Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Fyrsta lýð- veldisgjöfin Frá prest- vígslunni íDóm- kirkjunni fyrir 50 árum. Þá- verandi biskup Is- lands, Sigurgeir Sigurðs- son, og hinir ný- vígðu prestar ganga úr kór Dóm- kirkju- nnar. Ljósm. Vigfús Sigurgeirsson . KIRKJULIF á Islandi hefur á lið- inni tíð sem í 50 ára sögu lýðveldis- ins haft víðtæk og varanleg áhrif á íslensku þjóðina þessa hálfu öld. Einn þeirra atburða gerðist seinni hátíðisdag lýðveldistökunnar, sunnudaginn 18. júní, í Dómkirkj- unni í Reykjavík. Það var prest- vígsla níu guðfræðidandidata til þjónustu í prestaköllum landsins, og ég leyfi mér að nefna fyrstu lýð- veldisgjöfina, þar sem vígsla þessi átti sér stað meðan á hátíðarhöldun- um stóð. Vert er að minnast þessa merkisatburðar á 50 ára afmæli lýðveldisins, og þar sem 50 ár eru liðin hinn 18. júní síðan þessi sérs- taki atburður átti sér stað. Á fyrsta ríkisráðsfundi lýðveldisins þann 17. júní á Þingvöllum var þremur þess- arra guðfræðikandidata veitt und- anþága frá aldurstakmörkum til þess að taka vígslu. Þjóðkirkjan er sú stofnun, sem kölluð er til þess að styrkja þann grundvöll trúar, mannúðar og frelsis, sem íslenska lýðveldið byggist á. Vert er að geta þess, að það voru íslenskir prestar sem með ýmsum hætti studdu Jón Sigurðsson forseta drengilega í bar- áttu hans fyrir frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar. Þessum kennimönnum kirkjunnar, sem og lærðum og leikum, er það sameiginlegt, segir Pétur Sigurgeirsson, að þeir hafa unnið markverð störf í þágu kirkju Krists og hins unga íslenska lýðveldis. Fimm þessara níu vígsluþega eru nú horfnir af sjónarsviðinu yfir móðuna miklu: Séra Jón Árni Sig- urðsson, sóknarprestur í Grindavík, séra Róbert Jack, prófastur á Tjörn á Vatnsnesi, séra Stefán Eggerts- son, prófastur á Þingeyri við Dýra- fjörð, séra Trausti Pétursson, pró- fastur á Djúpavogi, séra Yngvi Þórir Árnason, sóknarprestur á Prestbakka í Hrútafírði. Blessuð sé minning þeirra. Hið eilífa ljós lýsi þeim. Núlifandi eru fjórir hinna níu vígsluþega: séra Guðmundur Guð- mundsson, Garðastræti 8, Reykja- vík, fv. sóknarprestur á Útskálum, séra Sigurður Guðmundsson, Akur- gerði 3f, Akureyri, fv. vígslubiskup á Hólum í Hjaltadal, auk þess um tíma settur biskup íslands og vígslubiskup Skálholtsstiftis, og hefur því á starfsferli sínum gegnt öllum þremur embættum biskups. Séra Sigmar I. Torfason, Arnarsíðu 6B, Akureyri, fv. prófastur á Skeggjastöðum í Bakkafirði, og séra Sveinbjörn Sveinbjörnsson Stóragerði 10, Reykjavík, fv. pró- fastur að Hruna í Árnessýslu. Hann predikaði við vígsluna. Prestsvígsl- una framkvæmdi Sigurgeir Sig- urðsson þáverandi biskup íslands. Þessum kennimönnum kirkjunn- ar sem öðrum kirkjunnar þjónum, lærðum og leikum, er það sam- eiginlegt, að þeir hafa unnið mark- verð störf í þágu kirkju Krists og hins unga íslenska lýðveldis. Þess er vert að minnast og þakka á þessum merku tímamótum. „Fyrsta lýðveldisgjöfin" var kærkomin gjöf og hefur reynst íslensku þjóðinni heilladrjúg, eins og vænta mátti. Höfundur er biskup. UPPBLÁSTUR og gróðureyðing er stærsta umhverfisvandamálið. Þjóðargjöfin horfna eða týnda A ELLEFU- HUNDRUÐ ára af- mæli íslandsbvggðar -^árið 1974 gaf þjóðin sjálfri sér einn milljarð króna til landgræðslu og skógræktar í því skyni að stöðva gróð- ur- og jarðvegseyðingu í landinu. Þá voru menn almennt að vakna til skilnings á ömuriegu ástandi landsins og hvaða ógn þjóðinni stafaði af gróðureyðingunni. Nú átti að stöðva eyðing- una og græða landið •^n þess þó að byrja á fyrirbyggjandi aðgerðum, fyrst og fremst þeim að stöðva lausagöngu og ofbeit búfjár, sem var aðalskað- valdurinn. Á þessum árum var slík örtröð af búfé í landinu að á hverju ári stórsá á gróðri. Nærri tvær og hálf jnilljón sauðfjár nagaði landið sumarlangt þegar mest var, auk u.þ.b. 50 þúsund hrossa. Hvað varð svo um þjóðargjöfina, - Herdís Þorvaldsdóttir hver er árangurinn? Eitthvað fór í skógrækt og rannsóknir o.fl., en megnið í sáningu á grasfræi víðs vegar um landið, oft á úthaga og á svæði sem ekki voru friðuð. Þess vegna má segja að þjóðargjöfin hafi að mestu verið étin upp jafnóðum af búfé bænda. Enn er þjóðhátíð og nú á að gefa þjóðar- gjöf. Ekki hefur þó með einu orði verið minnst á stærsta um- hverfisvandamál okk- ar, en það er uppblást- urinn og gróðureyðingin, sem alls ekki tókst að stöðva með fyrri þjóð- argjöf, enda þótt ætlunin hafi verið sú. Stöðugt sígur á ógæfuhliðina, þrátt fyrir örvæntingarfullar land- græðsluaðgerðir. Er ástæðan kannski sú að þetta minni óþægi- lega mikið á mistök síðustu þjóðar- gjafar? Hvar eru alþingismenn og ríkis- stjóm, sem hafa boðið sig fram til að setja lög og ráða fram úr vanda- málum þjóðarinnar? Hver er þessi fyrirstaða og ótti við að takast á við gróður- og jarðvegseyðingu á sama hátt og aðrar þjóðir hafa gert fyrir löngu? Aðgerðir þeirra hafa verið fólgnar í að skipuleggja rækt- unarbúskap í stað rányrkju og sætta þá sem nytja landið við þá sem vilja bæta landinu þá áþján, sem það hefur mátt þola af mannavöldum. Stöðugt sígur á ógæfu- hliðina, segir Herdís Þorvaldsdóttir, þrátt fyrir örvæntingarfullar landgræðsluaðgerðir. Friða þarf þau landsvæði sem verst eru farin og þar sem jarðvegs- eyðing geisar, en vel gróin lönd yrðu afgrit og nýtt sem beitilönd undir góðri beitarstjómun bænda og umhverfisráðuneytis. Myndu þá ekki bæði land og skepnur blómstra? Með skógi og öðrum gróðri verður loftslagið mildara, umhverfið hlýlegra og fólkið ham- ingjusamara. Þjóðargjöfin verður að þessu sinni ekki veitt til stöðvun- ar gróðureyðingar, en látum merkið samt ekki falla, skiljum okkar vitj- unartíma, eftir 50 ár verður það of seint. Höfundur er leikkona. ÍH Jón Signrðsson og lýð veldisafmælið „Vér eigum fáa öfluga, áreiðanlega leiðtoga, þá er vilja leggja líf sitt við vort líf, það vitið þér sjálfir, vér eigum ekki nema einn mann, sem vér getum kallað öflugan, óbilugan leiðtoga, sem hefur lagt hin bestu ár sín og krafta og . atvinnu í sölurnar fyrir yður. “ Þannig mælti Jón Guðmundsson, rit- stjóri, í setningarræðu á Þingvallafundi árið 1855. Að sjálfsögðu var hann að tala um Jón Sigurðs- son, sem þá var 44 ára gamall, en þegar búinn að taka í sínar hendur forystu í sjálfstæðisbaráttu íslensku þjóðarinnar. Hinn 17. júní árið 1944 var settur lokapunktur aftan við þá sögu, á afmælisdegi brautryðj- andans. Ekki verður því neitað, að ís- lenska þjóðin hefur haldið á loft minningu þessa ljúflings síns á margvíslegan hátt á liðnum árum. Gmnur margra er þó sá, að í dag kunni alltof fáir deili á Jóni Sigurðs- syni og lykilhlutverki hans í íslands- sögunni. Nafn Vestfirðingsins Jóns Sigurðssonar hlýtur að vera ofar- lega í hugum íslendinga þessa dag- ana og spjöldum sögunnar hlýtur að verða flett, ekki Jóns Sigurðs- sonar vegna, sem löngu er fallinn frá, heldur sjálfra okkar vegna og þeirra sem eiga að erfa landið. Fyrir nokkrum ámm gekk ung kona ásamt fjölskyldu sinni niður í miðbæ Reykjavíkur á þjóðhátíðar- daginn, til þess að fagna. Þegar þangað kom sáu þau að vísu fjölda fólks, suma á stultum, aðra í alls konar skrípaklæðum, en þau gátu hvergi komið auga á neitt sem minnti þau á tilefni hátíðarhald- anna. Af þessu hafði unga konan áhyggjur og lýsti þeim í blaði allra landsmanna. Þessi stílfærða augnabliksmynd er verð íhugunar. Að sjálfsögðu er ekkert við það að athuga að menn gangi á stultuin, á þjóðhátíðardag- inn eða hafi í frammi aðra skemmt- an. Það tilheyrir. En ef það er orðið inntak dagsins og enginn boð- skapur hafður í frammi að öðru leyti, er eðlilegt að menn hugleiði hvort við séum á réttri leið. Tilefni hinna miklu hátíðarhalda sem í hönd fara vitum við öll. Spurning dagsins er svo sú hvort menn séu búnir að gleyma sögunni bak við lýð- veldisstofnunina. Erfitt er að alhæfa nokkuð í þessu efni. Marktæk skoðanakönnun ætti þó að gefa vísbendingar og mætti al- veg eins mæla þekkingu þjóðarinn- ar á Jóni Sigurðssyni og því sem hann stendur fyrir eins og fylgi stjórnmálaflokkanna. Engin þjóð hefur efni á að Jón Sigurðsson var löngu burtkallaður þeg- ar lýðveldi var stofnað á Islandi, segir Hall- grímur Sveinsson. Samt er nafn hans tengt þeim atburði órjúfan- legum böndum. gleyma þeim sem ruddu brautir. Jón Sigurðsson var Iöngu burtkallaður, þegar lýðveldi var stofnað á ís- landi. Samt er nafn hans tengt þeim atburði óijúfanlegum böndum. Þurfum við ekki að huga að því hver staða Jóns_ Sigurðssonar er í hjörtum okkar Islendinga á þessu margumrædda lýðveldisári. og „endurreisa“ hann meðal þeirra sem eru búnir að gleyma honum eða hafa sjaldan heyrt á hann minnst? Höfundur er áhugamaður um minningu Jóns Sigurðssonar og býr á Hrafnseyri. Hallgrímur Sveinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.