Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Verkfall Dagsbrúnar er farið að hafa veruleg áhrif Fjögur flutning’askip eru stopp í Reykjavík Morgunblaðið/Kristinn BIÐRAÐIR mynduðust við suma bensínsjálfsala í gær þegar fréttist af ákvörðun samninganefndar Dagsbrúnar að fella gerða samninga. FJÖGUR flutningaskip hafa stöðv- ast á ytri höfninni í Reykjavík vegna verkfalls Dagsbrúnar. Ferðir annarra skipa hafa raskast og nokkur þeirra stöðvast eftir helgina leysist verkfallið ekki fyrir þann tíma. Mikið var að gera á bensín- sjálfsölum á höfuðborgarsvæðinu í gær og kláraðist bensín á nokkrum sjálfsölum. Hjörleifur Jakobsson, fram- kvæmdastjóri rekstrarsviðs Eim- skips, sagði að verkfallið væri farið að hafa veruleg áhrif á flutninga til og frá landinu og áhrifin myndu aukast dag frá degi. Tvö skip á vegum Eimskips eru núna bundin við bryggju í Reykjavík og bíða lestunar. Þetta eru Skógarfoss, sem kom til landsins á mánudag og Cerrina, sem kom í gær. Bakkafoss lestaði í Straumsvík í gær og fór þaðan til Vestmannaeyja. í Vest- mannaeyjum er flutningaskipið St. Pauli, sem átti að fara þaðan til Reykjavíkur. Hjörleifur sagði að skipið myndi lesta í Eyjum og stefnt væri að því að það færi þaðan í að flytja vörur frá höfnum á lands- byggðinni til viðskiptamanna er- lendis. Hann sagði að von væri á fleiri skipum til landsins í næstu viku. Tvö skip Samskipa hafa stöðv- ast. Arctics Mornings, sem kom í stað Dísarfellsins, stöðaðist í fyrra- kvöld og bíður á ytri höfninni í Reykjavík. Mælifellið, sem er í strandsiglingum, bíður einnig við bryggju. Olafur Olafsson, forstjóri Sam- skipa, sagði að von væri á Arn- arfellinu á þriðjudag í næstu viku. Verkfallið væri því farið að hafa alvarleg áhrif. Vörum hefur verið dreift frá dreifingarmiðstöð Samskipa í Holtagörðum, en vörudreifing hjá Eimskip í Sundahöfn liggur niðri. Bensín á sjálfsölum að klárast Mikið var að gera á bensínsjálf- sölum í gær og virðist sem fréttirn- ar af ákvörðun samninganefndar Dagsbrúnar hafi ýtt undir fólk að fylla á bílana, að sögn Einars Bene- diktssonar, framkvæmdastjóra Olís. Bensín á einum sjálfsala hjá Olís kláraðist í gær og tveimur hjá Olíufélaginu. Bensín var hins vegar til á öllum sjálfsölum hjá Skeljungi í gær. Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, sagðist eiga von á að FORMAÐUR stjórnar Mjólkursam- sölunnar í Reykjavík hefur miklar áhyggjur af verkfalli Dagsbrúnar hjá MS. Segir að það bitni illilega á kúabændum sem tapi sölu og vör- urnar fari í verðlitlar afurðir. í fyrradag, eftir að skrifað hafði verið undir samning Dagsbrúnar og Framsóknar við vinnuveitendur og útlit fyrir að kjaradeilan væri að leysast, sneri Mjólkursamsalan við mjólkurbílum sem voru á leiðinni með mjólk úr Borgarfirði til sam- lagsins í Búðardal. Bílamir voru sendir til Reýkjavíkur til þess að hægt yrði að hefja pökkun á mjólk strax í gærmorgun. Búið var að dæla 30-35 þúsund lítrum í tanka samsölunnar þegar samninganefnd- in felldi samningana. Magnús H. Sigurðsson, bóndi í Birtingaholti, formaður stjórnar Mjólkursamsöl- unnar, segir að mjólkin verði send í Mjólkurbú Flóamanna þar sem gert verður úr henni mjólkurduft. Framleiðsluréttur minnkar á næsta verðlagsári Magnús segir að nú þegar hafi tapast sala á 500 þúsund lítrum mjólkur og um 100 þúsund lítra tap- ist á hverjum degi sem líði úr þessu. Þetta bitni illilega á kúabændum því framleiðsluréttur þeirra minnki á bensínið á sjálfsölunum myndi end- ast fram að helgi. Bensíni og olíu er ekki dreift frá innflutningshöfninni í Reykjavík út á land, en olíuvörum er dreift frá birgðastöðvum úti á landi. Þess er því ekki að vænta að eldsneyti skorti á landsbyggðinni í bráð, en dragist verkfallið á langinn fer það að hafa áhrif þar einnig. næsta verðlagsári sem þessu nemur. Á hverjum degi míssa bændurnir því framleiðslurétt sem nemur ársfram- leiðslu góðs kúabús. Hann bendir á að ómögulegt sé að spá í það hvað verkfallið standi lengi en framundan sé næstbesti sölutími ársins, tjóma- salan fyrir páskana. „Nú eru allar mjólkurhillur stór- markaðanna fullar af ávaxtasafa og ómögulegt að segja til um hvað lang- an tíma tekur að vinna aftur upp þá markaði sem tapast í verkfall- inu,“ segir Magnús. Enn sem komið er hafa bændur ekki hellt niður neinni mjólk. Um- frammjólkin er hins vegar unnin í smjör og mjólkur- og undanrennu- duft. Magnús segir að þessar afurð- ir verði að flytja út að stórum hluta og fáist afar lágt verð fyrir þær. „Það væri kannski hreinlegra að hella mjólkinni niður. Ég hef verið töluvert á fundum með bændum að undanförnu og þar hefur verið mik- ill urgur út í verkalýðshreyfinguna, að láta svona skæruverkföll bitna á þessum þætti," segir Magnús. Verkfallið hefur einnig slæm áhrif á fjárhag Mjólkursamsölunnar, eins og annarra fyrirtækja sem fyrir því verða. Framleiðsla liggur niðri á ís úr íslenskri mjólk en þeim mun meira er framleitt úr innfluttu hráefni. Kjarasamningar flugmanna Atlanta sem- ur en hægt miðar hjá Flugleiðum FÉLAG íslenskra atvinnu- flugmanna og Flugleiðir hafa að undanförnu rætt nýjan kjarasamning og er nýr fund- ur ráðgerður í dag. Að sögn Kristjáns^ Egilssonar, for- manns FÍA, hefur lítið þokast en örlítil hreyfing mun þó hafa orðið í gær. Flugfélagið Atlanta gekk hins vegar fyrir nokkru frá samningi við flug- menn sína, bæði þá sem eru í Fijalsa flugmannafélaginu og FÍA. Atlanta samdi í ársbyijun bæði við Fijálsa flugmanna- félagið, en í því er meirihluti flugmanna félagsins, og við FIA vegna flugmanna sem þar eru. Voru gerðar ýmsar breytingar á samningunum og eru þeir nú sambærilegir. Gilda þeir báðir til 30. júní 1998. Sagði Guðmundur Hafsteinsson skrifstofustjóri Atlanta að kjör flugmanna hjá Atlanta væru svipuð og kjör flugmanna Flugleiða. Áherslumunur væri þó vegna nokkuð ólíks flugreksturs fé- laganna. Guðmundur sagði að viðræður stæðu einnig yfir milli Atlanta og flug- virkja, svo og við verslunar- menn. Bíða ákvörðunar um rekstur Flugfélags íslands Formaður FÍA segir ekki hægt að ljúka kjarasamning- um við Flugleiðir án þess að ljóst sé hvernig háttað verði rekstri hins nýja Flugfélags íslands og ráðningu flug- manna þangað og hefur lítið miðað í þeim viðræðum. Verkfalls- bætur greiddar á morgun STJÓRN kjaradeilusjoðs Dagsbrúnar byijar á morgun að greiða félagsmönnum sín- um sem vinna hjá Mjólkurs- amsölunni verkfallsbætur, en þeir hafa verið í verkfalli í 10 daga. Eftir helgina verður byijað að greiða bætur til starfsmanna olíuféíaganna sem eru í verkfalli. Sigurður Bessason, sem sæti á í kjaradeilusjóði, sagði að greiddar yrðu 53.784 kr. á mánuði til félagsmanna í verkfalli, en það er það sama og greitt er til atvinnulausra. Þetta þýðir að greiddar eru 2.482 kr. fyrir hvern virkan dag. Ekkert er greitt fyrir fyrstu vikuna í verkfalli. Sig- urður sagði að verkfallsmenn yrðu að sækja um verkfalls- bæturnar. Það væri það mikil hreyfing á vinnumarkaðinum að ekki væri hægt að treysta því að greiðsluskrá Dagsbrún- ar væri rétt og því væri ekki hægt að greiða bætur á grundvelli hennar. 200 milljónir í verkfallssjóði Sigurður sagði að í verk- fallssjóði Dagsbrúnar væru núna yfir 200 milljónir. Félag- ið gæti því verið lengi í verk- falli. Verkfall Dagsbrúnar Margar undan- þágubeiðnir FLEIRI tugir undanþágubeiðna hafa borist til undanþágunefndar Dagsbrúnar, að sögn Sigríðar Ólafsdóttur, varaformanns Dags- brúnar. Hún sagði að nefndin hefði fallist á að veita nokkrar undanþágur og fleiri væru til skoðunar. „Það sjónarmið sem við höfum farið eftir við afgreiðslu á umsókn- unum er að verkfallið bitni ekki á sjúku fólki. Við höfum fallist á beiðnir frá sjúkrahúsum og elli- heimilum þar sem eru hjúkrun- ardeildir,“ sagði Sigríður. Sigríður sagði að þeim sem sinntu öryggisgæslu, t.d. slökkvi- liði, hefði verið tryggt eldsneyti á bíla sína og einnig hefði verið tek- ið jákvætt í undanþágubeiðni frá þeim sem sjá um flutinga á fötluð- um og sjúkum. Sigríður sagði að undanþágu- beiðni frá Dagvist barna um mjólk ti! leikskóla hefði ekki verið af- greidd. Umsókin væri til skoðunar. Kúabændur hafa áhyggjur af mjólkurverkfalli Arsframleiðsla góðs meðalbús tapast á hveijum degi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.