Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1997 29 ILISTIRI íris Erlingsdóttir Einsöngs- tónleikar í Noræna húsinu ÍRIS Erlingsdóttir sópran og Iwona Jagla píanóleikari halda eisöngstón- leika í Norræna húsinu í Reykja- vík í dag, fimmtudaginn 20. mars, kl. 20.30. Tónleik- arnir eru lokaá- fangi burtfarar- prófs írisar frá Söngskólanum í . Reykjavík. Á efnisskránni er m.a. ljóða- flokkurinn Frauen liebe und leben eftir Schumann, ljóðasöngvar eftir Grieg, íslensk sönglög eftir Sigfús Einarsson, Karl 0. Runólfsson og Þórarin Guðmundsson, og óperuar- íur eftir Hándel, Boito og Puccini. Iwona Jagla píanóleikari er kenn- ari við Söngskólann í Reykjavík. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Kvartett Tómasar R. hjá Múlanum KVARTETT Tómasar R. Einarsson- ar verður með jazztónleika á vegum jazzklúbbsins Múians á Jómfrúnni föstudaginn 21. mars kl. 21. kastamikill laga- TómasR. smiður á liðnum Einarsson árum, en oftast haft blásara eða söngvara í for- grunni í tónlist sinni. Að þessu sinni ýti hann bassanum framar á sviðið ef svo megi segja í nýjum lögum eftir sjálfan sig. Þeir sem skipa kvart- ettinn ásamt honum eru píanóleikar- inn Eyþór Gunnarsson, trommuleik- arinn Gunnlaugur Briem og saxófón- leikarinn Óskar Guðjónsson. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og er miðaverð kr. 1.000, kr. 500 fyrir ellilífeyrisþega. Söngtónleikar á Hvolsvelli STEINUNN Ósk Kolbeinsdóttir mezzosópran og Agnes Löve píanó- leikari halda tónleika i sal Tónlistar- skóla Rangæinga á Hvolsvelli í dag fimmtudaginn 20. mars kl. 21. Flutt verður fjölbreytt dagskrá með lögum eftir ýmsa höfunda, inn- lenda og erlenda. Steinunn Ósk er kennari að mennt og starfar sem slíkur við Grunnskól- ann á Hvolsvelli. Hún er nemandi við söngdeild Tónlistarskóla Rangæinga og stefnir að því að taka 7. stig næsta haust. Kennari hennar er Jón Sigurbjörnsson óperusöngvari. Þetta eru þriðju einsöngstónleikar skólans sem haldnir eru nú í vor en þeir eru liður í 40 ára afmælishaldi Tónlistarskólans og er aðgangur ókeypis og öllum heimill. Strengjasveitar- tónleikar TÓNLEIKAR verða haldnir á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík föstu- daginn 21. mars nk. kl. 20.30 í Ás- kirkju. Strengjasveit yngri deildar undir stjórn Rutar Ingólfsdóttur flyt- ur Sinfóníu nr. 3 í G-dúr eftir An- tonio Vivaldi, Concerto grosso í D- dúr op. 6 nr. 5 eftir Georg Fr. Hánd- el, Piéces en Concert eftir Francois Couperin, Konsert í a-moll BwV 1041 eftir Johann Sebastian Bach og nokkur pólsk þjóðlög í útsetningu W. Lutoslawski. Strengjasveit yngri deildar skipa Aldís Pálsdóttir, fiðla, Ari Þór Vil- hjálmsson, fiðla, Elín Steinarsdóttir, fiðla, Guðný Guðmundsdóttir, fiðla, Ingibjörg Kristjánsdóttir, fiðla, Jón Árni Helgason, fiðla, Ólöf Júlía Kjartansdóttir, fiðla, Sigríður Vala Gunnarsdóttir, fiðla, Sólrún Mel- korka Maggadóttir, fiðla, Stefanía Ólafsdóttir, fiðla, Þorgerður Hulda Reynisdóttir, fíðla, Margrét Árna- dóttir, selló, Axel Steinarsson, selló, Gréta Rún Snorradóttir, selló, Bjarni Benedikt Björnsson, kontrabassi. Einleikarar á tónleikunum eru Ólöf Júlía Kjartansdóttir, fiðla, Ari Þór Vilhjálmsson, fiðla og Margrét Árna- dóttir, selló, auk þess leikur Margrét María Leifsdóttir, fiðlusmiður með á víólu. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Aöalfundur Hins íslenska kvikmynda fræðafélags Aðalfundur Hins íslenska kvik- myndafræðafélags verður haldinn fimmtudaginn 20. mars kl. 20.15 á Kornhlöðuloftinu. Viðfangsefni fundarins eru hefðbundin aðalfund- arstörf. Sýningu Nönnu Ditzelaðljúka SÝNGINGU danska hönnuðarins Nönnu Ditzel á húsgögnum, vefnaði og skartgripum í Ráðhúsi Reykjavík- ur lýkur sunnudaginn 23. mars. í kynningu segir, að sögn Nönnu, er þetta ein besta sýning hennar og salurinn vel til falinn að sýna hluti hennar. VIÐ LEYSUM VANDAMÁLIN Kynning verður á hinum margverðlaunuðu ELANCYL vörum sem bjóða upp á mismunandi meðferð við ŒLLULITE í dag: LYFJA, Lágmúla 5, kl. 14-18 Ií|| A morgun: INGOLFSAPOTEK, Kringlunni, kl. 14-18 Gjöf fyigir Komið og fáið faglega ráðleggingu. kaupum Qpegar tslemki osturinn er kominn á ostabakkann, jiegar hann kórónar matamerdina - brreddur eda Bfúpsteiktur - eða er einfoa ' settur beint í munninn - há er íiátíðl oðdenskur (átyketa í krjjddoTíu Frábær með fersbu salati og sem snarl. áUðala Uá'ric Á ostababhann og með bexi og ávöxtum. oMascarpone Góður einn og sér og tilvalinn í matargerðina. dUftónda (Ufirie Með bexinu, brauðinu og ávöxtunum. Mjög góður djúp- eða smjörsteibtur. (éplvítur kasta/i Með fershum ávöxtum eða einn og sér. (Utyónuwstue Á hexið, brauðið, í sósur og ídýfur. k Uóúxusijc/a Mest notuð eins og hún bemur fyrir en er einbar góð sem fylling í bjöt- og fishrétti. Bragðast mjög vel djúpsteiht. ■^nor.i -UUðímon Ómissandi þegar vanda á til veislunnar. tur tyaamembert Einn og sér, á ostababbani og í matargerð. Qport (Usa/ul Bestur með ávöxtum, brauði og hexi. w Tilvalinn til matargerðar - í súpur, sósur eða til fyllingar í hjöt- og fiskrétti. Góður einn og sér. (Qptvíttauks ofðrie | Kærhominn á f ostabahhann, með hexi, brauði og ávöxtum. § oPepperoneostur Góður í ferðalagið. ÍSLENSKIR OSTar^ ^eina sta l I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.