Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Vánská lofaður fyrir Sibeliusar-túlkun VINNA finnska stjórnandans Osmo VánskS við að koma verk- um landa síns Jeans Sibeliusar á framfæri, hefur vakið verð- skuldaða athygli. í Financial Times birtist nýverið viðtal við Vánska, sem stjórnar skosku BBC- útvarpshljóm- sveitinni á sex tónleikum í Bretlandi þar sem flutt verða verk Sibeliusar í upprunaleg- um útgáfum. Fyrstu tónleik- arnir voru um liðna helgi en tónleikahaldið heldur áfram fram í maí. Vánská tók við sem stjóm- andi hljóm- sveitarinnar sl. sumar og segir í FT að hann hafi sýnt það og sannað að hann sé meist- ari sin- fónískrar dra- matíkur, tón- list Sibeliusar virðist þrungin spennu, tján- ingarrík, áköf og óblíð, og hafi jafnmik- inn kraft til að deyða, og til að gefa líf. Túlk- un Vánskás neyði menn til að rétta sig í sætunum og hlusta. í viðtalinu er hann sagður eitt besta dæmið um þá grósku sem hafi verið ríkjandi í finnsku tónlistarlífi. Sjálfur þakkar Vánská það þeirri áherslu sem lögð sé á tónlistarkennslu í Finnlandi en leggur jafnframt á það áherslu að hann sé enginn sérfræðingur í tónlist hins finnska Sibeliusar. Fáir stjórn- endur hafa þó haft jafngreiðan aðgang að handritum Sibeliusar ogjafnmikinn tíma til að gera tilraunir með mismunandi túlk- un á verkum hans, þökk sé út- gáfusamningi hans og BIS- útgáfunnar.Vánskásegirað hver kynslóð verði að finna nýjar víddir í tónlistinni sem hún hljóti í arf. „Endurflutningur á tilbún- um lausnum er án listræns til- gangs og gerir ekkert annað en að senda listrænan flutning á safn,“ segir Vánská. Hann segir að hefðin í tengslum við flutninginn á verkum Sibel- iusar sé svo yf- irþyrmandi, að hún hafi dregið kjarkinn úr mörgum. Sjálf- ur hóf hann að endurskoða túlkun sina á Sibeliusi þegar hann sökkti sér á kaf í takt- merkingar í fjórða þætti fimmtu sinfó- níunnar. Hann komst að því að ekki voru til upptökur á nokkrum minna þekkt- um verkum Si- beliusar og að í nokkrum til- fellum var til- mælum tón- skáldsins ekki fylgt þegar nótur verka hans voru prentaðar. Vánská segist þó ekki svo fastur fyrir að hann sé ekki reiðubúinn að breyta túlkun sinni. „Ég reyni að kom- ast að því hvað meistarinn skrif- aði en engu að síður er frelsi til túlkunar. Aðalatriðið er: hvemig má fá tónlistina til að draga andann og tala til áheyr- enda. Það stoðar ekkert ef við fylgjum nótunum nákvæmlega og tónlistin er dauð. Ég vil ekki vera farisei. Það er lífið að baki nótunum sem við leitum að.“ Osmo Vánská Ég Og þú flytur og heldur meiriháttar rýmingarsölu í nokkra daga til að rýma fyrir nýjum vörum. Þú mátt ekki missa af þessu. SSs''?* ns*r- 500, r- f 990, r 1490, 1-990. VERSLUNIN ÉG&ÞÚ Laugavegi 66, sími 551 2211. Ath. allt nýlegar vörur. Grípið þetta einstaka tækifæri sem býðst bara einu sinni í nokkra daga. Voldugir vormenn TONLIST Langholtskirkja KÓRTÓNLEIKAR Ýmis þjóðlög og smáverk eftir Niel- sen, Béen, Brahms, Palestrina, Mor- ley, Schubert, Haley, Lennon/McC- artney, Lloyd-Webber, Wagner o.fl., þ. á m. ný lög eftir Fjölni Stefánsson og Pál P. Pálsson. Rannveig Fríða Bragadóttir mezzosópran, Ingólfur Sigurðsson tenór, Anna Guðný Guð- mundsdóttir, píanó, og Karlakór Reykjavikur undir stjóm Friðriks S. Kristinssonar. Langholtskirlqu, þriðjudaginn 18. marz kl. 20. EINHVERN veginn finnst manni í það snemmsta að efna til vortón- leika meðan enn er hvítt yfir öllu og varla tekið að hefja úr malbiki, en kon- ungur íslenzkra karlakóra lét lurkst- íðina ekki á sig fá, heldur hóf árlegu vor- verkin með pompi og prakt að forsetahjón- um viðstöddum í Langholtskirkju í fyrradag, og sneisa- fylltu tónleikagestir ekki aðeins guðshús- ið, heldur farkostir þeirra einnig bíla- planið, svo til vand- ræða horfði. Karlakór Reykja- víkur var fjölmennari en nokkru sinni, hart- nær 80 söngmenn, og hafi erlendir áheyrendur áður fölnað af óttabland- inni hrifningu við voldugt brimsog íslenzkra karlaradda á útopnu, var nú hætt við að sumir hefðu farið að dæmi Mökkurkálfa forðum, þegar þessi dýnamískasti sönghópur lýð- veldisins gaf í svo undir tók. A.m.k. minnist undirritaður þess ekki í svip að hafa upplifað annan eins mun á veiku og sterku í rödduðum hópsöng. Að því sögðu verður þó að skjóta inn, að sú aðdáunarverða fylgispekt sem kórfélagar sýndu stjómanda sín- um var ekki einhlítt til blessunar. Stundum vildi nefnilega brenna við, að sveiflumar upp og niður styrk- leikastigann yrðu í sneggra lagi, og hefði stjórnandinn þar að skamm- lausu mátt temja sér meir silalega hægð Moby Dikks, þess er um sæinn svam í kvæði Megasar, enda svipt- ingamar - þegar mest lét - allt að því lostgefandi. Einnig hefði á til- teknum stöðum mátt brýna hæðar- skerpu, ekki sízt 1. tenórs, sem átti stöku sinni til að dofna, enda ætti kómum ekki að verða skotaskuld úr því með slíku einvalaliði söngmanna. Athyglivert var þó, að langminnst kvað að slíkum fegurðarblettum í „gömlu lummunum," hefðbundnu karlakórslögunum, þar sem söngur- inn varð áreynslulausastur og undir- tektir áheyrenda heitastar. Af því mætti álykta, að ekki sé aðeins við íhaldssemi kórfélaga að eiga, þá reynt er að endurnýja viðfangsefni karlakórmiðilsins, heldur muni mörg- um áheyranda ekki síður hin fomu minnin kær. Annars var varla hægt að væna dagskrá kórsins um fábreytni. Verkasvið sem nær frá Adam de la Halle og Palestrina til Bítlanna og listmúsíkur samtímans ætti að þykja flestum yfrið breitt. Ekki var heldur annað að sjá en að áheyrendur kynnu að meta fjölbreytnina, og andrúms- loftið var að sama skapi jákvætt og frísklegt. Eftir hressilegt „ísland ísland, ég vi' syngja" tóku við tvö nýsamin verk í tilefni af sjötugsafmæli kórsins í fyrra, „í júní,“ strófískt og fremur rómantískt lag við Ijóð Þorsteins Valdimarssonar eftir Fjölni Stefáns- son og „Vor borg,“ öilu nútímalegri gegnsamin smíð eftir Pál Pampichler við karlmennskulegan ljóðatexta Guðmundar Böðvarssonar, þar sem kraftur karlakórsins naut sín til fullnustu. „Aftenstemning" eftir Nielsen lýsti látlausri kvöldkyrrð, og kom þar fram sem víðar afar áferðarfallegur pianissimo-tónn kórsins. Þjóðlaga- jarknasteinn Svía, „Uti vor hage“ lýttist svolítið af fyrrgetnum ann- mörkum í tónhæð og styrkbeitingu, og svo var einnig um samlendu lögin „Vorsöngur“ og „Jómfrúin og kæ- rastinn" í sérkennilegri útsetningu Alfvéns, þar sem kórinn gjammaði hraustlega undir á orðunum Pang! Pang! Um verðleika hinnar döpru en dýrðlegu Alt-rapsódíu Brahms þurfti ekki að spyija. Var innlifaður ein- söngur Rannveigar Fríðu með kórn- um sannur yndisauki, og einnig píanóleikur Önnu Guðnýjar, enda þótt píanóumskriftin verði aldrei meira en föl skuggamynd af hljóm- sveitarútgáfunni. Slagharpan stóð alla tónleikana á hálfopnu, en hefði víða mátt fullopna, t.a.m. í fyrsta aukalaginu, Brennið þið vitar, þar sem glæsilegur undirleikur Önnu Guðnýjar drukknaði að miklu leyti í úthafsholskeflum karlakórsins. Hefði KKR þar að iíkindum getað keyrt 100 manna hljómsveit í spað án telj- andi fyrirhafnar. Eftir hlé kom upp sjaldheyrt við- fangsefni hjá íslenzkum karlakór: stutt a cappella verk eftir ítalska endurreisnarmeistarann Giovanni da Palestrina, Bone Jesu. Túlkunin var óþarflega rómantísk með miklum styrk- rænum tilþrifum og tæplega í anda tilurð- artímans. Sömuleiðis vantaði nokkuð upp á léttan elísabezkan „balet“-anda Morieys í „Now is the month of maying" i ramm- gerðri kósakkaút- færslu karlakórsins, og þótt yndislegur Sanctus-messukafli Schuberts hafi oftast nær hljómað fallega í pianissimo-söng kórsins, voru snögg styrkskipti stjórnandans sízt fallin til að ljá verkinu kyrrlátan höfga. Tuttugufaldur rakarakvartett kórsins í „While strolling through the park“ kom hins vegar skemmtilega út, og kórfélaginn Ingólfur Sigurðs- son opinberaði efnilega bjarta tenór- rödd, þótt enn væri fremur ómótuð, í einsöngshlutverki í „Yesterday" Lenað nons/McCartneys við undir- söng KKR. „Memory," aðallagið úr söngleiknum Cats eftir Lloyd-Web- ber, heppnaðist einnig vel og hefði líklega notið sín enn betur, hefði stjómandinn gætt jafnara styrkvæg- is þegar laglínan færðist milli radda. Um Söng norsku hásetanna úr Hol- lendingnum fljúgandi eftir Wagner („Steuermann! Lass die Wacht!“) þurfti hins vegar ekki að fara í graf- götur. Hann „steinlá," eins og sagt er, og eftir að hafa veitt ekki færri en fímm aukalögum dynjandi undir- tektir yfírgáfu tónleikagstir sam- kunduna í sannkölluðu vorskapi. Ríkarður Ö. Pálsson Frumskógarlög- mál í dýragarði KYIKMYNPIR Bíóborgin KOSTULEG KVIKINDI „FIERCE CREATURES" ★ ★'/2 Leikstjórí: Robert Young og Fred Schepisi. Handrit: John Cleese. Aðal- hlutverk: John Cleese, Jamie Lee Curtis, Kevin Kline, Michael Palin, Ronnie Corbett. Universal 1997. EINHVER albesta gamanmynd síðustu ára var Fiskurinn Wanda þar sem gamansamir fjórmenningar fóru á kostum í kostulegum hlutverkum. Það væri að ætlast til of mikils að búast við einhveiju jafngóðu, hvað þá einhveiju sem er betra, en fjór- menningarnir John Cleese, Michael Palin, Jamie Lee Curtis og Kevin Kline, sem koma saman aftur í gam- anmyndinni Kostuleg kvikindi eða „Fierce Creatures", gera hvað þeir geta með nokkuð viðunandi árangri. í fyrri myndinni snérist verulega safaríkur söguþráðurinn um þjófstol- ið fé en nú er sagan öllu einfaldari og gerist í dýragarði í Bretlandi, sem ástralskur auðkýfíngur hefur eign- ast. Sonur hans er fullkominn aum- ingi og eltir nýráðna og glæsilega vaxna starfskonu föður síns til Bret- lands að taka við dýragarðinum. Þar fyrir er John Cleese sem forstjóri dýragarðsins og Michael Palin, eins- konar talsmaður starfsmanna og skelfilega leiðinlegur „besservisser". Eitthvað gekk erfiðlega að koma myndinni á koppinn og eftir prufu- sýningar í Bandaríkjunum var hóað í nýjan leikstjóra, engan minni mann en Fred Schepisi, til að auka skemmt- anagildið. Maður mun aldrei komast að því hvemig fyrri útgáfan var en vitleysan í þeirri síðari kemur manni a.m.k. í gott skap. Léttkynferðislegt tjallagrínið í henni minnir helst á „Carry On“-myndirnar gömlu en handritið er meinlaus farsi. í Fiskinum Wöndu skipti kvartett- inn bitastæðu hlutverkunum nokkuð jafnt á milli sín og voru þau hvert öðru skemmtilegra. I Kostulegum kvikindum er það Kevin Kline sem stelur senunni í tvöföldu hlutverki sonarnefnunnar og harðstjórans föð- urins. Kline ofleikur soninn lítillega þótt hann dragi um leið fram aum- ingjaháttinn í honum en virðist skemmta sér best þegar hann glímir við gamla karlinn, ástralska mógúl- inn, sem er í raun dýrlega ómerki- legt mannkerti og frábærlega ástr- alskur í meðförum leikarans; hreim- urinn einn fær mann til að hlæja. Cleese gerir það sem hann gerir best í enn einu hlutverki manns er hefur misst fullkomlega þá litlu stjórn sem hann taldi sig hafa á hlutunum en stendur og gapir í miðju óreiðunnar þar til hann veit ekki lengur hvað snýr upp og hvað niður. Palin fellur mjög í skuggann af þeim í lítt skil- greindu og fremur ófyndnu hlutverki starfsmanns í dýragarðinum, sem allt þykist vita best. Loks er Jamie Lee nokkurn veginn óbreytt frá fyrri myndinni, sexí og sæt og eina mann- eskjan með fullu viti í allri myndinni. Myndin er farsi um misskilning á misskilning ofan, dulbúning, leyni- makk, ást og afbrýði og leikstjórarn- ir keyra hann áfram á góðum hraða. Það eru nokkrir góðir brandarar í handritinu en það vantar meira kjöt á beinin svo myndin nái að komast á stall með Fiskinum Wöndu. Hún skemmtir manni þó ágæta vel nú þegar daginn er tekið að lengja svo um munar. Arnaldur Indriðason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.