Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Á að gera 17. júní að pólitískum baráttudegi? 50 ÁR eru ekki langur tími í allri sög- unni, ekki einu sinni í Islandssögunni. En 50 ár eru langur tími í mannsævi og þau eru langur tími í sögu ís- lenska lýðveldisins því þau eru sagan öll - til þessa. Við minnumst 50 ára afmælis ís- lenska lýðveldisins í dag. Saga þess tíma verður ekki rakin hér, en ein söguleg stað- reynd blasir þó við okkur öllum: Baráttan um sjálfstæði þjóðar- innar hefur verið óþrjótandi verk- efni allan tímann frá lýðveldis- stofnun. Sú barátta fyrir sjálf- stæði þjóðarinnar birtist í hreyf- ingum eins og samtökum herná- msandstæðinga, Þjóðvarnar- flokknum, öðrum stjórnmálasam- tökum og í ríkisstjórnum vinstri- flokkanna. Hún birtist í útfærslu landhelginnar. Og þessi barátta er einkar ljós í menningarsögunni; án framlags listamanna væri þjóð- in ekki það sem hún er í dag í menntun og menningu. Og þá hefur baráttan fyrir sjálfstæði þjóðarinnar náð hámarki þegar hún hefur getað tvinnað saman baráttu fyrir bættum lífskjörum og fýrir sjálfstæði þjóðarinnar, eins og í landhelgismálinu. í sjálfstæðinu í þjóð- legri vakningu hvers tíma felst auðlind sem er ekki aðeíns huglæg heldur einnig hlutlæg því við værum ekki íslensk þjóð á íslandi nema vegna þess að við tölum íslensku og eigum íslenska menn- ingu. í þjóðarvitund íslendinga eru því fólgin bein verðmæti; sjálfstæði þjóðarinnar er auðlind. Eins verð- mæt eða kannski verðmætari en allar hinar. Menn- ing íslendinga er því ekki aðeins frístundagaman í fílabeinsturni eins og stundum virðist með fjöl- mennari þjóðum.. Menningin er sjálf undirstaða þjóðríkis á Islandi. Á þessum degi leitar sú spurn- ing fyrst á hugann hvort við eigum 50 ár enn í sjálfstæðu fullvalda ríki. Tölum við íslensku eftir 50 ár og fimm sinnum fimmtíu ár? Þessum spurningum verður ekki svarað nema af veruleikanum sjálfum. En ástæðan fyrir því að spurninganna er spurt felst í því að við höfum áhyggjur. Svarið við spurningunni ræðst meðal annars af þeirri baráttu sem fer fram allra næstu mánuðina um aðild íslands að Evrópusambandinu. En það er engin ástæða til þess að vera svartsýnn um framtíð íslenskrar menningar - en hún er forsenda þess að við lifum af sem þjóð. En í dag er því fagnað að við erum enn fullvalda þjóð sem getur að minnsta kosti formlega tekið allar eigin ákvarðanir. Alþingi kemur saman á Þingvöllum og þjóðin er boðuð til margvíslegra veisluhalda í tilefni dagsins. Um svona hátíðir er margt sagt. Oft misjafnt. í mínum huga er það aðalatriðið ef tekst með hátíðinni að treysta þjóðlega vitund íslend- inga meðal annars til að undirbúa átökin um stöðu íslands í samfé- lagi þjóðanna. Takist það er sam- koman réttlætanleg. Við Alþýðubandalagsmenn höf- um lagt áherslu á tvennt í aðdrag- anda hátíðarinnar. í fyrsta lagi á mannréttindakafla stjórnarskrár- innar og í öðru lagi á málræktina. Á báðum þessum sviðum miðar nokkuð í dag en þó mikið skemmra en við hefðum viljað. Mér er það hins vegar kappsmál að koma því á framfæri að lýðveldissjóðurinn má ekki verða fyrir sömu skakka- föllum og hliðstæðar þjóðir fyrri áratuga. Að það sé lofað öllu fögru en svo sé loforðið svikið frá og með 18. júní. Og að sé staðið við fyrirheitið sé tækifærið notað til Svavar Gestsson Af hverju ekki að efna til pólitískrar umræðu 17. júní ár hvert, spyr Svavar Gestsson og bætir við: Af hveiju ekki að nota daginn til þess að hrista upp í þjóðernistilfinningu okkar, sem vonandi og örugglega er einhvers staðar til? þess að skerða framlög til hlið- stæðra málaflokka á sama tíma. Það verður að tryggja að sjóðurinn renni til þeirra verkefna sem hon- um eru ætluð undanbragðalaust sem viðbót við þá peninga sem þegar eru veittir tií málræktar, mennta og menningar. Sjóðurinn má ekki verða til þess að auðvelda metnaðarlausum stjórnvöldum niðurskurð á framlögum til mál- ræktar, til Námsgagnastofnunar eða til annarra menningarmála. Það verður að fylgjast með því og það verður fylgst með því. Og fjár- munina má ekki nota í samræmi við duttlunga einstakra stjórnar- manna sjóðsins; þá verður að nýta í þágu heildarhagsmuna á fagleg- um grundvelli. En mestu skiptir þó á þessum degi að strengja þess heit að ís- lensk þjóð verði aídrei háð öðrum þjóðum í þeim skilningi að aðrir ráði örlögum okkar. Baráttan fyr- ir sjálfstæði þjóðar verður enn aðalverkefni stjórnmálanna á v FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 47 komandi árum: Nú verða sjálf- stæðisstjórnmálin efst á blaði í stjórnmálabaráttu komandi ára á nýjan leik. Það er athyglisvert að_. miðjan í íslenskum stjórnmálum virðist sækja fastar inn á miðju stjórnmálanna en áður. Til hvers - bendir það? Hver eru svörin við þeim veruleika? Svörin felast í nýjum pólitískum aðferðum og endurmati. Og 17. júní - einn dagurinn af öðrum hefur runnið fram hjá okk- ur og hefur varla staðnæmst í tölvuskrá minninganna. Sumar minningar okkar eru sjálfsagt af því tagi sem Guðbergur lýsir átak- anlegast; aðrir eiga góðar endur-í* minningar. Að minnsta kosti frá 1944. En hvernig á dagurinn að vera framvegis? Umræðan nú um aðild að Evrópusambandinu lýsir skuggalegu skeytingaleysi. Það ræðst af pólitískum umræðum næstu ára hvernig fer. Hátíðahöldin hafa oft verið of innihaldslítil að mínu mati. Af hverju ekki að efna til pólitískra umræðna 17. júní ár hvert? Af hvetju ekki að nota daginn til þes að hrista upp í þjóðernsitilfínningu okkar sem vonandi og reynar ör- ugglega er einhvers staðar til?. Það veitir ekki af þjóðlegn vakn- ingu á hveiju einasta ári. Á hverj- v um degi. Þess vegna er ef til vill óhjákvæmilegt að gera 17. júní framvegis að pólitískum baráttu- degi um leið og að hann verði hátíðisdagur allra íslendinga. Vonandi lengi lengi enn.... Von- andi. Gleðilega hátíð og til hamingju með lýðveldið. Höfundur er þingmaður Reykvíkingn. Langtímaáætlun sem þjóðargjöf „AÐ ÓBREYTTU verða skuldir það eina sem börn okkar og barnabörn fá í arf.“ Þetta sagði Anne Wibble fjármálaráð- herra Svíþjóðar á sænska þinginu sl. föstudag og skýrt var frá í Morgunblaðinu. Svíar hafa líkt og flestar Norðurlanda- þjóðirnar lifað um efni fram á undanfömum áratugum og þurfa nú að beita niðurskurðar- hnífnum m.a. í vel- ferðarmálunum. Ef ekkert er að gert stefnum við íslendingar í sömu átt. Líkt og í Svíþjóð verða það komandi kynslóðir sem þurfa að fást við vandann. Á fímmtíu ára afmæli iýðveldisins er vert að huga að því hvernig tryggja má viðun- andi lífskjör þeirra Isiendinga sem verða á Þingvöllum á aldarafmæli lýðveldisins. Halli í tíu ár • Samfellt frá árinu 1985 hafa tekjur ríkissjóðs verið minni en gjöld og bilið brúað með lántökum. Þrátt fyrir góðæristíma á síðasta áratug eyddu ríkisstjórnir meiru en aflað var. Nú þegar harðnar í ári er svig- rúm stjórnvalda því mun minna en æski- legt væri. Horfur eru á að tekjur ríkissjóðs á þessu ári verði allt að tólf milljörðum króna lægri en gjöld. Þetta er nokkru hærra en áætlað hafði verið. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hefur náð að draga úr ríkisút- gjöldum sem nemur um 7% að raunvirði ásamt því að koma á varanlegum kerfis- breytingum. Það hefur þó ekki dugað til enda var markm- iðinu um hallalaus fjárlög fórnað til að stuðla að gerð raunsærra kjarasamninga og treysta stöðug- leika í verðlags- og launamálum. Langtímaáætlun Ef ekki verður gripið til sér- stakra aðgerða í ríkisfjármálum má gera ráð fyrir að halli ríkis- sjóðs verði í kringum 20 milljarðar árið 1998. Þá má gera ráð fyrir að hagvöxtur hérlendis verði um 1,5% á ári í samanburði við 2,5-3% í nágrannalöndunum. Minni halli gæti hins vegar stuðlað að auknum hagvexti innan skamms tíma þar sem hann hefur í för með sér lægri vexti og aukna tiltrú á efnahagslífinu. Þessar staðreyndir kalla á að lögð séu drög að langtímastefnu í efna- hags- og ríkisfjármálum. Á vegum fjármálaráðherra hef- ur verið unnið að gerð áætlunar í ríkisfjármálum sem miðast að því að ná niður halla ríkissjóðs á fjór- um árum. í ýmsum löndum ’nafa ríkisstjórnir sett fram áætlanir í ríkisfjármálum til langs tíma og er það gert til að treysta stöðug- leika og takast á við vandamál sem ljóst er að verði ekki leyst á einu ári. Þrátt fyrir að halli á ríkissjóði sé minni hér en í mörgum Evrópu- löndum er hann alls ekki viðun- andi og því er nauðsynlegt að tak- ast á við hann af fullri einurð og setja markið á hallalaus fjárlög árið 1997-1998. Um leið og lögð eru drög að langtímaáætlun í ríkisfjármálum er að hefjast vinna á vegum fjár- málaráðhprra sem meta mun sam- keppnishæfni landsins og hvernig best megi styrkja hana. Þetta er einnig þáttur í því að horfa til lengri tíma, ekki einungis í ríkis- fjármálum heldur einnig í efna- hags- og atvinnumálum. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hefur dregið úr ríkisútgjöldum sem nemur um 7% að raunvirði, segir Þór Sigfússon, en það dugir þó ekki til og hætta er á meiri halla á þessu ári en áætlað var. Skattar og störf í framtíð Ungt fólk sem er að byija starfsferil er ískyggilega vart við þær byrðar sem á það eru lagðar og þar með á hveiju þjóðin hefur raunverulega efni. Námslánin og húsnæðislánin á að greiða til baka, ólíkt því sem áður var, en atvinnu- lífið er ekki í stakk búið til að veita hluta þessa fólks næg verk- efni. Ef ekki verður tekið skjótt á vandanum og dregið úr halla og lántökum á raunhæfan hátt er Ijóst að ungt fólk á íslandi þarf Þór Sigfússon að búa við mun meiri skattheimtu á næstu árum en nú tíðkast. Þá mun atvinnulífið einnig þurfa að taka á sig meiri byrðar sem leiðir til þess að störfum fjölgar ekki í takt við framboð vinnuafls. Sá efnahagssamdráttur, sem við búum við í dag, er meðal ann- ars af manna völdum. Á síðustu árum hefur verið tekist á við fort- íðarvandann en þó eru stór að- haldsverkefni framundan. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr þarf m.a. að takast á við sjálfvirka útgjaldaaukningu í heil^ brigðis- og tryggingakerfinu, leggja áherslu á nýskipan í ríkis- rekstri m.a. með sölu ríkisfyrir- tækja og útboðum, draga úr milli- færslukerfinu og leita leiða til að draga úr kostnaði í búvörufram- leiðslu. Ef við ætlum að búa í haginn fyrir komandi kynslóðir og tryggja þeim mannsæmandi lífskjör þarf strax að taka pólitískar ákvarðan- ir um hvernig draga megi úr rík- isútgjöldum og ná hallalausum fjárlögum innan fárra ára. Mark- viss stefnumótun og áætlun í kjöl- farið til lengri tíma í efnahags- og atvinnumálum og ríkisfjármál^ um er sú besta gjöf sem Alþingi og ríkisstjórn geta gefið ungu fólki og lýðveldinu sjálfu á hálfrar aldar afmælinu. Höfundur er hagfræðingur. H þaóheim!v SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.