Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ . FRÉTTIR Morgunblaðið/RAX ESA gerir ekki athugasemdir við ríkisstyrk til flotkvíar en gagnrýnir málsmeðferð Gera hefði átt ESA viðvart um styrkinn fyrirfram EFTIRLITSSTOFNUN EFTA (ESA) í Brussel hefurtekið ákvörð- un um að gera ekki athugasemdir við ríkisstyrk til Akureyrarhafnar vegna kaupa á flotkví, sem hefur síðan verið leigð Slippstöðinni Odda. Hins vegar telur stofnunin að íslenzk stjómvöld hafí brotið samninginn um Evrópskt efna- hagssvæði með því að láta ESA ekki vita fyrirfram af styrknum og bíða eftir áliti stofnunarinnar áður en hann var veittur. Mælzt er til þess að stofnunin verði fram- vegis látin vita fyrirfram af styrkj- um, sem veittir em með vísan til hafnalaga. Akureyrarhöfn ákvað í maí 1994 að kaupa flotkví, sem taka mætti stærri skip upp í til viðgerða, og LISTDANSMÆR, fyrrum starfs- maður skemmtistaðar i Reykjavík sem staðið hefur fyrir nektarsýn- ingum, hefur lagt fram kæru til lögreglunnar í Reykjavik á hend- ur eigendum umrædds staðar, fyrir vændisstarfsemi og fikni- efnasölu. „Sá aðili sem kærir hefur full- yrt að vændi hafi verið stundað af þeim sem boðið hafa upp á þessar listrænu sýningar, og jafn- fjárfesta í hafnarmannvirkjum í tengslum við þau kaup. Sótt var um ríkisstyrk til verkefnisins með vísan til nýsamþykktra hafnalaga og féllst samgönguráðuneytið á styrkveitinguna. í september 1995 var Slippstöðinni Odda leigð flotkvíin. Vélsmiðjan Normi í Garðabæ sendi ESA kvörtun vegna þessa máls og taldi ríkisstyrkinn mismuna fyrirtækjum og vera brot á EES-samningnum. 75 miiyóna króna styrkur til Slippstöðvarinnar Odda ESA kemst að þeirri niðurstöðu að leigusamningur Akureyrarhafn- ar og Slippstöðvarinnar Odda feli í sér ríkisstyrk til síðarnefnda fyrir- tækisins að upphæð um 75 milljón- vel hafi svokallaðar einkasýning- ar verið notaðar til að féfletta þá gesti sem hlut áttu að máli og ir íslenzkra króna, eða um 22,4% af íjárfestingarkostnaði vegna flotkvíarinnar. Stofnunin telur að ríkisstyrkur- inn uppfylli þau skilyrði, sem sett eru fyrir styrkjum til skipasmíða- stöðvar í tilskipun Evrópusam- bandsins um skipasmíðar. Jafn- framt hafi ríkisaðstoðin verið und- ir þeim mörkum, sem ákveðin voru í fyrra er ESA gaf út reglur um leyfilega upphæð byggðastyrkja á íslandi. í ljósi þessa aðhefst stofnunin ekki frekar í málinu. Tilkynntu ekki löggjöf, styrk eða leigusamning Hins vegar átelur ESA íslenzk stjómvöld fyrir að hafa ekki til- kynnt stofnuninni gildistöku oftar en ekki voru undir áhrifum áfengis. Þannig hafi þeim verið boðin ákveðin þjónusta meyjanna og fólki staðið til boða að kaupa fíkniefni," segir Ómar Smári Ár- mannsson, aðstoðaryfirlögreglu- þjónn í lögreglunni í Reykjavík. Lögreglu boðin þjónusta Óeinkennisklæddir lögreglu- menn kynntu sér starfsemi skemmtistaða sem bjóða upp á nektarsýningar um seinustu helgi, og segir Ómar Smári að, að loknum dansi hafi stúlkur gengið á milli gesta, gefið sig á tal við þá og m.a. boðið fram áþreifanlegri þjónustu en nektar- dans. Málið sé í rannsókn. „Vændi er ekki ólögmætt hér- lendis nema það sé til framfærslu eða um sé að ræða millilið sem hafi tekjur af þv(, svo sem með því að útvega húsnæði undir sl(k viðskipti eða hafa milligöngu um viðskiptin. Okkar hafa borist fjöl- margar ábendingar um vændi í tengslum við starfsemi þessara staða og grunsemdir eru uppi um að sumar þessara stúlkna komi úr vændisgeiranum ytra til að stunda Iistdans á íslandi," segir hann. Ómar segir einnig i athugun hafnalaganna, ákvörðun um ríkis- styrk til Akureyrarhafnar eða gerð leigusamningsins við Slippstöðina Odda. ísland hafi því brotið gegn þeirri skyldu sinni samkvæmt EES- samningnum að tilkynna stofnun- inni um alla nýja ríkisstyrki fyrir- fram og bíða samþykkis hennar. ESA fjallaði sérstaklega um ákvæði hafnalaga um ríkisstyrki og komst að þeirri niðurstöðu að svigrúm væri í lögunum til að veita styrki, sem gætu brotið gegn regl- um EES. Stofnunin beinir þeim tilmælum því til íslenzkra stjórn- valda að þau geri henni viðvart um ríkisstyrki til hafnarfram- kvæmda í sveitarfélögum, þannig að ESA geti sagt til um hvort þeir standist reglur. hvort færsla bókhalds á þessum stöðum sé í samræmi við lög, m.a. varðandi meðferð aðgangseyris. Grunur leiki á, samkvæmt fyrir- liggjandi upplýsingum, að með- ferð fjármuna hafi verið fijálsleg eða henni ábótavant. Farið í kjöl á málinu „Einnig hafa atvinnumál dans- meyjanna verið skoðuð, þ.e. undir hvaða yfirskini þær hafi komið inn í landið, hvernig samningum er háttað við umboðsskrifstofu þeirra erlendis og tekjutryggingu þeirra hérna og hvernig skilum á sköttum er háttað miðað við ákveðanar forsendur. Einnig hef- ur verið litið til þess að ákveðnar reglur gilda um lengd veru þeirra. Jafnframt hefur verið horft til þess þáttar sem lýtur að sjúk- dómsvörnum, þvi ekki þarf að koma upp nema eitt tilvik þar sem „viðskiptavinur" smitist af sjúk- dómum á borð við alnæmi eða lifr- arbólgu til að framkalla sterk við- brögð. Við höfum ekki dæmi um slfkt, en þetta er þekkt erlendis og það er fhugunarefni hvort menn vifji fljóta sofandi að feigð- arósi. Sagðar tengjast eiturlyfjum Þá hefur komið fram að sumar þessara stúlkna hafi tengst með- ferð og neyslu fíkniefna og einnig hefur verið spurt um bakgrunn þeirra erlendis, þ.e. hvort þær hafi komið við sögu afbrotamála erlendis og þá hvers konar af- brotamálum." Svartolíu dælt í dag DÆLA á áfram svartolíunni úr Víkartindi í dag en lítið var dælt i gær og nota átti nóttina til að hita hana frekar upp. Gera verð- ur hlé á dælingu meðan kynt er undir og þegar olían er vel heit gengur dæling vel. Hreinsun braks úr fjörunni og svæðinu ofan við hana er ekki enn hafin. í bakgrunni má sjá Vestmanna- eyjar. -----»-♦ «---- Forstjóri VISA um bankaverkfall — Kortavið- skipti lam- astekki EINAR S. Einarsson, forstjóri VISA ísland, segir fréttir um að rafræna greiðslukortakerfið stöðvist og kortaviðskipti lamist komi til verk- falls bankamanna 4. apríl nk. vera úr lausu lofti gripnar. Greiðslukorta- viðskipti, jafnt með debet- og kredit- kortum, verði nánast með óbreyttu sniði í verkfalli. Starfsmenn VISA eru flestir f Sambandi íslenskra bankamanna og fara í verkfall ef ekki semst nema þeir sem sinna öryggisgæslu. Starfs- fólk Kreditkorta (Eurocard) eru f Verslunarmannafélagi Reykjavíkur. Samkvæmt upplýsingum frá VISA ísland verða sjálfvirk heim- ildakerfi kortafyrirtækjanna áfram í gangi og varakerfi taka við ef trufl- anir verða og veita úttektarheimildir innan vissra marka. Það á bæði við um kreditkort og debetkort. Viðskipti undir viðmiðunarmörk- um verða óbreytt, nema ef um er að ræða síhringikort þar sem kort- hafi hefur ekki tékkhefti. Sjálfvirka færslusafnkerfíð (RÁS) verður einnig opið en nánari fyrir- mæli til verslana um innsendingar og meðferð kortfærslna verða gefnar út ef til verkfalls kemur. „Minnisrými í posum er verulegt en þó mismikið en verslanir með búðakassakerfi geta tekið við færsl- um rpjög lengi án innsendingar. Ef allt um þrýtur verða einnig endur- j nýjaðar reglur um að heimilt verði að strauja kort upp á gamla móðinn ' innan vissra marka,“ segir í tilkynn- ingunni. Hægt að nota kort innanlands sem utan Einar fullyrðir að korthafar í góð- um skilum við banka eða sparisjóð þurfi engu að kvíða jafnvel þó til verkfalls kæmi og geti notað kort sín jafnt innanlands sem utan. Kort- hafar eru hvattir til að greiða reikri- inga, sem falla í eindaga 3. apríl nk., með fyrra fallinu til að forðast hugsanleg vandræði vegna vanskilá. | FÆST f HEILSUBÚÐUM. APÓTEKUM OG HEHSUHILLUM STÓRMARKABA, JEILSUVÖRUR ÚR ÍSLENSKUM FIAI.IAGRÖSUM - ÞVÍ AÐ HEILSAN ER IjÁRSlÓDUR Fjallagrasa- og ginsenghylki Fjallagrasa-, sólhatts og engiferhylki ®liJ Fjallagrasahylki líSLENSK FIALLAGRÓS H F SÍMI S67 4488 ’RÓFAÐU IjALLAGRASAHYLKI - l>ALI I.Rll MARGRA MEINA BÓT Listdansmær kærir eigendur nektardansstaðar til lögreglunnar Sakaðir um vændi o g eiturlyfjasölu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.