Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1997 AÐSEIMDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Það er allt í lagi með okkur strákana Réttarstaða kisu litlu ÞAÐ ER með hálf- um huga að ég tek mér penna í hönd til að svara Eddu Þráins- dóttur - ekkju skák- meistarans Freysteins Þorbergssonar - nokkrum orðum, en í Morgunblaðinu 25. janúar sl. spyr hún þá sem hún kallar Skák- sambandsmenn spurn- ingarinnar: „Er ekki allt í lagi með ykkur, strákar?“ Tilefnið er útkoma Sögu Skáksambands íslands í 70 ár, sem undirritaður færði í letur, en umfjöllun þar um heimsmeistaraeinvígið milli Fischers og Spasskys veldur henni hugarangri, þar sem hún telur hlut Freysteins Þorbergssonar mjög fyr- ir borð borinn. Margt veldur tregðu minni til . andsvara. í fyrsta lagi tel ég að við sveitungarnir - Siglfirðingarnir - getum rætt málin án milligöngu Morgunblaðsins og í öðru lagi muna þeir sem komnir voru til vits og ára 1972 að í kjölfar einvígisins var meira en nóg komið af skrifum um þetta efni og ekki von til þess nú aldarfjórðungi síðar að ný blaða- skrif verði nokkrum til góðs eða að leitt verði í ljós hvort „axar- sköft“ Skáksambandsins voru fleiri eða færri en átján. Enn er það, að i grein Eddu er nánast ekkert sem er svara vert og ekkert í bókinni sem hún hrekur í raun. Eitt er það þó að vísu sem ekki er hægt að láta ósvarað, en það er fullyrðing hennar um fjand- skap stjórnarmanna (1972) í garð Freysteins, sem jafnvel á að vera auðsær í afmælisritinu. Ég held að glöggur lesandi geti lesið velvild í garð Freysteins út úr þeim línum þar sem um hans hlut almennt er ijallað. Freysteinn Þorbergsson var á sjöunda áratug aldarinnar í hópi alsterkustu skákmeistara þjóðar- innar. Hann var íslands- og Norðurlandameistari i skák og það sem færri vita; virtur skákkennari og eins konar erindreki Skáksam- bandsins um tíma. Þannig fór hann um landið, kenndi skák og tefldi fjöltefli og var alls staðar aufúsugestur. Mig grunar að laun hans þá hafi ekki verið ýkja há, en óbilandi áhugi hans á að útbreiða skák haldið honum gagnandi. Mér eru persónu- lega minnisstæð 17. júní hátíðahöld á Siglufírði á þeim árum er Frey- steinn bjó þar. Liður í þeim hátíða- höldum var hraðskákareinvígi milli Freysteins og Þráins Sigurðssonar tengdaföður hans, þekkts skák- meistara og ólympíufara á árum áður. Tefit var á Hótel Hvanneyri og taflsak- urinn þéttskipaður. Þegar leikurinn æstist stigu menn upp á stóla og borð svo mikill var spenningurinn og af þessu varð hin eftir- minnilegasta skemmt- an. Freysteinn bar þar sigur úr býtum, minnir mig, enda Þráinn þá farinn að reskjast. Þeir sem kynntust Frey- steini vissu að þar fór vandaður maður, en að sama skapi ákaf- lega viðkvæmur fyrir hvers kyns áreiti. Mörgum fannst hann sérstæður og erfiður í samskiptum, þar sem hann vildi gjarna fara sínar eigin leiðir. Ég bar ætíð virðingu fyrir Frey- steini Þorbergssyni og virði sannar- lega minningu hans sem góðs drengs. Þótt ég geti að sjálfsögðu ekki sannað að líkar tilfinningar hafi bærst í bijóstum samstjórnar- Ég held að glöggur les- andi geti lesið velvild í garð Freysteins, segir Þráinn Guðmundsson, út úr þeim línum þar sem um hans hlut al- mennt er fjallað. manna minna í Skáksambandinu á einvígisárinu 1972, varð ég aldrei var fjandskapar eða haturs af þeirra hálfu í garð Freysteins. Okk- ur greindi vissulega á um réttar leiðir að settu marki, en þar við sat. Flestum held ég að hafi fyrst og fremst fundist það dapurlegt að hann skyldi ekki fagna að loknu heimsmeistaraeinvíginu, sem þrátt fyrir alla erfiðleika varð íslenskri skákhreyfíngu og íslandi álitsauki um víða veröld. Ég sagði hér að framan að vart þyrfti í raun að svara neinu í grein Eddu nema ásökuninni um meintan fjandskap Skáksambandsmanna. Ég efast t.d. ekkert um að 1957 hafi hann fengið hugljómun í Moskvu og frá þeim tíma hafi það verið hans heitasta ósk að ísland yrði vettvangur heimsmeistararein- vígis í skák. Það er einnig rétt að Freysteinn var fulltrúi S.í. á FIDE þingum - sjaldnast hafði S.í. efni á að senda þangað sérstakan full- trúa og var því sú kvöð lögð á ein- hvern úr ólympíuliðinu að sækja FIDE fundi jafnframt því að tefla. Þetta mæltist reyndar iila fyrir hjá félögunum í ólympíusveitinni. Sá sem þetta ritar hefur æðioft frá 1972 verið fulltrúi íslands á téðum fundum og ekki séð ástæðu til að telja það til frægðar, enda oft eftir litlu að slægjast. Ég gæti raunar nefnt tug annarra skákfrömuða íslenskra sem setið hafa þessi þing og ekki er getið sérstaklega um í sögu Skáksambandsins. ‘Banana Biddu um Banana Boat ef þú vilt spara 40-60% Vonandi misminnir Eddu þó, að á FIDE fundi í ágúst 1971 hafi Freysteinn stungið upp á íslandi sem einvígisstað. Til þess hafði hann ekkert umboð, enda að sjálf- sögðu ekki rætt í alvöru um móts- stað þá, áður en öllum skáksam- böndum í FIDE var sent boð um að bjóða í einvígið. Það boð barst SÍ 30. okt. 1971 og þá en ekki fyrr var málið komið formlega á dagskrá hjá Skáksambandi ís- lands. Freysteinn var ekki í stjórn SÍ um þetta leyti - og reyndar hvorki fyrr né síðar. Mér er því með öllu óskiljanlegt hvað er svona „fáranlegt" við þessa dagsetningu og reyndar skil ég trauðla hvað Edda er að fara í síðari hluta grein- ar sinnar. Þó virðist mér hún viss um að áhugi Freysteins og ein- staklingsframtak allt frá 1957 og þekking á „innviðum FIDE“ og fundarsetur þar hafi ráðið úrslitum um að einvígið náðist til íslands. Ef ég skil Eddu rétt er önnur útlistun á þessum hluta íslenskrar skáksögu - m.a. bók Freysteins Jóhannssonar og Friðriks Ólafsson- ar - nánast sögufölsun. Þetta er út í hött og slík þráhyggja er fyrst og fremst sorgleg. Vissulega var viðleitni Freysteins góðra gjalda verð og það vita máski ekki marg- ir, að þegar íslenska tilboðið var samið var hann kallaður til vegna áhuga hans og þekkingar. Hann átti mikinn þátt í gerð tilboðsins og setti þar inn tölur um verðlaun og kostnað. Freysteini var svo fengið það ábyrgðarstarf að flytja tilboðið til Amsterdam um áramót- in 1971-’72. Það voru því allar líkur á því að fengist einvígið til íslands yrði Freysteinn Þorbergsson ómetanleg hjálparhella Skáksambandsins við framkvæmdina. Þetta gekk ekki eftir eins og menn muna. Þótt sam- vinnan yrði endaslepp var framlag Freysteins mikilvægt og þakkar- vert. Ágreiningur skáksambands- stjórnar, sem ábyrgðina bar, og Freysteins sem vildi hafa annan hátt á ýmsum málum, hlaut í fram- haldinu að kippa fótum undan frek- ari samvinnu en verkefninu tókst að ljúka með sóma án hans fram- lags. Af framansögðu má ljóst vera að hlutur Freysteins Þorbergssonar við „undirbúning einvígisins“ árin áður en það var haldið! og jafnvel framundir upphaf þess var stærri en ýmsir héldu, en á hinn bóginn miklu minni en fram kemur hjá Eddu - og alls enginn þegar mest á reið og til framkvæmda kom. Þetta er ekki sagt Freysteini til hnjóðs, hann var einfaldlega ekki kjörinn til þess af skákhreyfingunni að bera þar ábyrgð. Ég mun ekki taka frekari þátt í blaðaskrifum um þetta efni sem ég hélt satt að segja löngu fyrnt, öllum „leikendum" til góðs. Ég væri hins vegar meira en fús til að hjálpa Eddu við að heiðra minn- ingu þess ágæta skákmeistara Freysteins Þorbergssonar með því að halda skákmót sem helgað væri minningu hans - og ég er viss um að núverandi Skáksambandsstjórn yrði okkur hjálpleg. P.S. Frú Edda heldur áfram á sömu nótum í annarri grein í Morg- unblaðinu seint í febrúar og eys svívirðingum yfir forseta SI Guð- mund G. Þórarinsson. Eftir lestur þeirrar greinar held ég að engum blandist lengur hugur um hvorum megin fjandskapurinn - og hatrið Höfundur er skólnstjórí og fyrrum stjórnarmaður í Skáksambandi Ísíands. í MORGUNBLAÐINU 15. mars sl. er grein Leifs Sveinssonar um kattahald í þéttbýli og kattalaus íbúðarhverfi og hefur hann miklar áhyggjur af velferð fuglanna. Tel- ur Leifur að nú sé mikil vá fýrir dyrum og að gera þurfi Reykjavík og Hafnarijörð og helst öll sveitar- félög á landinu kattalaus, ef tak: ast eigi að bjarga fuglunum. í ákafanum gleymir Leifur öllum hinum, sem næla sér í fugl og fugl, svo sem veiðimönnum og villt- um dýrum, sem þykja fuglinn góð- ur. Greininni lýkur svo með átak- anlegri sögu af lærbrotnum ketti, sem stórslasaður braust yfir einn snjóhrygginn af öðrum í átt að eystri brún Sóleyjargötunnar. Síð- an segir orðrétt: „Kattavinafélagið þarf að sjá til að þess að svona harmleikir gerist ekki.“ (tilv. lýk- ur). Enga skýringu gefur Leifur á því hvernig Kattavinafélagið eigi að vinna slíkt þrekvirki. Á ársfundi Norræna dýravemd- arráðsins í Kaupmannahöfn í júní sl. skýrðu Danir frá því að þeir væru að undirbúa lög handa kött- um, samsvarandi gildandi dönskum lögum um hunda, þar sem flestar reglur um réttindi og skyldur hundaeigenda er að finna. Lögðu þeir fram á fundinum ítarlega greinargerð um réttarstöðu katta í dönsku samfélagi, sem var tekin saman í tilefni þessarar lagasetn- ingar. Þar er skilgreindur munur á réttarstöðu katta og hunda á þann hátt, að hundar tilheyra ákveðnum eiganda og eru því vemdaðir af reglum eignarréttarins. Köttunum er skipt í tvo meginhópa, annars- vegar heimilisketti, sem era vanir fólki og era meðfærilegir og hins- vegar villiketti, sem vilja ekki þýð- ast menn og eru árasargjamir eða hræddir og erfitt er að handsama þá. Heimiliskettir tilheyra ákveðn- um aðila og eru eign hans og vemd- aðir af reglum eignarréttarins. Villi- kettir tilheyra hinsvegar engum og um þá gilda ekki reglur eignarrétt- arins. I íslenskum rétti ná dýra- vemdarlögin skilyrðislaust til allra dýra og af því eram við stolt. Hins- vegar er þar lítið annað um gælu- dýr að finna. í lögum um hollustu- hætti og heilbrigðiseftirlit og hundahald og vamir gegn sullaveiki er heimiid fyrir sveitarstjómir, til að banna eða takmarka hundahald og annað gæludýrahald. Hundar eru taldir skattskyld eign framtelj- anda en ekkert er að fínna um ketti. Villtir kettir falla ekki undir ákvæði laga um villt dýr og era því ekki friðaðir eins og flest villt dýr á íslandi. Kettir eru stundum flokkaðir með meindýram og virð- ast nánast réttdræpir, eins og refír og minkar. Oft hafa komið upp vandamál, þar sem meindýraeyðar hafa þótt fulldjarftækir til katta og í tilefni af því gerðu Kattavinafélag- ið og gatnamálastjórinn í Reykjavik með sér samkomulag um meðferð katta, sem meindýraeyðirinn telur sig þurfa að fjarlægja. Samkomu- lagið Iýtur að því að meindýraeyðir- inn fer með alla ketti, sem hann hefír afskipti af, í Kattholt. Þar er skorið úr um það hvort um villikött sé að ræða og ef svo er, sendir meindýraeyðirinn hann áfram upp. Ef kötturinn er merktur eða sýni- lega heimilisköttur, er hann geymd- ur í Kattholti í tilskilinn tíma, sam- kvæmt ákvæðum dýraverndarlag- anna um týnd dýr. Kattholt reynir eftir fremsta megni að finna eig- andann eða finna annan góðan eig- anda handa kisu litlu. Er þetta til fyrirmyndar og ættu önnur sveitar- félög að koma slíkri tilhögun á hjá sér. Það er löngu orðið tímabært að hundar og kettir á íslandi fái sín lög, eins og danskir frændur þeirra og á sl. Alþingi lagði Hjörleifur Guttormsson alþingismaður fram frumvarp að lögum um gæludýra- hald. í tilefni af því boðaði Dýra- verndunarféiag Reykjavíkur til borgarafundar um gæludýrahald í þéttbýli. Þar leiddu saman hesta sína Hjörleifur og Sigurður H. Guðjónsson, höfundur laganna um fjöleignarhús og dýrahald þar innanveggja. Auk þess sátu fyrir Heimiliskötturinn er mörgum kær. Umbótum verður ekki komið á, segir Sigríður Asgeirsdóttir, með boðum og bönnum. svörum heilbrigðisfulltrúar Reykjavíkur og Mosfellsbæjar og fulítrúar lögreglustjórans í Reykja- vík. Var fundurinn vel sóttur og margar athugasemdir komu fram. Var skorað á þá Hjörleif og Sigurð að gera ýmsar endurbætur á lög- unum og frumvarpinu og vora fundarmenn einhuga um að reglur um gæludýrahald í þéttbýli væra nauðsynlegar. Hinsvegar var bent á það, að slíkar reglur yrðu að vera raunhæfar og framkvæman- legar og taka sanngjarnt tillit til bæði gæludýraeigenda og hinna. Er nú beðið eftir því að alþingi afgreiði gæludýrafrumvarp Hjör- leifs. Enginn einn aðili getur komið reglu á gæludýrahald á íslandi, jafnvel ekki Kattavinafélagið. Það er skylda okkar allra að gæta að velferð dýranna og koma þeim til hjálpar, ef við verðum vör við slös- uð dýr eða illa haldin að öðru leyti. Það er heldur ekki lausn á neinum vanda einnar dýrategundar, að rýma til fyrir henni með útrýmingu annarrar dýrategundar og slík ör- þrifaráð eru ekki náttúruvernd. Kettir eru hluti af náttúrunni eins og við hin og eðli þeirra verður ekki breytt frekar en allra hinna. Hinsvegar er hægt að grípa til fjöl- margra annarra ráða en kattaút- rýmingar, ef fuglastofn er í hættu. Allir eru sammála um að betur má fara í gæludýramálum okkar og dýraverndarmálum yfirleitt. Hinsvegar verður umbótum ekki komið á með boðum og bönnum, eins og hið „íslenska hundabann“ hefir sannað. Slík bönn valda að- eins taugaveiklun, togstreitu og úlfúð, jafnt í fjöleignarhúsum, sem sveitarfélögum. Með markvissri fræðslu verður að byggja upp gagnkvæman skilning og virðingu fyrir réttindum og skyldum bæði dýraeigenda og hinna, sem ekki kæra sig um að hafa dýr í návist sinni. Höfundur er hdl. og formaður Dýraverndunarfélags Þráinn Guðmundsson V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.