Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ Hugsaði hlýlega til Dana Þorvaldur Steingrímsson fiðluleikari hafði ærinn starfa í tengslum við lýðveldisstofnunina eins og fram kemur í samtali hans og Guðrúnar Guðlaugsdóttur. ar sem haldnar eru hátíðir er tónlistin sjaldan langt undan. Lýðveldishátíðin var engin undantekning frá þeirri reglu. Tveir rútubílar full- ir af tónlistarmönnum héldu til Þingvalla þann 17. júní 1944 til þess að leika saman á alls kyns hljóðfæri, bæði í dans- hljómsveit og í lúðra- sveit sem kölluð hafði verið saman fyrir þetta einstæða tækifæri í íslenskri sögu. Einn af tónlistarmönnunum sem glaðir og spaug- andi sátu í rútubílun- um með hljóðfærin sín var Þorvaldur Stein- grímsson. Hann hafði sannarlega ástæðu til að gleðjast, hann hafði einmitt fengið ráðn- ingu sem ríkisstarfs- maður hjá Ríkisút- varpinu þetta ár. „Það voru miklir vaxtarverkir í íslensku tónlistarlífi á þessum tíma,“ sagði Þorvaldur þegar blaðamaður Morg- unblaðsins sótti hann heim fyrir skömmu. „Menn komu sér saman um að það þyrfti að koma á fót hljómsveit sem spilaði alvarlega músik. Þetta var náttúrlega sund- urleitur hópur með mismunandi skoðanir. Tónlistarfélagið átti þarna mikinn hlut að máli, en fjárstuðning vantaði. Þótt Ríkisút- varpið væri blankt eins og fyrri daginn átti það samt hljómsveit sem stöðugt var að bætast við, ég var sjöundi maðurinn sem ráðinn var þar til starfa. Ég var búinn að vera ígripamaður í hljómsveit þess- ari frá því ég lauk námi í Tónlistar- skólanum árið 1937 og var farinn að spila með þeim aðra fiðlu. Þegar kom að þeim mikla atburði að stofna átti lýðveldi á Þingvöllum þurfti að fá músik þangað, til að spila við hátíðarhöldin og í veislum. Þá var leitað til útvarpshljóm- sveitarinnar. Margir útlend- ingar voru hér þá að spila en það þótti sjálf- sagt að hafa þetta íslenska hljómsveit. Þórarinn Guðmundsson tók að sér að spila í Valhöll, þar var veisla fyrir „toppana". Það var ekki veruleg reisn yfir þeirri veislu. Slagyiðri var og menn voru að koma og fara. Þótt ég spilaði á fiðlu í hljómsveitinni spilaði ég á saxófón í lúðrasveitinni. Páll ísólfsson stjórnaði henni. Þótt rigning væri fengum við ekkert alkóhól til þess að „liðka takkana", eins og gömlu hljómsveitarmennirnir voru vanir að bera við til þess að fá „hunda- skattinn“ á bannárunum. En þótt rigningin væri mikil fann maður ávarpað samkomuna á Þingvöllum steig Gísli Sveinsson í pontu og segir: „Það var að berast hér skeyti.“ Þetta var skeyti frá Krist- jáni konungi X. þar sem hann ósk- aði íslendingum glæstrar og gæfu- ríkrar framtíðar. Þetta þótti mér fallegt og gott því það höfðu verið í þjóðfélaginu skiptar skoðanir um hvort við ættum að slíta sam- bandi við Dani einmitt núna, þegar þeir gátu ekki haft reglulegt sambandi af því land þeirra var hernumið. Islendingum þótti und- ir niðri og þykir enn í dag ákaflega vænt um Dani, þótt aftur í öld- um hafi gerst atvik þar sem þeir voru herra- þjóð okkar. Ég var einn þeirra sem hugsaði ákaflega hlýlega til Dana og það geri ég enn þann dag í dag. Ég ólst upp við dönsk áhrif og þótt við værum ekki nein- ir burgeisar, lifðum bara á læknis- launum pabba, þá voru alltaf tvær vinnukonur heima og ég man eftir tveimur dönskum vinnukonum. Ég lærði t.d. að hlaupa fram í eldhús sem lítill drengur og segja við dönsku vinnukonurnar: „Vil de være so venlig og tænde up í kak- keloven." Nú voru Danir í úlfa- kreppu og maður fann til mikillar samúðar með þeim. Ég álít að Danir hafi gróðursett í bijóstum okkar velvilja til norræns samstarfs af því þeir komu svo fallega fram þann 17. júní 1944. Það var ríkjandi á þeim tíma mikil þjóðerniskennd, allt að því þjóðernisrembingur. Slíkt er hættu- legt líka eins og allir vita. Við höfð- um bakstuðning af Bretum og Ameríkönum, það var hluti af heimsstjórnmálum. Menn hér vildu náttúrlega vera sjálfstæðir en mörgum líkaði ekki hvernig far- ið var að því. Mér fannst í þessu máli örla um of á óþolinmæði, en auðvitað þurft- um við að taka þetta skref. Fólk skilur þetta ekki í dag og finnst þeir hafa verið raggeitur sem hugs- uðu svona. Ég held að íslendingum hefði liðið illa hefði Kristján kon- ungur ekki sent þeim neina kveðju. Það var erfitt að iiafa samband á þessum tíma því Evrópa var eitt logandi svöðusár vegna styijaldar- innar. Daginn eftir lýðveldishátíðina var haldin heljarmikil veisla á Hót- el Borg, þangað var boðið brodd- borgurum og erlendum gestum. Þar fékk þessi sama hljómsveit það hlutverk að spila í fremri salnum, fram undir anddyrinu þar sem gengið var inn að sunnan. Þar spil- ótrúlega lítið fyrir því vegna þess hve stundin var hátíðleg. Þegar erlendir gestir höfðu uðum við þfessa „undferholdning- Þorvaldur Steingrímsson Mikil þjóðernis- kennd, allt að því rembingur. FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ1994 33 Ljósmynd/Jón Sen FRA veislunni í Gyllta salnum á Hótel Borg 18. júní 1944. Þorvaldur Steingrímsson lengst t.h., en við hljóðnemann er Helgi Hjörvar, útvarpsmaður. musik“, sem kölluð var. Við áttum fullt af syrpum sem passaði þar, spiluðum valsa, tangóa, bresk djasslög og svo ný lög sem við heyrðum í gegnum útvarpið, t.d. lagið sem þeir settu textann við; Winston er oss vinveittur, vinum sínum hliðhollur. Og svo voru auð- vitað spiluð íslensk þjóðlög, sem mörg vöru raunar erlend en með íslenskum textum. Einnig spiluðum við undir fjöldasöng. Það var hins vegar enginn söngvari með hljóm- sveitum á þessum tíma. Það voru ekki komnir hátalarar. Fyrst man ég eftir að sungið var með hljóm- sveit á Siglufirði þegar ég var þar að spila og þá var sungið í gegnum trekt eins og skipstjórar notuðu til að kalla fram á svalbakinn: Gerið þið klárt. Raunar var það svo að gera þurfti sérstakar ráðstafanir til þess að hljómsveitin spilaði á Borginni þetta kvöld. í maí 1943 vildi Jó- hannes Borgarbóndi fækka í hljóm- Sveitinni sem ráðin var þá hjá hon- um til að spila. Þessu vildu hljóm- sveitarmenn ekki una og leituð til Félags íslenskra hljóðfæraleikara sem gerði „stræk" á Borgina. í upphafi voru þessar aðgerðir ólög- legar og félagið var dæmt í 75 krónu sekt en seinna varð verkfall- ið löglegt. Allir hljóðfæraleikararn- ir gengu út, þeir höfðu ekkert fyr- ir sig að leggja og fengu sér vinnu hjá hitaveitunni sem þá stóð í mikl- um framkvæmdum. Eini staðurinn til að halda veru- lega fína veislu var á Hótel Borg og nú voru góð ráð dýr þegar kom að lýðveldisveislunni. Þá var kallað saman Alþingi og Hótel Borg tekin leigunámi eitt kvöld, 18. júní, til þess að geta fengið okkur til að spila. Þetta var hátíðleg stund fyr- ir okkur að spila aftur á Borginni en ekki mýktist skap Jóhannesar við þetta. Deilan varð langvarandi og greri seint um heilt milli deiluað- ila. Mörgum árum seinna æxluðust mál samt þannig að ég varð hljóm- sveitarstjóri á Hótel Borg. Tónlistin hefur verið minn dyggi fylginautur : gegnúm'!tíðina.“ ín !iíltfl : : k Olíufélagiðhf 25% afsláttur -beint inn á Safnkort Þegar þú staðgreiðir gas eða Royal Oak grillkol á Esso stöðvunum færðu punkta sem jafngilda 25% afslætti gsoi Oliufélagið hf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.