Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 64
64 FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ IUI Yl\l DBÖN D/KVIKM YN Dl R/ÚTVARP-S JÓN VARP GEIMVERUR hafa alltaf kallað á tæknibrellur. Þessi fljúgandi diskur er í „Forbidden Planet“ frá árinu 1956. Tæknibrellur færast í aukana LEIKARAR og teiknimyndafígúrur deildu hvíta tjaldinu í „Who Framed Roger Rabbit?“ (1988). ÞEGAR fjallað er um Ósk- arsverðlaunin beinist athygl- in fyrst og fremst að leikur- unum og leikstjórunum. Allir velta fyrir sér hvaða mynd fái titilinn sú besta. Þó að þessar myndir veki athygli eru þetta ekki mynd- irnar með mesta aðdráttar- aflið. Það sem dregur flest fólk í bíó upp á síðkastið er nefnilega ekki stjörnuleikur heldur sífellt flottari tæknib- rellur. í ár eru útnefndar „Independence Day“, „Twister“ og „Dragonhe- art“. Tölvutæknin þróast hratt og þegar tæknibrellur síðustu ára eru bornar saman við eldri tilraunir hlær fólk oft og finnst gömlu til- raunirnar hallærislegar. Samt getur gamalt líka verið gott. Hvirfilbylur- inn í „The Wizard of Oz“ (1939) er t.d. ótrúlega sannfærandi og vekur í raun meiri skelfingu en tölvustormurinn í „Twister" (1996). Óskarsverðlaunin hófu göngu sína í lok þriðja áratugarins en það var ekki fyrr en árið 1940 að sér- stök verðlaun fyrir tæknibrellur voru veitt. Þetta var ekki vegna þess að tæknibrellur vantaði í myndir fyrir þennan tíma. Tækni- brellur hafa verið hluti af kvik- myndagerð frá upphafi. Einn af upphafsmönnum kvikmyndalistar- innar, Frakkinn George Melies, byggði t.d. kostulegar myndir sínar sem mest á ýmsum brellum. Tæknibrellur hafa samt þótt eitt- hvað ófínni en Ieikarar og handrita- skrif. Það var fyrst fyrir tveimur árum að Akademían kom á fót sér- stakri deild fyrir tæknibrellur. Nú er það eingöngu fólk sem hefur atvinnu af gerð tæknibrellna sem kýs hvaða mynd vinnur í þessum fiokki. Tæknibrellur fengu byr undir báða vængi þegar „Star Wars“- myndirnar komu á markaðinn fyrir 20 árum. Síðan þá hefur hver tæknibrellusmellurinn fylgt öðrum og ótrúlegum fjárhæðum er eytt í þennan hluta kvikmyndagerðar. Tölvubrellur í kvikmyndum í dag eru samt mikið til gamlar lummur í nýjum búningi. í „Independence Day“ er t.d. notað atriði úr „War of the Worlds" (1953) og „Earth vs. the Flying Saucers“(1956). Mynd Tim Burons „Mars Attacks!" byggist einnig á þeirri síðarnefndu. Nú velta sumir fyrir sér hvort kvikmynd framtíðarinnar verði að öllu leyti unnin á tölvu og leikarar verði óþarfir. Ef sú verður raunin þá verða líklega eingöngu tveir flokkar við Óskarsverðlaunaaf- hendinguna: Besta mynd og Tæknibrellur. Peysudagar í fLHSH Fimmtudag, föstudag og LAUGARDAG 30% AFSLATTUR AF PEYSUM Stuttar, þröngar VÍÐAR, SÍÐAR. Verð FRÁ 1.990 Laugavegi 54 MYWDBÖWP Krefjandi listaverk Skriftunin____________________ (Le Confessional) Drama ★ ★ ★ ★ Framleiðendur: Denise Robert, David Puttnam, Philip Carcasonne. Leikstjóri: Robert Lepage. Hand- ritshöfundur: Robert Lepage. Kvik- myndataka: Alain Dostic. Tónlist: Sacha Puttnam. Aðalhlutverk: Lothaire Blutheau, Patric Coyette. 110 mín. Kanada. Háskólabíó 1997. Útgáfudagur: 18. Mars. Myndin er bönnuð bömum innan 12 ára. „í FÆÐINGARBORG minni ber fortíðin nútíðina eins og barn á öxlum sér.“ Þetta eru upphafsorð myndarinar „Skriftunarinnar", sem gerist árið 1989 og segir frá leit bræðra að sannleika um uppruna annars bróðurins, en sannleikurinn felst í árinu 1952 og kvikmynd Hitchcocks „I Confess". Þarna eru þrjár sögur fléttaðar saman með öllum þeim brellum sem kvikmyndalistin hefur uppá að bjóða og hvers- dagsleg sagan verður í höndum leikstjórans og handritshöfundarins Lepage að listrænu meistaraverki. Þetta er ekki einföld mynd, svo það er tæpast hægt að mæla með henni sem dæmigerðu myndbanda- fóðri. Ég sjálfur myndi taka myndir á borð við „Clueless" eða „Hard Boiled" fram fyrir hana, ef ég væri að leita að afþreyingu. En ef ég vildi sjá einhveija gefandi mynd, sem myndi sitja eftir í huga mér löngu eftir að hún væri búin, þá væri „Skriftunin“ ofarlega á lista. Hver einasti myndrammi hennar er hlað- inn merkingu og við hverja áhorfun kemur fram eitthvað nýtt, sem var hulið áður. Lepage hefur aðallega fengist við leikþús til þessa og virð- ist kvikmyndamiðillinn liggja af- skaplega vel fyrir honum. Skiptingin á milli nútíðar og fortíðar er gerð á snilldarlegan hátt, sem minnir helst á „Villtu jarðarberin" hans Berg- mans, og notkunin á mynd Hitch- cocks í framrás sögunnar er frábær- lega af hendi leyst, þ.e. notkunin á kaþólsku kirkjunni í „I Confess" og í „Skriftuninni" með megináherslu á þagnareið prestanna. Leikaramir standa sig allir með prýði, sérstak- lega Coyette, sem bróðirinn í leit að sjálfum sér. Myndir eins og „Skriftunin" sýna fram á það að kvikmyndin er alveg jafnmikilvægur listrænn miðill og bókmenntir, leikritun, málaralist o.fl. Hæsta einkunn fyrir hágæða- mynd. Ottó Geir Borg Margfaldur___________________ (Multiplicity) Gamanmynd ★ ★’A Framleiðandi: Columbia Pictures. Leikstjóri: Harold Ramis. Handrits- höfundar: C. Miller, M. Hale, Ra- mis, L. Ganz og B. Mandei. Kvik- myndataka: Laszlo Kovacs. Tónlist: George Fenton. Aðalhlutverk: Mic- hael Keaton og Andie MacDowel. 113 mín. Bandaríkin. Colombia Tristar Home Video/Skífan 1997. Útgáfudagur: 19. mars. DOUG hefur allt of mikið að gera í vinnunni, og getur engan veginn sinnt fjölskyldunni. Þegar hann er alveg að fara yfír um, hitt- ir hann erfðafræðing sem býðst til að gera af honum annað eintak, og gefa honum þar með tækifæri til að njóta áður óþekkts frelsis. Hér er um að ræða farsakennda gamanmynd, þar sem stund og MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKU Umsátrið á Rubyhryggnum (The Siege at Ruby Ridge) ★ ★ Draumur sérhverrar konu (Every Woman’sDream) ★ ★*/i Ríkharður þriðji (Richard III) ★ ★ ★ ’/1 Bleika húsið (La Casa Rosa) ★ ★ Sunset liðið (Sunset Park) ★ 'h I móðurleit (Flirting with Disaster) ★ ★ ★ Banvænar hetjur (Deadly Heroes) Dauður (Dead Man) ★ Frú Winterbourne (Mrs. Winterbourne) ★ ★ 'h Frankie stjörnuglit (Frankie Starlight) ★ ★ 'h Dagbók morðingja (Killer: A Journal ofMurder) 'h Klikkaði prófessorinn (The Nutty Professor) ★ ★ ★ Eyðandinn (Eraser) ★ ★ 'h Sporhundar (Bloodhounds) ★ Glæpur aldarinnar (Crime ofthe Century) ★ ★ ★ 'h Próteus (Proteus) ★ Svaka skvísa 2 (Red Blooded 2) ★ ‘h Bardagakempan 2 (Shootfighter 2) ★ Ást og skuggar (OfLove and Shadows) ★ ★ Stolt Celtic - liðsins (Ceitic Pride) ★ ★ 'h Töfrandi fegurð (Stealing Beauty) ★ ★ ★ Eyja Dr. Moreau (The Island ofDr. Moreau) ★ 'h Ihefndarhug (Heaven’s Prisoner) -k'h Bull og vitleysa staður aðalper- sónanna getur skapað ýmsar skemmtilega uppákomur. Það heppnast mjög vel, myndin á mjög góða punkta, og er stöðug skemmt- un allan tímann. Um hinar margvíslegu karlper- sónur má hins vegar deila, þar sem þær eru ansi miklar stereótýpur. Eini karlmaðurinn sem gat mögu- lega hugsað um heimilið er náttúru- lega mjög kvenlegur, ef ekki hommalegur. Hér er greinilega ver- ið að deila á karlrembur, eigingirni karla yfir höfuð og vanmat þeirra á hinum svokölluðu kvennastörfum. Eitthvað hefðu konur sagt ef gerð hefði verið svipuð mynd um þær. Michael Keaton er ansi góður, og sýnir fram á fjölhæfni sína sem leikari, þótt þroskahefta týpan sé frekar fíflaleg, en það má réttlæta það með því að þetta sé gaman- mynd. Andie MacDowell er sæt og fín og ósköp svipuð sér og í öðrum myndin. Stúlkan þyrfti að komast í eitthvað feitara til að fá að sýna sig smávegis. Þetta er sem sagt fínasta gaman- mynd fyrir alla fjölskylduna, og upplögð til áhorfs til að létta sér lífsbölið og gera sér grein fyrir að það er kannski ekki eins mikið og maður vill láta vera. Hildur Loftsdóttir Vikan *| f| A ^ Nr. vor Log Flytjandi 1. (1) Remember me Btueboy 2. (4) Firewater burn Bloodhound gang 3. (-) Storing at the sun U2 4. (3) Song 2 Blur 5. (15) Locol god Everdear 6. (9) Erika Bady On and on 7. (3) Hedonism Skunk Ánonsie 8. (8) Karvel Björk 9. (20) Spin spin sugar Sneaker Pimps 10. (23) Toxygene 0RB 11. (-) Encore une fois Sash 12. (5) Da funk Daft punk 13. (10) Runaway Nuyorican soul & India 14. (-) Ready to go Republica 15. (-) Eye Smashing Pumpkins 16. (24) Mama Spice girls 17. (22) The theme Tracey Lee 18. (26) She's a star James 19. (12) l'm not feeling you Yvette Michel 20. (21) l'll be Foxy Brown & Jay 21. (11) The foundation X-zibit 22. (13) Dennis Leory Asshole 23. (-) Star people George Micheal 24. (18) Let me dear my throat D.J. Kool 25. (17) 1 will survive Cake 26. (19) 1 shot the sheriff Warren G 27. (6) Ain't talking'bout it Apollo 440 28. (7) Squealer Red 29. (-) Indestructable Alishn's altic 30. (-) Casual affair Tonic
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.