Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1997 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Fríkortið Sjö ár eða rúmt ár að safna fyrir Parísarferð Morgunblaðið/Ásdís FJÖGURRA manna fjölskylda getur verið í rúmlega sjö ár að safna punktum svo einn úr íjöl- skyldunni komist til Parísar, kaupi hún mat í Hagkaupi en noti ekki þjónustu annarra fyrirtækja sem að Fríkortinu standa. Sama fjöl- skylda getur líka verið í liðlega ár að vinna fyrir Parísarferðinni taki allir sig saman og kaupi alla þjónustu og vöru hjá þeim fyrir- tækjum sem eru með Fríkortið. Landsmenn eldri en átján ára hafa fengið Fríkort í hendur en með notkun þess safna þeir punkt- um, þ.e.a.s. eigi þeir viðskipti við þau fimm fyrirtæki sem að kortun- um standa. Margir eru að velta fyrir sér hversu lengi þeir séu að safna punktum fyrir utanlandsferð eða ferð í leikhús og ýmsir útreikn- ingar eru í gangi manna á milli. Tryggvi Eiríksson viðskipta- fræðingur hjá Þjóðhagsstofnun var beðinn að búa til raunhæft dæmi fyrir lesendur um fjögurra manna fjölskyldu. Tryggvi miðaði við einkaneyslu í þessu dæmi. Hann tók heildarútgjöld íslenskra heimila og reiknaði dæmið niður á hvern íslending sem hann síðan margfaldaði með fjórum. „Þetta er því tilbúin fjögurra manna fjöl- skylda, nokkurskonar þverskurður því bæði smábörn og ellilífeyris- þegar eru teknir með í dæmið.“ Er ekki ódýrara að kaupa inn annars staðar? Tryggvi segist í byijun vilja benda fólki á að reikna út ígildi þessa afsláttar með punktakerf- inu. „Fólk þarf að taka með í reikninginn hvar það er að kaupa. Hafi það fram til þessa keypt inn í verslun eins og Bónusi er ljóst að útgjöldin hækka skipti það al- veg yfir og fari að gera innkaupin í Hagkaup. Það sama á við um aðra eyðslu, bensínkostnað, við- hald, fatnað og svo framvegis,“ segir hann. „Það er mögulegt að þessi ferð til útlanda sem fæst með punktakerfinu fáist annars með beinhörðum peningum. Reiknað er þá með því að fólk kaupi hjá ýmsum öðrum fyrirtækj- um eða þar sem hagstæðast er að kaupa hveiju sinni.“ 7,7 ár að safna fyrir ferð til Parísar „Dæmið lítur ekki vel út ætli fólk t.d. einungis að kaupa mat- vöru hjá Hagkaupi en ekki að eiga viðskipti við hin fjögur fyrirtæk- in,“ segir Tryggvi. „Fjögurra manna fjölskylda eyðir tæplega milljón í dagvöru yfir árið, þ.e.a.s. í matvæli, drykkjarvörur, tóbak og hreinlætisvörur til heimilisins. Miðað við þessi útgjöld eingöngu væri fjölskyldan í 7,7 ár eða 92 mánuði að eignast næga punkta til að fá far fyrir einn til Parísar." Það má benda á að punktar fyrn- ast á fjórum árum. „Fjölskyldan er eitt og hálft ár að eignast næga punkta fyrir málsverði á veitinga- „Fólk þarf að taka með í reikninginn hvar það er að kaupa. Hafi það fram til þessa keypt inn í verslun eins og Bónusi er Ijóst að útgjöldin hækka skipti það alveg yfir og fari að gera innkaupin í Hagkaup.“ húsi og átta og hálfan manuð að safna fyrir leikhúsferð. „Ástæðan fyrir þessu er að punktarnir í matvörunni gefa svo lítið miðað við aðra liði sem í boði eru.“ 011 fjölskyldan tvisvar í leikhús á ári Tryggvi segir að ef fjögurra manna fjölskylda ætli að kaupa alla matvöru í Hagkaupi og alla þjónustu og vöru hjá þessum fyrir- tækjum sem að kortinu standa líti dæmið allt öðruvísi út. „Fjölskyldan í dæminu okkar er með alls 4,3 milljónir í útgjöld á ári.“ Þetta er ef til vill há upp- hæð miðað við margar fjölskyldur en þetta er tilbúið dæmi um með- al fjögurra manna fjölskyldu á íslandi. „Með þessari upphæð er miðað við öll útgjöld og þá líka afborganir af lánum vegna húsa- og bílakaupa og svo framvegis." Tryggvi telur að með öllu eyði fjöl- skyldan í matvöru, fatnað, hús- gögn, heimilistæki, bensín og ferðalög um 1,9 milljónum króna. „Þær fjölskyldur sem eru með minni útgjöld en þetta eru að sjálf- sögðu mun lengur að safna punkt- um. Þeir sem eru með hærri út- gjöld eru fljótari að safna.“ Hann gerir ráð fyrir að fjölskyldan eigi einungis viðskipti við þessi íjögur fyrirtæki. Hann tók ekki með í reikninginn að hún borgaði allt með debet- og kreditkorti en segir að ef það sé gert megi gera ráð fyrir að minnsta kosti um 4.000 punktum aukalega. „Miðað við þessa útreikninga getur þessi fjög- urra manna fjölskylda sent einn úr fjölskyldunni til Parísar eftir fjórtán eða fimmtán mánuði. Þá getur fjölskyldan farið saman út að borða á árinu eða farið öll sam- an rúmlega tvisvar í leikhús á þessu tímabili. Að lokum gætu hjónin frekar valið að fljúga saman til Akureyrar eða annað inn- anlands. Eins og sést líta þessar tölur allt öðruvísi út þegar allur pakkinn er kominn saman en vel að merkja ef einungis er skipt við þessi fyrirtæki. Noti fólk_ debet- kort eða kreditkort frá íslands- banka flýtir það enn frekar fyrir.“ Nýtt Islenska prjóna- blaðið ANNAÐ tölu- blaðið af ís- lenska pijóna- blaðinu er komið út. í því eru aðal- lega uppskrftir að barnafatnaði, ungbarnatepp- um og húfum en einnig að sjöl- um, treflum og peysum fyrir fullorðna. Blaðið kemur út tvisvar 1 á ári og er selt í bóka og rit- fangaverslunum, sámt garn og vöndurvöru- verslunum um land allt. Það er einnig selt í áskrift. Blaðið er 48 síður og er litprentað. íslenska bútasaumsblaðið íslenska bútasaumsblaðið er gefið út af Allt útgáfunni í 3.000 eintökum. Það er selt í áskrift svo og í bóka-, vefnaðarvöru-, og föndurvöruverslunum. Nú er kom- ið út þriðja tölublaðið. Þar eru uppskriftir að saumuðum tuskudúkkum, straulímsteppum, diskamottum, veggteppum og rúmteppum. Að auki er kennsla í ^ meðferð straulíms og t.d. ný að- ferð kynnt við Ohio Star. Bandarískar snyrtivörur NÝLEGA hóf fyrirtækið Kosmeta ehf. að flytja til landsins banda- rískar húðsnyrtivörur frá fyrir- tækinu Institute for skin therapy sem hefur aðsetur í Kaliforníu. I fréttatilkynningu frá innflytjanda | segir að snyrtivörurnar séu nátt- l úrulegar, ofnæmisprófaðar og ilm- efnalausar með og án ávaxtasýru (aha 5-10%). Fáanlegt er and- litskrem, bæði dag- og næturkr- em, augnkrem, hreinsikrem, hand- og líkamskrem svo og andlitsm- askar. Þá er einnig hægt að fá krem og maskameðferð sem hann- að er sérstaklega fyrir þá sem j bólur hijá. Snyrtivörurnar eru fá- anlegar hjá Snyrtistofunni Maju og hjá Snyrtistofu Löllu. ) Ný bílaþvotta- stöð við Hraðbúð Essó SJÁLFVIRK þvottastöð hefur ver- ið tekin í notkun við Hraðbúð Essó ) við Gagnveg í Grafarvogi. Þvotta- | stöðin er af teg- undinni Californ- ia-Kleindienst. Hver þvottur kostar 795 krón- ur og tekur hann um 7-8 mínútur. Opnunartími þvottastöðv- arinnar er frá i 7.30 til 23.30 alla daga nema sunnudaga en þá er opið frá P 10-23.30 LANCOME cn Qá < Sérfrœðingurverður í versluninni í dag og á morgun Þessi glœsilegi kaupauki fylgir þegar keyptir eru 2 hlutir frá LANCÖME Þar af eitt 50 ml krem Le Laugavegi 80, sími 561-1330. Reykvíkingai*! Munið borgarstjórnarfundinn ídag kl. 17:00, sem útvarpað er á Aðalstöðinni FM 90.9. - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.