Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Eru mannréttinda- ákvæði stjórnarskrár- innar virt svo vel sé? ÞAÐ VIRÐIST ekki öllum jafnljóst hvers vegna stjórnskipan var komið á, á sínum tíma, eða til að þjóna hags- munum heildarinanr en ekki til að starfa í þágu sérhagsmuna. Og hvað þau mál varðar, þá seg- ir mér svo hugur um að raunverulegar breytingar á núverandi stjórn- eða hagsýslu- kerfi, verði ekki að veruleika fyrr en teknir hafa verið upp nýir stjómarhættir. En lausnir á breyttu stjórnskipulagi felast tæpast í atvkæðisréttinum einum og sér, þ.e. miðað við núverandi ástand, þar sem sá sem neytir at- kvæðisréttar síns er samt seiri áður fangaður innan kerfísins. Komið hefur til tals að skipta um þjóðsöng sökum þess að sá gamli sé of þungur í vöfum. Miklu nær væri að stuðla að breyttri stjómskip- an, þar sem núverandi skipulag er að mínu mati orðið allt of fjarri upprunalegum markmiðum sínum. En upphaflega var stjómarkerfínu komið á, landsins þegnum til hag- ræðingar, og til að standa vörð um réttarstöðu þeirra. Nú virðast slík gildi nokkuð farin að óskýrast, og stjómkerfið eða yfirbyggingin sem því fylgir, fremur orðið fjötur um fót og viðhaldið að því er virðist fyrir sjálfs síns sakir. Það eiga sér stað stöðugar breytingar á þjóðfé- laginu en raunhæfar breytingar og endurskoðun á stjórnkerfinu virðast láta á sér standa. Og stundum er maður ekki alveg viss, þegar mál þessi berast í tal, hvort málin snú- ast um heill stjórnkerfisins eða heill almennings, þ.e. í augum þeirra sem með stjómsýsluna fara. Að sjálfsögðu er stjórnskipan nauðsynleg en það er alveg óþarfi að rugla forgangsröðinni og villast á því hvað er í þjónustu hvers. Við þurfum hæfa stjórnendur og virka athafnamenn, en við höfum enga þörf fyrir ofríki, hvorki á sviði stjórnmála eða í athafnalífinu. En „stjórnsýsla" landsins virðist nokk- uð farin að snúat um það hvemig ríkjandi „hagsýslukerfi" fær sem best staðið af sér, „of“ lýðræðislega framvindu, þar sem þróun í þá átt yrði hagfræðilega óhagkvæm fyrir þá sem virðat lifa í þeirri bjargföstu trú að landsins gæði séu þeim einum ætluð. T.a.m. ætti arðsemishlutur að renna til þeirra sem leggja fram hin raunverulegu verðmæti - eða vinnuna, þeir sem bera tap ættu einnig að njóta arðs - ekki satt, en ekki aðeins tíl þeirra sem hafa fjármagnið fyrir og lúra á papp- íranum. Þarna er á ferðinni verulega brenglað verðmætamat og skólabókarhag- fræði. En án vinnunnar yrðu pappírarnir verð- lausir en ekki öfugt. Þessu tengdu er engu líkara en verið sé að draga úr raunveralegu innihaldsgildi stjórnar- skrárinnar, þegar hana ber á góma, og láta sem svo að hún snúist um það eitta að varðveita stjómar (hag)-kerfíð sjálft, þess vegna, burtséð frá því hvernig stjórnkerfíð virkar, eða á að virka, í þágu heildarinnar eða hins almenna borgara. Hafa ber í huga eins og áður sagði að stjórnarskráin var gerð með það að leiðarljósi að gæta hags- muna heildarinnar og almennra mannréttinda og þá um leið að koma í veg fyrir misskiptingu þjóðarauðs. Lýðræðislegt þjóðskipu- lag getur ekki staðið undir nafni, segir Þor- steinn Ólafsson, nema uppfylltar séu allar kröfur þess. En lýðræðislegt stjórnskipulag get- ur ekki staðið undir nafni nema uppfylltar séu allar kröfur þess. 0g ef svokallaðir sérfræðingar eru spurðir álits hvort eitthvað bijóti í bága við stjórnarskrána eða lýðræð- islega stjórnskipan, vefst þeim tunga um tönn, og túlkun þeirra og framsögn snýst að mestu um það hvernig stjórnkerfmu og hefðum innan þess er sem best borgið, sem er nauðsynlegt ef slíkt er gert með hagsmunum heildarinnar í huga. En umræðan um almenn mannrétt- indi er ekki jafnvinsæl og er engu Iíkara en nokkuð sé dregið í land í þeim efnum eins og áður sagði, kannski af ótta við að þjóðin fari að taka upp á þeim ósóma að verða of meðvituð á þessu sviði. Þarna virðist viðhöfð ákveðin forgangsröð í úrvinnslu og gæta ákveðinnar hlut- drægni. En stjórnsýsla er oftar en ekki því marki brennd að hneigjast í átt til of mikillar miðstýringar og þeirrar tilhneigingar að hrifsa fram- kvæðið af fólkinu og rýra réttarvit- und þess, kannski af ótta við það að glata annars um of pólitískum ítökum og ívilnunum. Samt sem áður sýnir það sig að aukið frjáls- ræði og víðtækari umijöllun, leiðir til velfarnaðar. Mín ósk er sú að stuðlað verði að heilsteyptri umijöllum og al- mennri kynningu á stjórnarskránni og að fram fari hlutlaus könnun á því hvort og hversu mörg mannrétt- indaákvæði hennar eru brotin, þ.e. án „pólitískrar" íhlutunar. Einnig vildi ég sjá stjómarskránna inni á hveiju heimili. En í raun ættu stjórn- völd að eigin frumkvæði að koma á kynningu á raunveralegum gildum stjórnarskrárinnar og virða þau og gæta þeirra, það er þeirra hlutverk. En staðreyndin er því miður sú að ekki virðast liggja fyrir aðrar haldbærar hugmyndir um hvemig halda megi þjóðfélaginu „gangandi“ og stuðla að „efnahagsbata" innan þess, en að rýra að nokkra lýðræðis- legt inntak eða mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar og halda slíkum ákvæðum að mestu utan umræðu. Sem birtist m.a. í því að heimilin eða hinir almennu kjósendur, virðast að allstórum hluta, utan áætlunar um hlutdeild í efnahagslegum ábata og stöðugleika, og þjóðfélagsleg réttarstaða þeirra sniðgengin. T.d. er engu líkara en verið sé að telja þjóðinni trú um, að atkvæð- isrétturinn sé allt og sumt sem lýð- ræðislegar forsendur snúast um, og sé sá réttur virtur standi viðkom- andi þjóð undir nafni sem lýðræðis- ríki. Þetta er grundvallarmisskiln- ingur þar sem lýðræði snýst um annað og miklu meira, eða alhliða mannréttindi, og atkvæðisrétturinn er aðeins einn liðurinn til að upp- fylla þau skilyrði og standa vörð um þau gildi. Stjórnarskráin og lýð- ræðislegt inntak hennar er mann- réttindasáttmáli í einu og öllu. Og stjómskipunin er vernduð, til að tryggja þau gildi, en ekki sjálfs sín vegna. En pappíramir era ekki nóg, mannréttindi þurfa að vera eðlileg og sjálfsögð. Og ef íslendingar at- huga ekki sinn gang í tíma, verða ítök þeirra og þjóðfélagsleg staða, stöðugt vanmegnugri gagnvart tíár- magns- og framkvæmdavaldinu, og þá þó slík starfsemi sé að nafinu til í þjónustu eða rekin af almenningi. Þ.e.a.s. ef þeim lærist ekki að skilja rétt sinn sern mótvægi gegn valdi á sviði stjórnsýslu og fjármögnunar. Með síðan þeim afleiðingum að þeir fái litlu ráðið nema af fölskum tóni þess atkvæðis sem sagt er tryggja þeim lýðræðisleg réttindi og efna- hagslegan stöðugleika. Höfundur starfar að nýsköpun og ritstörfum. Óskalisti brúðhjónanna Gjafapjónustafyrir brúðkaupið | <49) SILFURBÚÐIN Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 - Þar færöu gjöfina - smáskór Vorskórnir eru komnir. í st. 20-30 og nú eru þeir flottir. Erum í bláu húsi við Fákafen. freemmz Bæjarhrauni 14, Hafnarfirði Sími 565 3900 Kr. 49(1. rábær listi fullur af glæsilegum vorfatnaói Afgreiöslutími frá aóeins 3 dögum! Þorsteinn Ólafsson Sijórn- sýslugrín UMRÆÐAN um fyrir- hugað álver við Grand- artanga hefur farið hátt að undanförnu í þjóðfélaginu. Hafa margir haft á málinu skoðun enda varðar álverið marga og mik- ilvæga hagsmuni sem þó era afar ólíkir og andstæðir í mörgum grandvallaratriðum. Þannig takast á sjónarmið umhverfís- verndarsinna og ferða- málafólks annarsvegar og fýlgismanna stór- iðju hinsvegar svo dæmi séu tekin. Það er sjálfsagt og eðlilegt að jafnviða- mikil röskun á umhverfí Hvalfjarðar hafi í för með sér átök og skoðana- skipti enda talsvert í húfi þegar til framtíðar er litið. Við slíkar aðstæður skiptir afar miklu að stjómsýsla landsins sé traust og hæf til þess að ljalla um þann ágreining sem til staðar er þannig að hlutlægra sjónarmiða sé gætt til hins ítrasta. Við meðferð íslenskra stjórn- valda á umsókn Columbia Alumi- nium Corporation (CAC) um að fá að reisa og reka álver, hefur komið í ljós hversu stjómsýslumeðferð er ijarri því að vera í samræmi við þær kröfur sem almennt verður að gera um faglega og hlutlausa stjórn- sýslumeðferð í landinu. í þessu sam- bandi kemur fyrst og fremst til skoðunar atbeini svokallaðrar „Markaðsskrifstofu iðnaðarráðu- neytisins og Landsvirkjunar “ (MIL) í jpessu máli en hagsmunagæsla hennar f.h. hins erlenda álfélags hefur berlega leitt í ljós, að mínu mati, hversu vanþróuð stjómsýslan er hér á landi. MIL er í helmingseigu iðnaðar- ráðuneytisins og Landsvirkjunar og stjórnað m.a. af skrifstofustjóra í iðnaðarráðuneytinu og aðstoðar- manni iðnaðarráðherra. Fyrir henni eru ekki sérstök lög og starfar hún á ábyrgð eigenda sinna. Það sem vekur sérstaka furðu er hversu MIL hefur varið hags- muni CAC af miklu harðfylgi þegar málefni álversins hafa verið til umfjöllunar hjá íslenskum stjórn- völdum. í lögum um umhverfismat nr. 63/1993 er byggt á því að fram- kvæmdaaðili láti gera umhverfís- mat á sinn kostnað og komi því á framfæri við stjórnvöld. Lögin byggja því á að hlutleysi stjórnvalda skuli tryggja það að matið fái þá faglegu skoðun sem nauðsynleg er s.s. hjá Skipulagi ríkisins og fleiri aðilum sem eiga að gæta almanna hagsmuna. Af þessu leiðir að stjórn- sýsluaðili sem gefur leyfi til fram- kvæmda verður, eðli málsins sam- kvæmt, að vera algerlega óháður framkvæmdaaðilum. Fyrir liggur að MIL sá um fram- kvæmd umhverfismatsins og kom fram sem tengiliður CAC við íslensk stjórnvöld. Athugasemdir einstakra stofnana, félaga og einstaklinga um umhverfismat CAC voru sendar MIL til umsagnar. MIL gekk siðan harðast fram í því að mótmæla kröfum og athugasemdum fjöl- margra faglegra umsagnaraðila, svo og einstakra hagsmunaaðila, í umboði CAC. í úrskurði umhverfisráðherra um umhverfísmat, frá 20.6. 1996, eru tekin upp mótmæli MIL að hluta. Þar segir t.d. að það sé „bæði ósk og krafa MIL f.h. Columbia Alumi- nium Corporation að framangreind- ir þættir í úrskurði skipulagsstjóra verði teknir til sérstakrar athugun- ar og breytt samkvæmt endur- ákvörðun umhverfís- ráðherra.“ Meðal krafna MIL voru m.a: - að ákvörðun skipulagsstjóra ríkisins um að óheimilt væri að heija framkvæmdir fyrr en gerð hefði verið fullnægjandi grein fyr- ir matsskyldum fram- kvæmdum og fyrir lægi úrskurður Skipu- lags ríkisins yrði felld úr gildi, - að ákvörðun skipulagsstjóra um að meta yrði umhverfis- áhrif námuvinnslu á landi með eftirfarandi úrskurði skipulagsstjóra yrði felld úr gildi, - að ákvörðun Skipulags ríkisins um að óheimilt væri að nota opið kælikerfi áður en ljóst væri hvort til væri nægjanlegt vatn yrði felld úr gildi, - að ákvörðun skipulagsstjóra um að nota ætti brennisteinsskaut með lægsta brennisteinsinnihald á hveijum tíma yrði felld úr gildi. Eins og sjá má er hvergi gefið eftir í hagsmunagæslunni. Það sem Forsætisráðherra ætti að skipa hlutlausa rann- sóknanefnd, segir Hró- bjartur Jónatansson, til að meta vísindalegar forsendur fyrir álveri í Hvalfirði. vekur furðu er að sá aðili sem harð- ast gengur fram í því að slakað verði á kröfum um mengunarvam- ir, um náttúravernd og aðrar kröfur sem kunna miklu að skipta, til hags- bóta fyrir erlenda álfélagið og á kostnað íslendinga er þessi mark- aðsskrifstofa sem er stýrt af iðnað- arráðherra og er hluti að iðnaðar- ráðuneytinu, hluti af sjálfu stjórnar- ráði íslands. Skýtur hér ekki skökku við? Framganga MIL í þessu máli f.h. CAC annars vegar og tengsl MIL við Landsvirkjun, iðnaðarráðuneyt- ið og umhverfísráðuneytið hinsveg- ar hefur leitt til þess,að mínu viti að brotnar hafa verið grundvallar- reglur í stjórnsýslulögum nr. 37/1993 við meðferð á umsókn CAC um álver við Grundartanga. Megintilgangurinn með þeim lögum var að „tryggja sem best réttarör- yggi manna í skiptum við hið opin- bera“ sbr. athugasemdir við frum- varpið til stjórnsýslulaga. í 3. gr laganna er kveðið á um hvenær stjórnvald er vanhæft til meðferðar máls. í greininni er kveðið á um ýmis tilvik þegar stjórnsýsluaðili er vanhæfur ef hann er í sérstökum tengslum við aðila máls eða úr- lausnarefnið. í 6. tl. er almennt ákvæði sem segir að um vanhæfi stjórnsýsluaðila sé að ræða „ef að öðru leyti eru fyrir hendi þær að- stæður sem fallnar eru til að draga óhlutdrægni hans í efa“. Sam- kvæmt 4 gr. má sá sem telst van- hæfur ekki „taka þátt í undirbún- ingi, meðferð og úrlausn" máls. I 10 gr. er lögfest svokölluð rann- sóknarregla sem er sú að „stjórn- vald skal sjá um til þess að mál sé nægjanlega upplýst áður en ákvörð- un er tekin í því“. Erindrekstur iðnaðarráðuneytis- ins f.h CAC og tengsl stjórnarráðs- ins í heild við þetta bandaríska álfé- Hróbjartur Jónatansson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.