Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 49
r I I I 1 I I 1 I ) I I I ! H MORGUNBLAÐIÐ______________________________________ MINNINGAR VALTÝR SÆMUNDSSON + Valtýr Sæ- mundsson var fæddur að Stóru- Mörk, V-Eyjafjalla- hreppi, hinn 16. desember 1907. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Sól- vangi 12. mars síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Sæmund- ur Einarsson, skóg- arvörður og hrepp- stjóri, V-Eyjafjalla- hreppi, fæddur 16. júní 1872 í Stóru- Mörk, og Guðbjörg María Jónsdóttir, húsmóðir, fædd 30. desember 1889. AIls átti Valtýr 13 systkini en af þeim eru 8 á lífi í dag. Valtýr kvæntist árið 1948 Maríu Guðnadóttur frá Lamb- húshól í V.-Eyjafjallahreppi, f. 23.7. 1922. Valtýr og María eignuðust tvær dætur. Þær eru dóttir, f. 19.2. 1951, d. 22.2. 1951 og Kristbjörg Jónína, f. 23.3. 1954, starfsmaður í Spari- sjóði Hafnarfjarð- ar, gift Emil Þór Eyjólfssyni, f. 4.3. 1957, og eiga þau tvær dætur, Valdísi Maríu, f. 14.8. 1982, og Karen, f. 23.9. 1985. Valtýr starfaði sem sjómaður í Vestmannaeyjum á vetrarvertíðum frá árinu 1928 til 1942. Um svipað leyti hóf hann búskap að Mið-Mörk og bjó þar allt til ársins 1944. Á þessum árum starfaði hann einnig við ýmsa smíða- vinnu, t.d. byggingu Markar- fljótsbrúar, Olfusárbrúar og Þjórsárbrúar. Eftir að þau hjónin fluttu í Hafnarfjörð árið 1952 starfaði Valtýr lengst af í Rafha eða allt þar til hann lét af störfum árið 1980. Útför Valtýs fer fram frá Víðistaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Sumarið 1978 var ég svo heppinn að kynnast Valtý, tengdaföður mín- um þegar ég kynntist dóttur hans sem stuttu síðar varð eiginkona mín. Og þrátt fyrir að ég færi með einkadóttur hans úr landi um haust- ið eftir stutt kynni studdi Valtýr okkur eins og ávallt síðar og tók mér sem syni. Þegar við hjónin komum heim til íslands nokkrum árum síðar var það þeim hjónum Maríu og Valla kappsmál að hjálpa okkur við að koma undir okkur fót- unum. Hann hellti sér út i að stækka fyrir okkur íbúð sem var í kjallaran- um á Öldugötunni, og þar undum við okkur fyrst eftir að við komum heim frá námi. Þarna sá ég hversu miklum dugnaði og einbeitingu Valtýr bjó yfir, þrátt fyrir að vera þá kominn nokkuð á áttræðisaldur. Á unga aldri þurfti Valtýr að liggja í rúminu í tæp tvö ár vegna lömunarveiki og gat hann þá ekki hjálpað til við bústörf og hefur það áreiðanlega verið mjög erfitt fyrir hann. En á þeim árum varð hann nátengdur móður sinni sem kenndi honum hin ýmsu heimilisstörf, t.d. að prjóna. Ekki hef ég séð eins góðar pijónaflíkur hjá nokkrum manni og honum, þrátt fyrir stóra og klunnalega fingur lék lopinn í höndum hans svo úr urðu dýrindis sokkar og nærföt. Mikið hefur sjálfsagt verið erfitt á heimili Valla í æsku og margir munnarnir sem þurfti að fæða enda aðstæður til sveita allt aðrar þá en nú. Eins og margir undir Fjöllunum fór Valli til Eyja og stundaði þar sjómennsku á vetrum og eftirtekj- una lagði hann þá mest alla til heim- ilisins að Stóru-Mörk og hefur það líka einkennt hann alla tíð síðan, þ.e. sælla er að gefa en þiggja. Hann var aldrei spar á neitt við aðra og mátti ekkert aumt sjá. Fyrir honum var mikilvægast af öllu að fjölskyldan hefði það sem best og dótturdæturnar voru auga- steinarnir hans og ósjaldan rétti hann þeim eitthvað hvort sem það voru sokkar eða annað sem hann taldi að þær vantaði. Ófáar ferðir fór Valli með ferða- fólk inn í Mörk á sínum yngri árum. Var þá farið á hestum og voru þær ferðir allar farsælar enda kunnátta Merkinga á fljótunum mikil þá eins og nú. Valli sagði oft þá sögu þeg- ar hann þurfti sem ungur maður að fara austur að Steinum vegna þess að yngsta systir hans var að koma í heiminn. Þurfti hann þá að ríða alla leið austur að Steinum til að ná í yfirsetukonu og var sú ferð ærið erfið því mikið var í Fljótinu og Valli með nokkra hesta til reiðar en hann lauk erindinu og komst heim í Stóru-Mörk í tæka tíð áður en Sigurbjörg var fædd. Valli reyndi fyrir sér með búskap að Mið-Mörk, en vegna fyrri veik- inda áttu bústörfm ekki alls kostar við hann, svo hann eftirlét systkin- um sínum þau og hélt á mölina þar sem hann kynntist Maríu og þau hófu sinn búskap í Kópavoginum. Þar bjuggu þau í nokkur ár eða allt til þess er þau fluttu að Öldu- götu 9 í Hafnarfirði. Hann fór út í það að stækka húsið á Öldugöt- unni og fórst það verk vel úr hendi. En á þeim árum var kartöfluræktin hjá Valla áberandi. Garðurinn við heimili hans á Öldugötunni var undirlagður af kartöflugrösum og engar kartöflur voru jafnfljótt sprottnar og hjá honum. En það voru ekki bara kartöflur i garðinum, þar voru einnig rófur, kál, jarðarber og fleira. Mikið kappsmál var það hjá Valla að hann væri fyrstur til að koma þeim á markað og oftar en ekki var hann að taka upp þeg- ar aðrir voru að setja niður. Ófáir voru þeir sem keyptu af honum grænmeti á þessum árum. Ekki leið á löngu þar til garðurinn á Öldugöt- unni var orðinn allt of lítill fyrir Valla og þurfti hann þá að fá land hjá bænum fyrir meiri ræktun. Seinna þegar hann flutti á Hjalla- brautina saknaði hann sárt garð- ræktarinnar en kom þá inn í félags- skap eldri borgara í Hafnarfirði og var þar virkur þátttakandi í flestu sem þeir tóku sér fyrir hendur á meðan heilsan leyfði. Á Hjallabraut- inni eignuðust þau hjónin marga vini og kunningja. Minnisstætt er mér áttatíu og fimm ára afmælið sem Valli hélt vinum og ættingjum. Þá var heilsan góð og gleði hans var mikil að sjá allt sitt fólk á ein- um stað í boði sínu. Ekki var gleði hans minni í fyrravor þegar hann tók þátt í því með okkur að ferma hana Valdísi okkar. Það var honum mikið kappsmál og þrátt fyrir slæma heilsu rétt áður lét hann hana ekki stöðva sig í fullri þátt- töku í þeirri athöfn. Sú ást, gjafmildi og alúð, sem Valli sýndi okkur hjónunum, stelp- unum og öllum sem á vegi hans urðu eru þær minningar sem við sem hann þekktum munum bera í bijóstum okkar alla tíð. Fyrir það verðum við fjölskyldan þakklát alla tíð og ég veit að Valdís og Karen munu sakna Valla afa meir en orð fá lýst en alltaf muna hann. Guði geymi þig. Emil Þór Eyjólfsson. Ég vaknaði og þá létu pabbi minn og mamma mig vita að hann afi minn elskulegur væri dáinn og kominn til Guðs. Hann sem var alltaf svo góður og mátti ekkert aumt sjá var horfinn frá okkur og aldrei aftur átti ég eftir að sjá hann og þiggja af honum mola. Þriðjudaginn 11. mars sá ég hann seinast og var hann þá orðinn mik- ið sjúkur en samt fannst mér að hann fyndi fyrir nærveru minni og ég gat kvatt hann þá. Hann var ákaflega lífsglaður og oft tók hann upp munnhörpuna sína og spilaði þá falleg og fjörug lög. Alltaf man ég eftir því þegar hann hringdi í okkur og var að forvitn- ast um hvað við systurnar værum að gera og hvort ekki væri allt í lagi hjá okkur. Það verða þess vegna mikil viðbrigði nú þegar hann er farinn frá okkur og hættir að hringja. Það var alltaf mjög gaman þegar afi og amma komu til okkar fyrir jólin og við bökuðum saman flatkökur. Þá stóð afi tein- réttur við baksturinn og hrúgurnar af kökunum hlóðust upp. Ekki verða jólin heldur eins eftir þetta því ekki kemur afi með fallega brosið sitt til okkar, en gott er að vita af því að hann er hjá Guði. Sokkamir sem hann afi minn ptjónaði á mig voru miklir gersem- ar og hlýjuðu mér mikið á köldum vetrum. Alltaf hlustaði hann á fréttirnar í útvarpinu og vissi um allt það nýjasta. Álltaf man ég eft- ir hafragrautnum sem afi fékk sér á morgnana. Þegar ég var lítil borð- uðum við grautinn oft saman og ég kallaði grautinn hans afagraut, og það mun ég gera alla mína æfi. Elsku afi minn, nú ertu hjá Guði og þér líður vel. Ég mun alltaf geyma minningarnar um þig nærri hjarta minu og elska þig alla tíð. Þín Karen. Ég vaknaði á miðvikudags- morgni hinn 12. mars þegar mamma og pabbi komu inn til mín og settust hjá mér og sögðu mér að afi minn væri látinn. Afi minn sem var svo duglegur, sterkur og yndislegur maður. Hann vissi alltaf hvað var að ske í fréttum og fylgd- ist með hvað væri að ske hjá okkur Karen í skólanum og alltaf var hann að spyija hvernig við hefðum það en aldrei var hann neitt að kvarta þó að oft ætti hann erfítt, einkum nú í seinni tíð. Aldrei fannst mér afí vera neitt gamall, alltaf eins, og þótt hann væri kominn á níræðisaldur þá varð ég ekki svo mikið vör við kyn- slóðabilið. Á Sólvangi þar sem hann dvaldi síðan í maí í fyrra fór heilsa hans að bila en sem betur fer þurfti hann ekki að þjást lengi og nú er hann kominn til Guðs og það er ég viss um að honum hefur verið tekið opnum örmum. Mikið þótti mér vænt um að þú hafðir heilsu til þess að mæta í ferminguna mína, þá var heilsan góð og fullan þátt tókst þú í þeim degi með litlu fjölskyldunni okkar, bæði í kirkjunni og veislunni. Þú talaðir oft um hvað þér hefði þótt þetta ánægjulegur dagur, einbeitni og staðfesta þín kom þar skýrt í ljós, af þessum degi ætlaðir þú sko alls ekki að missa. Það er erfitt að skrifa þessa grein því tárin falla á blaðið og minning- arnar hrannast upp, t.d. þegar við vorum saman á ættarmótunum og í sumarbústaðnum fyrir austan þegar amma varð sjötug. Ekki var heldur verra að heyra þig segja frá æskuárunum að Stóru-Mörk og hversu mikið hefur breyst síðan þá og hrædd er ég um að ekki væru margir sem sættu sig nú við að eiga bara einar buxur eins og þú áttir þá og þurfa að bíða eftir þeim úr þvotti. Ég get líka sett mig í þín spor varðandi fegurðina þarna austur frá, því sjálf hef ég dvalið þarna í sveit og þekki þess vegna suma af þeim stöðum sem þú talað- ir um við okkur. Vertu sæll, ejsku afí minn, og Guð geymi þig. Ég mun ætíð sakna þín og bera nafn þitt og ömmu með stolti. Þín FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1997 49 Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN GUTTORMSSON, Mánagötu 12, Reyðarfirði, verður jarðsunginn frá Reyðarfjarðarkirkju laugardaginn 22. mars kl. 14 eftir hádegi. Dagmar Stefánsdóttir, synir, tengdadætur, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn og faðir, JÓN ÞORGEIR JÓNSSON vélstjóri frá Birnhöfða, Hrafnistu Reykjavík, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 18. mars. Ágústína Elíasdóttir, Óskar Rafn Þorgeirsson og fjölskyldur. + Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, KRISTJÁN PÉTURSSON byggingameistari, Hlyngerði 2, lést á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur 18. mars. Kristjana Árnadóttir, Guðrún Katla Kristjánsdóttir, Brynjar Kristjánsson. + Hjartkær eiginkona mín, dóttir, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN ERLA ÁSGRÍMSDÓTTIR, Frostafold 14, Reykjavík, andaðist á heimili sínu þriðjudaginn 18. mars. Sigurður Hjörtur Benediktsson, Þorbjörg Eiríksdóttir, Þorbjörg Erla Sigurðardóttir, Sigurður B. Sigurðsson, Eltn Sigurðardóttir, Benedikt Sigurðsson, Jóhanna K. Guðmundsdóttir, Eiríkur Sigurðsson og barnabörn. + Bróðir okkar, INGVAR RAGNAR INGVARSSON frá Hvítárbakka, Bergholti í Biskupstungum, sem lést á heimili sínu 12. mars sl., verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju laugardaginn 22. mars kl. 14.00. Jarðsett verður í Bræðratungu. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna, Haukur Ingvarsson. Valdís María.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.