Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Eiginkona mín, ÁSBJÖRG TEITSDÓTTIR, Laugarvatni, andaðist í Sjúkrahúsi Selfoss miðvikudaginn 15. júní. Fyrir hönd aðstandenda, Eiríkur Eyvindsson. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VILHJÁLMUR JÓNSSON, Eyvindará, sem lést í sjúkrahúsinu á Egilsstöðum sunnudaginn 12. júní sl., verður jarðsunginn frá Egilsstaðakirkju laugardaginn 18. júní kl. 14.00. Margrét Sveinsdóttir, Sveinn Vilhjálmsson, Kristín Jónsdóttir, Vernharður Vilhjálmsson, Anna Birna Snæþórsdóttir, Þórunn Vilhjálmsdóttir, Reynir Hólm, Vilborg Vilhjálmsdóttir, Eðvald Jóhannsson, Anna K. Vilhjálmsdóttir, Bjarni Garðarsson, Brynhildur Vilhjálmsdóttir, Sævar Gunnarsson, Þorsteinn J. Vilhjálmsson, Hrefna Frfmann, Sigrún M. Vilhjálmsdóttir, Haraldur Bjarnason, Erla Vilhjálmsdóttir, Daníel Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, JÓNÍNA ÓLÖF SVEINSDÓTTIR, Vesturgötu 81, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju mánudaginn 20. júníkl. 14.00. Sverrir Bjarnason, Ingveldur Sverrisdóttir, Þorvaldur Sigtryggsson, og barnabörn. t Útför systur okkar, INDÍÖNU GUÐLAUGSDÓTTUR handavinnukennara, frá Laugalandi, Vestmannaeyjum, Njálsgötu 49, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 20. júní kl. 10.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast henn- ar, er bent á Hjartavernd. Emilia Guðlaugsdóttir, Þorsteinn Guðiaugsson, Guðbjörn Guðlaugsson, Sveinbjörn Guðlaugsson, Laufey Guðlaugsdóttir. > t Eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, bróðir, tengdasonur og mágur, RONALD MICHAEL KRISTJÁNSSON prentari, Reynimel 47, verður jarðsunginnfrá Dómkirkjunni mónudaginn 20. júníkl. 13.30. Auðbjörg Stella Eldar, Bella Sigurjónsson, Ellen Mjöll Ronaldsdóttir, Jóhanna Bella Ronaldsdóttir, Edda Rós Ronaldsdóttir, Sigurjón Helgi Kristjánsson, Jóhanna Ottósdóttir Bacher, Ottó Karl Eldar. t Hjartans þakkir til ykkar allra, sem sýnd- uð okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, vinkonu og ömmu, ÞORBJARGAR ANDRÉSDÓTTUR, Hringbraut 30, Reykjavík. Ólafur Óskar Axelsson, Svana Víkingsdóttir, Ingibjörg Axelsdóttir, Sæmundur Rögnvaldsson, Anna Axelsdóttir, Finnbogi Guðmundsson, Stefanía, Víkingur Heiðar og Anna Vala, Höskuldur, Þorbjörg og Anna Þórhildur, RAGNHEIÐUR BRYNJÓLFSDÓTTIR + Ragnheiður Brynjólfsdóttir var fædd í Brodda- nesi á Ströndum 22. maí 1901. Hún lést á Borgarspítalan- um 10. júní síðast- Iiðinn. Foreldrar hennar voru Brynj- ólfur Lýðsson og Kristín Indriða- dóttir. Kristín var húnvetnskrar ætt- ar, en Brynjólfur ættaður úr Strandasýslu, fæddur á Skrið- nesenni í Bitru, sonur Lýðs Jónssonar og Onnu konu hans og átti á annan tug systkina. Margt af þessu fólki hafði til að bera hagleika á tré og járn og silfur, og erfði Ragnheiður þann eiginleika í ríkum mæli og kenndi saumaskap við Kvennaskólann á Blönduósi, auk þess sem hún saumaði ís- lenska kvenbúninginn um ára- bil. Brynjólfur og Kristín flutt- ust að Ytri-Ey í A-Húnavatns- sýslu og þar ólst Ragnheiður upp til fullorðinsára, þriðja elst af níu systkinum, en fór þá til Reykjavíkur og lærði fata- saum. Þar giftist hún 12. nóv- ember 1926 Þorvaldi Þórarins- syni (f. 16.11. 1899, d. 2.11. 1981) frá Hjaltabakka Jónsson- ar alþingismanns og héraðs- höfðingja og Sigríðar Þor- valdsdóttur konu hans. Ragn- heiður og Þorvaldur eignuðust saman sex börn. Þau eru: Sig- ríður, f. 24.1. 1927, maki Frið- rik Einarsson; Kristín B. McRa- iny, f. 20.2. 1928, ekkja, búsett í Bandaríkjunum; Gissur, f. 1.9. 1929, maki Hrefna Ásmunds- dóttir; Þráinn, f. 2.7. 1934, maki Soffía Þorgrímsdóttir; Þór, f. 2.4. 1937, maki Guð- björg Bjarman; Ásgeir, f. 6.5. 1944, maki Elenóra Sveinsdótt- ir. Áfkomendurnir eru orðnir 63 talsins. Þorvaldur og Ragn- heiður skildu. Minningar- athöfn um Ragnheiði fór fram í Fossvogskirkju í gær, en útför hennar fer fram frá Sauðár- krókskirkju á morgun, laugar- dag. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman i hring sænginni yfír minni. ÞETTA litla bænavers Sigurðar Jónssonar frá Presthólum, kemur upp í huga minn, þegar ég sest niður og skrifa fáein kveðjuorð til tengdamóður minnar Ragnheiðar Brynjólfsdóttur. Þessa bæn og margar aðrar hafði hún kennt börn- unum mínum, þegar þau voru lítil. Ég minnist.þess alltaf, þegar ég sá Ragnheiði í fyrsta sinn fyrir 39 árum síðan. Það var á sólbjörtum sumardegi. Hún var að fara í bak- aríið á Blönduósi og var í hvítum nælonslopp, með kastaníubrúnar, þykkar fléttur vafðar um höfuðið og þessi stóru, brúnu, fallegu augu. Mér varð starsýnt á þessa glæsi- legu konu en vissi það ekki þá, að hún ætti eftir að marka svo stór spor í lífi mínu. Þá var Ragnheiður „upp á sitt besta“ eins og maður segir og það má segja að hún hafi verið „upp á sitt besta“ fram á níræðisaldur. Ég kom fyrst inn á heimili Ragn- heiðar ári seinna, sem tilvonandi tengdadóttir. Hún tók á móti mér opnum örmum og í hennar arma gat ég alltaf leitað síðan, ef eitt- hvað bjátaði á. Ég var hjá Ragn- heiði þegar ég átti fyrsta barnið og hjá henni lærði ég fyrstu hand- tökin í meðferð ungbarna. Mér finnst reyndar eins og Ragnheiður hafí kennt mér flest í lífinu. Við bjuggum saman í litla húsinu hennar á Blönduósi í tæp þijú ár og var ég þá með fjögur börn. Húsa- kynnin voru ekki stór eða plássið mikið, en það var næg hjarta- hlýjan og alltaf tími til að hjála við börnin og kenna þeim vers og vísur. Ragnheiður var hamhleypa til verka og þrekið óbilandi. Mér fannst eins og ég gerði aldrei neitt þegar ég var að vinna nálægt henni. Hún hafði yndi af að sauma og kenndi fatasaum í Kvennaskólanum á Blönduósi í mörg ár, en henni fannst voðalegt að geta ekki kennt mér að sauma, því ég væri með tíu þumalputta. Oft sat hún fram á nætur og saumaði heima í Böðvars- húsi og var þá oft að klára ein- hverja spariflík fyrir næsta dans- leik, og aldrei svaf ég betur en við suðið í saumavélinni hennar. Ragnheiður var mikil matmóðir, það mátti aldrei neinn fara matar- laus eða svangur úr hennar húsi og hún passaði alltaf að nægur matur væri til í hennar búri og frystikistu. Hún var sérlega natin við að gefa fuglunum og sagði oft við mig: „Mundu það, Guðbjörg mín, að þar sem fuglum er gefið, verður aldrei matarlaust heimili.“ Hún var afskaplega hreinskilin og skóf ekki af því ef henni líkuðu ekki hlutirnir og man ég að stund- um þótti mér nóg um þegar hún var að máta kjólana á fínu frúrnar og tala um ýmsa vankanta á vexti þeirra, en hún lét bara allt flakka. Eftir að Ragnheiður fluttist suð- ur i Blönduhlíð 3 í Reykjavík, fór hún að sauma íslenska búninginn fyrir konur. Islenski búningurinn var henni mjög hugleikinn og vildi hún að allar konur ættu sinn ís- lenska búning og eru þær margar konurnar, bæði hér heima og er- lendis, sém skrýðast íslenskum búningi eftir Ragnheiði Brynjólfs- dóttur. Þegar Ragnheiður var flutt suð- ur, varð heimili hennar að Blöndu- hlíð 3 eins og hótel og kölluðum við það oft „Hótel Ragnheiði“ í gríni. Þangað komu börnin, tengda- börnin, barnabörnin og vinir þeirra, frændur af Ströndum og vinir frá Blönduósi, allir velkomnir. Hjá henni var ekki til neitt sem heitir kynslóðabil, hún gat talað við alla og gefið fólki góð ráð og miðlað af reynslu sinni. Hún hafði ákaflega gaman af að dansa, þeytast um í polka og ræl eða að líða áfram í mjúkum valsi var henni mikil nautn. Eftir að hún flutti suður, fór hún á gömlu dansana í hverri viku, stundum tvisvar eða þrisvar og átti hún marga góða félaga þar, sem henni þótti vænt um og þar hitti hún Núma, sem bjó með henni síðustu árin. Þau voru miklir félagar, þau dönsuðu saman og var gaman að horfa á þau á dansgólfinu. Þau ferðuðust um landið saman og gátu spilað á spil tímunum saman. Mig langar að þakka Núma mínum fyr- ir öll elskulegheitin og þolinmæðina við Ragnheiði nú síðustu þrjú árin, því það gat oft gustað um hana, ef henni líkuðu ekki hlutirnir. Síðustu þrjú árin voru Ragnheiði erfið, hún veiktist rétt fyrir níræðis- afmælið sitt og var mikið á sjúkra- húsum eftir það. Síðasta hálfa árið lá hún á Borgarspítalanum og vil ég fyrir hönd barna og tengdabarna hennar þakka starfsfólki á deild 5B á Borgarspítalanum fyrir fá- dæma góða umönnun og ástúð við Ragnheiði. Hún átti ekki nógu stór orð til að lýsa því, hvað allir væru góðir og elskulegir við sig á spítal- anum. Ættmóðirin er fallin frá, ætt- móðirin sem alltaf hugsaði fyrst og fremst um velferð barna sinna. Þessi fasti punktur í lífi okkar er horfinn. Við förum ekki í Blöndu- hlíð 3 aftur og maulum jólaköku með rúsínum og gráfíkjum eða fáum rúgbrauð með heimsins bestu kæfu. En við munum eftir öllu því góða sem hún kenndi okkur og gaf okkur. Ragnheiði vil ég þakka fyr- ir allt sem hún gerði fyrir mig og ijölskyldu mína. Engin manneskja hefur reynst mér betur í lífinu. Hún var manneskja. Ég ætla að Ijúka þessum minn- ingabrotum með bæn, sem henni þótti svo vænt um: Vertu Guð faðir, faðir minn í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (H. Pétursson) Megi merkiskonan Ragnheiður Brynjólfsdóttir hvíla í friði. Guðbjörg Bjarman. Ragnheiður Brynjólfsdóttir, tengdamóðir mín, lést eftir margi'a mánaða sjúkrahúsvist og þótt hún væri komin á 94. aldursár hafði hún fulla reisn og stálminni fram á síðasta dag. Árið 1932 fluttist Ragnheiður með fjölskylduna, sem þá hafði stækkað nokkuð, til Blönduóss. Þar rak hún um tíu ára skeið hótel og veitingasölu í gamla samkomuhús- inu. En þar voru skilyrði til slíks með ólíkindum og furðulegt má teljast hvernig hún komst fram úr því. En þar er þessari harðduglegu og úrræðagóðu heiðurskonu vel lýst; engin vandamál svo erfíð að ekki sé hægt að yfirstíga þau: Síðar bjó hún á Ytri-Ey í nokkur ár, en flutti aftur til Blönduóss og hóf kennslu á Kvennaskólanum í hannyrðum, fatasaum og fleiru. Einnig kenndi hún við unglinga- skólann í þorpinu. Listfengi Ragnheiðar var rómað og þá sérstaklega þáttur hennar í íslenska búningnum, sem hún var snillingur í að útfæra og heija á ný til vegs og virðingar. Var hún eftirsótt við að sauma hann og fékk jafnvel beiðni þar um frá útlöndum. Smekkur hennar var skýr, hún hélt upp á það sem fallegt var, hið ljóta átti ekki hug hennar. Þorvaldur lést 1981 og nú er elskuleg tengdamóðir mín einnig búin að fá hina langþráðu hvíld. Silfurþráðurinn er slitinn og gull- skálin brotin, eftir er skilið duftið eitt, hið jarðneska dus er hverfur til jarðarinnar. En andinn er farinn til Guðs, sem gaf hann. Hérvistardögum Ragnheiðar er lokið en hún skilur eftir minningu um mikilhæfa og listræna merkis- konu. Ég bið Guð að blessa hana og ættmenni hennar. Friðrik Eiríksson. Elskulega amma mín. Nú þegar komið er að kveðju- stund langar mig að þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman og fyrir allan þann styrk sem þú hefur veitt mér. Minningarnar hrannast upp og fyrstar koma í huga mér minn- ingar frá bernskuárunum þegar ég heimsótti þig á Blönduós. Oft var þar glatt á hjalla, bæði heima hjá þér í litla húsinu og eins úti á Kvennaskóla. Þú varst óþreytandi að sýna mér og kenna það sem þér þótti mest um vert og aldrei gleymi ég því þegar þú bjóst um mig í stólunum og kenndir mér allar fal- legu bænirnar þínar. Eða minningarnar frá mennta- skólaárunum þegar við vorum fjög- ur barnabörnin þín á sama tíma í MH og athvarf okkar allra var hjá þér í Blönduhlíðinni. Oftar en ekki var þar glaumur og gleði og ég held að það hafi stundum staðið í vinum okkar að þú værir amman því alltaf varstu eins og ein af okkur og tókst unga fólkinu opnum örmum. Ekki vil ég síður þakka þér fyrir aðstoðina eftir að ég varð fullorðin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.