Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1997 13 FRÉTTIR Evrópusambandið og umhverfismál í alþjóðlegu samhengi Sjálfbær þróun mikilvægust fyrir verndun lífríkis hafsins Ritt Bjerregaard, sem situr sem fulltrúi Danmerkur í framkvæmdastjóm Evrópu- sambandsins og fer þar með umhverfismál, var stödd hér á landi um helgina o g héit m.a. fyrirlestur um umhverfismál í alþjóðlegu samhengi. Auðuni Arnórssyni gafst þá færi á að taka hana tali. MHVERFISMAL eru sennilega það svið, sem mest hefur aukizt að mikilvægi þegar litið er til stjórnmálaþróunar í Vestur-Evr- Ópu á síðari árum. A þeim vettvangi hefur Evrópusambandið einnig átt sífellt mikilvægara hlutverki að gegna. Sá sem nú fer með umhverf- ismál í framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins er Ritt Bjerregaard, sem kunn er fyrir litríkan stjórn- málaferil sinn. Hún sótti ísland heim um helgina í boði Norræna hússins, þar sem hún síðdegis á sunnudaginn hélt vel sóttan fyrirlestur um um- hverfismál í alþjóðlegu samhengi. Þau efnisatriði í fyrirlestri hennar, sem mesta athygli áheyrenda vöktu, raru aðallega tvö. Annað var niður- staða Norðursjávarráðstefnunnar, sem fór fram í Bergen fyrir helgina, íitt hvemig gangi að fylgja eftir narkmiðum þeim sem þjóðir heims settu sér um minnkun mengunar á íeimsumhverfísráðstefnunni í Ríó de íaneiro 1992, einkum varðandi nengun í andrúmsloftinu. Að auki ialaði hún almennt um stefnu Evr- ópusambandsins í umhverfísmálum. Á Norðurlöndum er Ritt Bjerre- gaard sennilega þekktust fyrir litrík- an feril sinn í stjórnmálum, en hún var m.a. ráðherra í nokkrum ríkis- stjórnum á áttunda áratugnum og formaður þingflokks danska jafnað- armannaflokksins, á árunum 1987- 1992. Utan Norðurlandanna ávann hún sér frægð eftir að hafa verið skipuð sem fulltrúi Dan- merkur í framkvæmda- stjórn ESB (sem tók við 1. janúar 1995), einkum fyrir fjölmiðlafár sem _____________ upphófst er hún skrifaði bók um reynslu sína af starfinu eft- ir að hún hafði gegnt því í eitt ár. Bókin kom aldrei út, en innihald hennar olli titringi í Brussel, sem hún brást við með því að hætta við útgáfuna. Nú hefur hún gegnt starfí æðsta yfírmanns umhverfismála hjá Evr- ópusambandinu í rúm tvö ár. Að- spurð hvort hún telji sig á þessum Ekki samið við ESB-ríki um útblástur tíma hafa náð árangri í hinu vanda- sama starfí svarar hún hiklaust já, en bætir við að hún vonist til að eiga þess kost að sitja lengur en eitt skip- unartímabil, sem er fimm ár, því til þess að ná þeim stefnumiðum fram, sem hún gjarnan vildi, segir hún fímm ár vera of stuttan tíma. Hún hefur því vandasama hlutverki að gegna, að sjá til þess að við fram- kvæmd og stefnumótun á öðrum svið- um, sem starfsemi Evrópusambands- ins nær til - þeirra mikilvægust má segja að séu viðskipti, Iandbúnaður (þar með talinn sjávarútvegur) og iðnaður - sé tekið tillit til markmiða ESB varðandi umhverfisvernd, en þau eru tíunduð í Maastricht-sáttmá- lanum. Bjerregaard kom hingað beint af ráðstefnu Norðursjávarráðsins í Bergen, þar sem umhverfis- og sjáv- arútvegsmálaráðherrar ríkja sem liggja að Norðursjó þinguðu um umhverfismál og fiskveiðar þjóð- anna. Auk Ritt Bjerregaard sat ráð- stefnuna einnig Emma Bonino, sem fer með sjávarútvegsmál í fram- kvæmdastjórninni. Umhverfisverndarmarkmið í umgengni við hafið í fyrirlestrinum í Norræna húsinu greindi Bjerregaard frá ályktun, sem ráðstefnugestir í Bergen afgreiddu, þar sem m.a. stuðningi var lýst við meginmarkmið umhverfisverndar í umgengni við náttúruauðlindir, eins og þau voru samþykkt á Ríó-ráð- --------- stefnunni 1992. Þessi meginmarkmið eru í fyrsta lagi sjálfbær þró- un, þ.e. að við nýtingu lífrænna auðlinda hafsins skuli grunnreglan um að hún fari fram á sjálfbæran hátt vera virt. Hrun fiskistofnanna í Norður- sjónum sannar að sjávarútvegur þar hefur lengi brotið þessa grunnreglu. Annað meginatriðið er að varfærni ráði ferðinni við nýtingu auðlindar- innar; vísindaleg vitneskja, byggð á rannsóknum vísindamanna, sem bezt til þekkja, sé höfð að leiðarljósi við ákvarðanatöku. í þriðja lagi beri að Morgunblaðið/Ásdís RITT Bjerregaard íhugul á svip í Norræna húsinu í Reykjavík. stjórna nýtingunni að teknu tilliti til vistkerfis hafsins í heild, til samheng- is hinna ýmsu þátta lífríkisins. „Bæði ráðherrarnir og Emma Bonino voru sammála um, að þegar ákvarðanir væru teknar um nýtingu sjávarauðlinda bæri að skoða vist- kerfi hafsins í heild sinni,“ sagði Ritt Bjerregaard í samtali við Morg- unblaðið að loknum fyrirlestrinum. Hún bætti við, að hjá framkvæmda- stjórninni væri nú verið að vinna að endurskoðun sameiginlegu sjávarút- vegsstefnunnar. I ljósi þeirrar áherzlu, sem lögð er samkvæmt þessu á samhengi líf- ríkisins í hafínu vaknar spurningin, hvort ekki sé óskynsamlegt að banna hvalveiðar. „Það sem mestu varðar við umgengni um auðlindir hafsins er að sjá til þess að nýting þeirra sé sjálfbær. Hvað varðar spurning- una um hvalveiðar eru skoðanir mjög skiptar. Þar sem ég hef ekki kynnzt öllum hliðum þess máls vil ég ekki kveða upp úr um hvað sé rétt eða rangt í því efni,“ segir Ritt Bjerre- gaard. Á Bergen-ráðstefnunni buðu full- trúar Bretlands, sem munu gegna forsæti í Norðursjávarráðinu á fyrra árshelmingi 1998, að ábyrgjast að sjá til þess að úttekt verði gerð á því hvernig gengi að fylgja ályktun Bergen-ráðstefnunnar eftir. Gróðurhúsaáhrifin framleiðslu Annað þungavigtaratriðið, sem Bjerregaard ijaliaði um í fyrirlestri sínum, var hvernig gangi að fylgja fram markmiðum þeim, ---------------------- sem þjóðir heims hafa Aðstæður hér sett sér varðandi vernd tj| vistvænnar gegn mengun andrúms- loftsins. A Ríóráðstefn- ________ unni skuldbundu iðnríkin sig til að minnka útblástur loftteg- unda, sem skaða ózonlagið. Koltví- sýringur (C02) er sú lofttegund, sem langmest fellur til af og er talin eiga mestan þátt í að orsaka gróðurhúsa- áhrifin svokölluðu. Samið var um að minnka heild- arútblástur þessara efna í heiminum fram til 2010 um 15% frá því sem hann var árið 1990. Evrópusam- bandsríkin hafa sín á milli samið um hvernig þau skipta með sér verkum til þess að þetta mark náist fyrir sambandið sem heild, þ.e. aðildarrík- in 15 munu minnka sinn útblástur mismikið. ísland er aðili að Ríó-samkomu- laginu, og hefur með því einnig skuldbundið sig til að taka þátt í að minnka það magn ózonskaðlegra lofttegunda, sem slep_pt er út í and- rúmsloftið hérlendis. I ljósi fyrirhug- aðra stóriðjuframkvæmda hér á landi, sem ótvírætt munu hafa í för með sér aukningu á útblæstri um- ræddra lofttegunda, hafa komið fram tillögur um að íslendingar gætu freistað þess að semja við önn- ur ríki, sem aðild eiga að samkomu- laginu, um að þessi mengun megi aukast hér á landi gegn því að hún minnki meira annars staðar. Þar sem íslenzk stóriðja notist við endurnýj- anlega orku frá vatns- og jarðhita- orkuverum, sé hún vistvænni en stóriðja, sem fær sína orku frá t.d. kjarnorkuverum, og því væri aukn- ing á mengandi stóriðju hérlendis til hagsbóta fyrir umhverfisvernd í heiminum í heild. Hvert land fyrir sig verður að uppfylla Ríó-mörkin Ritt Bjerregaard gefur ekki mikið fyrir þessa röksemdafærslu. Reglan sé sú, segir hún, að hvert land fyrir sig verði að uppfylla markmiðin, sem kveðið var á um í Ríó-samkomulag- inu. Aðild að innbyrðis samkomulagi ESB-ríkjanna um það hvernig þau skipta minnkun útblástursins á milli sín, geta ríki utan sambandsins ekki fengið. „Sú stefna, sem sambandið fylgit' nú, gerir að minnsta kosti ekki ráð fyrir að þetta komi til greina,“ segir hún. Hún mælir hins vegar með, að Island og Noregur, sem eru nátengd Evrópusambandinu með EES-samn- ingnum, fylgist vel með því sem gert er á þessu sviði innan ESB og reyni að koma sér saman um sameig- inleg markmið í hugsanlegum samn- ingum við ESB. Hrein ímynd íslands Að lokum var Bjerregaard spurð, hvað hún teldi ísland hafa fram að færa í umhverfismálum. „Ég sé fyr- ir mér, að ísland ætti að geta boðið upp á ákjósanlegar aðstæður fyrir vistvæna framleiðslu. Sú ímynd, sem ísland nýtur í Evrópu er tvímæla- laust ímynd hreinleika og fegurðar, þar sem náttúran er í aðalhlut- --------- verki.“ Hvort sú ákvörð- un, að leggja áherzlu á byggingu stóriðjuvera kunni að spilla þessari ímynd og þar með fyrir ferðamennsku til lands- ins, segir hún það vera fyrir öllu, að hvaða framkvæmdir sem íslend- ingar kjósi að fara út í, verði að taka tillit til umhverfisverndarsjón- armiða. Það sama eigi við hvar sem er annars staðar - þennan „um- hverfis-hugsunarhátt" reyni hún einnig að innleiða sem víðast með starfi sínu hjá framkvæmdastjórn- inni, segir Ritt Bjerregaard. Ræða borgarsljóra Reykjavíkur á Evrópuþingi Rauða krossins og Rauða hálfmánans Atvinnulausar einstæð- ar mæður verst settar í OPNUNARRÆÐU Ingibjargar j Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra, . við upphaf Evrópuþings Rauða I krossins og Rauða hálfmánans, sem j haldið var í Kaupmannahöfn, kom j fram að í velferðarsamfélögum Vest- : urlanda væru ungar, menntunar- ! lausar, einstæðar mæður án atvinnu sá hópur sem verst væri settur. Jafn- framt að í öllum þjóðfélögum væri aðgangur kvenna að efnahagslegum gæðum og völdum minni en karla, en ábyrgð þeirra á umönnun barna, sjúkra og aldraða meiri. Um 200 þátttakendur sátu þingið, þar á meðal dönsku konungshjónin og Hollandsdrottning. Borgarstjóri fjallaði um þá sem minnst mega sín í hveiju þjóðfélagi og sagði meðal annars að í þriðja sinn á þessari öld gengi Evrópa í gegnum breytingar, sem ekki sæi fyrir endann á. Að hennar mati væru það verðmæti á sviði menning- ar, siðferðis og stjórnmála sem réðu úrslitum um velferð fólks og far- sæld. Þess vegna bæri að skoða fá- tækt, jafnt efnahagslega sem aðra, út frá mælikvarða menningar og siðferðis. Samviskan vaknar Borgarstjóri sagði að vandamál íbúa á Norðuriöndum væru fáfengi- leg í samanburði við vanda íbúa á átakasvæðum sunnar í álfunni. Engu að síður væri ekki hægt að leiða vandann hjá sér með skírskotun til þess að fólk í öðrum löndum hefði það miklu verra. Borgarstjóri sagði að í velferðar- ríkjum Evrópu beindist velferðar- þjónustan ekki síst að hópum, sem mönnum fyndist allt að því eðlilegt að ættu undir högg að sækja bæði heima fyrir og annars staðar en það væru aldraðir, fatlaðir, sjúkir, at- vinnulausir og menntunarlausir. „Það hljómar nöturlega þegar ég segi að okkur finnist þetta eðlilegt ástand en þó held ég að það sé sann- ara en við viljum vera láta,“ sagði hún. „Þannig virðist mér sem sam- viska heimsins sé ekkert vel vakandi þegar þetta fólk á í hlut. Hún vakn- ar hins vegar upp við vondan draum þegar fregnir berast af vel menntuðu fólki sem líður skort í öðrum löndum eða sparifjáreigendum sem hafa ver- ið rændir ævisparnaði og lifa á bón- björgum." Konur í minnihluta „í öllum valdastofnunum þjóðfé- lagsins hafa konur verið í hverfandi minnihluta og þó að þetta hafi viða breyst á undanförnum árum er enn langur vegur frá því að áhrifa kvenna gæti til jafns við karla,“ sagði Ingibjörg. „Mikil vanþekking á stöðu og hlutverki kvenna var ríkj- andi til skamms tíma á ýmsum stofn- unum þar sem málum er ráðið til lykta, þar á meðal hjálparstofnunum og mikilvægum frjálsum félagasam- tökum. Má fullyrða að þetta hafi oft haft afdrifaríkar afleiðingar og leitt til þess að neyðar- og þróunaraðstoð nýttist ekki sem skyldi. Sem betur fer virðist þetta vera að breytast, ekki síst fyrir tilstilli kvennasamtaka svo sem UNIFEM.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vitn- aði í ársskýrslu Alþjóðabankans fyrir árið 1995, þar sem fullyrt er að ekki muni nást frekari árangur á sviði þróunarmála án virkni kvenna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.