Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 35
34 FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1997 35 JRffrpiiiÞlafrifr STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. STAÐANIKJARA- SAMNINGUM UM kvöldmatarleytið í fyrrakvöld var útlit fyrir, að samningar væru á lokastigi í kjaraviðræðum þeim, sem staðið hafa undanfarna mánuði. Vinnuveitendur og samningamenn Dagsbrúnar og Framsóknar höfðu undirritað nýjan kjarasamning og þegar leið á kvöldið virtust samningar í sjónmáli við þau landssambönd, sem eftir stóðu. Þessi staða gjörbreyttist hins vegar síðla kvölds, þegar svokölluð stóra samninganefnd Dagsbrún- ar og Framsóknar felldi hinn nýja kjarasamning með 70 atkvæðum gegn 28. Þegar þau úrslit lágu fyrir stöðv- uðust aðrar samningaviðræður. í gær héldu samninganefndir vinnuveitenda og þriggja landssambanda nýjan sáttafund án niðurstöðu og í dag er boðaður fundur með vinnuveitendum og fulltrúa eins landssambandanna, þ.e. Samiðnar. Vinnu- veitendur hafa fallið frá upphaflegum hugmyndum um að draga í efa lögmæti afgreiðslu Dagsbrúnar og Fram- sóknar en 1-2 verkalýðsfélög hafa ákveðið að fresta allsheijarverkfalli, sem á að hefjast á sunnudag fram yfir páska. Það þýðir m.a., að millilandaflug stöðvast ekki fyrir páska, eins og útlit var fyrir. Afstaða stóru samninganefndar Dagsbrúnar og Framsóknar sýnir fyrst og fremst hvað þessi samninga- gerð er erfið og viðkvæm fyrir forystumenn verkalýðsfé- laganna. Halldór Björnsson, formaður Dagsbrúnar, sýndi umtalsverðan kjark með því að taka af skarið í fyrradag og ganga til samninga við vinnuveitendur. Þótt formaður Dagsbrúnar hafi verið í hópi herskáustu verkalýðsforingjanna undanfarnar vikur sýndi niður- staða stóru samninganefndarinnar, að jafnvel hann hafði ekki metið rétt andrúmið í hópi helztu trúnaðar- manna Dagsbrúnar og Framsóknar. Afstaða þessara trúnaðarmanna sýnir glögglega í hve miklum vanda verkalýðsforingjarnir eru, þegar kemur að því að ljúka samningagerðinni. Og sennilega hafa bæði Morgunblað- ið og aðrir vanmetið erfiða stöðu verkalýðsforingjanna sjálfra við að sætta félagsmenn sína við samninga, sem að sjálfsögðu uppfylla ekki allar þeirra óskir og kröfur. Þótt verkfallsaðgerðir séu hafnar, mjólk og mjólkur- vörur af skornum skammti og benzínbirgðir minnkandi er engu að síður ljóst, að vinnuveitendur og verkalýðsfé- lög eru mjög nálægt því að ná samningum, sem allir aðilar eiga að geta sætt sig við. Þegar samningamenn fóru að ná áttum í gær eftir erfiðar vökur síðustu sólar- hringa varð Ijóst, að í báðum herbúðum er vilji til þess að gera nýtt átak til þess að komast að endanlegri niður- stöðu. Og þetta er það sem skiptir máli en ekki hitt, hvort almenningur hafi einhver óþægindi af yfirstand- andi verkfallsaðgerðum nokkrum dögum lengur eða skemur. Meginlínan í nýjum kjarasamningum liggur fyrir. Hún sýnir að með kauphækkunum annars vegar og skattalækkunum ríkisstjórnar hins vegar er verið að tryggja launþegum verulegar kjarabætur, sem þeir eiga vissulega fullan rétt á. Það er komið að því að fólkið sem axlaði þyngstu byrðarnar framan af þessum áratug fái nokkra umbun erfiðis síns. Þá skiptir það verulegu máli og skapar alveg ný viðhorf í okkar samfélagi að nú er ýmist búið að gera eða í undirbúningi að gera kjarasamninga, sem eiga að gilda í 2-3 ár. Svo langvarandi vinnufriður ásamt umsömdum kaup- hækkunum á þessu tímabili og yfirlýsingu ríkisstjórnar um að skattar verði lækkaðir í áföngum á næstu árum, þýðir að bæði fjölskyldur og fyrirtæki geta gert lang- tímaáætlanir um fjárhagsmálefni sín, sem gera má ráð fyrir að standist vegna þess, að ganga má út frá því, sem vísu að verðbólgan verði í nokkru lágmarki allan samningstímann. Þótt það hafi vissulega valdið vonbrigðum að ekki tókst að ljúka samningagerðinni í fyrrakvöld verður að ætla miðað við það viðhorf, sem nú ríkir meðal samn- ingamanna, að takast megi að leysa yfirstandandi kjara- deilu á allra næstu dögum. Leiðtogafundur Bills Clintons og Borísar Jeltsíns í Helsinki Hleypir nýju lífi í umræðu um finnsk öryggismál Reuter í Helsinki var verið að undirbúa komu Bills Clintons Bandaríkjafor- seta og Borís Jeltsíns Rússlandsforseta í gær. Hér sjást borgarstarfs- menn í höfuðborg Finnlands taka fram rússneska og bandaríska fána. ÍSLAND OG RÍKJARAÐSTEFNA ESB Breytingar á ákvarðana- töku hafa áhrif á EES AUKIST völd Evrópuþingsins hafa EFTA-ríkin ríka ástæðu til að auka samskipti sín við það og reyna að koma hagsmunamálum sín- um á framfæri við þingmenn. Finnsk öryggismál voru viðkvæm á dögum kalda stríðsins og eru það enn. Urður Gunnarsdóttir skrifar frá Helsinki um þær umræður, sem hafa sprottið af fyrirhuguðum leiðtogafundi Clintons og Jeltsíns. LEIÐTOGAFUNDUR Bills Clintons Bandaríkjaforseta og Borís Jeltsíns Rúss- landsforseta í Helsinki hef- ur svo sannarlega sett mark sitt á umræðuna um varnar- og öryggis- mál í Finnlandi, þótt ekki séu allir á einu máli um það hvaða áhrif hann hefur. Því hefur verið haldið fram að hann hafi komið í veg fyrir að stjórnvöld geti tjáð sig opinskátt um varnarmál og viðkvæm deilumál á borð við mögulega aðild Finna að Atlantshafsbandalaginu en flestir eru þó á því að fundurinn hafi hleypt nýju lífi í umræðuna og beint henni inn á nýjar brautir. Bein áhrif leiðtogafundarins eru óumdeilanleg, þótt umræður um varnar- og öryggismálaskýrslu finnsku stjórnarinnar, sem fram fóru á mánudag og þriðjudag, hafi fyrir tilviljun verið haldnar _í sömu viku og leiðtogafundurinn. Áður en umræðurnar hófust lýsti Paavo Lipponen forsætisráðherra því yfir að gott væri að ljúka umræðunum fyrir fundinn, til að undirstrika að stefna Finna í öryggismálum væri ekki háð niðurstöðu leiðtogafundar- ins. „Þingmenn virtust í raun ótrúlega sammála um að halda sig utan hern- aðarbandalaga og leggja áherslu á sjálfstæði sitt,“ segir einn viðmæl- enda Morgunblaðsins. Skýrslan ber þess merki að hún er skrifuð með umræður um stækkun NATO og andstöðu Rússa við hana í huga, enda hafa þessi atriði geysileg áhrif á finnsk varnarmál. Gengið er út frá því að Finnar séu áfram utan hernaðarbandalaga og leggi traust sitt á Evrópusambandið. Halda á ÞRATT fyrir að orðið landkynn- ingu sé ekki að finna í finnskri tungu er Finnum ákaflega annt um að koma vel fyrir í augum útlendinga, rétt eins og okkur íslendingum. Raunar hefur ver- ið smíðað nýyrðið „Finnlandsí- mynd“ sem er sprottið af sama meiði og landkynningin. Nú þegar eru allmargir fjölmiðla- menn komnir til landsins vegna leiðtogafundarins ogþeir hafa verið viðtalsefni finnskra kol- lega sinna sem spyrja sjálfa sig áhyggjufullir að því hvernig finnska þjóðin sé í raun, þegar Finnar spegla sig í augum um- heimsins, eins og ónefndur sjón- varpsmaður orðaði það í þætti uppi öflugum vörnum sem fyrr, þótt ekki eigi að auka útgjöldin. Móðgum ekki gestina Daginn áður en umræðurnar hóf- ust birti finnska dagblaðið Helsingin Sanomat viðtal við Borís Jeltsín, þar sem hann ítrekaði andstöðu Rússa við að landamæri NATO færðust nær Rússum og það ætti einnig við um Finna. Ekki kæmi til greina að Finnar gengju í bandalagið. Þessi yfirlýsing setti vissulega svip sinn á umræðurnar á þinginu þar sem ráða- menn ítrekuðu að ummælin kæmu ekki á óvart, og gerðu ekki tilraun til að mótmæla þeim. „Það eru ekki góðir mannasiðir að hafa uppi mótmæli við gesti rétt áður en þeir koma,“ segir Olli Kemppainen, fréttastjóri á finnsku fréttastofunni FNB. Hann telur að hefði fundurinn verið haldinn annars staðar, hefðu fínnsku ráðherrarnir að öllum líkindum mótmælt þessum yfirlýsingum sem afskiptum af mál- efnum Finna. Tapani Vaahtoranta, yfirmaður finnsku utanríkismálastofnunarinn- ar, er ekki sammála þessu, telur svar Jeltsíns hafa legið fyrir og þar með viðbrögðin við því í Finnlandi. Hins vegar þykir Kemppainen spurning Helsingin Sanomat gagn- um málið á þriðjudagskvöld. Christer Haglund, yfirmaður upplýsingaskrifstofu finnska ut- anríkisráðuneytisins, segir að sér virðist þeir fréttamenn sem til Finnlands eru komnir, taka einna helst eftir gífurlegri tæknivæðingu sem birtist m.a. í því að mönnum virðist hver ein- asti maður vera með GSM-síma. Haglund hefur ekki áhyggjur af því að umfjöllunin verði nei- kvæð, hann segir reynslu fyrri rýniverð. Fyrirfram hafi verið ljóst hveiju Jeltsín myndi svara, hún væri ekki fréttnæm, heldur til þess fallin að hleypa illu blóði í fólk, þótt sú hefði ekki orðið raunin nema að tak- mörkuðu leyti. Aðspurður hvort það væri til marks um að „finnlandiser- ingin“ svokallaða væri enn við lýði, svaraði hann hins vegar neitandi. Kari Huhta, yfírmaður erlendra frétta á Helsingin Sanomat, vísar gagnrýninni á bug, eitthvað væri að ef Jeltsín hefði ekki verið spurður um þetta atriði. Jeltsín hafi hins vegar farið með algerlega rangt mál er hann hrósaði Finnum fyrir að vera óháðir í utanríkismálum, því Finnland væri algerlega háð því hvað gerðist á alþjóðavettvangi og ákvörð- unum annarra þjóða. Kemppainen er á því að leiðtoga- fundurinn hafí ýtt undir umræðu um varnarmálin og sett þau í víðara samhengi. Nú sé farið að ræða af meiri krafti en áður um hvað NATO snúist, menn geri sér betur grein fyrir margþættu hlutverki banda- lagsins og ræði öryggismál í Evrópu í heild sinni. Því sé hægt að fullyrða að fundurinn hafí jákvæð áhrif. „Við viljum vera óháðir, með sjálf- stæða utanríkisstefnu og þetta hefur ýtt undir það,“ segir Kemppainen. „Sú ákvörðun Finna að vera utan funda ekki gefa neina ástæðu til þess. Skemmst sé að minnast fundar George Bush Banda- ríkjaforseta og Míkaíl Gorbatsj- ovs, leiðtoga Sovétríkjanna, í Helsinki 1990. Ekki hafi borið á neikvæðri gagnrýni í garð Finna eftir hann, umfjöllunin hafi þvert á móti verið ótrúlega já- kvæð. Finnar hafi öðlast dýrmæta reynslu vegna þeirra fjölmörgu stóru funda sem haldnir hafa hernaðarbandalaga er óháð, ekki tekin vegna þrýstings frá Rússum. Hins vegar hefur leiðtogafundurinn orðið til að draga kraftinn úr þeim sem krefjast NATO-aðildar Finna, hvatning Elisabetar Rehn um að Finnar gangi í NATO hefur misst pólitískan slagkraft sinn, um sinn að minnsta kosti. Hins vegar er ljóst að áhuginn á aðild er mestur hjá ungliðahreyfingum stjórnmálaflokk- anna, Sænska þjóðarflokknum og Hægrifiokknum, þótt meirihluti þess síðastnefnda vilji óbreytt ástand.“ Það styður orð hans að í nýjustu fínnsku skoðanakönnuninni um mál- ið kemur í ljós að 57% Finna eru andvíg aðild en 24% meðmælt, af- gangurinn er óákveðinn. Fylgjast grannt með Hvað varðar niðurstöðu leiðtoga- fundarins, er ljóst að Finnar munu fylgjast af meiri áhuga með viðræðum Clintons og Jeltsíns en margar aðrar þjóðir. Algert ósætti leiðtoganna og þar með versnandi samskipti austurs og vesturs munu hafa bein áhrif í Finnlandi, vegna stöðu þess og hins volduga nágranna í austri. Sumir hafa haldið því fram að það muni gera Finnum erfíðara fyrir að ræða vamar- og öryggismál en Kari Huhta segir það algerlega óljóst. Hvað varðar sjálfa stækkun NATO, sem virðist óumflýjanleg, segir hann það ekki skipta mestu máli hversu mörg ríki fari inn heldur hver. Fái Eystrasaltsríkin ekki aðild að NATO og verði öryggi þeirra ógnað, muni það hafa geysileg áhrif í Finnlandi, og því séu Finnar áfram um að ríkin fái aðild, þótt það þyki ólíklegt. Kemppainen er ekki sammála Hu- hta um þetta atriði, segist þess full- viss að fínnskir þjóðarleiðtogar óski þess heitast af öllu að sem fæst ríki verði tekin inn í NATO, svo að Finnar einangrist ekki í þeirri stefnu sinni að vera utan hemaðarbandalaga. „Nái Rússar fram sérstökum samningi við Clinton um nokkurs konar ákvörðunarrétt um aðgerðir NATO, mun það væntanlega verða til þess að við gerum einnig kröfu um sérsamning við bandalagið. En líklegast þykir mér að í kjölfar fund- arins verði ákveðið að styrkja enn tengslin við NATO í gegnum friðar- samstarfið en láta þar við sitja," segir Kemppainen. Vaahtoranta segist vissulega telja leiðtogafundinn mikilvægan fyrir Finna og öryggismálaumræðuna, en hann sé þó ekki eins mikilvægur og fundirnir á tímum kalda stríðsins. Þeir hafí gert sitt til að minna menn á stöðu Finnlands og tryggja hana á alþjóðavettvangi. „Það sem er jákvætt við fundinn nú er að hann sýnir að bæði Rúss- land og Bandaríkin eru sátt við af- stöðu Finna í utanríkismálum, þó að ég telji ekki að hann muni hafa bein áhrif á hana, nema niðurstaðan verði algert ósætti eða samkomulag sem varðar hagsmuni Finna án þess að við höfum nokkuð um það að segja," segir Vaahtoranta. „Þetta tvennt óttumst við helst; að ósætti austurs og vesturs aukist og Evrópa skiptist að nýju, eða að við höfum ekki yfir okkar málum að ráða.“ verið og þeir muni án efa búa að henni nú. Það sem undirrituð hefur kynnst af framkvæmdinni styður þetta, hún hefur gengið hratt og örugglega fyrir sig, enda Finnar þekktir að flestu öðru en skipulagsleysi. Heimspekingurinn Esa Sa- arinen segir Finna ekki hafa nýtt sér sérstöðu sína nægilega. ímyndin sauna, brennivín og tangó virðist vera að víkja fyrir farsíma- og alnetsæðinu sem vekur mikla athygli. Þá eru Finnar tengdir menningunni óijúfanlegum böndum í huga margra útlendinga og hefur verið unnið ýmiskonar menning- arefni i tengslum við heimsókn- ina. Væntanlegar breytingar á hlutverki Evrópuþings- ins í ákvarðanatöku Evr- ópusambandsins munu hafa áhrif á það hvernig EES-samningurinn nýt- ist íslandi, skrifar Olafur Þ. Stephensen í fyrstu grein sinni af ---------------------- þremur um Island og ríkjaráðstefnu ESB, NIÐURSTAÐA ríkjaráð- stefnu Evrópusam- bandsins, sem hefur það hlutverk að endurskoða stofnsáttmála sambandsins, mun hafa áhrif á íslenzka hagsmuni á nokkrum sviðum. í „fyrstu stoð“ samstarfsins innan ESB má eink- um búast við að breytingar á ákvarðanatökuferli sambandsins hafi áhrif á það hversu vel samn- ingurinn um Evrópskt efnahags- svæði nýtist íslandi. í fyrstu stoðinni fer fram hið hefðbundna samstarf ESB-ríkj- anna í efnahagsmálum. Undir hana heyra innri markaðurinn, sem ís- land á aðild að með EES-samn- ingnum, og hið væntanlega Efna- hags- og myntbandalag. Að mynt- bandalaginu frátöldu samsvarar fyrsta stoðin í grófum dráttum Evrópubandalaginu eins og það leit út fyrir gildistöku Maastricht- samningsins, en með honum bætt- ust tvær aðrar stoðir við samstarf- ið; utanríkis- og öryggismál og dóms- og innanríkismál. Vegna þess hvað þessir nýju málaflokkar eru viðkvæmir í flestum aðildarríkj- unum og tengdir hefðbundnum hugmyndum um svokallað fullveldi ríkja treystu ESB-ríkin sér ekki til að koma á neinu yfirþjóðlegu valdi að ráði í nýju stoðunum tveimur. í fyrstu stoðinni gegna hinar yfír- þjóðlegu stofnanir ESB hins vegar mikilvægu hlutverki. Einu beinu áhrifin á nýja löggjöf á stigi ákvarðanamótunar Mótun og samþykkt nýrrar lög- gjafar um innri markaðinn skiptir EFTA-ríkin ísland, Noreg og Li- echtenstein að sjálfsögðu miklu máli, enda er meirihluti þessarar löggjafar tekinn óbreyttur upp í EES-samninginn. Einu beinu áhrif- in, sem EFTA-ríkjunum eru tryggð á nýja löggjöf, eru á svokölluðu ákvarðanamótunarstigi. Þannig hafa sérfræðingar EFTA tækifæri til að koma áliti sínu á framfæri við undirbúning draga að tillögum, sem framkvæmdastjórn ESB fjall- ar síðan um og sendir áfram til ráðherraráðsins. í þessu skyni eiga sérfræðingar EFTA-ríkjanna setu- rétt í fjölda nefnda og starfshópa framkvæmdastjórnarinnar og framkvæmdastjórninni ber að ráðgast við sérfræðinga EFTA- ríkjanna á sama grundvelli og sína eigin sérfræðinga. Á þessu stigi eru beztu tækifæri EFTA-ríkjanna til að hafa áhrif á nýja löggjöf. EFTA-ríkin geta jafnframt mót- að sameiginlega afstöðu til tillagna sem í undirbúningi eru og komið athugasemdum á framfæri við ESB í sameiginlegu EES-nefndinni. Framkvæmdastjórnin á jafnframt að tryggja að við ákvarðanir í ráð- herraráðinu sé sjónarmiðum EFTA komið á framfæri, en þar eiga EFTA-ríkin sjálf hins vegar engan fulltrúa. Áhrif EFTA á sjálfa ákvarðanatökuna eru því engin og ESB hefur alltaf síðasta orðið. Eft- ir að ráðherraráðið hefur samþykkt nýja löggjöf á samningssviði EES eiga EFTA-ríkin ekki annan kost en að taka hana upp óbreytta, nema hvað hugsanlegt er að þau geti samið um tíma til að laga sig að nýjum reglum. Völd Evrópuþingsins aukast Þegar EES-samningurinn var gerður hafði Evrópuþingið tak- mörkuð völd í stjómkerfí Evrópu- sambandsins. Með gildistöku Maastricht-samningsins varð hins vegar nokkur breyting á; gert er ráð fyrir sameiginlegri ákvörðun ráðherraráðsins og þingsins í nokkrum málaflokkum. Þetta þýðir að þingið hefur í raun neitunarvald um nýja löggjöf. Felli þingið sig ekki við þann texta, sem ráðherrar- áðið samþykkir, verður að setja á stofn svokallaða sáttanefnd í við- komandi máli og reyna að ná sam- komulagi. Framkvæmdastjórnin leikur að vísu mikilvægt hlutverk sem sáttasemjari, en sérfræðingar EFTA-ríkjanna em víðsfjarri í þessu sáttaferli, þrátt fyrir að laga- textarnir geti tekið umtalsverðum breytingum í því. Heyra má á emb- ættismönnum EFTA að þeim þykir þessi breyting hafa dregið úr þeim áhrifum, sem EFTA-ríkjunum voru ætluð í EES-samningnum. Fyrir ríkjaráðstefnunni liggja nú tillögur, sem eiga verulegu fylgi að fagna, um að mikill meirihluti allrar nýrrar löggjafar í ESB verði háður sameiginlegri ákvörðun ráð- herraráðs og þings. Þetta myndi þynna enn frekar út áhrif sérfræð- inga EFTA-ríkjanna, vegna þess að enn stærri hluti löggjafarinnar gæti tekið verulegum breytingum eftir að framkvæmdastjórnin sendi tillögur sínar frá sér, án þess að EFTA-ríkin ættu nokkurn form- legan umsagnarrétt um breyting- arnar. Hægt að nýta þingmannanefndina betur? Þegar embættismenn í Brussel eru spurðir hvort eitthvert tillit hafi verið tekið til hagsmuna EFTA-ríkjanna í umræðum á ríkj- aráðstefnunni yppa þeir yfirleitt öxlum og segja að þessi EFTA- flötur á málinu hafi nú ekki komið upp - fulltrúar aðildarríkja ESB ÍSLAND og RÍKJARÁÐSTEFNA ESB Samstarfinu í ESB er oft skipt í þrjár „stoðir“ til útskýringar. FYRSTA STOÐIN: Þar er einkum hið hefðbundna samstarf í efnahagsmálum, þar á meðal innri markaðurinn, og Efnahags- og myntbandalagið. Samstarfið í fyrstu stoð er yfirþjóðlegt, sem þýðir að ríkin hafa framselt stofnunum sambandsins hluta af ríkisvaldinu, sumar ákvarðanir ráðherraráðsins eru teknar með auknum meirihluta og stofnanirnar (framkvæmdastjórnin, dómstóllinn og þingið) hafa sjálfstæðu hlutverki að gegna gagnvart aðildamkjunum. í annarri og þriðju stoð, þar sem samstarf um utanríkis- og öryggismál annars vegar og dóms- og innanríkismál hins vegar fer fram, ber samstarfið keim af venjulegu milliríkjasamstarfi í öðrum alþjóðastofnunum og flestar ákvarðanir verður að taka samhljóða. Stofnanirnar leika heldur ekki sama sjálfstæða hlutverk gagnvart aðildarríkjunum og í fyrstu stoð. eigi nóg með að gæta eigin hags- muna. Elmar Brok, Evrópuþingmaður kristilegra demókrata í Þýzkalandi og annar tveggja fulltrúa þingsins í hugleiðingarhópnum svokallaða, sem undirbjó ríkjaráðstefnuna, segir í samtali við Morgunblaðið að bezta leiðin til að hafa áhrif á ákvarðanatöku í ESB sé einfald- lega að vera í bandalaginu. Ljóst sé að ekki sé hægt að veita ríkj- um, sem ekki eigi aðild að Evrópu- sambandinu, aðild að t.d. nefndum Evrópuþingsins. Brok segist hins vegar þeirrar skoðunar að EFTA-ríkin gætu reynt að hafa aukin áhrif á Evr- ópuþingið, nú þegar við blasir að völd þess aukast, í gegnum eina af stofnunum EES, sem til þessa hefur þótt skipta litlu máli. Þetta er þingmannanefnd ESB og EFTÁ, en þar sitja fulltrúar EÞ og þjóðþinga EFTA-ríkjanna. Nefndin kemur reyndar ekki sam- an nema tvisvar á ári, en Brok segir að sé viljinn fyrir hendi, megi þróa starf hennar þannig að__ hún verði virkt samráðstæki, en '* ekki aðeins vettvangur almennra pólitískra yfirlýsinga. „Við lifum á öld síma, tölvupósts og fax- tækja,“ segir hann. „Það er undir nefndarmönnum komið hvernig nefndin þróast.“ Tony Robinson, upplýsingafull- trúi sósíalista, stærsta flokkahóps- ins á Evrópuþinginu, segir að þar á bæ viti menn af áhyggjum EFTA-ríkjanna og séu sér meðvit- andi um að taka þurfi tillit til þeirra. „Það er sannarlega ekki í þágu þessa þings að hindra að rödd EFTA-ríkjanna heyrist,“ seg- ir Robinson. Óformlegar leiðir áhrifaríkar Aðrar leiðir eru færar í því skyni að bæta upp þann missi áhrifa, sem áðurnefndar breytingar kunna að hafa í för með sér. Aukin tvíhliða samskipti EFTA-ríkjanna við ein- stök aðildarríki ESB eru ein leið. Háttsettur embættismaður fram- kvæmdastjórnar ESB bendir á að EFTA-ríkin hafí verið dugleg að „læra á kerfíð“ eftir að EES-samn^ ingurinn tók gildi og að óformleg tengsl gegni mikilvægu hlutverki við að leysa vandamál í samskipt- um _ESB og EFTA. „Eg man ekki eftir neinu dæmi, þar sem ekki hefur verið tekið eitt- hvert tillit til hagsmuna EFTA-ríkj- anna,“ segir þessi embættismaður. „Ég get heldur ekki séð fyrir mér að í framtíðinni myndu þær kringumstæður skapast, að ráð- herraráðið tæki ákvörðun, sem kæmi EFTA-ríkjunum í alvarleg vandræði. Þannig virkar þetta kerfi okkar ekki.“ Leynd létt af atkvæðaskýringum Onnur tillaga, sem liggur fyrir ríkjaráðstefnunni, er hins vegar lík- leg til að falla EFTA-ríkjunum vel í geð. í drögum að endurskoðuðum stofnsáttmála ESB, sem írland lagði fram í desember síðastliðnum, er kveðið á um að þegar ráðherra- ráðið komi saman sem löggjafí, skuli niðurstöður atkvæðagreiðslna og atkvæðaskýringar einstakra aðildarríkja gerðar opinberar. Fyrir hálfu öðru ári varð mikið uppþot vegna þess að EFTA-ríkin uppgötvuðu að aðildarríki ESB létu oft færa til bókar í ráðherraráðinu sérstaka túlkun sína eða „skilning" á nýjum reglum, sem samþykktár' voru. EFTA-ríkin töldu að í raun fælust oft undanþágur frá reglun- um í þessum atkvæðaskýringum, en þar sem EFTA-ríkin höfðu ekki aðgang að þeim neyddust þau til að fara eftir bókstaf reglnanna, þegar þær höfðu verið teknar upp í EES-samninginn. Þannig fóru EFTA-ríkin í raun nákvæmar eftir reglum ESB en ESB sjálft. Skömmu eftir að þetta mál kom upp, samþykktu ráðherrar ESB- ríkjanna reyndar að létta leynd atkvæðaskýringunum, nema sér- staklega væri óskað eftir því að þær yrðu ekki gerðar opinberar. EFTÁ-ríkin hafa því haft aðgang að flestum atkvæðaskýringum síð- an, en nái tillaga Irlands fram að ganga - sem telja má líklegt - verður skrefið stigið til fulls. Finnar velta fyrir sér landkynningu í tengslum við leiðtogafundinn Helskinki. Morgunblaðid. Spegla sig í augum umheimsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.