Morgunblaðið - 17.06.1994, Síða 1

Morgunblaðið - 17.06.1994, Síða 1
144 SÍÐURB/C 135. TBL. 82.ÁRG. FGSTUDAGUR 17. JÚNÍ1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Þjóðhöfðingjar á Bessastöðum Morgunblaðið/RAX ÞJÓÐHÖFÐINGJAR Norðurlanda komu til landsins í gær í tilefni af hátíðarhöldum vegna hálfrar aldar afmælis Lýðveldisins íslands. Þjóðhöfðingjarnir fimm hittust um kl. 21 í gærkvöldi á Bessastöðum í boði forseta íslands; f.v. Haraldur V Noregskonungur og Sonja Noregsdrottning, Henrik Danaprins og Margrét Þórhildur II Danadrottn- ing, Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, Karl XVI Gústaf Svíakonungur og Silvía Svíadrottning, Martti Ahtisaari, forseti Finnlands, og frú Eeva Ahtisaari. HÁTÍÐARHÖLD vegna 50 ára afmælis Lýðveldisins íslands hefjast formlega klukkan 8.25 í dag þegar öllum kirkju- klukkum landsins verður hringt og íslenski fáninn og þjóðhátíðarfáninn verða dregnir að húni. Reiknað er með að allt að 50 þús- und manns leggi leið sína á Þingvelli í dag til að fagna afmæli lýðveldisins og er víð- tækri skipulagningu umferðar og fram- kvæmdum á Þingvöllum nú lokið. Utn fimm þúsund manns hafa unnið að undirbúningi hátíðarhaldanna, sem ein- skorðast ekki við Þingvelli því haldið verður upp á stofnun lýðveldisins árið 1944 í hveiju sveitarfélagi landsins. í Reykjavík verður fjölbreytt dagskrá í dag og næstu tvo daga. Þjóðhöfðingjar hinna ríkja Norðurland- anna komu fljúgandi til landsins í gær til að vera viðstaddir lýðveldisafmælið. Erlend- ir gestir Alþingis af þessu tilefni eru á annað hundrað talsins, þar á nteðal átta forsetar þjóðþinga nágrannalanda og tugir fulltrúa frá ríkisstjórnum Færeyja, Græn- lands, Álandseyja, Stóra-Bretlands, Frakk- lands, Bandaríkjanna, Kanada, Þýskalands, Rússlands og Kína. Einnig eru staddir hér- lendis um 110 erlendir fréttamenn. Þessir útlendu fulltrúar verða viðstaddir sérstakan hátíðarfund Alþingis við Lögberg þar sem afgreiddar verða þingsályktunartillögur um endurskoðun á mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar og stofnun hátíðarsjóðs sem ætlað er að styrkja rannsóknir á lífríki sjávar og efla íslenska tungu. Alls verða um 340 boðsgestir viðstaddir þingfundinn, þ. á m. makar ráðherra og þingmanna, fyrr- verandi forsetar sameinaðs Alþingis, fyrr- verandi forsætisráðherrar, fulltrúar Norð- urlandaráðs og tveir eftirlifandi þingmenn sem sátu þingfund Alþingis á Þingvöllum við lýðveldisstofnunina, þeir Lúðvík Jóseps- son og Sigurður Bjarnason. ■ Lýðveldisafmælið 6/8/10/11/12/36/37

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.