Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Leikskólarekstur hjá Reykjavíkurborg I GREIN sem fram- kvæmdastjóri Dagvist- ar barna hjá Reykja- víkurborg ritaði undir heitinu „Staðreyndir um rekstur leikskóla Rey kj avíkurborgar", ber hann á borð upplýs- ingar um rekstur leik- ; skóla borgarinnar og segir jafnframt að ég fari fijálslega með upp- lýsingar og sé að reyna að sýna fram á að leik- skólarnir séu illa reknir undir stjórn R-listans. Upplýsingar úr árbók sveitarfélaga Siguijón Haraldsson Þær upplýsingar sem ég hafði við útreikninga mína voru úr árbók sveitarfélaga fyrir rekstrarárin 1994 og 1995. Hér var ekki verið að fara fijálslega með upplýsingar nema að það teljist fijálslegt að opinbera þær tölur sem eru í árbókunum. Þarna var eingöngu teknar breytingar á leikskólum Reykjavíkurborgar á milli ára og samanburður við önnur sveitarfélög. Samkvæmt úrteikning- um úr árbókunum hefur þróun rekstrarkostnaðar orðið meiri á ein- ingu hjá Reykjavíkurborg heldur en landsmeðaltal. Það geta legið ýmsar skýringar á bak við það sem ekki er í mínum verkahring að útskýra. Gæði þjónustunnar gætu t.d. hafa aukist meira hjá Reykjavíkurborg en að meðaltali hjá öðrum sveitarfé- lögum. Það má einnig vel vera að upplýsingarnar í árbók sveitarfélaga séu rangar og er það ekki við grein- arhöfund að sakast ef svo er. Við ritun greina minna hef ég notast við upplýsingar úr ýmsum áttum s.s. fréttir dagblaða, árbækur sveitarfé- laga og ýmsa aðra miðla. Út frá þessum upplýsingum hlýt ég að draga ályktanir um stöðu og rekstur leikskóla í ýmsum sveitarfélögum. Það er ánægjulegt ef einhver eins og framkvæmdarstjóri Dagvistar barna kemur með þá ánægjulegu staðreyndir (eins og hann orðar) að leikskólarekstur hjá Reykjavík- urborg sé í mjög góðu lagi. Það er einmitt markmið mitt með greinar- skrifum um leikskólamál að draga fram sjónarmið sem flestra. Það þarf ekki að vera að allir séu sam- mála um alla hluti. Það sem einum finnst gott getur öðrum fundist slæmt. Það eru margir leikskólar hjá Reykja- víkurborg sem eru vel reknir, en svo eru aftur aðrir sem eru illa reknir og ekki að sjá að staða þeirra hafi batnað milli ára, ef bornar eru sam- an tölur úr árbók sveit- arfélaga fyrir rekstrar- árin 1994 og 1995. Ánægjuleg þróun? Samkvæmt grein Bergs Felixsonar er stöðugt verið að bæta þjónustu leikskólanna og er ekkert annað en gott um það að segja. Þó hefur ýmsum atriðum úr fyrri grein minni ekki enn verið svarað og stangast á við grein Bergs. í frétt Dags-Tímans frá því fyrr í haust og nú síðast í Helgarpóstinum eru frétt- Hæft starfsfólk vantar tilfínnanlega við leik- skólana og ástæðan er m.a. léleg laun. Því dregur Signrjón Haraldsson í efa að gæði þjónustunnar hafi aukist. ir um gífurlega vöntun á starfsfólki við leikskólana í Reykjavík. Borið er við verulegri hreyfingu á starfs- fólki og lélegum launum. Af þessum upplýsingum verð ég að draga í efa að gæði þjónustunnar hafi aukist. Stöðug umskipti á starfsfólki hljóta að veikja uppeidisþjónustu eins og Ieikskólarnir eru og auka líka rekstr- arkostnað þeirra. En framkvæmda- stjóri Dagvistar barna hlýtur að hafa staðreyndir um þetta mál eins og um rekstrarkostnað leikskólanna. Sjálfsagt er þessi fréttaflutningur dagblaðanna fijálslegur, orðum auk- inn og því ekki svaraverður. Fram- kvæmdastjóri Dagvistar barna svar- ar heldur ekki þeirri fullyrðingu minni hvers vegna rekstrarkostnað- ur 14 dýrustu leikskólanna hækkar hlutfallslega meira heldur en rekstr- arkostnaður annarra leikskóla hjá Reykjavíkurborg. Ekki minnist hann heldur á til hvaða aðgerða stjórn Dagvistar barna hefur gripið til að snúa þessari þróun við. Léleg framleiðni í leikskólum Það er við sama vandamálið að eiga í leikskólarekstri eins og í öðr- um rekstri hér á íslandi þ.e.a.s. framleiðni er allt of lítil. Við getum tekið sem dæmi hjá Reykjavíkurborg voru á árinu 1995 samtals 3.524 heilsdagspláss og 976 heil stöðu- gildi. Út úr þessu fáum við 3,61 heilsdagspláss á starfsmann. Ef við svo breytum þessum 3,61 heilsdags- plássi í barngildi og gerum ráð fyrir að það sé jöfn dreifíng í aldurshópum frá 1 til 5 ára þá gerir þetta 5 bam- gildi á starfsmann að meðaltali. Samkvæmt reglugerð þá er gert ráð fyrir 8 barngildi á starfsmann. Þarna má sjá að töluvert vantar upp á að hámarksframlegð leikskóla Reykja- víkurborgar sé náð. En Bergur hefur sjálfsagt staðreyndir um þetta mál, hvers vegna ekki næst meiri fram- leiðni. En hvernig má auka fram- leiðni í leikskólum? Það er t.d. hægt með því að fækka töpuðum vinnu- stundum og með minni veltuhraða starfsmanna. Með því að taka upp mætingabónus má t.d. hækka laun og fækka fjarvistum eða brottfalli starfsmanna. Það gengur t.d. ekki upp að greiða fólki léleg laun í krefj- andi og metnaðarfullum störfum á leikskólum. Ef við ætlum að byggja upp sambærilegt skólakerfi og á hinum Norðurlöndunum þá verðum við að greiða sambærileg laun. Það þarf því engan að undra þó skóla- kerfíð hjá okkur sé eins og það er þegar fyrsta skólastiginu er ekki sinnt sem skyldi. Það eru líka ýmsar aðrar leiðir til, en rekstur leikskóla á sjálfsagt (eins og framkvæmda- stjóri Dagvistar barna segir) ekkert skylt við rekstrarfræði, þar sem hér er um félagslegt úrræði að ræða og þessi þjónusta kostar bara það sem lagt er í hana. Höfundur er framkvæmdastjóri Leikráðs ehf. rekstrarráðgjöf á sviði leikskólamála. Er kvennadeild Landspítalans að- eins fyrir „veniu- legar konur‘7 EIGA hreyfihamlað- ar konur ekki sama rétt á að eignast börn og aðr&r konur? Þetta var spurningin sem skaust upp í huga mér þegar ég varð vitni að aðgenginu að kvenna- deild Landspítalans. Ég er hreyfihömluð í fótum, vegna vöðva- rýrnunarsjúkdóms sem greindist á unglings- aldri og því um tölu- verða skerðingu á hreyfigetu að ræða, sérstaklega þegar um er að ræða stiga, háa þröskulda og þrep. Ég vissi að sökum Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir fötlunar minnar yrði ég að vera í hjólastól síðustu mánuði meðgöngunnar. Við fyrstu mæðraskoðun á Landspítal- anum gerði ég mér svo grein fyrir því að erfitt yrði fyrir mig að kom- ast inn í hjólastól fyrir of háum þröskuldi og þungri útihurð. Ekki er fræðilegur möguleiki á að koma hjólastól inn á klósettin vegna þess að hurðirnar eru of þröngar, svo eru engar salernisstoðir til að styðja sig við. Vigtin, sem notuð er, er það há að ég hef ekki með góðu móti kom- ist uppá hana, og núna síðustu skiptin hef ég alls ekki komist upp á vigtina. Þá hafa þær sótt tölvuvog sem er mun lægri og betri að öllu leyti, en hvernig eru þær konur vigtaðar sem eru alveg bundnar við hjólastólinn, ég bara spyr? Svo er það nú blessaður skoðun- arbekkurinn sem er notaður til að skoða konur að neðan ef þess þarf með. Hann er einnig mjög óað- gengilegur þar sem stíga þarf á háan skemil sem ég treysti mér ekki að fara uppá vegna hættu á að detta og skaða mig og jafnvel saklaust barnið. Ég talaði við ljós- móðurina um þetta slæma aðgengi fyrir hreyfihamlaðar konur og spurði hvernig þær færu að því að vigta þær og koma þeim á skoðun- arbekkinn. Svörin voru á þessa leið: „Þeim er bara lyft einhvern veg- inn til og frá.“ í mínu tilfelli, þegar þær reyndu að aðstoða mig, kunnu þær hreinlega ekki til verka. Þannig að ég upplifði mig sem niðurlægða við allt umstangið. Á sjöunda mánuði fór ég að nota hjólastól og ég spurði náttúrulega um hjóla- stólaklósett svo ég gæti tekið þvagprufu og svarið var: „Nei, því miður er ekkert svo- leiðis klósett hér.“ Og Borgin og óréttlætið HVAÐA réttlæti er í því að við sem byggðum húsin okkar eftir ’83 þurfum nú að greiða sérstakt holræsagjald til Reykjavíkurborgar? Árið 1983 sótti ég ásamt mörgum öðrum um lóð undir einbýlis- . ; hús í hverfi því sem nú er kennt við Ártúnsholt (Kvíslahverfi) gatna- gerðargjöld voru 120 þúsund krónur, minni umsókn var hafnað, þá var í gangi skammta- kerfi á lóðum. Ári seinna eða ’84 var Davíð Oddsson orð- inn borgarstjóri í Reykjavík og leysti úr áratuga lóðaskorti borgarinnar með því að úthluta nógu mörgum lóðum í Grafarvogi. Aftur sótti ég um lóð undir einbýlishús mitt og >• fékk hana á mjög góðum stað við Logafold en verðið sem ég þurfti að greiða í gatnagerðargjöld var 360 þúsund kr. Ekki var þetta nú bless- aðri verðbólgunni að kenna um hækkun þessa heldur því að þarna var hætt að niðurgreiða gatnagerð- argjöld endanlega. t Eg hef alið manninn nær alla ævi í Reykjavík og greitt mína skatta Magnús Jónsson þangað og greiddi því í raun niður gatnagerð- argjöld þeirra sem byggðu á undan mér í borginni. Siðan þegar ég er búinn að byggja mitt draumahús missa sjálfstæðismenn meiri- hluta sinn í borgar- stjórn og R-listin tekur við, og þar með hefst óréttlætið? Óréttæti þetta felst í því að þó að ég hafi í raun greitt þrefalt gatnagerðargjald mið- að við þá sem á undan byggðu og greitt niður gatnagerðargjöld þeirra á ég síðan að greiða og takið nú eftir, holræsagjald eftir fermetr- um í húsi mínu (227 fm) fyrir það fólk sem fékk lóðir sínar nánast gefins. Þetta telja R-lista menn vera sjálfsagt og eðlilegt, það er að segja þeir telja að þeir sem búi í stórum húsum sendi frá sér meira skólp en þeir sem búa í minni húsum eða sex manna fjölskylda í 100 fm blokkar- íbúð fer sjaldnar á salernið en mín sex manna íjölskylda sem býr í 227 fm húsnæði. Líklegt má einnig telja að blokkarbúinn drekki minna af vatni heldur en sá sem býr í einbýli R-listinn tók við, segir Magnús Jónsson, og þá hófst óréttlætið. eða þá að blokkarbúar bursti sjaldn- ar í sér tennurnar því að þeir greiða minna fyrir vatnsnotkunina sína heldur en ég greiði fyrir mína og er sömu fermetrareglunni beitt þar mér til refsingar fyrir að voga mér að byggja svona stórt hús fyrir mína fjölskyldu. Mér fínnst einnig óréttlát að fulltrúar okkar í borgarráði skuli nánast ljúga að mér og okkur öllum og gildir þá einu hvar í flokki þeir eru, ég á hér til dæmis við Ingi- björgu og Árna, þau hafa bæði kom- ið fram opinberlega og sagt hinn aðilann fara með rangt mál. Ingi- björg segir að R-listin hafi náð tök- um á fjárreiðum borgarinnar og að nú sé að nást jöfnuður í útgjöldum og tekjum. Þetta hefur R-listin gert með því að selja eigur okkar borg- arbúa og því miður hafa peningar þeir sem þannig fást ekki farið til þess að minnka skuldir borgarsjóðs heldur til að greiða rekstur borgar- innar. Árni kemur síðan fast á eftir og segir að R-listin hafi hafi bara hækkað álögur á borgarbúa (sem er reyndar rétt hjá honum) Árni sér ekkert jákvætt við R-listann eða störf hans, ætla mætti af tali hans að skuldaaukning sú er varð á árun- um ’91 til ’94 væru náttúruhamfarir en ekki gagnslaus eyðsla til varnar atvinnuleysi sem sem heijaði þá og þrátt fyrir góðæri forsætisráðherra heijar enn á borgarbúa vegna þess að þegar kreppti að hér um árið flykktist fólk til borgarinnar vegna þess að borgin auglýsti að þar stæði til að veija nokkrum milljörðum í atvinnuátak og gerði þar með slæmt ástand verra. Ef þau koma bæði fram í umræðu- þætti er umræðan oftast á þann veg- inn að hvort um sig gerir lítið annað en að mistúlka staðreyndir (stofnun um leiguíbúðir t.d.) og rangfæra töl- ur. Það mætti halda að þau og reynd- ar flestir stjórnmálamenn teldu al- menning það heimskan að trúa því þegar báðir segja „þetta er ekki rétt hjá þér“ eða á íslensku „nú lýgur þú“ að hvorugur þeirra sé að ljúga. Þetta fólk verður að gera sér grein fyrir því að það vinnur fyrir okkur ekki öfugt, og því ber að segja satt og rétt frá en ekki beita fyrir sig bók- haldstilfæringum tii að falsa afkomu eignar okkar borgarbúa það er bæði óréttlát og óheiðarlegt. Höfundur er vcrktaki. því var engin þvagprufa tekin í það skiptið og ég ekki heldur vigtuð. Sem sagt hreyfihamlaðar konur fá ekki sömu þjónustu og aðrar konur. Það runnu á mig tvær grímur þegar ég talaði við hreyfihamlaða Getur verið að kvenna- deild Landspítala, segir Kolbrún Dögg Krist- jánsdóttir, sé undan- þegin lagaákvæðum um aðgengi fyrir fatlaða? unga konu sem ég þekki og komst að því að þegar hún eignaðist sitt barn núna í janúar síðastliðnum komst hún ekki í sturtu í 6 daga! Ég fór því þess á leit að fá að kanna aðstöðuna á fæðingardeildinni. Þar fékk ég mjög hlýjar og góðar mót- tökur og mér sýnt það sem ég vildi sjá. Þar var mér einnig tjáð að þetta væri deildin sem væri látin sitja á hakanum hvað fjárveitingar varðar. Er það vegna þess að þetta er kvennadeild? Samt er deildin ekki nema 20 ára gömul. Á sængurlegugangi er bara eitt hjólastólaklósett en þar er engin skolun né sturta. Það er lífsins ómögulegt fyrir konur i hjólastól að komast í sturtu þar sem sturtu- botninn er u.þ.b. hálfur metri á hæð frá gólfi. Og af þeim sökum hafa sumar konur sem eru í hjólastól þurft að fara heim til sín í bað. Þvílík aðstaða, það mætti halda að maður væri komin á spítala í Rúss- landi árið 1910. Ekki myndu marg- ar konur láta bjóða sér þetta. Það er alveg furðulegt að Landspítalinn geti verið þekkur fyrir að mismuna fólki eftir heilsufari. Getur verið að kvennadeild Landspítalans sé und- anskilin þeim lagaákvæðum að allar opinberar byggingar eigi að vera aðgengilegar fyrir fatlaða, allt ann- að er lögbrot! Eins og gefur að skilja hefur þetta valdið mér og unnusta mínum miklu hugarangri og vanlíðan. Er ekki nóg að þurfa að takast á við allar þær breytingar sem fylgja því að fá nýjan einstakling í heiminn, heldur að þurfa líka að hafa áhyggjur af því hvort maður kom- ist í sturtu eða á klósettið. Ég von- ast til að gerðar verði úrbætur á deildinni sem allra fyrst og ekki væri verra að hafa ferlinefnd Sjálfsbjargar með í ráðum, þannig að öllum konum, hvort sem þær eru hreyfihamlaðar eður ei, geti liðið sem best á kvennadeild Landspítalans. Höfundur er hreyfihömluð og starfar i Nýjung, ungliðahreyfingu Sjálfsbjargar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.