Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1997 33 SJÓIMMEIMIMTAVETTVANGUR SÁ alræmdi núlistamaður Christian Lemmerz. HANS Jörgen Bröndum og Ejler Bille fara yfir forþrykk. PER Kirkeby á fullu. PRENTVERK höfum við átt mörg og sum listræn, einn- ig prýðilega bókagerðar- menn, kemur þá strax upp í huga minn nafn Hafsteins Guðmunds- sonar í Þjóðsögu. Maðurinn hafði einnig tilfinningu fyrir hinum graf- íska uppruna og því var hann einn þeirra sem stofnuðu félagið Grafík á sjötta áratugnum og flutti inn steinþrykkpressu, sem félagið nýtti þó aldrei margra hluta vegna, frek- ar en mikinn ijölda kalksteina, sem fluttir voru inn sem legsteinar. Snjall krókur framhjá innflutn- ingsgjöldum, höftum og tollum tímanna sem báru í sér kröm og dauða í mannlegum samskiptum. Það ber vott um skort á algildri ræktun bókarinnar, bókar sem bókar í sjálfu sér, að hér hefur aldrei verið starfrækt opið grafískt verkstæði. Sem jafnframt annarri starfsemi handþrykkti myndlýstar bækur á eðalpappír eins og víða gerist í útlandinu. Telst rannsókar- efni í ljósi sögunnar, handritanna og arfleifðarinnar, sem einmitt átti að vera okkur íslendingum hvatn- ing til athafna á öllum sviðum bókagerðar. En í stað þess hefur fáfræðin um þennan grunn þrykks- ins og um leið prentlistarinnar lengstum verið höfuðverkur allra grafíklistamanna. Þá veit ég engan stórsafnarann á grafísk blöð á landinu, bækur fátækar um snjall- ar myndlýsingar og hér engin hefð til. Að auki eiga íslenzk söfn engar deildir sem á útlenzku nefnast „Grafik-kabinett" og eru víðast hvar einn mest lifandi púls safn- anna. Skal upplýst að eitt slíkt, kop- arstungudeild Ríkislistasafnsins í Kaupmannaöfn, á er svo er komið 300.000 (!) verk unnin með ýmsum þrykkaðferðum á pappír. Forsaga þeirrar merkilegu deildar er, að Albrecht Dúrer gaf Kristjáni II (1481-1559) einhverra hluta vegna allar koparstungur sínar. Það hef- ur svo vakið áhuga hirðarinnar á söfnun grafíkblaða, og umfang eignarinnar hefur stöðugt stækkað í aldanna rás, bæði með innkaup- um og fyrir höfðinglegar gjafir. Nú getur hver og einn gengið að fágæti úr höndum meistara ald- anna, allt frá Durer og Rembrandt til núlistamanna dagsins. Hin svonefndu steinþrykkverk- stæði sem ekki eru mörg að svo komnu og dreifð um allan heim, hafa sum það sem hliðargeira að þrykkja bækur í takmörkuðum upplögum sem teljast gersemi meðal safnara. Flestir nafnkennd- ustu myndlistarmenn aldarinnar hafa lýst slíkar bækur, og enn eru menn á fullu við að virkja lista- menn til athafna á sviðinu. í stein- þrykkspressum er einnig mögulegt að þrykkja tréristur og myndir skornar í dúk og svo er einnig inn- an handar að nota zinkplötur í stað steina eða jafnvel fara að offset- tækninni á listrænan hátt og er allt hagnýtt með frammúrskarandi árangri á sumum verkstæðum, þótt kalksteinninn frá Solnhofen í Bæjaralandi þyki höfuðdjásnið „creme de la creme“. Það er hins vegar mun sjaldgæf- ara að prentverk tengist útgáfu grafískra blaða, en ég hef lengi haft spurnir af einu nafnkenndu slíku í Kaupmannahöfn og verið á leiðinni í heimsókn, en farist fyrir Bók rúmar heim Þrykk og bók eru auð- vitað af sama meiði segir Bragi Asgeirs- son og bætir við, að sá sannleikur virðist með- tekinn mun algildar af Dönum en íslending- um, sem þó hafa fengið viðurnefnið bókaþjóðin. LAMPASKERMUR, baksvipur Andreas Ludvigsen. eða meistarinn ekki í borginni er mig hefur borið að fyrr en nú í desember sl. orlag Hans Jörgen Bröndum á sér vart hliðstæðu fyrir útsjónarsemi og listræn vinnubrögð og er einmitt af þeirri stærðargráðu sem maður býst við af slíkurn, stærð miðast ekki við fermetra heldur hjartarúm og at- hafnagleði. Hvað andrými snertir að anga til skylt verkstæðum Mourlot, Clot & Bramsen í París, Hostrup- Petersen og Johansen og Permild & Rosengreen í Kaup- mannahöfn, meðan það var og hét, og er þó alls annars eðlis. Hér er nefnilega fyrst og fremst höndlað með bækur, útgáfu og sölu bóka frá forlaginu Brönd- um/Aschehoug, og bækur vegg- spjöld og þrykk frá forlaginu Bröndum. Hér ríkir andhverfa allrar múgmennsku og innan þess- ara veggja myndi Braböru Cart- land og hennar líkum líða illa, vafalítið fá gæsahúð. Hér eru til staðar hin hljóðlátu djúpu verð- mæti, hér eru hin sértæku gildi ræktuð, hér rennur blóð sviti og tár. Aleigunni fórnað fyrir hug- sjónir um útbreiðslu verðmæta sem koma sál og hjarta við, kem- ur blóðinu á hreyfingu. Risið á fætur eftir hvert áfall, haldið veg- inn fram eins og ekkert hafi i skorist, upp skal kjöl klífa. Heilinn að baki starfseminnar, Hans Jörgen Bröndum, er naskur á nútímabókmenntir og hefur lagt áherslu á ýmsa öndvegishöfunda, átt í mörgum tilvikum frumkvæðið að útgáfu verka snillinga sem voru áður lítt kunnir í Danmörku. Gefur að auki út grafík eftir róttæka núlistamenn, þ.e. róttæka á mynd- mál. Meðal rithöfunda sem hann hefur lagt áherslu á má nefna Gabrielu Mistral, Henri Miller, Federico Garcia Lorca, Patrick White, Samuel Beckett, Constant- ine Cafay, Knut Hamsun, Miguel Angel Asturias, Jorge Luis Borg- es, Halldór Laxness, Odysseus Elytis, Friedrich Hölderlin, Emily Dickinson, D.H. Lawrence, Zbig- iniew Herbert, Elias Canetti og Bob Dylan. Meðal grafíklista- manna má nefna Ejler Bille, Jens Birkemose, Michael Kvium, Claus Carstensen, Erik A. Frandsen, Per Kirkeby, Mogens Kölkjær, Leif Lage, Christian Lemmerz, Arne Haugen Sörensen og Jörgen Haug- en Sörensen, sem allir hafa mynd- lýst bækur frá forlaginu. Jafn- framt eru til sölu einstök grafík- blöð eftir þessa menn á verkstæð- inu og er viðbrugðið hve þrykkið er hreint og fínt. Er okkur Tryggva Ólafsson bar að á Nansensgötu 41-43, eftir hressandi göngu um C.H. Örsted garðinn um hádegisbil á svölum desemberdegi, var Bröndum ein- mitt í hrókaræðum við virðulega eldri dömu sem eitthvað gekk bág- lega að velja sér mynd eftir Per Kirkeby. Fyrir vikið gat hann minna sinnt okkur, því matrónan var aðgangsfrek og notaði óspart „ nýuppgöt vaða “ hei 1 ay fi rbu rði kvenna um íjas og mas. Notaði tækifærið til að skoða myndirnar á veggjunum og bæk- urnar á borðunum, en erindið var þó einnig að ná í hina víðfrægu uppsláttarbók forlagsins, Brönd- ums Encyklopædi, sem freyja hans Iselin C. Hermann hafði gefið mér í veislufagnaði kvöldið áður og stefnt mér að sækja á staðinn. Yndisþokkafull róðan sem ætlaði að sýna okkur verkstæðin var þó forfölluð vegna veikinda ungs son- ar þeirra, og því gerðu aðstæður að minna varð úr að ég kynntist starfseminni af sjón og raun að sinni. Hafði verið mjög forvitinn um þá kostulegu bók i fagnaðinum kvöldið áður, enda blaðað í henni á staðnum, og lesið ritdóma um hana er hún kom fyrst út 1994, sem allir voru á einn veg um ágæti hennar, kostulegheit og sérstöðu. Um er að ræða uppsláttarrit frá A til Ö, sem er svo sem ekki til frásagnar, nema að svörin eru giska önnur en í öðrum slíkum riturn og hafa þau yljað Dönum frá útkomu bókarinnar sem selst jafnt og þétt og hefur þegar verið þrykkt í fjórum upplögum. Með útkomunni rétti foriagið við úr miklum kröggum, sem Bröndum komst í er hann hugðist flytja starfsemina til Malaga, með von um menningarstyrk frá Efnahags- bandalaginu til aukinna umsvifa um andlegt og sjónrænt flæði í álfunni. Styrkinn fékk hann ekki, meður því að þrátt fyrir fögur skjalfest fyrirheit, mætir menn- ingin enn afgangi í herbúðum skriffinnana 20.000. í Brússel. Varð hann því að flytja starfsem- ina aftur til Hafnar og byrja upp á nýtt, og hér var hugmyndin að bókinni hinn harði grunnur og líf- ræni auður sem kom starfseminni aftur á kjöl. Mjög er vandað til bókarinnar sem er ritstýrt af fimm einstakling- um, þeim Peer Bentzen, Niels Lyngsö, Iselin C. Hermann, Astrid Pejtersen og Morten Söndergaard. Lagði þetta lið spurningar fyrir 209 manns á öllum aldri, sem hafa svarað þeim á mjög óhefðbundinn hátt, þannig að oft má af hvunn- dagslegri speki og litríkri ísmeygi- legri kímni hafa af mikla gleði og mikið gaman, eða „fryd og gamm- en“ eins og Danir nefna það. Bók- in er ríkulega myndskreytt eins og vera ber og eru allar myndirnar í svart- hvítu, bæði verk á pappír sem ljósmyndir af listaverkum og hverslags hlutvaktri virkt í mann- heimi. Eru hér ábyrgir þeir Hans Jörgen Bröndum, Lars Gundersen og Erik Hagens, sem hafa unnið gott verk. Bókin er afar vei úr garði gerð, frágangur og uppsetn- ing í háum gæðaflokki og voru hér að verki Hans Jörgen Bröndum, Tommy Pamperin og Morten Stræde. Afar látlaus en þokkafull kápa í djúpbláum lit er svo eftir Henning Flagstad. > bókinni eru svo svör við öllu milli himins og jarðar sem mönnum dettur í hug að spyija um, en hins vegar eru svör- in ekki alltaf í samræmi við það sem menn búast við að fá, en skara þó alltaf vettvanginn að einhveiju leyti. Þrátt fyrir hin undirfurðulegu en þó ósjaldan fróðlegu tilsvör má vera víst að bókin bregði upp skýr- ari ljósi á þjóðareðlið en flestar ef ekki allar háalvarlegar uppslátt- arbækur sem út hafa verið gefnar í Danmörku til þessa. Má vera deginum ljósara að mann- og sál- fræðingar framtíðarinnar muni þurfa að fletta vel í þessari bók, þegar þeir þurfa að skyggnast undir skelina, í leit sinni að kjarn- anum í þjóðarþelinu og danskri kímni. Og eins og fyrri daginn liggja Danir ekki á neinu og þó má lesa og skynja margt ósagt á tilsvörun- um, eins og í öllum góðum rit- hætti og snjöllu málfari. Menn eru ekki alfarið að fiska eftir algildum sannindum við spurningunum, heldur því sem fólki dettur í hug um leið og það er spurt. Hér eru menn jafnopinskáir í orðræðu um höfuðfyrirbærin, lífið, dauðann og ástina, sem allt annað sem helst hverfist um þau, hið háleitasta sem hið lægsta, höfuðið sem holræsið. Engan fordómalausan hneykslar þessi bók, því fer íjarri, og hér er sá húmor í útlistunum á leik- föngunum ljúfu, eðli þeirra, til- gangi og notkun, sem maður sakn- aði svo mjög í hráum dönskum stuttmyndum frá árum kynlífsbylt- ingarinnar, sem grómuðu og hvers- dagsgerðu eðlunarathöfnina. Sjónin, er dæmi um upplýsandi svar sem broddur er í: „Hið séða er komið undir augunum sem sjá. En er ekki svo lítið komið undir höfðinu sem þau eru staðsett í, því menn sjá með öllu höfðinu. þetta er svo augljóst að einungis augn- læknar eiga erfitt með að skilja það. Augað tekur eftir, en það er höfuðið sem sér ... Seinna... Að mæla sjón- hæfnina, er sem að mæla myrkrið með ljós í hendinni. Eins og gáfurnar er sjónin sjálf- speglandi hæfileiki.“ Einnig er svarið um heyrnina mjög skemmti- lega upplýsandi, einkum fyrir það að fáir vita hve þetta skilningarvit hljóðbylgnanna er mikilvægt og undursamleg smíð frá náttúrunnar hendi... „Heyrnin er kraftaverk í risastóru samhengi, sem stöðugt er að gerast dag og nótt ailt lífið." Inntak svarsins er að heyrnin sé lífsins sigurverk hvers gangverk er of margþætt og flókið fyrir mannlegan skilning . .. Um hugs- unina: „Hugsanir eru ekki neitt í sjálfu sér, hugsanir eru alltaf um eitthvað. Hugsanir eru um heim- inn, en geta líka sjálfar verið um- heimur fyrir aðrar hugsanir. Fyrsta rétta hugsunin var hugsuð af Descartes. Hann hafnaði svo mörgum hugsunum, sem í raun og veru voru alls ekki hugsanir, að hann að lokum hitti á hugsun- ina, hugsunina um hann sjálfan, „Cogito, ergo sum“, Eftir það hafa vestrænir heimspekingar brotið heilann um þessa makalausu upp- götvun" . .. En svo eru auðvitað svör sem eru út í bláinn eins og gengur, því þá hafa menn sett sig í stífar stell- ingar. Ennfremur tvíræð svör sem höfða til hinnar hráu kímni en bera þó í sér brodd vizku og fárán- leika, sem víða kemur fram í bók- inni, dæmi: Lampaskermur: „Andreas Ludvigssen hefur byggt upp efri hluta líkamans sem lan- genna skyrtu (T-shirt), sem hann hefur þakið tattóveringum sem í stíl, tækni og uppruna eru einkenn- andi fyrir þróun list tattóveringar- innar áratuginn 1980-90. Andreas Ludvigssen hefur á fimm árum fengið sirka 65% af efri hluta lík- amans þakinn myndefnum, orðum, táknum og mynstrum af 30 rnis- munandi tattóiðkendum frá Dan- mörku, Hollandi, Frakklandi, ítal- iu, Kúbu, USA og Kanada. Hver tattóvering kostar sirka 500 krón- ur á tímann og getur varað í 6 klukkustundir hvert skipti. Andre- as Ludvigssen hefur arfleitt niðja sína að húð sinni, og lýsir í smáatr- iðum hvernig flá skuli húðina af honum, þarnæst notast sem lampa- skermur. Eftir ákveðið vinnsluferli sem felst í að húðin er þurrkuð upp og meðhöndluð með fitu og olíum“ .. . Bók er bók er bók ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.