Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1997 53 \ Hljómsveita- keppnin Fjörunginn ’97 HUÓMSVEITAKEPPNIN Fjör- unginn ’97 verður haldin þriðjudag- inn 25. og miðvikudaginn 26. mars í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Fjörunginn ’97 er annar árgang- ur nýs vettvangs þar sem íslenskum hljómsveitum gefst kostur á að kynna iist sína fyrir opnum eyrurn. Um páskana í fyrra var Fjörunginn ’96 haldinn á Akureyri og kepptu þá 10 hljómsveitir. Sigurvegari keppninnar í fyrra var hljómsveitin SOMA og fékk sú sveit 60 hljóð- verstíma að launum ásamt ýmsum aukaverðlaunum, segir í fréttatil- kynningu. A Fjörunganum ’97 mun hver hljómsveit leika þrjú frumsamin lög ásamt slagaranum j,Magga“ frá ’59 í eigin útsetningu. I fyrra léku allar hljómsveitir lagið „Lóa litla á brú“. Frumsamin lög hljómsveita mega ekki hafa verið gefin út áður. Dóm- nefnd skipuð af FÍH tekur mið af frumsömdum lögum ásamt út- færslu hljómsveita á laginu „Magga" við mat sitt. Sigursveitin verður heiðruð af FÍH sem Fjörung- inn ’97 og fær að launum alls 80 hljóðverstíma í fjórum hljóðverum, þ.e. í stúdíó Gijótnámunni, Sýr- landi, GNÝ og stúdíó FÍH. Einnig verða heiðraðir bestu hljómlistar- menn keppninnar og hljóta þeir verðlaun frá hljóðfæraverslunum. Tónastöðin verðlaunar besta söngv- ara, Rín besta gítarleikara, Nótan besta undirleikara, Poul Bernburg hesta bassaleikara og Samspil besta trommuleikara. Skráning á Fjörungann ’97 fer fram um land allt. í Reykjavík er hægt að skrá sig á öllum hljóm- plötuverslunum Skífunnar, á Isafirði í versluninni Gullauganu, á Akureyri í versluninni Centró og á Egilsstöðum hjá Nemendafélagi Menntaskólans. Skráningargjald er 4.000 kr. Við skráningu fá hljóm- sveitir afhent eintak af laginu „Magga”. Maöurinn er eim Páskafasta fítettithfyrir gamlar syndir! Endurbeimtum votlendi ogskilum varpsvaðum flórgoðans aftur. 1*<*»- *.*» íA« xl*.>•*?•<■' < »>*>: <¥* Í'.l>»í« I)tmlixi. >.: t í«.>5>L.«'v»#<» ,M' )x<« * LíJ> ;> »1;X i>xf*>x >S>. s-ótid-if. W:« «<(<«: )x« i> :<*!> ?>:><■.:$!><>%»& :>:?<■>« l<x<í - + />x ti - < ;> * Body Shop á Islandi kostar upplýsinga- efni fyrir Fuglaverndarfélag íslands BODY Shop á íslandi var styrktaraðili Fuglavemdarfélags ísíands árið 1996 og hefur árang- ur samstarfsins nú litið dagsins yós. Að sögn Ragnars H. Blön- dal, upplýsingafulltrúa hjá The Body Shop er eitt af stefnumál- um fyrirtækisins að styrkja og vinna með samtökum sem stuðla að betri heimi bæði fyrir menn ogdýr. Fuglaverndarfélagið varð að þessu sinni fyrir valinu, einkum til að styðja fuglavernd og starf- semi féíagsins en hætta er talin á að nokkrar íslenskar fuglateg- undir eins og t.d. flórgoðinn, hverfi alfarið af landi brott. Body Shop kostaði m.a. hönn- un og prentun upplýsingabækl- ings um Fuglaverndarfélagið og veggspjalds til að vekja athygli á vanda flórgoðans á íslandi. Að sögn Olafs Einarssonar hjá Fuglaverndarfélaginu stendur til að dreifa veggspjaldinu til allra grunnskóla á landinu. Þeim sem vilja verða sér úti um bækling eða veggspjald er bent á að hafa samband við Fuglaverndarfélag Islands eða líta við í verslunum Body Shop á Laugavegi eða i Kringlunni. Viðurkennd próf í frönsku ALLIANCE Fran?aise í Reykjavík | býður frönskunemum og öðrum þeim sem þekkingu hafa á frönsku V host á því að ljúka löggildum próf- ^ utT> sem nefnast DELF og DALF. Þessi próf eru nú ekki einungis við- urkennd af franska menntamála- i'áðuneytinu heldur einnig Evrópu- sambandinu. Sá sem lýkur DELF hefur ágætt vald á frönsku máli en handhafi DALF öðlast rétt til að stunda nám 1 frönskum háskólum. Mögulegt er Æ að taka þau í nokkrum einingum tg þ-e. 6 fyrir DELF I og II og 4 fyr- 2 'r DALF. Hafi nemandi lokið einni ^ eða fleiri einingum án þess að hafa lokið öllum 4 eða 6 sem nauðsynleg- ar eru getur hann tekið það sem á skortir hvar og hvenær sem er í öllum þeim 36 löndum sem gera fólki kleift að taka þessi próf. Mikilvægt er að þeir sem áhuga bafa aflli sér nauðsynlegra upplýs- 'nga hið fyrsta. Innritun fer fram (| dagana 24. mars til 4. apríl. Prófin A verða haldin 11., 12. 13. apríl 1 (DELF I), 26.-27. apríl (DELF II) € °g 10.—11. maí (DALF). Unnt er að skrá sig i eina einingu eða fleiri. Eyrstu einingarnar eru ekki mjög erfiðar. Frekari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Alliance Franca- ise, Austurstræti 3, alla virka daga milli kl. 15 og 18. I j „KOLBRÚN Björnsdóttir grasa- ™ læknir, M.N.I.M.H., diploma í phytotherapy, mun aðstoða gesti við að hreinsa líkamann með jurt- um, föstu og ristilskolunum. Fastað verður í sjö daga, fimm daga eða þijá daga á söfum úr lífrænt rækt- uðu grænmeti, ávaxtasafa, hrís- gijónum eða soðsúpu. Allt eftir persónulegum þörfum hvers og eins. Safarnir eru pressaðir á staðn- um,“ segir í fréttatilkynningu frá Lundi í Oxarfírði. „Kolbrún mun fylgjast með blóð- þrýstingi gesta og halda fræðsluer- indi um gildi föstu fyrir sálina og líkamann, nýjan lífstíl og breytt mataræði eftir að föstu lýkur. Sér- staklega verður fjallað um neikvæð áhrif gamals úrgangs í ristli á and- lega og líkamlega heilsu.“ Páskafastan stendur frá 24.-31. mars nk. „Ása Jóhannsdóttir nudd- ari og leiðbeinandi leiðir gesti inn í hugleiðslur, jóga og skapandi hreyfingu. Auk þess er boðið upp á nudd og farið verður í gönguferð- ir í Ásbyrgi og fleiri náttúruperlur staðarins.” LEIÐRÉTT Nafn misritaðist í MYNDARTEXTA í þriðjudags- blaðinu var rangt farið með nafn Hreiðars Oddssonar og hann kallað- ur Heiðar Oddsson. Beðist er vel- virðingar á þessum mistökum. Björgunarsveitarmenn í Víkartindi í FRÉTT Morgunblaðsins í gær var sagt frá dælingu úr Víkartindi. Þar kom fram að björgunarsveitarmenn frá Hellu og Hvolsvelli ætluðu að freista þess að festa gáma á þilfar skipsins en hið rétta er að björgun- arsveitarmennimir eru frá Hvera- gerði, Selfossi og Eyrarbakka. Er beðist velvirðingar á mistökunum. Hjalti er skrifstofustjóri OFSAGT var í frétt í blaðinu í gær að Hjalti Zóphóníasson væri ráðu- neytisstjóri dómsmálaráðuneytis. Hið rétta er að hann er skrifstofu- stjóri ráðuneytisins og er beðist velvirðingar á misherminu. Nemtsov, ekki Jantsov BORÍS Nemtsov, nýr aðstoðarfor- sætisráðherra Rússlands, var nefndur Jantsov I leiðara blaðsins í gær. Beðist er velvirðingar á mis- tökunum. Vísa leiðrétt í MORGUNBLAÐINU 15. mars sl. birtust vísur eftir Unni Elíasdóttur um Eyjólf Konráð Jónsson. Rangt var farið með eitt erindi af sex og birtist það hér leiðrétt um leið og hlutaðeigandi eru beðnir velvirðing- ar á mistökunum. Tengdur okkur traustum böndum, trúr þú okkar fólki varst, var þá ljómi yfír löndum, er leist þú heim og komið gast. Dagar misrituðust í MINNINGARORÐUM um Önnu Bergþórsdóttur, sem birtust í blað- inu 16. og 19. mars, var rangt far- ið með fæðingardag og dánardæg- ur. Hið rétta er að Anna fæddist á Akureyri 17. júní 1925 og lést á heimili sínu 7. mars. Beðist er vel- virðingar á mistökunum. Fyrirlestur um fornleifa- rannsóknir á Fljótsdalshéraði STEINUNN Kristjánsdóttir forn- leifafræðingur mun fimmtudaginn 20. mars kl. 20 skýra í máli og myndum frá fornleifarannsóknum, sem fram fóru sumarið 1996, á sjö fornum rústum á Fljótsdalshéraði. Tilgangurinn með rannsóknun- um var að aldurs- og hlutverka- greina nokkrar vel valdar rústir á svæðinu, auk þess sem þær áttu að auðvelda val á stað til frekari rannsókna. í lok fyrirlestrarins verður skýrt frá framhaldi rann- sóknanna, sem fyrirhugaðar eru næstkomandi sumar. Rannsóknir þessar fara fram á vegum Minja- safns Austurlands með styrkveit- ingu frá Rannsóknarráði íslands. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 22 í Menntaskólanum á Egils- stöðum og er öllum opinn. Aðgang- ur er ókeypis en skýrsla, sem gefin var út vegna rannsóknarinnar, verður seld á staðnum. Útideildin kveður OPIÐ hús verður fimmtudaginn 20. mars í Tryggvagötu 12 fyrir velunn- ara, góðkunningja og vini Útideild- ar í gegnum tíðina. Húsið verður opið frá kl. 17-23. Allir þeir sem vilja kveðja húsið og starfsemina með starfsmönnum eru velkomnir. Þróun land- búnaðar á Suðurlandi Á STJÓRNARFUNDI Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 5. mars sl., var þróun landbúnaðar á Suðurland að undanförnu til umfjöllunar. Eftir- farandi ályktun var samþykkt samhljóða: „Stjóm SASS lýsir yfir þungum áhyggjum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í framleiðslu mjólkur á Suðurlandi. Nú er svo komið að kynslóðaskipti og endurnýjun á býlum er illmöguleg. Stjórn SASS leggur áherslu á að Suðurland er það landsvæði sem best er fallið til hagkvæmrar mjólkur- og kjöt- framleiðslu. Stjórn SASS beinir því til landbúnaðarráðherra, Bænda- samtaka Islands, Búnaðarsam- bands Suðurlands og þingmanna Suðurlands að unnið verði fljótt og markvisst að því að bæta kjör og stöðu bænda og auðvelda kyn- slóðaskipti á jörðum. Núverandi þróun leiðir ekki til þeirrar hagfræðingar sem æskileg væri. Hátt verð á kvóta leiðir m.a. til þess að reksturinn stendur eng- an veginn undir kaupum á búum í rekstri. Mörg dæmi sýna þetta þar sem kvóti er seldur af jörðun- um og mjólkurframleiðslu því hætt. Verð á mjólk til bænda hefur nán- ast staðið í stað frá árinu 1992 á sama tíma og verðlag í landinu hefur hækkað umtalsvert. Afkoma bænda hefur því versnað til muna sbr. að launagreiðslugeta á meðal- sauðfjárbúi hefur lækkað úr 1.158.000 kr. 1992 í 720.000 kr. árið 1995. Sambærilegar tölur varðandi kúabú er 1.906.000 kr. árið 1992 í 1.741.000 árið 1995.“ Aðalfundur Félags stjórn- málafræðinga AÐALFUNDUR Félags stjórnmála- fræðinga verður föstudaginn 21. mars n.k. kl. 20.30 á Sólon ísland- usi, 2. hæð. Á fundinum verður lögð fram skýrsla fráfarandi stjórnar og end- urskoðaðir reikningar, auk laga- breytingatillagna. Á fundinum verður kosin ný stjórn félagsins. Þeir einir hafa atkvæðisrétt sem greitt hafa félagsgjöld fyrir yfir- standandi starfsár, kr. 1.500, en þau er hægt að greiða í upphafi fundar. Fræðsluerindi um fjölskyldu og heimili í Breiðholts- kirkju FJÓRÐI og síðasti fræðslufundur- inn á vegum Reykjavíkurprófasts- dæmis eystra verður í kvöld, fimmtudaginn 20. mars, kl. 20.30 í Breiðholtskirkju í Mjódd þar sem fluttir eru fyrirlestrar um heimilið og fjölskylduna. Að þessu sinni fjall- ar sr. Gunnar Sigutjónsson, sóknar- prestur í Digranesprestakalli, um efnið „fjölskyldan og frístundirnar". Að fyrirlestrinum loknum gefst fólki tækifæri til að beina fyrir- spurnum til fyrirlesarans og taka þátt í umræðum um umfjöllunar- efnið. Þátttaka í þessum fræðslu- fundi er ókeypis og ekki þarf að skrá sig sérstaklega. Fræðslufund- ur um tal- kennslu og talvandamál BREIÐ bros, samtök aðstandenda barna með skarð í vör og góm, standa fyrir fræðslufundi um tal- kennslu og talvandamál barna með skarð fimmtudaginn 20. mars í safnaðarheimili Bústaðakirkju og hefst hann kl. 20.30. Friðrik Rúnar Guðmundson, tal- meinafræðingur hjá Heyrnar- og talmeinastöð Islands, kemur á fund- inn. Allir velkomnir. Aðalfundur NLFR NÁTTÚRULÆKNINGAFÉLAG Reykjavíkur heldur sinn árlega að- alfund laugardaginn 22. mars kl. 15 að Laugavegi 20b. Dagskráin hefur þegar verið aug- lýst. Gunnlaugur K. Jónsson, for- seti NLFÍ, flytur framsöguerindi um framtíð og stefnu NLFI og að- ildarfélaga þess. Boðið verður upp á kaffiveitingar. ■ EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt á aðalfundi Starfs- mannafélags ríkisstofnana laug- ardaginn 15. mars 1997: „Aðal- fundur Starfsmannafélags ríkis- stofnana haldinn 15. mars 1997 sendir félögum í Dagsbrún baráttu- kveðjur og hvetur félagsmenn þess að hvika hvergi frá settum mark- miðum í kjarabaráttu sinni.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.