Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 28
GS ?eer xham .02 hudagutmmih 28 FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1997 njn b r<4T/TTr>ciOT'/! MORGUNBLAÐIÐ . LISTIR Jafnvægi augnabliksins SIGRÚN Ólafsdóttir: Án titils. 1996. Sýning í Úrbaníu SÝNING á verkum Steingríms Eyfjörð verð- ur í verzlun- inni Úrbaníu, Laugavegi 37, í dag fimmtudag og stendur til 20. apríl. Sýndar verða ellefu teikn- ingar unnar 1979 - 95. Orðsýn Undir pari ÍRIS Ósk Albertsdóttir opnar sýningu í Undir pari í dag, fimmtudaginn 20. mars, kl. 20. íris Ósk Albertsdóttir út- skriftarnemi í grafíkdeild MHI sýnir orð og texta. Verkin eru gerð með þurrnálsaðferð. Einn- ig verður á sýningunni innsetn- ing eða „Töfraheimur". íris fer óhefðbundnar leiðir í framsetn- ingu verkanna. Undir pari, Smiðjustíg 3, er opin fimmtudaga-laugardaga frá 20 til 23. Síðasta sýning á Fögru veröld FAGRA veröld eftir Karl Ág- úst Úlfsson og Gunnar Reyni Sveinsson er afmælissýning Leikfélags Reykjavíkur og var frumsýnd á 100 ára afmæli þess hinn 12. janúar sl. Sýð- asta sýning verður föstudag- inn 21. mars kl. 20. Fagra veröld er byggð á ljóð- um Tómasar Guðmundssonar. Tónlistin er eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Söngstjóri: Jóhanna V. Þórhallsdóttir. Lýsing: Lár- us Bjömsson. Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson og leikstjóri er Brynja Bene- diktsdóttir. Rússneskir kvik- myndadagar FÉLAGIÐ MÍR efnir til rúss- neskra kvikmyndadaga í fé- lagsheimilinu Vatnsstíg 10, dagana 20.-23. mars. I dag fimmtudag kl. 20.30, mun Olga Súrkova kvik- myndafræðingur segja nýjustu tíðindi af rússneskri kvik- myndagerð. Að erindi Olgu Súrkovu loknu verður sýnd kvikmyndin „Rússneska hug- myndin", sem fjallar um þróun kvikmyndagerðar i Rússlandi og tengsl hennar við þjóðfé- lagsgerðina þar í landi hveiju sinni. Handritshöfundur er Kavalov, en leikstjóri er Sergei Siljanov. Fleiri nýjar rússneskar kvik- myndir kynnir svo Olga Súrkova um helgina. Á laugar- dag, 22. mars kl. 16 verður kvikmyndin „Varúlfar" sýnd. Leikstjórar eru hjónin Túmajev. Sunnudaginn 23. mars kl. 14. verður myndin „Rússneska sinfónían" sýnd. Handritshöfundur og leikstjóri er Lapúsjanskí, sem var nem- andi Tarkovskís. Kl. 16 sama dag, 23. mars fellur áður aug- lýst kvikmyndasýning niður, en í staðinn verður sýnd ný mynd, „Átakanlegar lífsregl- ur“. Handritshöfundar og leik- stjóri er Súkhotsév. Enskur texti er með öllum myndunum. Mál Olgu Súrkovu verður túlkað á íslensku. MYNPLIST Listasafn Kópavogs — Gcrðarsafn IIÖGGMYNDIR Sigrún Ólafsdóttir Opið alla daga (nema mánud.) kl. 12-18 til 31. mars; aðgangur 200 kr. (gildir á allar sýningar safnsins). Á NEÐRI hæð safnsins hefur Sigrún Ólafsdóttir komið fyrir átta höggmyndum svo og nokkrum tússteikningum, sem tengjast í sumum tilvikum höggmyndunum með beinum hætti. Raunar sýndi listakonan ýmsar þessara teikn- inga í Galleríi Sævars Karls á liðnu hausti, en hér eru þær loks komn- ar í það samhengi sem þær þurfa enda vísa þær sterklega til þeirrar könnunar í formi og rými sem er sterkasti þáttur höggmyndanna. Sigrún stundaði framhaldsnám í list sinni í Þýskalandi 1990-94, og er raunar búsett þar enn. Hún átti verk sem vakti nokkra eftir- tekt á samsýningu um íslenska afstraktlist á Kjarvalsstöðum fyrir tveimur árum og má segja að hún fylgi hér eftir þeim þáttum sem þar komu fram. Tilvísunin í konkr- et-hreyfinguna í höggmyndalist á fyrri hluta aldarinnar er vissulega nærtæk eins og kemur fram í sýn- ingarskrá enda vísa ýmis heiti hér í þá átt. Sé litið til höggmyndanna sjálfra er hér þó einn munur á. í verkum konkret-listamanna er jafnvægið yfirleitt meðal sterkustu þáttanna, þar sem þau standa föst- um fótum á grunni sínum. I högg- myndum Sigrúnar eru sveiglínur og holrými ríkjandi fremur en föst form og því er fremur rétt að tala um óstöðugt, tifandi jafnvægi augnabliksins, sem getur raskast á hverri stundu, heldur en varan- lega festu. Þetta kemur einna best fram í verkum eins og „Tengsl" (nr. 2) og verki nr. 8, sem raunar TONLIST Listasafn Kópavogs KAMMERTÓNLEIKAR Verk eftir Head, Hindemith, Kalliwoda, Doráti, Nielsen og Saint- Saens. Eydís Franzdóttir, óbó; Bryn- hildur Ásgeirsdóttir, píanó. Lista- safni Kópavogs (Gerðarsafni), mánu- daginn 17. marz kl. 20.30. ALDREI þessu vant var óbó ný- verið í forgrunni á íslenzkum kamm- ertónleikum, eða nánar tiltekið á tón- leikum Eydísar Franzdóttur og Bryn- hildar Ásgeirsdóttur í Gerðarsafni í vesturbæ Kópavogs á mánudags- kvöldið var. Af einhveijum torskýrðum ástæð- um hefur óbóið, eins ómissandi og það nú ér í sinfóníuhljómsveitum og tréblásturskvintettum, haft sig ótrú- lega lítið í frammi undanfarið á „rec- ital“-tónleikum með píanóundirleik í annars blómlegu stórreykvísku tón- listarlífí. Varla verður það einungis rakið til upphafsins; forverar óbósins voru anzi rómstyrkir skrattar, eins og franska nafnið bendir til [hautbo- js = hátt (hávært) tréjog m.a. notað- ir í hemaði. Litli stríðsgarpurinn var hins vegar síðar taminn af franska hljóðfærasmiðnum Hotteterre á 17. öld og gerður svo húsum hæfur, að þegar á síðbarokktíma var hljóm- blístran orðin meginburðarstoð hinn- ar flæðandi laglínu í jafnt tríósónötu- sem hljómsveitarsamleik, og hefur hún haldið því aðalhlutverki í sinfó- níuhljómsveitum fram á þennan dag. Hitt er kannski líklegri skýring á fjarveru óbósins utan téðra vett- vanga, að tónbókmenntir fyrir óbó og píanó munu enn af sorglega eru tveir aðskildir hlutir úr stáli. Listakonan hefur tekið það ráð í sýningarskrá að fá annan aðila til að skrifa eins konar leiðarvísi um höggmyndirnar, sem er óvenjulegt, og bæði kostur og galli í senn. Kostur vegna þess að þá gefst gestum möguleiki á að fá nokkra innsýn í hvaða hugsun býr að baki verkunum, en galli vegna þess að það kann að stýra skomum skammti miðað við það sem skrifað hefur verið fyrir tvíleik slag- hörpu og flestra annarra tréblásturs- hljóðfæra, og verður aðeins getum af því leitt hvers vegna; e.t.v. út af tiltölulega þröngu dýnamísku sviði hljóðfærisins, eða þá út af afar per- sónulegum tóni þess, er blandast ekki nándar nærri eins vel í sam- hljómi og t.d. sáttfús tónn klarínetts- ins, en hann gengur sem kunnugt er nánast viðstöðulaust í efnasam- band við hvaða samsetningu sem hugsazt getur. Stundum glæsilegt Það var því viss tilbreyting að viðamikilli og krefjandi dagskrá þeirra stallna frá vanalegustu hljóð- færauppákomum í konsertsölum höf- uðborgarinnar. En úr því minnzt er á sali verður að segjast, að í hlustum þeirra sem aftast sitja í Gerðarsafni era skilyrði til heilbrigðrar hljómsam- blöndunar sízt ákjósanleg, og hlýtur að mega kenna ljósbrannum loftsins um. Hin snjalla húsagerðarlausn á birtuveitingu til myndlistar reyndist um leið Akillesarhæll hljómlistar. Ekkert mátti út af bera til að píanó- ið færi ekki að glamra óþægilega, og hljómpípan mjóslegna fríkkaði sömuleiðis sáralítið í eyrum hjá því sem vænta má af góðum tónleikasal. í slíku umhverfi veitir píanista ekki af dúnþófum á fíngram og blás- ara af silkimýkt. Brynhildur lék framan af fremur harðhent miðað við aðstæður, en lagaðist þegar á leið (eða þá að hlustir tóku að sætta sig við akústískar staðreyndir), en það var eiginlega ekki fyrr en undir lokin að breiður og stundum svolítið hrár óbótónn Eydísar tók að mildast til móts við andsnúið umhverfið. skynjun og eigin túlkunarmögu- leikum hvers og eins. Þetta er þó vissulega áhugaverð tilraun, sem gaman er að sjá framkvæmda með þessum hætti. Á þessari sýningu sinni kemur Sigrún Ólafsdóttir fram sem þroskuð listakona sem vert er að veita fulla athygli í framtíðinni. Annars var flutningur yfirleitt góður og stundum glæsilegur. Litlu stykkin eftir enska söngvatónskáldið Michael Head (d. 1976), Gavotte, Elegiac dance og Presto, sóru sig í ætt við síðrómantíska brezka nátt- úralýrík í víða fallegum samleik þeirra félaga, og Sónótu Hindemiths frá Tyrklandsdvölinni 1938 - síður en svo „brúkunarmúsík" við hæfi sauðsvartra viðvaninga, þrátt fyrir stefnuyfirlýsingu tónskáldsins um að músík ætti að vera fýrir alla - vant- aði ekki nema hársbreidd upp á að mega kallast mögnuð. Innihald „Salon-stykkisins“ Op. 228(!) eftir bæheimska sprellikarlinn Kalliwoda stóðst eins og vænta mátti ekki alveg samanburð við þýzka meistarann, þó að ekki skorti virtúós- íska spretti í þessari hálfgerðu sirk- usdansasyrpu, þar sem m.a. kváðu við kunnugleg hljóðföll mazúrku og pólóneisu, en allt rann þetta liðlega niður, enda hraðatækni beggja flytj- enda í góðu lagi. Hringöndun hefði komið sér vei Eftir hlé var Cinq Piéces Pour le Hautbois án undirleiks eftir ung- versk-ameríska hljómsveitarstjórann Antal Dorati (d. 1988), sem þrátt fyrir stórbrotinn feril á hljómsveitar- palli náði að semja nokkur tónverk, þ.á m. eina sinfóníu. Sykkin fimm voru engin „Kapellmeistermusik," heldur meitlaðar litlar tónsmíðar, enda ekki samdar fyrir neinn auk- visa; frumflytjandinn var enginn annar en óbósnillingurinn Heinz Holliger. Margt var ágæta vel flutt, en nægja verður að minnast á þrí- radda Fúguna, þar sem Dorati leysti vandann við að kljúfa eitt laglínu- Sýningxi Krist- jáns að ljúka í Gallerí Ingólfs- stræti 8 SÝNINGU Kristjáns Guð- mundssonar í Gallerí Ingólfs- stræti 8 lýkur sunnudaginn 23. mars. Verk Kristjáns Guðmunds- sonar er að fínna á söfnum víða um heim. Á þessari sýningu era fjögur ný verk. Gallerí Ingólfsstræti 8 er opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-18 og er aðgangur ókeypis. Sýningu Soffíu í Galleríi Fold að ljúka MÁLVERKASÝNINGU Soffíu Sæmundsdóttur í baksal Gallerís Foldar við Rauðarárstíg lýkur sunnudaginn 23. mars. Sýning- una nefnir Soffía „Ferðalang- ar . . . könnuðir tímans". Á sama tíma lýkur kynningu á tréristum Drafnar Friðfinns- dóttur í kynningarhomi gallerís- ins. Gallerí Fold er opið daglega frá kl. 10-18, laugardaga kl. 10-17, og sunnudaga 14-17. Nýjar bækur • Hringjarinn í Notre Dame er í bókaflokknum Ævintýraheimur- inn. Þetta er myndskreytt ævintýri sem byggir á hinni sígildu sögu og samnefndri kvikmynd frá Di- sney. Utgefandi er Vaka-Helgafell. Sigrún Árnadóttir þýddi söguna. Hringjarinn íNotreDame varbók mánaðarins íjanúar íBókaklúbbi barnanna - Disneyklúbbnum. Hún fæst aðeins íklúbbnum ogkostar 895 krónur með sendingargjaldi. Klúbbfélagar fá að auki blað kiúbbsins, Gáska, með hverri bók. hljóðfæri í þrennt með stall-dýnamík, Vöggusönginn innilega með enduróm af ungverskum barnagælum og fjör- ugan lokaþáttinn, „Léttur morgunn," þar sem Eydís kieif léttilega fertugan hamarinn með linnulítilli nótnahríð á efsta mögulega tónsviði hljóðfæris- ins. Þetta verk sýndi þó, að þrátt fyrir góða hraða- og hæðartækni flytjandans hefði víða komið sér vel að kunna hringöndun, því stundum var á mörkunum að tækist að losna við aukaloftið án þess að rjúfa hend- ingar á áberandi hátt. Hvað hendingamótun óbóleikar- ans varðar - það bar að vísu minna á því hér í öðram verkum, kannski mest í Saint-Saéns - varð stundum vart við tilhneigingu til „afturreig- ingar,“ ef svo mætti kalla, þ.e. bratt ris og hnig í enda tóns, sem minnt gat á iðulega ýkta klukkudýnamík upphafshyggjusinna í fornmúsík. Væri að smekk undirritaðs oftast nær fallegra að móta heldur hægar og jafnar í styrk. Elegant aukalag Eftir vel fluttar æskuperlur Carls Nielsens, To Fantasistykker Op. 2 fyrir óbó og píanó, luku þær Eydís og Brynhildur auglýstri dagskrá með Sónötu eftir Saint-Saéns sem ég heyrði ekki betur af kynningu en að væri samin á dánarárinu 1921. 111- kvittnir hafa fullyrt, að Saint-Saéns hafi verið eina stórtónskáldið sem ekki væri séní, en hvað sem því líð- ur, þá var sónatan tilkomumikil áheyrnar og kröfuhörð fyrir báða flytjendur, kannski ef undan er skilið hið arkadíska upphaf og niðurlag, þar sem angurvær panflautustemn- ing svífur yfír nafnlausum skógi líkt og í lífskveðjuskyni. Þess á milli gekk ekki lítið á, sérstaklega í lokaþætti, en flest var fallega af hendi leyst, og aukalagið var virkilega elegant. Ríkarður Ö. Pálsson Eiríkur Þorláksson Heyrið vella úr háu tréi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.