Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1997 11 FRÉTTIR Alþjóðlegt málþing Framtíð norrænna velferðar- samfélaga NORRÆNT svæðisþing Heimssam- taka um framtíðarrannsóknir (World Future Studies Federation) verður sett í dag. Málþingið er skipulagt af Framtíðarstofnuninni sem nokkrir einstaklingar stofnuðu hér á landi í haust. Framtíð norrænna velferðarsam- félaga verður í brennidepli á þinginu en tilefni umíj'öllunar um það efni eru hraðfara breytingar á sviði tækni og alþjóðasamskipta og breytt félagsleg viðhorf sem af þeim leiða. Á fyrri degi ráðstefnunnar verður m.a. fjallað um ný alþjóðleg viðhorf í siðfræði og stjórnmálum, breyting- ar á gildismati fóiks og um grund- vallaratriði sjálfbærrar þróunar. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, setur þingið en í upphafi þings flytur prófessor Wendell Bell frá Yale-háskóla erindi um stöðu framtíðarrannsókna. Síðari daginn verður einkum fjall- að um stöðu norrænna velferð- arsamfélaga og þær breytingar sem eru að verða á þeim fyrir áhrif margvíslegra afla og breyttra við- horfa. 70-80 erlendir gestir Málþingið sækja um 70-80 er- lendir gestir hvaðanæva úr heimin- um en flestir þeirra koma frá ríkjum Norðurlanda. Stór hópur norrænna doktorsnema í ýmsum vísindagrein- um sem snerta framtíðarrannsóknir mun einnig sækja þingið. í tengslum við þingið verður hald- inn stjórnarfundur Heimssamtaka um framtíðarrannsóknir. -----......... Lögreglan fylgist með bíl- beltanotkun LÖGREGLAN á Suðvesturlandi ætlar á næstunni að fylgjast sér- staklega með bílbeltanotkun öku- manna og farþega. Þeir, sem upp- vísir verða að því að nota ekki þann lögbundna öryggisbúnað, verða sektaðir. I umferðarlögunum segir að hver sá sem notar sæti í bifreið sem búið er öryggisbelti, skal nota belt- ið. Barn yngra en 6 ára skal í stað öryggisbeltis eða ásamt öryggis- belti nota barnabílstól, beltispúða eða annan sérstakan öryggis- og verndarbúnað ætlaðan bömum. Ef slíkur búnaður er ekki í bifreið skal barnið nota öryggisbelti ef það er unnt. „Mikið hefur verið um umferð- aróhöpp i vetur. í ljós hefur komið að afleiðingar sumra slysa má bein- línis rekja til þess að viðkomandi notaði ekki bílbelti áður en óhappið varð. Framundan er ein mesta umferðarvika ársins, páskarnir. Lögreglumenn treysta á heilbrigða skynsemi fólks sem og löghlýðni þess og vonast til að þurfa ekki að hafa afskipti af fólki í umferðinni vegna þess að það notar ekki jafn sjálfsagðan hlut og bílbeltin eru,“ segir í frétt frá lögreglunni. -----♦ ♦ ♦---- Féll af palli VINNUSLYS varð við bensínstöð Skeljungs við Suðurfell í fyrradag. Maður sem var að vinna við við- hald á lofti féll niður af vinnupalli um fjóra metra, þegar áltrappa féll á pallinn, og hlaut meiðsli á baki og hálsi. Maðurinn var fluttur með sjúkra- bíl á slysadeild til frekari rannsókn- ar, en áverkar hans eru ekki taldir alvarlegs eðlis. sportvömifiús OPNUNARTILBOÐ Basic Sweat Hettupeysa + buxur STÍC 'T'Orj, t ' ' «8 Mán.-föstud. 9-18 Laugard. 13-18 Sunnud. 13-16 Stgr. afsláttur 50% Stgr.afsláttur af öllum vetrarfatnaði --------Fæðubótarefni og æfingatæki PROFORM --------Hlaupabrautir SCHWINN --------Þrektæki VECTRA ----Æfingatæki RUSSELL ATHLETIC --— Sportfatnaður 30-70% afsláttur af sportskóm og TRI X I [GiLDAmarx] leikfimifatnaði (ciLDAmarx) --------Leikfimifatnaður wm Sundfatnaður Sportskór Bakpokar -„iTHll.,., □3 031 HREYSTI -----spoii VORU ft ÍIS Fosshálsi 1-112 Reykjavík - Sími 577-5858 - Fax 577-5801
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.