Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lagt til að leysa Brunabót upp EINAR Oddur Kristjánsson alþing- ismaður hyggst leggja fram á Al- þingi í dag frumvarp til laga um að Eignarhaldsfélagið Brunabóta- félag Islands verði leyst upp og eru meðflutningsmenn hans þrír aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þeir Vilhjálmur Egilsson, Pétur H. Blöndal og Einar Kristinn Guð- finnsson. Að sögn Einars Odds er kveðið á í lögum um Brunabótafélagið frá árinu 1994 að einn helsti tilgangur þess sé að taka þátt í vátrygginga- starfsemi. „Nú hefur það hins vegar gerst að fulltrúaráð eignarhalds- félagsins hefur ákveðið að selja hlutafé sitt í Vátryggingafélagi ís- lands til Landsbanka Islands og hætta þar með afskiptum af trygg- ingamálum. Og í sjálfu sér er ekk- ert nema gott eitt um það að segja. Á hinn bóginn tel ég að þar með séu forsendur lagasetningarinnar brostnar," segir hann. „Og af þeim sökum tel ég að fulltrúaráðið sem er kosið af sveit- arfélögunum eigi að koma eignum félagsins til skila til eigendanna, en þeir eru skilgreindir samkvæmt lögunum um Brunabótafélagið. Og þá er í 6. grein laganna nákvæm- lega getið um það hvernig skipta beri eigninni." Opinberri heimsókn forsætisráðherra í Færeyjum lauk í gær Rökrætt um fiskveiðilögsögu Þórshöfn. Morgunblaðið. LOKIÐ er þriggja daga heimsókn Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og konu hans Ástríðar Thorarensen til Færeyja og komu þau heim í gærkvöldi. Sagði forsætisráðherra að í gær hefði hann m.a. rætt við forráðamenn Föroya Fiskasölu en einnig ræddu hann og Edmund Jo- ensen lögmaður um mörk fiskveiði- lögsögu milli landanna. í heimsókninni í Færeyjum lét Davíð Oddsson þau orð falla að ís- land myndi ekki sækja um aðild að ESB meðan fiskveiðipólitík sam- bandsins væri óbreytt. Væri umsókn hugsanleg ef fiskveiðistjórnun bandalagsins breyttist. í viðræðum Edmunds Joensens og Davíðs Oddssonar um fiskveiði- lögsögu landanna kom fram að ís- lendingar vildu miða mörkin við Hvalbak en Færeyingar eru því ósammála. Davíð Oddsson sagði ekki fyrirhugað að vísa þessum ágreiningi fyrir alþjóðlegan dómstól og sagði hann beðið loka á samningum Fær- eyinga og Breta áður en samið yrði milli íslendinga og Færeyinga. Dimmalætting FÆREYSKUR hringdans er sjálfsagður á mannamótum heimamanna og hér krækja þeir saman höndum og stíga léttan dans, Davíð Oddsson forsætisráðherra og Edmund Joensen, lögmaður Færeyinga. Hafís 72 míl- ur frá landi FLUGVÉL Landhelgisgæslunnar fór í ískönnunarflug á þriðjudag. I ljós kom að þar sem ísjaðarinn er næst landi, vest-norð-vestur af Deild, er 72 sjómílna sigling að hon- um. Jaðarinn er 105 sjómílur vestur af Bjargtöngum og 88 sjómílur vest- norð-vestur af Blakksnesi. -------» ♦ ♦ \ i Kleinumar gáfu mikið í aðra hönd I Grindavfk. Morgunblaöið. KLEINUR matsveins á netabát frá Sandgerði gáfu 36 þúsund | krónur aukalega í aðra hönd eft- ir róður í byrjun vikunnar. Skipverjar lögðu netin snemma morguns eins og vera ber eftir helgarstopp. Á meðan steikti matsveinninn kleinur og bauð upp á með kaffinu þegar Iokið var að leggja. í stað þess að keyra í land fór skipstjórinn i kaffi og endaði kleinuveislan á því að karlarnir æstu hver annan upp í að byija að draga í stað þess að geyma það til morguns. Þegar drætti víir lokið um miðjan dag höfðu þeir innbyrt 11 tonn af spriklandi, vænum þorski, sem gaf þeim 36 þúsund krónur meira á fiskmarkaði en ella vegna ferskleikans. Héraðsdómur í máli Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma gegn Samkeppnisráði Stj ómunarlegnr að- skilnaður staðfestur HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur kvað í gær upp þann dóm í máli Kirkjugarða Reykjavíkurprófasts- dæma gegn Samkeppnisráði, að ákvörðun ráðsins um stjómunarleg- an aðskilnað milli Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma og Út- fararstofu Kirkjugarðanna skuli standa. Er þetta fyrsta mál sem rekið er fyrir dómstólum eftir með- ferð hjá Samkeppnisráði og Áfrýj- unarnefnd og hlaut málið flýtimeð- ferð í dóminum. Rekja má upphaf málsins allt aftur til loka ársins 1993 þegar dóms- og kirkjumálaráðuneytið gef- ur út leyflsbréf til reksturs Útfarar- stofu Kirkjugarðanna. Líkkistu- vinnustofa Eyvindar Ámasonar sf. og Útfararþjónustan ehf. bám fram kvörtun við umboðsmann Alþingis og töldu að ekki hefði verið gætt aðskilnaðar milli starfsemi og fjár- hags útfararþjónustu á vegum kirkjugarðastjómar og lögboðinna verkefna hennar. Taldi umboðs- maður í nóvember 1994 leyfíð ekki andstætt lögum. Lögmaður fyrr- greindra aðila krafðist því þess að ráðuneytið afturkallaði leyfið. Vís- aði ráðuneytið málinu til Sam- keppnisstofnunar í júlí 1995 og ályktaði Samkeppnisráð rúmu ári síðar að aðskilja beri rekstur Útfar- arstofu Kirkjugarðanna og starf- semi Kirkjugarða Reykjavíkurpróf- astsdæma. Ályktun ráðsins var kærð til Áfrýjunarnefndar sem komst að þeirri niðurstöðu að stjórnunarlegur aðskilnaður skyldi fram fara. Kærðu Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma þá nið- urstöðu til Héraðsdóms. Lagaskilyrði uppfyllt Sá hluti úrskurðarins sem kærð- ur var hljóðar svo: „Kirkjugarðs- stjórn skal skipa sérstaka fram- kvæmdastjórn fyrir Útfararstofuna. Framkvæmdastjórnin ræður fram- kvæmdastjóra fyrir Útfararstofuna. Framkvæmdastjórn Útfararstof- unnar skal ekki skipuð sömu mönn- um og framkvæmdastjóm Kirkju- garðanna og sami maður skal ekki gegna starfi framkvæmdastjóra Útfararstofunnar og Kirkjugarð- anna. Laun framkvæmdastjómar og framkvæmdastjóra Útfararstof- unnar skulu greidd af Útfararstofu Kirkjugarðanna." í áliti Héraðsdóms segir að upp- fylla þurfi tvö lagaskilyrði til að kirkjugarðsstjómum sé heimilt að reka útfararþjónustu. Annað varði að starfsemin sé algerlega aðskilin og hitt fjárhagslegan aðskilnað. Er niðurstaða dómsins að sýkna beri Samkeppnisráð og því stendur ákvörðun um aðskilnað Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma og Út- fararstofu Kirkjugarðanna. Borgarsjóður og Ríkisspítalar Makaskipti á Fæðingar- heimilinu og leikskóla i VIÐRÆÐUR hafa staðið yfír milli borgaryfírvalda og fulltrúa Ríkis- spítala um makaskipti á Fæðingar- heimilinu við Þorfínnsgötu, sem er í eigu borgarinnar, og leikskóla S eigu Ríkisspítala við Engihlíð 6 og 8. í erindi borgarlögmanns, sem lagt hefur verið fram í borgarráði, en afgreiðslu var frestað, kemur fram að Fæðingarheimilið hefur verið metið á 62,6 milljónir í núver- andi ástandi en Ríkisspítalar hafí kostað 25 millj. til viðhalds og end- urbóta í þau þijú ár, sem spítalinn hefur haft eignina til umráða. Aðil- ar em ásáttir um að borgin hafi j eignast 30% endurbótanna eða 7,5 millj. en að Ríkisspítalar eigi 70% eða 17,5 millj., sem dragast eigi frá matsupphæðinni. Söluverð heimilis- ins verði því 45,1 millj. Enginn laus búnaður fylgir í sölunni. Leikskólinn er metinn á 31,7 millj. og eru aðilar sammála um að verðmæti lauss búnaðar, sem fylgir l skólanum sé 3,4 millj. og kaupverð því 35,1 millj. Mismunur er 10 millj- sem ríkissjóður greiðir við undirrit- j un makaskiptasamnings og afsals. Eignimar verða afhentar 1. ágúst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.