sýninguna flæða hnökralaust áfram milli atriða. Tvær leikkonur leika Magdalenu, önnur ung, hin eldri. Þær eru oft samtimis á svið- inu og það skapar skemmtilegan ramma um þann tíma sem þessi ástarsaga spannar. Endurminning- in merlar. Leikarar standa allir fyr- ir sínu, hvort sem þeir eru sagn- fræðingar, fóstrur eða skrifstofu- Ræður fjögurra forseta Lýðveldis- ins íslands, auk sönglaga, á nýrri geislaplötu hjá Ríkisútvarpinu. Hann sagði að hann hefði valið þær með lýðveld- ið og sjálfstæði þjóðarinnar í huga. Fjórar ræðurnar væru fluttar af forsetum lýðveldisins þar sem þeir væru tákn þess. Ræða herra Sveins Björnssonar var flutt við embættistöku hans sem fyrsta forseta lýðveldisins á Þingvöllum 17. júní 1944. Ræða herra Ásgeirs Ásgeirssonar for- seta var haldin við vígslu Skál- holtskirkju 21. júlí árið 1963. Ræða dr. Kristjáns Eldjárns var flutt á nýársdag 1976 og fjallar um útfærslu landhelginnar og verndun náttúruauðlinda. Ræða frú Vigdísar Finnbogadóttur var flutt á Þjóðskjalasafni íslands 1. desember 1993 í tilefni 75 ára fullveldis þjóðarinnar. Tvær aðrar ræður eru á seinni geisladisknum, fluttar af Jóhanni Hafstein forsæt- isráðherra og dr. Gylfa Þ. Gísla- syni menntamálaráðherra. Björk í Laugardals- höllinni BJÖRK Guðmundsdóttir verður á tónleikum í Laugardalshöllinni sunnudaginn 19. júní og heijast þeir kl. 20. Með Björk leikur fjölþjóðleg hljómsveit hennar, en á tónleikun- um leika einnig breska hljómsveitin Underworld og íslenska hljómsveit- in Bubbleflies. í kynningu segir: „Það er vel við hæfi að á 50 ára afmæli lýðveldis- ins komi Björk Guðmundsdóttir fram á Listahátíð á hátíðardegi ís- lenskra kvenna, þann 19. júní.“ menn á daginn, en vitaskuld mæðir mest á þeim Þóru Sigurðardóttur og Rut Magnúsdóttur sem Magda- lenu og Einari Rafni Guðbrandssyni sem Grími Thomsen, hinum Ókunn- uga. Tónlistin er afbragðsfalleg og magnar upp þau hughrif sem leikar- ar miðla hveiju sinni. Áhrifshljóð og hljóblöndun Hjartar Howser eru með ágætum og návist hafsins gild- ur þráður í verkinu. Aðstoðarleik- stjóri og tæknimaður á sýningum er Sigrún Valgeirsdóttir. Þessi sýning er afrakstur sam- vinnu leikmanna og atvinnuleik- stjóra eins og hún gerist best. Legg- ið leið ykkar á Galdraloftið. Gætið þess að reka ykkur ekki uppundir þegar þið gangið í salinn. Sjáflur er salurinn það stór að maður verð- ur þar vitni að því hvernig „Venus brennur/í blautu hafinu". Það kost- ar bara fimmhundruðkall inn. Það jafngildir einum bjór en manni líður miklu betur á eftir. Guðbrandur Gíslason 1944- 1994 LÝÐVELDISHÁTÍÐ í REYKJAVÍK Bílastæði fyrir Fjölskyldu- og lýðveldishátíðina í Laugardal á morgun 18. og 19. júní. Einu bíiastæðin í Laugardalnum verða við íþróttaleikvanginn í Laugardal. Auk þess verða bílastæði á svæði Strætisvaqna Reykiavíkur við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Borgartúns, við Kringluna og Miklaaarð (IKEA og Samskip) fyrir gesti Laugardalsins og verða beinar ókeypis strætisvagnaferðir til og frá þeim bílastæðum frá kl. 12.00 - 19.00 báða dagana. Fólk er kvatt til þess að nota sér þjónustu SVR frá þessum bílastæðum og forðast þannig þrengsli og umferðarteppu. Bílastæði við Miklagarð (IKEA og Samskip) Bílastæði við íþróttaleikvang í Laugardal Bílastæði við Kringluna Bílastæði hjá Strætisvögnum Reykjavíkur við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Borgartúns Eftirtaldar áætlanaleiðir SVR verða með 15 mín. tíðni frá kl. 12.00 -19.00 dagana 18. og 19. júní. Leið 2, 11, 15, 10, 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.