Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1997 43 AÐSENPAR GREINAR Fimmtíu þúsund krónur HÉR í Hveragerði í gamla Listamanna- hverfinu býr áttræður öldungur. Eitt sinn sem oftar settumst við niður í Skáldagötu þeirra Kristmanns, Jóhannes- ar úr Kötlum, Kristjáns frá Djúpalæk, Gunnars Benediktssonar, sr. Helga Sveinssonar, Rík- arðs Jónssonar, Gunn- laugs Schevings o.fl. Barst tal okkar að reykingum. Hafði hann á yngri árum reykt eins og altítt var hjá karl- mönnum, en aftur á móti lítið um _það að konur reyktu. Áróður gegn tóbaki var þá lítill sem enginn. „Nú er ég löngu hættur að reykja og ég sé ekki eftir því,“ sagði hann. „Ég held að sá sem hefur reykt en er hættur, geti best dæmt um skað- semina.“ I sumar komst hann að því að einn dóttursonur hans reykti. Féll honum það afar þungt. Þegar drengurinn var barn að aldri, kom hann oft á sumrin í heimsókn, ólm- aðist út í garði hló og skríkti, og hjálpaði til við að hjú að blómunum eða hann ærslaðist uppi í sundlaug, frjáls eins og fuglinn. Nú brá svo við að þegar hann kom í heimsókn í sumar, þurfti hann oft að skreppa út. Þetta vissi gamli maðurinn hvað þýddi. Hann var farinn að reykja, en vildi ekki láta afa sinn komast að þvi. „Hvað gat ég gert. Hvað er til ráða? Ég vissi að fortölur hefðu ekkert að segja. Hann mundi gefa mér loforð um að hætta, en sviki það við næsta húshorn. Það mundi bara verða til þess að hann ijar- lægðist mig,“ sagði gamli maðurinn Svo gekk hann framan að drengn- um og sagði: „Ég veit að þú reykir. Ég skal gefa þér 50.000 krónur ef þú hættir að reykja." „Ég krafðist einskis af honum, bara beið. Nú veit ég að hann er hættur að reykja og nú er ég 50.000 krónum fátæk- ari, eða hvað heldur þú?“ spurði gamli maðurinn. Er þessi áttræði ellilífeyrisþegi að gera rétt með því að afhenda piltinum heil mánaðarlaun verka- manns til að hætta að reykja? Svo vill til að ég stend í sömu sporum og öldungurunn. Einn af mínum dóttursonum er byrjaður að reykja. Ég spurði hann hvort hann reykti, en hann neytaði því. Seinna sagði ég við hann: „Þú reykir.“ og svarið var: „Ég er hættur." Síðar gafst hann upp og sýndi mér pakk- ann. Ég sagði við hann. „Það er ekki skaði skeður þótt þú farir á bak við mig, en það er annað verra. Þegar þú þarft að ráða þig í vinnu, verð- ur þú spurður hvort þú reykir. Það er eðli- legt að vinnuveitandi spyiji svo, því reyk- ingar eru tímaþjófur með mörgum öðrum kvillum. Skemmtileg- ast væri fyrir þig að svara af heilindum: „Ég reyki ekki.“ A meðan maðurinn Oddgeir er ungur og sterkur Ottesen Þolir hann reyk. Systir mín sagði fyrir 65 árum: „Þegar ég fæ hóstaköst á morgnana, fæ ég mér reyk og kæfi hóstann." Hin hliðin er peningarnir. Hvað ætti 20 ára gamall maður mikla Ég vissi að fortölur hefðu ekkert að segja, segír Oddgeir Ottesen, sem gaf dóttursyni sín- um 50 þúsund krónur fyrir að hætta að reykja. peninga, ef hann sparaði sér að reykja hálfan pakka á dag frá 16 ára aldri og legði þá í banka? Það væri ekki ónýtt að geta dregið fram meira en hálfa milljón, þegar daman er fundin og húsaskjól vantar. Það er bruðl að brenna peningun- um sínum, en það eru fleiri hliðar til á „peningabrennslu" kannski eins margar og mennirnir eru marg- ir. _ Á þessum nótum ræddum við saman dóttursonur minn og ég. Ég sagði við hann: „Ég gef þér 50.000 kr. ef þú hættir að reykja." Síðan er liðinn mánuður og hann segist vera hættur. Ég spurði móður hans. „Allavegana hefur hann ekki fengið peninga hjá mér fyrir sígarettum." Um helgina kom hann í heim- sókn. Ég fékk honum 5.000 krónur upp í loforðið og sagði við hann. „Ur því að mamma þín á ekki grill- ofn, ættir þú að gefa henni ofn. Hann er auglýstur á kr. 2.900 í Bónus.“ Er hann fór, kyssti hann mig á kinnina og ljómaði af gleði. Höfundur er gistihúsaeigandi i Hveragerði. endist ®| nndist og nnðist t® SÍ9 Gluggar Hurðir Sólstofur Svalahurðir m én viðhaldsi Kjarnagluggar Dalvegur 28 • 200 Kópavogur • Slmi 564 4714 AÐALFUNDUR LYFJAVERSLUNARISLANDS HF. VERÐUR HALDINN I SULNASAL HOTEL SOGU, LAUGARDAGINN 5. APRÍL1997, KL. 13.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Breytingar á samþykktum félagsins, sem heimila kosningu skoðunarmanna, er starfa við hlið endurskoðenda. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, þurfa að vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur svo og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins 7 dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á skrifstofu félagsins Borgartúni 7, á 2. hæð, dagana 1.-4. apríl, kl. 9-16. Hluthöfum er vinsamlegast bent á að vitja fundargagna sinna fyrir kl. 16, föstudaginn 4. apríl. Stjórn Lyfjaverslunar íslands hf. rJt LYF) AVE RS LU N ISLANDS H F. ■ - LJÓS® í Borgarljós-keðjunni eru: Stratos loftljós frá kr. 2.990 Borgarljós, Ármúla 15 Sími: 581 2660 MagasFn, Bfldshöfða 20 Sími: 510 8020 Rafbúðin Álfaskeiði, Hafnarfirði Sími: 555 3020 Árvirkinn, Selfossi Sími: 482 3460 Lónið, Höfn Sími: 478 2125 Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum Sími: 471 1438 Siemens búðin, Akureyri Sími: 462 7788 Radíóvinnustofan, Akureyri Sfmi: 462 2817 Straumur, fsafirði, Sími: 456 3321 Rafþj. Sigurdórs, Akranesi Sfmi: 431 2156 Rafbúð RÓ, Keflavfk Sími: 421 3337
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.