Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 51
morgunblaðið FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1997 51 ) ) I I 1 I J J I 3 I 3 i I i j f 1 J ð f f f f íslandsmótið með nýju sniði Ljósmynd/Haraldur Baldursson SIGURSVEIT Hagaskóla, frá vinstri: Stefán Kristjánsson, Sigurð- ur Páll Steindórsson, Andri H. Kristinsson, Aldís Lárusdóttir, Hallgrímur J. Jensson og Arngrímur Gunnhallsson, fyrirliði. SKAK Skákmiðstöðin, Faxafcni 12 SKÁKÞING ÍSLANDS Áskorenda- og opinn flokkur, 22.-29. mars. MÖTIÐ tekur nú sex keppnis- daga og fyrst eru tefldar fjórar atskákir, en síðan fimm kappskák- ir. I áskorendaflokki er teflt upp á tvö sæti í landsliðsflokki á Skák- þingi íslands 1997, auk verðlauna, sem eru 20 þús., 12 þús. og 8 þús. Landsliðskeppnin fer fram á Akureyri í september og er búist við öflugu móti þar. Þátttökurétt í áskorendaflokki eiga tveir efstu menn í opnum flokki í fyrra, ungl- inga- og kvennameistarar íslands, sex efstu ménn svæðamóta og síð- ast en ekki síst allir skákmenn með 1.800 Elo-skákstig eða meira. Eins og nafn Opna flokksins ber með sér þá er öllum heimil þátt- taka í honum. Þar er keppt um tvö sæti í áskorendaflokki að ári. Helsta nýjungin er að mótið tek- ur mun minni tíma en áður. Hvers konar helgarskákmót og hraðmót hafa verið að vinna á, en þátttak- endafjöldinn á löngum kappskák- mótum hefur heldur dalað. Skák- sambandið er nú að koma til móts við þessa þróun. Nú eru tefldar fjórar atskákir laugardaginn 22. mars, en kapp- skákirnar virku dagana 24. mars, 25. mars og 26. mars kl. 18, föstu- daginn langa, 28. mars kl. 14 og síðasta umferðin fer fram laugar- daginn 29. mars kl. 14. Skráning er á mótsstað í Faxa- feni 12, klukkustund áður en fyrsta umferð hefst, þ.e. frá kl. 13 á laug- ardaginn. Grunnskólamót Reykjavíkur Mótið fór fram um síðustu helgi. Hagaskóli sigraði með miklum yfir- burðum. Sveitin hlaut 34 vinninga af 36 mögulegum, fimm vinningum á undan Réttarholtsskóla sem varð í öðru sæti. Röð efstu sveitanna varð þessi: 1. Hagaskóli 34 v. 2. Réttarholtsskóli 29 v. 3. Hólabrekkuskóli, A-sv. 25 v. 4. Breiðagerðisskóli 22 v. 5. Ártúnsskóli, A-sv. 20 v. 6. Hólabrekkuskóli, B-sv. 20 v. 7. Álftamýrarskóli, A-sv. 19'A v. 8. Seljaskóli, A-sv. 18'A v. 9. Árbæjarskóli 18 v. 10. Melaskóli 7 v. í sigursveit Hagaskóla tefldu þau Stefán Kristjánsson (8 v. af 9), Sig- urður Páll Steindórsson (9 v. af 9), Andri H. Kristinsson (9 v. af 9), Aldís Rún Lárusdóttir (6 v. af 6) og Hallgrímur J. Jensson (2 v. af 3). Liðsstjóri sigursveitarinnar er Arngrímur Gunnhallsson kennari. Skákstjórn önnuðust þau Harald- ur Baldursson, Ólafur H. Ólafsson, Svava B. Sigurbertsdóttir og Ólafur Ásgrímsson. Skákmót framhaldsskóla Menntaskólinn í Reykjavík sigr- aði annað árið í röð á landsmóti framhaldsskóla í skák, sem fram fór um síðustu helgi. Sveitin hlaut 32 'A v. af 36 mögulegum, en Menntaskólinn á Akureyri varð í öðru sæti með 30 v. Úrslitin réðust í innbyrðis viðureign sveitanna, en þá sigraði sveit MR með yfirburð- um, hlaut þtjá og hálfan vinning gegn aðeins hálfum vinningi Akur- eyringanna. Röð efstu sveita varð þessi: 1. Menntask. í Rvík, A-sv. 32'A 2. Menntask. á Akureyri 30 v. 3. Menntask. v. Hamrah. A-sv. 25 v. 4. Pjölbrautask. Ármúla 22 v. 5.-6. Framhaldssk. á Húsavík 14'A 5.-6. Fjölbrautask. Suðurlands 14 'A Skólar utan af landsbyggðinni mættu nú mun sterkari til leiks en oft áður. Fyrir sigursveit MR kepptu þeir Matthías Kjeld (7 v. af 9), Björn Þorfinnsson (9 v. af 9), Oddur Ingi- marsson (7 'A v. af 9) og Davíð Ólafur Ingimarsson (9 v. af 9). Þetta er í þriðja skiptið sem MR sigrar á mótinu. Fyrsta sigurinn vann skólinn árið 1981. Næsta haust tekur sveitin væntanlega þátt í Norðurlandamóti framhaldsskóla. Skákstjóm önnuðust Ólafur H. Ólafsson og Svava B. Sigbertsdóttir. Afhenti trúnaðarbréf í Liechtenstein GUNNAR Snorri Gunnarsson sendiherra afhenti 13. mars sl. Hans-Adam II trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands í Liechten- stein með aðsetur í Brussel. Atkvöld Hellis Það mættu 30 keppendur til leiks á atkvöldi Hellis á mánudagskvöld- ið var. Það er athyglisvert að mæt- ing á atkvöldin er yfirleitt betri en á venjulegar mánudagsæfingar Hellis. Úrslitin urðu þessi: 1. Andri Áss Grétarsson 6 v. 2. Pál AgnarÞórarinsson 5 v. 3. Sveinn Kristjánsson 4'A v. 4.-7. Kristján Eðvarðsson, Guðjón Heiðar Valgarðsson, Grétar Áss Sigurðsson og Gunnar Gunnarsson 4 v. Aðalfundur Hellis fer fram í kvöld, mánudaginn 20. mars, kl. 20, í húsnæði Hellis, Þönglabakka 1, 3. hæð í Mjóddinni í Breiðholti. Margeir Pétursson Ríkisstjórn endurskoði skatta- breytingar FÉLAGSFUNDUR haldinn í Verka- lýðsfélagi Húsavíkur sunnudaginn 16. mars skorar á félagsmenn að taka virkan þátt í atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls 2. apríl nk. Þá átelur fundurinn harðlega þann seinagang og skort á samningsvilja sem atvinnurekendur hafa sýnt í yfirstandandi samningaviðræðum, segir í ályktun frá Verkalýðsfélagi Húsavíkur. Þar segir ennfremur: „Þverskall- ist atvinnurekendur við að ganga að kröfum Verkamannasambands- ins er verið að stefna í meiriháttar átök á vinnumarkaði. Ábyrgðarleysi atvinnurekenda kann því að hafa ófyrirséðar afleiðingar í för með sér. Fundurinn skorar á ríkisstjórn Davíðs Oddssonar að endurskoða framkomnar tillögur um skatta- breytingar. Nái þær fram að ganga munu þær fyrst og fremst koma hátekjufólki til góða. Það er nokkuð sem Verkalýðsfélag Húsavíkur get- ur ekki sætt sig við. Tillögur verka- lýðshreyfingarinnar fela í sér að gerðar verði verulegar breytingar til lækkunar á skattbyrði láglauna og millitekjufólks. Fundurinn hvetur samninga- nefnd Verkamannsambands íslands til að standa fast á kröfugerð sam- bandsins. Eftirgjöf verður ekki lið- m. Lýst eftir vitnum RANNSÓKNARDEILD lögregl- unnar í Reykjavík lýsir eftir vitn- um að árekstri sem gerðist á gatnamótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar, • föstudaginn 14. mars síðast liðinn um klukk- an 22.05. Bifreiðinni L-818, hvítri Gal- ant-fólksbifreið, var ekið austur Miklubraut eftir hægri akrein og R-33003, grárri Mercedes Benz bifreið, var ekið vestur Miklu- braut og beygt til vinstri í áttina suður Háaleitisbraut, þegar þeir skullu saman. Ökumenn greinir á um stöðu umferðarljósa þegar áreksturinn varð. Stórsýning félags Reiðhöllinni í Víðidal 21.-23. mars "Cuiu Inliiýiiifai fistaðafs, laifaxizfs ■f simiifikiili W- ZB:M fanala aðf iifamða kefst i Keiðkilliam fuuitaðafiui 21. auis kl. II. II. lim: iil IBiB Stttamðai fei. 2BBB Koaw lalí fei. liBB liaieiaðii stilai i allri killiaai Kfpjr iaaiettiafai if stiitett aðstaða StórdansleikuT a Hótel íslandi í boði FT • Úrvats stóðhestar • Glæstar hryssur • Ssðingar • Vekringar • Salsi, Htekkur • Geysir, Hjörvar • Heimsmeistaraefni • LandsmótsstjömuT • Listrænar fimiæfingar • Hötasköti • Leikur og giin Mei hverjum mióa a sýningu félags tamningamanna fylgir boósmiði á stórdansleik á Hótel íslandi meó Bjarna Arasyní og Milljónamæringunum, taugaidaginn 22,mars frá kl. 21 til 03 em. fflWUurr d U I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.