Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1997 39 Skýrslan um framfærslu- kostnað heimilanna Skortur á tillögum skiljanlegur í ljósi þess hvernig nefndin var skipuð NÝVERIÐ var birt skýrsla um framfærslukostnað heimilanna sem unnin var að beiðni aðila vinnumark- aðarins undir verkstjórn forsætis- ráðuneytisins. Þriggja manna nefnd skipuð fulltrúum ASÍ, VSÍ og Þjóð- hagsstofnunar var falið að kanna og gera tillögur um leiðir til úrbóta í þessum efnum. Skýrslan liggur fyrir en lítið bólar á tillögum í henni, eins og fram hefur komið. Samanburður af ýmsu tagi er oftast til bóta. Það er ávallt hollt að kanna hvernig íslenskt samfélag stendur að vígi gagnvart nágranna- löndunum, hvemig lífskjör og verð- lag hafa þróast hér í samanburði við næstu nágranna okkar. Margt athyglisvert er að fínna í skýrsl- unni, m.a. staðfestingu á því hvern- ig einkaneysla hefur breyst undan- farin ár. Þar má sjá sömu þróun og orðið hefur í öðrum vestrænum ríkjum, þar sem æ stærri hluti út- gjalda fer til annarra þátta en brýn- ustu nauðsynja. Benda má á að í Bandaríkjunum gerðist það í fyrsta sinn í sögunni árið 1995 að velta veitingahúsa fór fram úr veltu mat- vömverslunar. Vísi að sömu þróun má sjá hér á landi. Þeir sem stunda milliríkjaverslun gleðjast sannarlega yfir því að skýrslan staðfestir það sem menn reyndar vissu, góðan árangur inn- flutningsverslunar í lækkun vöru- verðs í landinu. í skýrslunni kemur greinilega fram að þrátt fyrir hátt raungengi hefur innflutningsverð- lag lækkað umtalsvert. Þetta þekkja innflytjendur manna best og hefur ítrekað komið fram i könnunum. Þannig er staðfest að vara er í mörgum tilfellum ódýrari hér á landi en í sjálfu framleiðslulandinu. Ein jákvæð afleiðing þessarar þróunar er sú aukning sem orðið hefur í ferðamannaverslun hér á landi á liðnum misseram og á eftir að aukast enn á komandi áram. Það er og verður verðugt verkefni sam- taka verslunar og Ferðamálaráðs að vinna enn frekar að þeirri þróun og kynna erlendum ferðamönnum þá möguleika sem hér eru til hagstæðra inn- kaupa á fjölmörgum vörutegundum. í ljósi þessa góða árangurs hefur það óneitanlega vakið at- hygli verslunarinnar að nefndin sem skýrsluna vann skyldi ekki sjá ástæðu til að kalla full- trúa greinarinnar til álitsgerðar og hlýða á þau sjónarmið sem hún hefur fram að færa. í skýrslunni kemur fram að nefndin hélt 20 fundi og kallaði til aðstoðar við sig bæði einstakl- inga og stofnanir. Þar hefðu fulltrú- ar verslunar vissulega átt brýnt er- indi, jafnt með álit sem tillögur, því engin önnur grein hefur átt meiri þátt í að lækka framfærslukostnað íslenskra heimila á undanförnum árum. Samtök verslunar hafa sannar- lega ekki legið á liði sínu við tillögu- gerð til stjórnvalda, enda verkefnin næg. Verslunarfyrirtæki á Islandi Verslunin býr enn við skattalegt misrétti, seg- ir Stefán S. Guðjóns- son, sem torveldar eðli- lega þróun í greininni. búa enn við skattalegt misrétti sem ítrekað hefur verið tíundað í ræðu og riti. Vörugjöld sem lögð eru á af tilviljanakenndri hentistefnu, sér- skattar á verslun, hár virðisauka- skattur, ytri tollar; allt eru þetta atriði sem torvelda eðlilega þróun verslunar í landinu. Fjölmargir stór- ir og mikilvægir vöruflokkar sem koma frá Iöndum utan hins Evr- ópska efnahagssvæðis lenda i óeðli- legri skattheimtu ytri tolla, allt upp í 30% í sumum tilfellum. Þarna er m.a. að finna nauðsynjavöra á borð við fatnað, skó og rafmagnstæki. Hér væri verðugt verkefni fyrir stjórnvöld að leiðrétta mismunun og tillögur um slíkt hefðu sannarlega átt erindi inn í skýrsluna. Landbúnaðarvörur era enn annar flokkur sem staðfestir að um margt hafa stjómvöld í raun beint álagningu innflutningsgjalda í þveröfuga átt við frelsi og jafnrétti til við- skipta og athafna. Þeg- ar GATT-lögin komu til framkvæmda lögð- ust nýir tollar á land- búnaðarvörur, hvort sem menn vilja tengja það GATT eða EES. Það gerðist á sem næst sama augnabliki á miðju árinu 1995. Við þetta hækkuðu fjöl- margar hefðbundnar matvörur sem áður höfðu verið fluttar til landsins án gjalda. Þar á meðal eru ýmsar pakkavörar og niðursuðuvörur sem innihalda landbúnaðarvörur. Félag íslenskra stórkaupmanna átti fjölda funda með embættismönnum, þing- mönnum og fulltrúum launþega- samtaka þar sem varað var við fyr- irsjáanlegri hækkun á grænmeti í tengslum við GATT-samninginn. Ekki höfðum við erindi sem erfiði; hvarvetna leyndust útverðir hags- muna sem ekki mátti styggja. Þann- ig taldi ASÍ sér skylt að gæta hags- muna bænda vegna sögulegra tengsla. Fagna ber því ef hugarfars- breyting er að verða í þeim efnum. í ljósi þess hvernig nefndin var skip- uð þarf því ef tii vill ekki að koma á óvart að verslunin skyldi ekki kölluð til samráðs. Samtök vinnu- veitenda hafa alla tíð varið innlenda framleiðendur fyrst og síðast. Fyrrnefndri nefnd tókst ekki að skila tillögum um hvernig ná megi fram enn frekari lækkun fram- færslukostnaðar. Það er dapurlegt. Félag íslenskra stórkaupmanna lýsir sig enn og aftur reiðubúið til skrafs og ráðagerða við stjórnvöld um leið- ir til úrbóta, hvort sem það væri með annarri skýrslu eða tillögugerð þeirri sem vantar í skýrslu nefndar- innar. Höfundur er framkvæmdasijóri Félags íslenskra stórkaupmanna - félags milliríkjaverslunar og vörudreifingar. Stefán S. Guðjónsson Fáfræði eða heimska? VONANDI hafa fleiri en greinarhöf- undur hrokkið dálítið við af að heyra fréttir af kjarasamningum V erslunarmannafélags Reykjavíkur og Félags íslenskra stórkaup- manna. Að því sem best er vitað, var hér í fyrsta sinni á íslandi samið um skerðingu á veikindaleyfi þar sem tekið var fram að ef launþegar gengjust undir ákveðnar skurðaðgerðir eða stofnuðu til veikinda fyrir eigin tilverknað, losnuðu vinnuveitendur við að greiða þeim veikindalaun. Aðgerðir þær sem um er að ræða era lýta- læknisaðgerðir en hvernig á að túlka síðara atriðið er greinarhöf- undi og e.t.v. fleirum nokkur ráð- gáta. Hér eru mikil og hugsanlega afdrifarík nýmæli á ferðinni, þegar tekin er ákveðin sérgrein læknis- fræðinnar og þeir sem þurfa á þjón- ustu sérfræðinga í greininni að halda eru sviftir mannréttindum, sem fólgin eru í því að fá laun í veikindaforföllum. Hvaða sérgrein verður afgreidd í næstu kjarasamn- ingum? Nú er það svo að greinarhöfundi er illa við að bregða með- bræðram sínum um heimsku, þó það sé stundum freistandi. Það er þá helst skv. reglunni um, að þeim mun verr gefast heim- skra manna ráð sem fleiri koma saman, og það eru víst nokkuð margir sem íjalla um kjarasamninga. Því er það að höf- undur hefur hallast að því að við þessa samn- ingagerð hafi það verið fáfræði sem skóp þetta einstaka ákvæði og langar til að leiða höfundana í nokkurn sann- leika um lýtalækningar svo þeir megi hugsa sig um og hugsanlega leita sérfræðiálits um læknisfræði fyrir næstu kjarasamninga. Það eru þrjú ár til stefnu. Viðfangsefni lýtalækninga, sem sumir telja vera eina elstu sérgrein skurðlækninga, era hverskonar lýti meðfædd eða áunnin. Lýtalæknar fást við meðferð á allskyns slysum og sárum, sérlega þar sem vefir hafa eyðilagst eða færst úr stað. Má þar nefna branaslys, sérlega þau sem græða þarf með húðgræð- lingum. Þá hafa lýtalæknar þróað smásjárskurðlækningar, sem á síð- ari áram hafa verið notaðar í vax- andi mæli við að græða á afskorna útlimi og byggja upp vefjaeyður af völdum krabbamejns, t.a.m. bijóstakrabbameins. í mjög mörg- um tilvikum, sem lýtalæknar koma að, þarf margar aðgerðir. Svo dæmi sé tekið, þarf einstaklingur sem fæðist með klofna vör og góm að að fara í frá 5-15 lýtaaðgerðir, frá fæðingu og þar til meðferð er lok- Fegrunarskurðlækmng- ar eru aukabúgrein, segir Árni Björnsson, og fremur lítill hluti af starfi flestra lýtalækna. ið, (í einstökum tilvikum fleiri) og þá er hann löngu kominn á þann aldur að teljast hæfur til að sitja við kassa í stórmarkaði eða starfa á skrifstofu hjá heildsölufyrirtæki. Þessar tölur eru byggðar á rann- sókn greinarhöfundar á meðferð þessara meðfæddu lýta hér á landi. Það sem vakað hefur fyrir höf- undum þessarar einstæðu samning- Árni Björnsson Iþróttafélög, rekst- ur og mannvirki ÍÞRÓTTAFÉLÖG hafa átt erfitt flárhags- lega og er það að mínu viti vegna mikilla penin- gaútláta _ í meistara- flokkana. í flestum bæj- arfélögum era greiddir styrkir til íþróttafélaga sem ætlaðir eru til bama- og unglinga- starfs, en skilar það fé sér í réttan stað? Ætla má að meginhluti þess fari í meistaraflokkana, því flest börn borga æfingagjöld sem nægja fyrir launum þjálfara. Foreldrar standa svo fyrir fjáröflun ef farið er í keppnisferðir eða annað sem kostar peninga. Sum félög eru farin að halda rándýr mót fyrir yngri börn- in og getur verið að ágóðinn renndi beint í meistarana? Ef svo er væri þá ekki eðlilegra að hann færi í upp- eldisstarf fyrir bömin? Hlutafélög Það ætti að draga meistaraflokk- ana út úr og mynda um þá hlutafé- lög (einstaka félag er byijað í ein- hverri mynd). Þá geta þeir sem hafa áhuga stutt við bakið á sínum flokki og fyrirtæki lagt peninga til og ef ekki eru nægjanlega margir sem hafa áhuga, er enginn grundvöllur fyrir að reka þann flokk. Það getur ekki gengið lengur að einstaklingar setji félög á kaf í skuldir og sveitarfé- lagið verði síðan að borga, sem það hefur gert í flestum tilfellum. Ef menn taka þá ákvörðun að leggja aleigu sína undir verða þeir að gera svo vel að axla þá ábyrgð sjálfir ef illa fer, ekki við, almenning- ur. Rekstur íþróttamannvirkja Nú er það nýjasta nýtt að láta íþróttafélög reka íþróttamannvirki sveitarfélaga og hefur það t.d. verið þannig hér í Kópavogi sl. 2 ár til reynslu. Ég tel það hafa sýnt sig að bæjarfélagið verði að borga meira fyrir reksturinn en þegar það rak mannvirkin sjálft. Dæmi: rekstur íþróttahúss var um 14 milljónir 1995 þegar bæjarfélagið rak það en 1996 um 19 milljónir er íþróttafélagið fékk sama hús til að reka og 1997 vill íþróttafélagið að sjálfsögðu miklu meiri peninga og sjá allir heilvita menn hvert stefnir. Það þarf að hafa aklausu er það, að koma í veg fyr- ir, að þeir sem nýta sér þá grein lýtalækninga, sem kallast fegrunar- lækningar, fari að láta fátækan atvinnurekanda borga fjarvist, sem af slíkri aðgerð kann að leiða. Hér á landi eru fegrunarskurðlækningar aukabúgrein og fremur lítill hluti af starfi flestra lýtalækna. Fyrir þær er ekki greitt af T.R. og at- vinnurekendur hafa alltaf getað neitað að greiða fyrir fjarvistir þeirra vegna. Það að taka sérstaklega eina sérgrein læknisfræðinnar og útiloka notendur hennar frá réttmætum bótum er ekki aðeins heimskulegt heldur er það hættulegt fyrir laun- þega að afsala sér þannig réttind- um, sem þeir eiga skv. heilbrigðis- lögum. Um síðari hluta veikinda- klausunnar ætlar höfundur ekki að fjölyrða. Um hana mætti rita aðra grein, en augljóst er að hún gefur tilefni til að rækta skóg af þrætu- eplatijám, og að eplin af þeim tijám eiga eftir að standa í samningsaðil- um í framtíðinni. Hvað okkur lýtalækna varðar, hljótum við að bregðast við þessari árás á stéttarheiður okkar með því að fá úr því skorið fyrir dómstólum, hvort ákvæði þetta telst mannrétt- indabrot eða atvinnurógur, nema hvort tveggja sé. menn á launum frá bæjarfélögum við að skoða reksturinn og fylgjast með reikning- um „eins og hægt er“ hjá íþróttafélögum og við hver áramót upp- hefst mikið þref því fé- lögin vilja jú meira í reksturinn. Nú eru kosningar framundan og er þrýst á eins og mögulegt er, því póli- '* tíkusar halda að þeir fái atkvæði frá öllum í íþróttafélaginu ef þeir eru jákvæðir og er eins og ekki séu aðrir kjós- endur í bæjarfélaginu. Nú skyldi maður ætla að reksturinn yrði ódýrari fyrir bæjarfélögin með þessu fyrirkomulagi, þ.e. að íþrótta- félögin bjóði niður reksturinn, en svo er aldeilis ekki. Látum það vera að félögin hafi eitthvað uppúr rekstrin- um með dugnaði ef ágóðinn færi nú beint inn í bama- og unglingastarfið. Ég tel að bæjarfélögin eigi að byggja upp og reka sín þjónustufyrirtæki og fá hæfa einstaklinga til þess að stýra þeim. íþróttafélögin geta síðan • Ef menn taka þá ákvörðun að leggja aleigu sína undir, segir Ásdís Ólafsdóttir, verða þeir að gera svo vel að axla þá ábyrgð sjálfir ef illa fer, ekki við, almenningur. nýtt sér þá aðstöðu sem bærinn veit- ir til íþróttaiðkana og félagsstarfs. Uppbygging íþróttamannvirkja Bæjarfélögin hafa einnig sett upp- þyggingu í hendur íþróttafélaga. Áætlað er hve mikið mannvirkið muni kosta. Síðan fær félagið þá upphæð á x mörgum áram í stað þess að bæjarfélög láti sjálf gera útboð í verkið. íþróttafélagið lætur síðan gera útboð sem er að öllu jöfnu töluvert lægra en áætlunin er. Þá spyr maður, hvert fer mismunurinn. Órfáir aðilar vita það fyrir víst en margir giska á að mismunurinn fari í mannakaup fyrir meistaraflokkana. Ef mismunurinn færi án efa í barna- og unglingastarf væri kannski hægt að lækka æfingagjöld sem nú era mörgum ofviða. Bíðið svo við, nú þykjast sum félög eiga mannvirkin, þau komast jafnvel upp með að veð- setja þau og eftir nokkur ár selja þau ef til vill bæjarfélaginu mann- virkin því þau geta engan veginn rekið þau og allir era búnir að gleyma hver borgaði brúsann. Þjónustusamningur Bæjarfélög eiga að sýna sóma sinn í því að gera þjónustusamninga við íþróttafélögin, greiða þeim vel fyrir vinnu sína fyrir almenning og veita þeim viðunandi aðstöðu, einnig að láta þau hafa sín heimavæði ef unnt er. Við eigum að hætta þessum felu- leik því flestir era sammáia um ágæti íþróttanna og það forvarnastaf sem unnið er í íþróttahreyfmgunni, og við vitum líka að það kostar. í staðinn eiga bæjarfélögin að kreíjast þess að fá bókhald sem sýnir hvert fjár- magnið fer því þetta eru jú pening- arnir okkar, gott fólk. Ef þetta næði fram að ganga gætu félögin sett allt sitt púður í að reka íþróttirnar og uppeldisstarfið. Þannig geta bæj-, arfélög hætt alls konar sérfyrir- greiðslu við félög sem sum hver hafa sína menn báðum megin við borðið. Pólitík á ekki að ráða úrslitum íþótta né íþróttimar pólitíkinni. Ásdís Ólafsdóttir Höfundur er fv. yfirlæknir lýtalækningadeildar Landspítalans. Höfundur er íþróttakennari í Kópavogi og áhugamadur um framgang almenningsíþrótta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.