Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞETTA dæmist bara vera hreint gos . . . íslendingur í forsvari fyrir gervihnattastöð á Gíbraltar Auglýsir eftir íslensk- um kynni til starfa AUGLÝSINGAR hafa birst hérlendis að undanförnu um laust starf kynnis við nýja gervihnattasjðnvarpsstöð sem hleypa á af stokkunum innan tíðar og er fyrirtækið sem svo auglýs- ir á bresku nýlendunni Gíbraltar, sem skagar út frá Spáni. Að sögn forsvarsmanns fyrirtæk- isins, Antony Leifs Estcourt-Bouch- er, 42 ára gamals manns sem er ís- lenskur ríkisborgari, er um að ræða tónlistarstöð undir nafninu Caroline TV. Verður hún starfrækt á svipuð- um formerkjum og útvarpsstöðin Radio Caroline; „sjóræningjastöð" sem sendi út frá skipi á írlandshafi í lok 8. áratugarins til að sniðganga breskar reglur um ljósvakamiðla. „Ég er framkvæmdastjóri sjón- varpsstöðvarinnar og langar til að fá nokkra íslendinga, því ég kannast við fólkið heima og veit að það er fallegt og hentar vel fyrir slíkt starf,“ sagði Antony Leifur í samtali við Morgunblaðið. Antony Leifur segir stöðina enska, með efni á enskri tungu og muni leggja áherslu á „sígilda" popp- og rokktónlist frá sjötta áratugnum til þess tíunda, auk tónlistarkvikmynda og svo kallaðra „cult-mynda“, og nefnir hann Clockwork Orange eftir Kubrick í því sambandi. Stefnt sé að því að ná til eldri áhorfenda- og áheyrendahóps en til dæmis MTV, eða fólks á fertugsaldri og jafnvel eldra. Há laun og frítt húsnæði „Byijunarlaunin eru 20 þúsund pund á ári [ríflega 2,2 milljónir krónaj og ókeypis íbúð fylgir. Við erum að reyna að fá sem flesta umsækjendur til að hafa gott úrval og síðan verður tíu strákum og tíu stúlkum boðið út, til að kynna stað- inn, kynna okkur og kynnast þeim. Þar á eftir verða tvö pör valin til að vinna við stöðina," segir hann. Antony Leifur segir að kostnaður við að koma stöðinni af stað nemi 6,8 milljónum punda, eða um 761 milljón króna og eigi útsendingar að hefjast eftir um tvo mánuði. „Ég er stór hluthafi en þeir aðilar sem standa að baki eru vonandi traustir. Það er verið að taka stór lán fyrir stöðinni og þeir fengju aldrei lánin nema þeir væru traustir." ------» ♦ ♦------ Röng mynd- birting VEGNA tæknilegra mistaka birtist gömul teikning Sigmunds í blaðinu sl. þriðjudag og er beðist velvirðing- ar á því. Gjafabækurnar vinsælu Spámaðurinn og Mannssonurinn Sígild rit eftir Kahlil Gibru í snilldarþýðingu Gunnars Dal Gunnar Dal segir: „Vegna þess að ég telþað skyldu rithöfunda að þýða öndvegisrit annarra þjóða þýddi ég Spámanninn og Mannssoninn eftir Kahlil Gibran. Án bóka hans getur engin menningarþjóð verið. Ég tel þessar bækur jafngóðar. “ Bœkurnar fást í öllum helstu bókaverslunum. Muninn bókaútgáfa. Sími 898 5868. Hallgrímsstefna í Hallgrímskirkju Fólk áhugasamt um Hallgrím Pétursson Margrét Eggertsdóttir Hallgrímsstefna verður haldin Hallgrímskirkju nk. laugardag. Þar verður íjallað um séra Hallgrím Pétursson og verk hans frá ýmsum sjónarhornum. Átta fyrirlesarar tala á þinginu, sem haldið er á vegum Stofnunar Sigurðar Nordals og Listvjnafélags Hallgrímskirkju. Á þinginu tala sagnfræðingar, bók- menntafræðingar og guð- fræðingar. Meðal fyriries- ara er Margrét Eggerts- dóttir bókmenntafræðing- ur. Um hvað fjallar hennar fyrirlestur? Mér er falið fjalla um handrit Hallgríms og varð- veislu verka hans. Þetta eru þó raunar ekki handrit séra Hallgríms því næstum allt sem hann hefur ort er aðeins til í eftirritum og þeim yfirleitt mjög mörgum því kveðskapur hans hefur verið mjög vinsæll. Það eru því til aljt að 40 handrit að einu kvæði. Útgefandi þarf að reyna að velja eitt handrit til þess að ganga út frá og gera svo grein fyrir því hvernig hin handritin tengjast hinu útvalda, þetta er mikil og seinleg vinna. Um þetta m.a. fjalla ég í fyrirlestri mínum í Hallgrímskirkju á laugardag. - Um hvað fjalla hinir fyrirles- ararnir? Fyrst eru þijú yfirlitserindi, Helgi Þorláksson sagnfræðingur fjallar um aldarfarið á 17. öld. Siguijón Árni Eyjólfsson guðfræð- ingur fjallar um trúarhugmyndir á 17. öld og þá einkum kenningar Lúthers og Vésteinn Ólason fjallar um kveðskap almennt á 17. öld. í hádegishléi spjallar Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur um manninn Hallgrím Pétursson. Eft- ir hádegið talar fyrst herra Sigur- björn Einarsson biskup um boð- skapinn í verkum séra Hallgríms. Síðan talar Þórunn Sigurðardóttir um erfiljóð Hallgríms og önnur erfiljóð á 17. öld. Á þinginu talar einnig þýskur prófessor Wilhelm Friese, sem er boðið hingarð sér- staklega vegna þessa, hann talar um Hallgrím Pétursson og bar- okkbókmenntir á Norðurlöndum. Helgi Skúli Kjartansson talar loks um Hallgrím Pétursson og Bach undir heitinu barokkmeistarar heima og heiman. Þá má nefna að flutt verður barokktónlist í kirkjunni og þar verður sýning á útgáfum verka séra Hallgríms Péturssonar og eiginhandarriti hans. - Ermikið til varðveitt af verk- um séra Hallgríms? Það er fjöldinn allur af kvæðum og sálmum eignaður séra Hall- grími en það er vitað að honum er eflaust eignað miklu fleira en hann hefur raunverulega ort. Það er hluti af vanda þeirra sem um þessi verk fjalla að færa rök fyr- ir því hvað er ábyggilega eftir hann og hvað ekki. Fyrir utan Passíusálmana, sálma og kvæði og nokkra sálmaflokka eru líka tvö rit í lausu máli sem hann samdi. Þetta eru trúarhugleiðing- ar fyrir hvern dag vikunnar, ætl- aðar fyrir almenning. Svo hefur hann ort rímur. Það eru þó ekki nema tvö eiginhandarrit til af verkum hans. Annað þeirra er varðveitt í Landsbókasafni og í því eru Passíusálmarnir og sálm- arnir Allt eins og blómstrið eina ►Margrét Eggertsdóttir fæddist í Reykjavík árið 1960. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum i Reykjavík árið 1980 og cand mag. prófi í islenskum bókmenntum árið 1989. Hún starfar hjá Stofnun Árna Magnússonar sem sér- fræðingur. Meginverkefni hennar hefur verið fræðileg útgáfa á verkum séra Hall- gríms Péturssonar, einkum sálmum hans og kvæðum. Hún er gift Guðbirni Sigurmunds- syni menntaskólakennara og eiga þau þrjú börn. og Allt heimsins glys. Hitt eigin- handarritið er í British Library í London. Þar eru skýringar sem hann samdi við dróttkvæðar vísur í Ólafs sögu Tryggvasonar í Flat- eyjarbók, hann hafði líka áhuga á fornum íslenskum fræðum. - Veit nokkur hvernig þetta síðarnefnda handrit lenti á breska safninu? Það er ekki vitað nákvæmlega en Jón Helgason, prófessor í Kaupmannahöfn, var að skoða þessi íslensku handrit í Bretlandi og hann fræði rök fyrir því í grein að þetta væri eiginhandarrit Hall- gríms. Hann lýsti því í greinini á mjög skáldlegan hátt þegar þessi staðreynd laukst upp fyrir honum. - Er Hallgrímur í verkum sín- um í „sama takti" og skáld og rithöfundar annars staðar í Evr- 6pu? Já, það hefur að vísu lítið verið gert að því að bera íslenskan kveðskap á 17. öld saman við það sem er að gerast erlendis á sama tíma. Barokkstefnan er ríkjandi í bókmenntum á Norðurlöndum og Þýskalandi og ég held að frek- ari rannsóknir myndu leiða í Ijós meiri áhrif erlendra bókmennta hér á landi heldur en gert hefur verið ráð fyrir hingað til. Þess vegna fínnst mér líka einkar áhugavert að fá þetta er- indi þýska prófessorsins Wilhelms Friese sem veit manna mest um barokkbókmenntir á Norðurlönd- um. - Er þetta efni sem fjallað er um á þinginu í Hallgrímskirkju aðgengilegt öllum almenningi? Já, svo virðist sem íslendingar hafi mikinn áhuga á séra Hall- grími og verkum hans, einkum á föstunni þegar verið er að lesa Passíusálmana í Útvarpið. Erind- in á þessu þingi eru auðvitað flutt af fræðimönnum en þeir miða vafalaust allir við að miðla þessu efni til almennings. Hallgrími eignað miklu fleira en hann orti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.