Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1997 27 LISTIR Morgunblaðið/Halldór AKUN A MATATA nefnist afrísk sýning með dansi, Ieik og tónlist sem verður haldin í Loftkastalanum. Innsýn í afríska mennmgu AKUNA MATATA nefnist afrísk sýning með dansi, leik og tónlist sem verður haldin í Loftk- astalanum i kvöld, fimmtudagskvöld, föstudags- kvöldið 21. mars og sunnudagskvöldið 23. mars kl. 20. Þátttakendur eru íslenskir nema Orville J. Pennant, danskennari frá Jamaica, og M’Bemba Bangoura, trommuleikari frá Guineu. Undanfarin fimm ár hefur Orville kennt afrísk- an dans í Kramhúsinu en danshópurinn sem kem- ur fram í sýningunni heitir Jubilee African. Sig- rún Grendal, forsvarsmaður hópsins, segir að hann líti á sýninguna sem einstakt tækifæri til að öðlast innsýn í afríska menningu og það sem hún hefur upp á að bjóða. „Sýningin er í senn skemmtun og fræðsla sem höfðar til fólks á öllum aldri.“ Hin hvasshyrndu stefjabrot TONIIST Hljómdiskar JÓN LEIFS: GEYSIR OG ÖNNUR HLJÓMSVEITARVERK Sinfóníuhljómsveit íslands. Stjórn- andi: Osmo Vánskíi. Hljóðritað í HaUgrímskirkju í júni 1996. Stórn- andi upptöku: Jens Braun. Framleið- andi: Ingo Petry 1997 Grammo- fon AB BIS, Djursholm BIS CD-830 DIGITAL. EFTIR hina stórgóðu (og verð- launuðu) upptöku BlS-hljóm- diskaútgáfunnar sænsku á Sögusin- fóníunni með Sinfóníuhljómsveit ís- lands undir stjórn Osmos Vanskas fyrir u.þ.b. háifu öðru ári beið mað- ur aldeilis spenntur eftir hljómdiski (eða diskumj með styttri hljómsveit- arverkum. A þessum nýja diski eru tveir forleikir, magnaðir mjög hvor með sínum hætti: Geysir og Forleikr að „Galdra-Lofti“; einnig Þríþætt hljómkviða (Trilogia piccola), Op. 1, Þtjú óhlutræn málverk Op. 44, ís- lensk rímnadanslög Op. 11 og síðasta verkið, Hughreysting, Intermezzo fyrir strokhljómsveit Op. 66, en þetta fagra verk samdi Jón meðan hann lá banaleguna vorið 1968. Þetta er eins og sjá má ágætlega samansett „prógramm", diskurinn hefst á Geysi, sem er vissulega „mik- ilfengleg hljóðmynd" - sterkt innlif- uð og í raun frábærlega „instrú- menteruð". Þríþætta hljómkviðan Op. 1 er í þremur frekar stuttum þáttum (öll u.þ.b. 12 mín.), þar sem hver þáttur byggist á einni megin- hugmynd eða stefi. Jón mun hafa haft nokkuð háar hugmyndir um verkið meðan á samningu stóð, svo sem hæfir ungum eldhuga um „frumburðinn". Hvað sem því líður er þetta skorinorður og raunar mjög eftirtektarverður ópus einn. í ópus 10, Forleiknum að Galdra-Lofti, birt- ist tónskáldið næstum fullskapað í „aðferðafræðinni", sem byggðist öðru fremur á lögmálum er birtust í fornum þjóðlögum íslenskum, eink- um tvísöng og rímum. Hér er ekki aldeilis verið að biðjast afsökunar á „forneskjulegu" en áhrifaríku tón- máli „hvasshyrndra steflabrota". Um miðbik forleiksins heyrum við takt sorgargöngulagsins, en verkið - sem hefst á klukknahljómi - endar í kyrrð þar sem við heyrum andvarp fagottsins og klukkurnar óma undur- veikt. Um Rímnadanslögin þarf vart að fjalla hér, en þau njóta sín vel í þróttmiklum hljómsveitarbúningi. Þijár myndir eru skrifaðar fyrir minni hljómsveit en forleikirnir og skiptast í þrjá kafla, Fegurð himinsins, Víxl- spor og Klettar. Fallega og fagmann- lega unnið verk, og jafnvel fyndið (miðkaflinn). Síðasta verkið, sem er óslitinn tónvefur, er þrungið djúpum trega og sársauka, en um leið heið- ríkju og innri krafti, sem gerir það enn hugstæðara og áhrifameira. Sem fyrr er leikur Sinfóníuhljóm- sveitarinnar undir stjórn Osmos Vánskás framúrskarandi góður. Ein- sog heyra mátti í Sögusinfóníunni virðist Vánská kjörinn til að túlka tónlist Jóns Leifs, enda hvorugur gefinn fyrir málamiðlun! Upptaka, sem fór fram í Hallgrímskirkju, er frábær. Oddur Björnsson Aðeins handtak og sófinn breytist í CKÖOuil jjúbz) ©(pGpaQrJ^U^jjnn Rúmfatageymsla í sökkli LAUGAVEGI © SNYRTI- VÖRUDEILD o Kynningar í dag og föstudag m 'q kynningarafsláttur og veglegur kaupauki! Zancaster Discovéry Diesel ▼ (Hii lllll ÞÚKEMST VELÁFRAM - á Discovery Diesel < c Glæsilegur og rúmgóður farkostur, með slaglanga og mjúka gormafjöðrun sem er ein sú besta sem í boði er. Komið 'C----, og skoðið vel útbúinn SewAstá Discovery Diesel í sýningar- sal okkar Suðurlandsbraut 14. SUÐURLANDSBRAUT 14 SlMI SS3 8838
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.