Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Farðu að læra! TobyS. Helga Sigrún Herman Harðardóttir HEIMAVINNA barna er eðlileg- ur hluti námsins en ekki aukavinna eins og sumir líta á hana. Margir nemendur vinna heimavinnuna sína samviskusamlega á hveijum degi en aðrir snerta sjaidan eða aldrei við henni. Hvers vegna? Getur verið að viðhorf og fram- koma foreldranna ráði þar ein- hverju um? Viðhorf foreldranna til menntunar og skólagöngu skiptir afar miklu máli. Foreldrar sem ' hafa jákvætt viðhorf til menntunar hafa mikil áhrif á það hvernig bami þeirra vegnar. Barnið finnur þá fyrir áhuga og stuðningi sem gerir það að verkum að það sinnir frekar þeirri vinnu sem nám er. Böm og unglingar þurfa einnig á virðingu og trausti okkar fullorðnu að halda og verða að fá tækifæri til að sýna sjálfstæði án okkar af- skipta því annars er hætta á að okkur verði sagt upp foreldrahlut- verkinu. Hvernig ætli okkur myndi líða í vinnunni ef vinnuveitandinn eða yfirmaðurinn kæmi til okkar og segði með þjósti „farðu að vinna“? Værum við ekki samvinnu- y þýðari ef við fengjum að heyra „eigum við að ljúka þessu verkefni fyrir hádegið"? Árangur vinnunn- ar, hver svo sem hún er, hlýtur að verða meiri þar sem vinnuum- hverfið er vinsamlegt og jákvæður stuðningur fyrir hendi. Áhugi og stuðningur Með því að sýna skólastarfinu áhuga og spyrja frétta úr skólan- um, af námsefninu og vinunum sköpum við jákvæða einstaklinga sem finna að þeir og þeirra vinna Jákvæðir foreldrar, segja þær Helga Sigrún Harðardóttir og Toby Sigrún Herman, senda yfirleitt jákvæð börn í skólann. er einhvers virði. Jákvæðir foreldr- ar senda yfirleitt jákvæð börn í skólann. Margir treysta sér til að hjálpa til við heimavinnuna (án þess þó að vinna fýrir barnið) og slíkur nem- andi er líklegri til af- reka en aðrir. Mörgum börnum finnst gott að hafa einhvern hjá sér á meðan unnið er og ekki skaðar það ef hægt er að leita ráða og fá aðstoð við lausn verkefna sem virðast illskilj anleg í fyrstu. Þá er gott að hafa í huga að hvatning og hrós geta gert krafta- verk. Ef hægt gengur er mikilvægt að hrósa duglega fyrir hvert hænuskref sem stigið er því annars er hætta á að upp- gjöf fari að læðast inn í huga lítils einstaklings sem sér engar framf- arir. Stuðningurinn má þó ekki verða að undanlátssemi. Bam sem fær hvatningu til að gera sitt besta og endurtaka ef því mistekst verð- ur mun ánægðara með sjálft sig og vinnuna þegar árangurinn fer að sjást og það sér að það getur gert betur en það kannski var búið að telja sér trú um. Stuðning- ur við bam eða ungling felst ekki í því að samþykkja og taka undir alit sem það segir um skólann og samstarfsfólk sitt þar. Böm til- einka sér oft viðhorf foreldra sinna án þess að skilja hlutina til fulln- ustu og því er mikilvægt, ef upp koma spumingar sem varða skól- ann, að foreldrar snúi sér til kenn- aranna og annars starfsfólks og tali við það en ekki um það. Barn sem heyrir neikvæðar athuga- semdir um kennara eða annað starfsfólk á erfitt með að umgang- ast þann starfsmann á eðlilegan hátt á eftir og þannig geta komið upp árekstrar sem hægt hefði ver- ið að komast hjá. Lífsstíll skiptir miklu máli Svefn- og matarvenjur auk úti- vistartíma geta haft úrslitaáhrif fyrir ungt fólk á viðkvæmu vaxtar- skeiði. Börn og unglingar sem koma vel úthvíld og vel nærð með gott nesti með sér í skólann era líklegri til árangurs en þau sem era þreytt og svöng. Útivistartími er skilgreindur af lögreglu og sveit- arfélögum og ekki að ástæðulausu. Unglingar sem fá að vera úti eftir að lögbundinn útivistartími þeirra rennur út era líklegri til að lenda í vandræðum en þeir sem komnir era heim á skikkanlegum tíma. Þá ættu reykingar og áfengisneysla ekki að koma við sögu hjá ungum einstaklingi sem er að vaxa og þroskast, því slík neysla dregur úr þroska hans. Vinnuumhverfi skiptir töluverðu máli Vinnuaðstaða okkar getur virk- að hvetjandi eða letjandi á afköst. Barn eða unglingur sem hefur yfir að ráða góðu skrifborði, næði, góðu skipulagi og heppilegri lýsingu á auðveldara með að vinna verkin sín en sá sem situr hokinn við lágt stofuborðið í myrkri eða yfir sjón- varpinu. Tímasetning á heimavinn- unni getur einnig haft áhrif á ár- angurinn. Barn eða unglingur sem vaknar snemma að morgni er ekki í stakk búið að læra seint að kvöldi þar sem lítið er eftir af orkunni eftir eril dagsins. Auðvelt er að semja við böm um að læra á ákveðnum tímum og flest þeirra geta staðið við slíka samninga. Þar sem nú fer að'líða að prófum viljum við í lokin minna á náms- tæknina. Þar er upprifjun ein meg- instoð alls náms auk einbeitingar og endurtekningar, en nauðsynlegt er að rifja reglulega upp það náms- efni sem búið er að fara yfir fýrr um veturinn. Venjulegt fólk býr ekki yfir þeim hæfileikum að geta lesið einu sinni yfir eitthvert efni eða hlustað á fyrirlestur um það og munað nákvæmlega það sem eftir er. Til að viðhalda þekkingu okkar er nauðsynlegt að lesa yfir verkefni, spumingar og glósur og reikna upprifjunardæmi með reglulegu millibili allan veturinn t.d. einu sinni í mánuði og þá er gott að hafa foreldri sér við hlið sem getur hjálpað til við upprifjun- ina með því að hlýða manni yfir og jafnvel umbunað á eftir ... Við nokkra grunnskóla og marga framhaldsskóla í landinu era starfandi námsráðgjafar. í þá er hægt að hringja og óska frek- ari ráðlegginga. Þá hefur Halldóra Bergmann, námsráðgjafí við Fjöl- brautaskólann við Ármúla, haldið námskeið fyrir foreldra sem styðja vilja böm sín í námi. Gangi ykkur vel. Helga Sigrún er námsráðgjafí Árbæjarskóla. Toby Sigrún er fjölskyldu- og námsráðgjafi Feliaskóla. SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur Qhrntv tískuverslun V/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 - kjarni málsins! Aðþrengt eldra fólk HUGSIÐ ykkur, eídri borgarar þessa lands, þið hafíð fengið hugsuðinn og skatta- séníið í ríkisstjórninni til þess að rita hugg- unargrein til ykkar í blaðið. „Listin að lifa.“ Já, það var víst ekki vanþörf á því, að fá þennan mann, fjár- málaráðherra lands- ins, til að kenna okkur lexíurnar. Og væri það nú að sjálfsögðu þakk- arvert, að láta í sér heyra, ef það væri eitt- hvað fræðandi og gott, sem hann hefði að flytja okkur. En annað kemur í ljós, eins og sjá má af eftirfarandi klausu. Hann skrifar: Að undaförnu hefur mikið verið fjallað um skattalega með- ferð lífeyristekna. Og Landssam- band aldraðra hefur meðal annars mótmælt þeirri ráðstöfun stjórn- valda, að hverfa frá þeirri leið að veita 15% afslátt, vegna lífeyris- greiðslna úr lífeyrissjóðum. Inn í umræðurnar hafa einnig blandast fullyrðingar um tvísköttun og hvort og þá hvernig ætti að bregð- ast við henni. Og áfram segir hann: í skriflegu svari við fyrir- spurn á Alþingi vorið 1995 - gerði ég ítarlega grein fyrir útreikning- um í því sambandi. Sú leið að undanþiggja iðgjöld til lífeyris- sjóða skatta í stað þess að veita 15% skattaafslátt. Var fyrst og fremst farið að ósk vinnumark- aðarins. Við gerð febrúarsamning- anna 1995. Og áfram: Þá eins og nú viðurkenndu flestir að þessar tvær leiðir gátu ekki farið saman. Þrátt fyrir samþykkt 15% reglunn- ar á Álþingi, var því horfíð frá henni samhliða því að iðgjöld launamanna væru gerð frádráttar- bær. Við þá niðurstöðu þurfa menn að sætta sig. Nú og hvað segir Friðrik fjármálaráðherra þarna? Að það hafi verið að ósk aðila vinnumarkaðarins við gerð ferbrúarsamn- ingsins 1996, að 15% voru felld niður hjá eldri borgurum og ekkert kom í staðinn. Þennan rétt voru eldri þegnar búnir að ávinna sér, sem var einfaidlega niðurfelld- ur með einu penna- striki, sem sagt gert að skiptimynt milli ríkisstjómar, með Friðrik í fararbroddi, og aðila vinnumark- aðarins Benedikts Davíðssonar, sem ekki alls fyrir löngu ritaði grein í Morgunblaðið með fyrirsögninni „Sumir aldraðir eru of neikvæðir". Er það nokkuð að undra sig yfir þótt aldraðir verði á stundum undrandi á þessum vinnubrögðum ýmissa aðila, sem telja sig um- komna þess að ráðskast með þegna þjóðfélagsins. Því eftir því sem Friðrik ráðherra segir, vora það aðilar vinnumarkaðarins sem knúðu á um það að þessi umtöluðu 15% yrðu niður felld. En allir vita og þá þessir menn sérstaklega, að eftir að þegnarnir hafa náð 67-70 ára aldursmarkinu eru þeir ekki lengur aðilar á vinnumarkaðnum sem skýrir það (Ben. Davíðs.) að það er ekki að eldri borgarar séu of neikvæðir, heldur er það hitt, að eldri borgarar hafa aldrei verið með í myndinni, hvorki hjá ríkis- stjóminni né aðilum vinnumarkað- arins, þegar bitist hefur verið um kjörin, eða launagreiðslur í þessu landi. Sem er og verða mun tii ævarandi skammar fyrir ríkis- stjórn þessa lands. Enda sýnist það vera orðið sér- stakt áhyggjuefni ráðamanna þessarar þjóðar hvað eldri borgur- um fjölgar ótt, og hvaða ráð skulu úthugsuð til að stemma stigu við langlífi þegnanna. Nú skal hér tekið fram, að þeir Það sýnist vera sérstakt áhyggjuefni ráða- manna, segir Lárus Hermannsson, hvað eldri borgurum fjölgar í landinu. sem ætla sér að ræða, eða skrifa um eldri borgara þessa lands að þeir eru ekki allir undir sama hatti. Og þyrftu áreiðanlega sumir ekki eins mikla fyrirgreiðslu frá hinu opinbera og aðrir. Mjög margir vel stæðir þegnar úr atvinnulífinu fá aldurinn yfir sig og eiga sinn rétt gagnvart lífeyri og öðram þeim réttindum, sem lög standa til um. Þó segja megi að ýmsir embættismenn til margra ára, tryggðir í bak og fyrir af allskon- ar sjóðum sem þeir hljóta greiðslur úr eftir sinn vinnudag, eru að sjálf- sögðu betur settir en hinir sem voru bara venjulegir verkamenn í „Víngarði Drottins“ ef svo mætti að orði komast. Nú hafa ég og fleiri heyrt þær raddir úr sölum okkar Alþingis, að það þyki ekki hæfa, að á þing- menn sé deilt af hinum almenna borgara þessa lands, því þeir séu yfir allar aðfinnslur hafnir. En nú er það bara svo, að oftar en ekki gefa alþingismenn færi á því, að um þá sé talað og á þá deilt á ýmsum sviðum. Og mun fjármála- ráðherrann ekki verða undanskil- inn því. Og þegar maður lítur yfir hóp alþingismanna, sem skipar meirihlutann á Alþingi þetta tíma- bil, þá sýnist manni fljótt á litið þarna vera stríðsframleiðsluhópur á miðjum aldri. Fertugir, fimmtug- ir og þar yfir, sem því miður virð- ist heídur lítið hafa gert sér grein fyrir því hvað afar þeirra og ömm- ur urðu að leggja hart að sér til að koma þessari kynslóð til manns, mata hana og mennta. Segi þetta hér og nú, vegna þess, að það virð- ist ekki snerta þetta fólk, þótt ráðherrar ríkisstjórnarinnar níðist æ ofan í æ á eldri borguram þessa lands með iátlausum niðurskurð- arherferðum og skattpíningum og það umfram aðra þegna þessa lands. Og hvað geta þeir svo ann- að gert, eins og málin standa í dag og lengi undanfarið, en skammast sín fyrir slík vinnu- brögð? Eitt er það sem ég hef aldrei skilið: Sem er, þá og þegar kemur til tals, að hækka eitthvað laun hinna vinnandi stétta: Þeirra lægst launuðu, þá skuli allt úr böndunum eiga að ganga. Verðbólga, verð- bólga, alstaðar, hrópa gæðingar og talsmenn hálaunamanna, tals- menn auðvaldsins. Hvað hefur t.d. Þórarinn Þórarinsson, einn aðal- talsmaður þeirra stétta, í laun á mánuði? Og hans fylgifiskar fjöl- margir. Ætli það skipti ekki nokkrum hundruðum þúsunda. Nú og af því að hann og þessir angur- gapar, sem hæst gala um verð- bólgu, ef lægstu launin hækki eitt- hvað, því snúa þeir sér ekki þá að því að lækka töluvert þessi háu laun, sem eru staðreynd hjá topp- unum í þessu landi, t.d. svona örlít- ið til samræmis við það sem aðilar á vinnumarkaðnum hafa, eða koma til með að hafa? Þess vegna spyr ég í einfeldni minni. Halda þessir menn að þeirra laun séu ekki og verði aldrei verðbólguvald- andi? Eg mundi halda að þeir væru heimskir, ef þeir héldu slíkt. Og ef þeir vilja vera samkvæmir sjálfum sér ættu þeir að bjóðast til að laun þeirra yrðu ca. 140.000 á mánuði, helmingi hærri en það sem þeir þó með semingi vilja bjóða öðrum eða um 70.000 kr. á mánuði. Og þá helst ekki fyrr en eftir þijú ár. Höfundur er eldri borgari. Lárus Hermannsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.