Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 68
ffrðAsuftififttfe M <Ö> AS/400 Mikið úrval viðskiptahugbúnaðar CO> NVMI MORGUNBLADID, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Launþegaforystan endurmetur stöðuna - samninganefndir sendar heim Hlíf og VSK frestuðu allsheijarverkfalli í gær Framsókn vill hefja viðræður strax um 70 þús. kr. lágmarkslaun FRAMHALD kjaraviðræðna á al- menna vinnumarkaðinum er í veru- legri óvissu eftir að kjarasamningar Dagsbrúnar/Framsóknar voru felld- ir í fyrrakvöld. í gær var ákveðið að gera tveggja daga hlé á viðræðum VMSÍ og Landssambands ísl. versl- unarmanna við vinnuveitendur í tvo sólarhringa og voru samninganefnd- ir sendar heim. Forystumenn sam- bandanna munu halda áfram þreif- \-4t ingum við viðsemjendur til að kanna hvort möguleikar séu á að koma viðræðum í gang á ný. Samiðn mun þó halda áfram viðræðum við vinnu- veitendur kl. 10 í dag. Formenn landssambanda ASÍ endurmátu stöðu kjaramála í gær og ljóst var af máli þeirra að áhersl- ur á launabreytingar verða endur- skoðaðar og meiri þungi lagður á kröfur um hækkun kauptaxta og 70_þúsund kr. lágmarkslaun. í gær frestuðu bæði Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og Hlíf í Hafnarfirði áður boðuðum allsheij- arverkföllum, sem hefjast áttu 23. mars, til miðnættis 2. apríl. Yfír- standandi verkföll bensínafgreiðslu- manna og hafnarverkamanna í Hlíf munu þó halda áfram. Sigurður T. Sigurðsson, formaður Hlífar, og Kristján Gunnarsson, formaður VSK, segja að þetta sé gert til að samræma fyrirhugaðar aðgerðir þeim verkfallsdagsetningum sem flest önnur VMSÍ-félög hafi miðað við. Aftur á upphafsreit Formenn Dagsbrúnar og Fram- sóknar skýrðu ríkissáttasemjara frá stöðu mála í gær og áttu samráðs- fund með forystumönnum landssam- banda ASÍ. Einnig átti Halldór Björnsson, formaður Dagsbrúnar, óformlegan fund með forystumönn- um VSI í gær. Alger óvissa er um hvenær og með hvaða hætti unnt verður að hefja sáttaviðræður félag- anna með vinnuveitendum á ný. Halldór segir að menn séu komnir aftur á upphafsreit, málin séu í patt- stöðu, verkföll muni halda áfram og harkan fara vaxandi. Á stjórnarfundi Framsóknar í gærkvöldi var samþykkt að ítreka kröfuna um 70 þúsund kr. lágmarks- laun og að sett verði inn skýrt ákvæði um tryggingar. Einnig var samþykkt að ekki mætti gera hlé á viðræðum við vinnuveitendur, heldur verði að hefja þær sem allra fyrst, að sögn Rögnu Bergmann, formanns félagsins. Ragna sagði að allsheijar- verkfallinu 23. mars yrði ekki frest- að en mikill fjöldi kvenna, sem vinna við ræstingar, væri óánægður, vegna þess að þær væru að fara í 10 daga páskafrí. Vinnuveitendur falla frá hugmyndum um dómsmál í gær létu vinnuveitendur fara rækilega yfir hvort afgreiðsla stóru samninganefndar Dagsbrún- ar/Framsóknar á kjarasamningnum hafi verið lögleg. Forysta og stjórn félaganna undirritaði samningana á þriðjudag með fyrirvara um sam- þykki samninganefndarinnar, sem felldi þá síðan. Þórarinn sagði að það hefði verið mat lögfræðinga að vinnuveitendur hefðu gert mistök með því að gera ekki athugasemdir við undirskrift verkalýðsfélaganna. Því væri ekki á vísan að róa að gera það að dómsmáli og vinnuveitendur sæju ekki tilgang í að hefja deilur við félögin um formsatriði. „En eftir stendur að sérkjara- samningarnir voru löglega gerðir og þeim verður ekki hafnað nema í alls- heijaratkvæðagreiðslu," segir hann. Þórarinn segir að allt sé í óvissu um viðræður við Dagsbrún enda hafi formaður félagsins í gær greint frá því að hann gæti ekki staðið að samningaviðræðum nema hafa alla 120 manna samninganefndina með sér. Þórarinn sagði einnig að vinnu- veitendur hlytu að íjalla um það á næstunni hvernig brugðist verður við verkföllum verkalýðsfélaganna og verkbönn kæmu að sjálfsögðu til álita. Morgunblaðið/Ásdís Þrír odda- leikir ÞRÍR leikir voru í 8-liða úrslitum 1. deildar karla i handknattleik í gær og þurfa liðin að mætast að nýju í oddaleikjum, áður en ljóst er hvaða lið leika í undanúr- slitum. KA vann Selfoss, Valur lagði Hauka og Framarar höfðu betur gegn ÍBV. ÍR tryggði sér áfram- haldandi veru í deildinni með sigri á Selfyssingum eftir fram- lengdan leik, en lið Selfoss leikur í 2. deild að ári. ■ Leikirnir / C-blað Mikil áhrif af verkfalli Dagsbrúnar SVR áformar að fækka ferðum FERÐUM SVR verður fækkað nk. mánudag hafi verkfallsdeila Dags- brúnar og vinnuveitenda ekki verið leyst fyrir þann tíma. Lilja Ólafs- dóttir, forstjóri SVR, sagði að ástæðan væri sú að eldsneytisbirgð- ir fyrirtækisins minnkuðu hratt og myndu þijóta fyrir páska ef ekkert yrði að gert. Lilja sagði að allir olíutankar SVR hefðu verið fylltir fyrir verkfall, en það gengi hratt á birgðir enda bíla- flotinn stór og bílarnir stöðugt á ferðinni. Hún sagðist reikna með að ferðum vagnanna yrði fækkað nk. mánudag. Þó yrði reynt að halda uppi venjulegri þjónustu á þeim tím- um þegar fólk er að fara úr og í vinnu. Hún sagði að með því að fækka ferðum ætti að vera hægt að halda uppi þjónustu strætisvagna fram að páskum. Fjögur fragtflutningaskip hafa stöðvast í Reykjavík vegna verkfalls flutningaverkamanna. Fleiri skip eru á leið til landsins og stöðvast í næstu viku. Að sögn forsvarsmanna skipafélaganna er fyrirsjáanlegt að mikið tjón verður í verkfallinu ef það leysist ekki á næstu dögum. Biðraðir voru víða við bensínsjálf- sala á höfuðborgarsvæðinu í gær. Birgðir í a.m.k. þremur sjálfsölum kláruðust í gær og verulega hefur gengið á birgðir í öðrum. ■ Fjögur flutningaskip/6 Kvartett úr MH vann NÆR 2000 unglingar fylgdust með söngkeppni framhaldsskóla- nema í Laugardalshöll í gær- kvöldi. Kvartett úr Mennta- skólanum við Hamrahlíð sigraði, en hann skipa Flóki Guðmunds- son, Haukur Halldórsson, Björn ’ Thors og Stefán Hallur Stefáns- son. Sigurvegararnir sungu lag Bee Gees við texta Stefáns Halldórs- sonar. Keppendur voru 27 úr öll- um framhaldsskólum landsins. Nokkrir þekktir söngvarar stigu sín fyrstu skref í þessari keppni, m.a. Páll Óskar, Emilíana Torrini og Móeiður Júníusdóttir. Urslitatilraun í kjaraviðræðum RSI og ríkisins Verkfall hófst í nótt VERKFALL rafiðnaðarmanna í rík- isþjónustu hófst á miðnætti í nótt. Sáttafundur stóð þá enn yfir hjá ríkissáttasemjara og átti að gera úrslitatilraun í nótt til að ná sam- komulagi og voru nokkrar líkur þá taldar á að samningar myndu tak- ast og að verkfallinu yrði aflýst. Guðmundur Gunnarsson, for- maður RSÍ, sagði skömmu fyrir miðnætti að tekist væri á um erfið grundvallarmál en viðræður höfðu þá staðið yfir óslitið frá kl. 13 í gærdag. Ef verkfall heldur áfram hefur það þó nokkur áhrif á útsendingar hjá RÚV, bæði í útvarpi og í sjón- varpi. Útsendingar á ellefufréttum og Dagsljósi falla niður sem og auglýsingar og spumingaþátturinn Gettu betur. Hins vegar fengust nokkrar undanþágur hjá verkfalls- nefnd rafiðnaðarmanna, að sögn Eyjólfs Valdimarssonar fram- kvæmdastjóra tæknideildar Ríkis- útvarpsins, og því verða sendar út veðurfregnir rétt fyrir átta og átta- fréttir en auk þess allir tilbúnir þættir bæði innlendir og erlendir. Að sögn Eyjólfs fékkst ennfrem- ur undanþága til að senda út lesnar fréttir á hefðbundnum fréttatímum á Rás 1, en einnig tónlist, veður- fregnir og alla tilbúna þætti. Þá verður öllum þeim þáttum sem dag- skrárgerðarmenn senda sjálfir út útvarpað á Rás 2 samkvæmt dag- skrá. „Ekki fékkst undanþága til að senda út tilkynningar í útvarpi, en reynt verður að fá heimild til að senda út dánar- og jarðarfaratil- kynningar," segir Eyjólfur. KEA kaupir mjólkurkvóta fyrir bændur BÆNDUR á félagssvæði Kaupfé- lags Eyfirðinga á Akureyri hafa notið aðstoðar KEA við kaup á mjólkurkvóta. Ætlun KEA með þessu er að veija þann kvóta sem fyrir er í byggðinni og stefna að því að ná til baka kvóta sem seldur hefur verið úr héraðinu síðustu árin. Árni Magnússon, fjármálastjóri KEA, sagði að kvóti hefði í auknum mæli verið keyptur og deilt út til bænda. Með þessu tryggir KEA einnig mjólkursamlagi sínu hráefni. ■ Vilji til/14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.