Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Kórbókaflokkurinn Söngvasveigur Oflugt barnakórastarf við kirkjur og skóla Morgunblaðið/Emilía ÞÓRUNN Björnsdóttir, Hrafnhildur Blomsterberg og Edda Möller vilja efla barnakórastarf og söng yfirleitt. TE DEUM er nýút- komin kórbók með 50 kirkjulegum söngvum fyrir barnakóra og kvennakóra. Guð- finna Dóra Ólafs- dóttir, Jón Stefáns- son og Þórunn Bjömsdóttir tóku efnið saman. Skál- holtsútgáfan gefur út. Umsjón með út- gáfu höfðu Hrafn- hildur Blomsterberg og Edda Möller. I formála segir að bókinni sé ætlað að efla enn frekar ört vaxandi bama- kórastarf í landinu. Enn fremur segir: „Leitast var við að hafa efni þess- arar bókar sem fjölbreytilegast. í henni er að fínna 50 kirkjulega söngva er hæfa hinum ýmsu trúar- iegu athöfnum, s.s. skírn og brúð- kaupum, og sálma sem tilheyra hátíðum kirkjuársins. í bókinni eru einnig fjölmargir lofsöngvar og kór- verk eftir íslenska og erlenda höf- unda, allt frá keðjusöngvum og létt- um tvíröddunum til erfiðari kór- verka. Bókin hefur að geyma marg- ar klassískar söngperlur en einnig ný kórverk og raddsetningar, er gerðar vom sérstaklega fyrir þessa útgáfu." Bókaflokkurinn Söngvasveigur hefur komið út frá 1993, en þá var Margrét Bóasdóttir ráðin starfs- maður barnakóra við kirkjur í hluta- starfí. Meðal verkefna hennar var að hafa forgöngu um að gefa út söngbækur fyrir barnakóra og kvennakóra í samvinnu við Tón- menntakennarafélag íslands, Emb- ætti söngmálastjóra og Skálholtsút- gáfuna. Margrét Bóasdóttir er nú í ársleyfí, en við starfi hennar hefur tekið Hrafnhildur Blomsterberg. Bókaflokkurinn Söngvasveigur 1-9 samanstendur af eftirtöldum kórbókum: Hátíð fer að höndum ein. 40 aðventu og jólasöngvar fyr- ir barnakóra og kvennakóra. Ég vil elska mitt land. 33 íslensk ættjarð- arlög fyrir barnakóra og kvenna- kóra. Þrír jólahelgileikir fyrir barnakór og píanó/orgel. Helgileik- irnir eru: Fæðing frelsarans, En það bar til og Hljóðu kirkjuklukkurnar. Þrjár sönglagasyrpur fyrir barna- kóra og kvennakóra. Finnsk þjóð- lög, pólsk þjóðlög og Söngvaseiður (The Sound of Music). Út um græna grundu. 55 íslensk og erlend lög fyrir barnakóra og kvennakóra. Sálmar um lífið og Ijósið eftir Hjálmar H. Ragnarsson við texta úr Biblíunni og sálma eftir Kristján Val Ingólfsson. Te Deum. 18 ís- lenskir kirkjusöngvar með íslensk- um, dönskum og latneskum textum fyrir barna- og kvennakóra útgefín fyrir norrænan markað. Dýrð, vald, virðing. 50 kirkjulegir söngvar fyrir blandaða kóra. Te Deum. 50 kirkju- legir söngvar fyrir bamakóra og kvennakóra. Fyrir og eftir Söngvaveig Umsjónarmenn Söngvasveigs vitna stoltir í orð Jóns Stefánssonar kórstjóra sem talaði um „fyrir og eftir“ Söngvasveig til að lýsa gildi bókaflokksins. Edda Möller fram- kvæmdastjóri Skálholtsútgáfunnar, úrgáfuféiags þjóðkirkjunnar, segir að bækurnar hafi eflt barnakóra- starfið og einnig samstarf barna- kóra við kirkjur og skóla. Edda sagði að kórar væru því mið- ur alltaf að ljósrita nótur. Það væri mik- ill munur að sjá börnin syngja með bækur í höndum í staðinn fyrir ljósrit- uð blöð. Þetta væri líka uppeldislegt atr- iði, meiri virðing væri borin fyrir bók- um en ljósritum. Að auki fengju höfund- ar greiðslu frir verk sín og þau væru öll- um aðgengiieg, kór- arnir gætu gengið að ákveðnu efni til að syngja. Svo mætti líka geta þess að ljósritun á nótum er óleyfiieg. Edda sagði að mikill samhugur væri meðal kórstjóra að vinna áfram að þessari útgáfu. Stefnt væri að því að gefa út fleiri bæk- ur, m.a. er nú að hennar sögn unn- ið að annarri bók með kirkjulegum verkum fyrir barnakóra og kvenna- kóra. Ennfremur er stefnt að því að halda námskeið fyrir kórstjóra barnakóra í haust. Slík námskeið hafa verið árleg undanfarin ár á vegum starfsmanns barnakóra við kirkjur. Þangað væru allir kórstjó- arar barnakóra á landinu velkomnir. Það er greinilega mikill vöxtur í sönglífí og ekki síst útgáfu kórbóka? „Mörg börn eru í barnakórum og margir tengjast tónlist í landinu. Ég held að þetta sé einstakt í heim- inum. Nótnaútgefendur eru fjöl- margir á landinu og nú stendur til að stofna einhvers konar samtök þeirra.“ Eru íslendingar svona söngelskir? „Já, við erum söngelsk þjóð, þetta er áreiðanlega landfræðilegt og að nokkru tengt skammdeginu. Fólk hefur löngun til að syngja, hittast og syngja allt árið, ekki bara á stór- hátíðum og kóramótum. Ég syng sjálf í kórnum í kirkjunni minni og það er minn saumaklúbbur. Það er afar gefandi að koma saman og syngja." Píramítarnir voru vígsluhof Morgunblaðið/Ásdís TÖLUR, mál, rúmfræði og táknmyndir eru meðal þess sem píramítafræðingurinn Bodvar Schjelderup veltir fyrir sér. NORÐMAÐURINN Bodvar Schjelderup heldur sýningu í Nor- ræna húsinu um Ólaf helga og hlut- verk hans og er hún gerð í tilefni af 1000 ára afmæli Þrándheims. Hann hefur flutt tvo fyrirlestra um hugðarefni sín í tengslum við sýn- inguna. Schjelderup talaði um lykl- ana þijá að stóra píramítanum sem leiða til skilnings. Schjelderup sagði blaðamanni Morgunblaðsins að margir litu svo á að stóri píramítinn (Giza) væri grafhýsi og um leið minnismerki um faraóana egypsku. Píramítar væru það ekki að sínu mati heldur vígsluhof og táknuðu samkomulag milli hins guðdómlega og jarðlega, væru því form samruna. „Þeir eru byggðir fyrir langa löngu og eru allir tákn. Sýningin um Ólaf konung helga á einnig að sýna teikn sem komu fram meðan hann lifði og ekki síst eftir dauða hans.“ Um þessi efni mun ný bók eftir Schjeld- erup snúast, en hún nefnist Logg- bok for en helgen og kemur út í maí á þessu ári. Hann hefur áður sent frá sér bók sama efnis, en þessi er fyllri og ítarlegri að sögn hans sjálfs. Hugsað i táknum Norski táknfræðingurinn lauk lofsorði á Einar Pálsson sem hefur fengist við að skýra líka hluti og sagði: „Hann er þó meira háður sögunni en ég.“ „Hann var mikilvægur maður og það eru að finnast æ fleiri sannan- ir fyrir því sem hann hélt fram,“ sagði Schelderup ennfremur og kvaðst hafa lesið verk eftir Einar. Þeir ættu það báðir sameiginlegt að hugsa í táknum, Einar hefði verið sjaldgæfur maður. Hvað um Noreg og ísland íþessu sambandi?" „Noregur og ísland eiga margt sameiginlegt, líka táknlega séð.“ Píramítar og ísraelsk teikn kall- ast stundum á, en píamítafræðin ná lengra en trúarbrögðin vegna þess að trúarbrögð hafa sínar tak- markanir að mati Schjelderups. „Píramítinn er_ ekki fyrst og fremst egypskur. I honum er bæði heimspeki og landafræði og þekk- ing um tímatal, vísindi sem urðu til langt á undan kristni til dæmis,“ sagði Bodvar Schjelderup. Sýningin í Norræna húsinu er opin daglega kl. 9-19, nema sunnu- daga 12-19 og stendur til 9. apríl. „HRÍSGRJÓNARÖND með tómatsósu, rækjum og humar“, olía á striga 1 25x90 cm. 1996. Matarveisla MYNPLIST Sjónarhóll MÁLVERK Þorri Hringsson. Opið alla daga frá kl. 14-18. Lokað mánudaga. Til 30 marz. Aðgangur kr. 300. ÞAÐ ER auðvitað borðleggjandi, að gildir myndlistarmenn máli það sem þeir hafa mestan áhuga á hveiju sinni og kann listasagan ekki frá öðru að herma. Undan- skildar eru auðvitað mikið til pant- anir hvers konar, en stoltur lista- maður tekur þó síður við pöntun á lítilsverðu eða sér ógeðfelldu mynd- efni. Sköpunargleðin þarf að vera virk til að úrskerandi árangur ná- ist, að öðrum kosti verður fram- leiðslan lúin og stöðluð. Þorri Hringsson gerir þá játningu í frétta- tilkynningu og viðtali í sýningar- skrá, að matur, matarsaga og vínsmökkun hafi undangengin ár verið það skemmtilegasta sem hann hafi komizt í tæri við. Því hafi það legið beinast við að hagnýta sér það litríka svið sem efnivið í málverk. Síður það sem hann hefur sjálfur í beinu sjónmáli, heldur úr litríkum útlendum bókum frá árum seinni heimsstyijaldarinnar, væntanlega amerískum af dúkunum að dæma. Að sjálfsögðu fullgilt viðfangs- efni og hefur verið um aldaskeið, en ekki er sá framsláttur með öllu réttur, að hér hafi listamaðurinn náð í skottið á fortíðinni, því skel- dýrafæði og skrauttertur voru afar sjaldan á borðum hérlendra á þeim tímum. Úrvalið var stórum minna, rækjur og humar sáust vart, en hins vegar liggur minni kynslóð við yfirliði er hún lítur terturnar og matarúrvalið í veizlum nútímans, og ber saman við fyrri tíma, auk þess að magn sykurs og kremleðju hefur margfaldazt. En það skiptir minna máli og kannski var þetta leikur með öfugmæli sé tekið mið af ýmsum öðrum og fáránlegum ummælum hans er skara listir og listamenn, og afar erfitt er að henda reiður á. Hitt má koma fram, að myndlistarmenn hafa ekki einasta málað mat heldur einnig margir hveijir verið meistarakokkar, enda heyrir matgerðarlist undir skapandi eðliskosti. Þorri lagði út á listabrautina með dijúgt veganesti úr heimahúsum, sem hefur lengstum verið greinilegt kennimark myndverka hans. Og þótt hann sé bersýnilega að fjar- lægjast það hvað viðfangsefni snertir er málunarhátturinn svipað- ur, afmörkuð sjónarhorn, hreint klárt og trúverðugt raunsæi. Hér hefur hann bætt sig frá fyrri sýn- ingum um fágaðar pensilstrokur sem kemur einna skýrast fram í myndinni „Hrísgijónarönd með tómatsósu, rækjum og humar“. Vel málaðar og raunsæjar mynd- ir, og eins og um síðustu sýningu í Listhúsinu Greip í júní 1995, má augljóslega af vinnubrögðunum ráða að Þorri Hringsson er á þroskabraut, dijúgri sókn í mál- verkinu. Mjög vel er staðið að fram- kvæmdinni í rýminu, bæði hvað uppsetningu og sýningarskrá snert- ir og mætti hér margur mikið af læra, því vinnubrögðin gerast naumast betri hér, enda á heims- mælikvarða. Bragi Asgeirsson Sjálfstætt fólk á dönsku DÖNSK þýðing Sjálfstæðs fólks eftir Halldór Laxness er komin út hjá bókaforlaginu Cicero. Fyrri hluti verksins er gefinn út sér og nefnist Frie mænd en í þau þrjú skipti sem verkið hefur komið út í Danmörku hefur bókinni verið skipt í tvo hluta. Bókin kom fyrst út í Danmörku árið 1935, ári eftir að fyrri hlutinn kom út á íslensku, aftur 1964 og nú þriðja sinni rúmum þijátíu árum síðar. Þýðing Jakobs Benediktsson- ar hefur verið notuð frá upphafi. Vaka-Helgafell gekk frá samning- um um nýju útgáfuna. Bókaforlagið Cicero hefur á und- anförnum árum endurútgefið mörg af helstu verkum Halldórs Laxness. Sjálfstætt fólk kom út í tveimur hlutum 1934-1935. Sagan hefur nú komið út á 23 tungumálum í 55 útgáfum á löngu árabili, nú síð- ast hjá Random House í Bandaríkj- unum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.