Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 58
58 FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ ...... ..............................Á Opið íkvöld og laugardagskvöld Danssveitin ásamt Ragga Bjama og Evu Ásrúnu •V Sími 686220 ____ J ■ ■ ___________________J Harmonikuunnendur Hljómsveit Guðjóns Matthíassonar leikur og syngur gömlu og nýju dansgna í Ásbyrgi á Hótel Islandi annað kvöld kl. 22 til 03. Verið velkomin. úr skápnum? ... loksins fær maður skápapláss. T rjáplöntur - runnar Bjóðum eftirtaldar tegundir meðan birgðir endast á mjög lágu verði: Blátoppur kr. 190, gljámispill kr. 130, birki kr. 190, hansarós kr. 350, alparifs kr. 240, runnamura kr. 290, gljávíðir kr. 95, viðja/alaskavíðir kr. 69, sunnu- kvistur kr. 340, snjóber kr. 240, berberis kr. 250, reyniblaðka kr. 260, aspir c10 kr. 350 pr. metri, blágreni, sitkagreni og furur á sérstöku afsláttar- verði ásamt fjölda annarra tegunda. Verið velkomin! Trjáplöntusalan Núpum, Ölfusi, (beygt við Hveragerði), símar 98-34388 og 98-34995. | Heimilislæknastöðin j | Kringlunni auglýsir: I Frá og meö 20. júní nk. veröur símatími okkar kl. 08.30-09.30 alla virka daga Tímapantanir sem fyrr kl. 9-17 í síma 687770 Guðmundur B. Guðmundsson, læknir, s. 680930. Gunnar A. Baarregaard, læknir, s. 680684. Hafsteinn Skúlason, læknir, s. 680683. Ólafur F. Magnússon, læknir, s. 680682. Geymið auglýsinguna. <( I DAG VELVAKANDI Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Þakkir ÉG ER einn af íbúum fjöl- býlishússins sem brann í Keflavík nú á dögunum og langar að koma á framfæri þökkum tii allra þeirra sem aðstoðuðu við hjálparstarfið. Það á jafnt við um slökkviliðsmenn, lögreglumenn og sjálf- boðaliða sem lögðu hönd á plóginn. Bæði bærinn og Rauði krossinn hafa unnið frábært starf til að hjálpa þeim sem misstu sitt í brunanum. Jóhanna Guðrún Aðal- steinsdóttir. Tapað/fundið Taska tapaðist LÍTIL svört taska með axlaról tapaðist af reið- hjóli á leiðinni vestan úr bæ og upp í Þingholtin. Hafi einhver fundið tösk- una er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 12049 eftir kl. 19. Úr tapaðist CASIO Chrond tölvuúr tapaðist á leikskólanum Vesturkoti í Hafnarfirði sl. laugardagskvöld. Finnandi vinsamlega hringi í síma 654213. Gleraugu töpuðust BARNAGLERAUGU í silfurlitri umgjörð með grænum og brúnum yrj- um gleymdust, líklega á skólavellinum við Hvas- saleitisskóla, fyrir tæpri viku. Finnandi vinsam- lega hringi í síma 42614. Hjól tapaðist 21 GÍRS svart ijallahjól, af gerðinni Diamond Back, hvarf frá Lauga- teigi 12 aðfararnótt sl. miðvikudags. Finnandi vinsamlega hringi í síma 880826 eða 684144. Gæludýr Týnd síamslæða TVEGGJA ára síamslæða (sealpoint) tapaðist frá Baldursgötu 28. maí sl. Hennar er sárt saknað og hafí einhver orðið hennar var er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 667667 eða 644047. Góð fundarlaun. Kanínur týndar TVÆR hvítar dvergkan- ínur týndust frá Akurgerði fyrir nokkrum dögum. Hafi einhver orðið var við þær er hann vinsamlega beðinn að láta vita í síma 687829. Týndur köttur LÍTIL steingrá hálfsíð- hærð læða fór að heiman frá sér, Skarphéðinsgötu 10, mánudaginn 13. júní sl. Hafi einhver orðið ferða hennar var er hann vin- samlega beðinn að láta vita í síma 18627. Pennavinir TVlTUGUR ftalskur piltur með áhuga á víkingum, sögu þeirra og menningu: Benny Manara, Str. Rebaude 89, 10024 Moncalieri, Torino, Italy. TÓLF ára tékkneskur piltur með áhuga á tónlist og íþróttum: Zdenek Kraus, Vaclavska 421, 507 81 Lazne Belohrad, Czech Republic. ÁTJÁN ára velskur piltur með margvísleg áhugamál vill eignast íslenska penna- vini: Spencer Lloyd, 39 Llanmiloe st, Pendine, U.K NÍTJÁN ára stúlka frá Sin- gapore safnar frímerkjum, póstkortum og merktum stuttermabolum. Stundar útiveru, s.s. körfuknattleik, hjólreiðar, sund, ferðalög o.fl.: Janice Yap, Tampines St. 91, Blk 930, 09-463, Singapore 1852. SJÖ ára tékknesk stúlka með áhuga á hvers kyns þrautum: Lucie Holubova, Zamecka, 507 81 Lazne Belohrad, Czech Republic. BRIPS Umsjón Guðm. Páll A r n a r s o n ÞJÓÐVERJINN Georg Nippgen er sérvitur .spilari. Hann var í sigursveit Þjóð- verja sem vann Rosenblum- bikarinn 1990 og hefur lengst af splað með hinum unga Roland Rohowsky, sem er heimsmeistari í sveitakeppni spilara 25 ára og yngri. I vetur varð Nippgen Evrópumeistari í parakeppni með Sabine Zenkel. Þau höfðu ekki áður spilað saman að ráði og Sabine segir frá því í skemmtilegri grein í Evr- ópubridsblaðinu, hvernig sérviska Nippgen kom fram þegar þau voru að berja saman kerfi fyrir keppnina: „Ég nota Roman-lykil- spilaspurninguna," var það fyrsta sem Nippgen sagði. Sabine gapti af undrun, enda varla nokkur toppspil- ari í heiminum sem ekki beitir einhveiju afbrigði af „fimm-ása“ Blackwood. Nippgen dró þá upp þessa stöðumynd: Vestur gefur, NS á hættu. Norður ♦ Á852 T ÁD ♦ DG73 ♦ KD4 Vestur Austur ♦ K9 ♦ 63 ▼ G102 IIIIH T 9754 ♦ ÁK10842 111111 ♦ 65 ♦98 ♦ 107532 Suður ♦ DG1074 V K863 ♦ 9 ♦ ÁK6 Vestur Norður Austur Suður 1 tígull 1 grand* Pass 2 lauf** Pass 2 spaðar Pass 4 tígl- ar*** Pass 4 hjörtu Pass ? ♦15-18 HP ♦•Stayman ***„spilinter,“ stuttur tígul, slemmuáhugi Nú vill suður geta spurt um ása. Fái hann tvo, vill hann í slemmu, jafvel þótt hún byggist á svíningu í trompi, því sú svíning mun nánast örugglega heppnast eftir opnun vesturs. Én ef NS nota 5-ása Balckwood, mun norður svara tromp- kóngnum sem ás. Suður veit því ekki hvað hann á að gera ef hann fær tveggja ása s.var! Athyglisvert. Farsi Víkveiji skrifar... Skrif dagsins eru sótt í pistil Víkveija úr daglega lífinu sem birtust 16. júní árið 1944, daginn fyrir hátíðina á Þingvöll- um. í upphafi segir Víkveiji að mikið hafí verið fjallað um það í ræðu og riti að þjóðin eigi að standa sem einn maður á þessari hátíð og segir síðan: „Jeg er nú samt þeirrar skoðun- ar, að það sje algjör óþarfi, að vantreysta okkur almúganum, eins og gert er. Sumir eru með öndina í hálsinum og óttast ölvun á Þingvöllum. Mjer er sagt, að hætt hafi verið við að hafa dans- leik á íþróttapallinum mikla. Unga fólkinu hefði þótt gaman að „svinga“ sjer á meðan beðið var eftir fari í bæinn. Allar hömlur eru leiðinlegar og verða til þess, að óskemtilegur blær kemst á hátíðahöld. Jeg vildi að einhverntíma yrði haldin þjóð- hátíð, þar sem öllum leyfðist alt, sem þeir vildu. Þar sem væri dans- að og sungið, drukkið og spilað. Engar hömlur lagðar á fólkið. Húrra! Það yrði gaman!“ xxx Síðan talar Víkveiji um veðrið og segir m.a.: „Það mun fara mjög eftir veðrinu, hvemig tekst með hátíðahöldin á Þingvöllum. Það er ekki vitað hve margir verða þar eystra, en búast má við að alt að 20 þúsund manns verði á Þing- völlum þessa daga.“ Að þessum orðum sögðum hvet- ur hann alla til að vera virka þátt- takendur í hátíðahöldunum, en ekki eingöngu áhorfendur og seg- ir: „Þegar ætlast er til að menn syngi, eiga allir að syngja með. Þegar menn eiga að vera kyrrir og hafa mínútu þögn, á hver og einn einasti maður að taka þátt í þeirri hátíðlegu stundy o.s.frv." Lokaorð Víkverja eru þessi: „Á þjóðhátíð lýðveldisstofnunar á íslandi ættu allir íslendingar að taka undir með skáldinu og segja: í dag er jeg glaður, í dag vil jeg gefa... Við eigum að gefa hver öðrum „demanta, perlur og skínandi gull,“ vináttu og samheldni. Við eigum að gefa upp sakir og gleyma gömlum eijum og illindum, með þakklátum hug fyrir að við, sem nú lifum, fáum að taka þátt í hin- um mikla sögulega atburði þjóðar vorrar. Við þökkum þá vináttu og þær viðurkenningar, sem okkur hefír hlotnast frá erlendum þjóðhöfð- ingjum og vinveittum þjóðum. Við eigum að sýna öllum heiminum, að við.berum ekki kala til neins. Hið unga lýðveldi ijettir út vinar- hönd sína á þessari stundu og framvegis. Mætumst heil á hátíðinni."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.