Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Flugleiðir og ferðaþjónustan tíl umræðu á aðalfundi Sambands veitinga- og gistihúsa Flugleiðir slíta sam- starfi við Ferðamálaráð Morgunblaðið/Kristinn FUNDUR Sambands veitinga- og gistihúsa var haldinn á Grand Hóteli Reykjavík í gær. Eru Flugleiðir að eign- ast ferðaþjónustuna? var yfirskrift dagskrár- liðar á fundi sem Sam- band veitinga- og gisti- húsa gekkst fyrir í gær. Þar var m.a. ijallað um samskipti Flugleiða og Ferðamálaráðs og for- stjóri Samvinnuferða- Landsýnar setti fram harða gagnrýni á starf- semi Flugleiða. FLUGLEIÐIR hafa ákveðið að segja upp samstarfssamningi sínum við Ferðamálaráð. Segja Flugleiða- menn að samstarfið sé baggi á starfsemi félagsins. Þetta kom fram á fundi sem Samband veitinga- og gistihúsa stóð fyrir í gær. Á fund- inum gagnrýndi Helgi Jóhannsson, forstjóri Samvinnuferða-Landsýn- ar, Flugleiðir harðlega og sagði hann að félagið hefði sterk tök á innlendum ferðaþjónustumarkaði og opinberum aðilum. Steinn Logi Björnsson, fram- kvæmdastjóri sölusviðs Flugleiða, sagði fjarri sanni að Flugleiðir væru að eignast ferðaþjónustuna. Hann spurði á móti hveijir aðrir fjársterk- ir aðilar væru tilbúnir að fjárfesta í ferðaþjónustunni. Flugleiðir myndu fagna því ef aðrir tækju þátt í því. Helgi sagði að til marks um ítök Flugleiða í ferðaþjónustunni mætti nefna að í fimm manna stjórn Fé- lags íslenskra ferðaskrifstofa væru fjórir stjórnarmenn frá Flugleiðum eða fyrirtækjum í meirihlutaeigu Flugleiða. Flugleiðir eru ekki góðgerðarsamtök Hann sagði að áður hefði það verið yfirlýst stefna Flugleiða að sem flestir aðilar væru innan ferða- þjónustunnar en nú keypti félagið þá sem stæðu sig best. Mat Helgi það svo að félagið hefði varið 500 milljónum króna til þess að kaupa innlendar ferðaskrifstofur. „Ég held því fram að Flugleiðir hafi keypt Ferðaskrif- stofu Islands á miklu yfirverði. Hvað hefðu þeir getað gert fyrir þann iðnað sem fyrir er í landinu með 500 millj- ónum kr.? Þeir hefðu getað stutt við bakið á mörgum hótelum og stutt staði sem eru að byggja upp sína ferðaþjónustu með þessum peningum. Það er rétt hjá Flugleið- um að það þarf að bæta gistiaðstöð- una víða úti á landi. En með þann einlæga vilja Flugleiða að leiðar- ljósi, að vilja efla hér ferðaþjón- ustuna, hefðu þeir getað nýtt þess- ar 500 milljónir kr. til þess að styðja við alla sem streða við að halda hótelunum opnum allt árið,“ sagði Helgi. Steinn Logi Björnsson sagði að Flugleiðir væru ekki góðgerðarfyr- irtæki. Félagið fylgdi skynsamlegri stefnu þar sem tekið væri tillit til stærðar þess, legu landsins og tæki- færa. „Okkar hagsmunir hljóta að vera þeir sömu og ferðaþjónustunnar í heild. Við skoðum markaðinn og stöðuna og sjáum tækifæri eins og önnur fýrirtæki sem reyna að hagn- ast,“ sagði Steinn Logi. Helgi sagði að Flugleiðir nýttu stærð sína og umsvif til þess að setja erlendum aðilum sem selji hingað ferðir afarkosti. Hann kvaðst hafa staðfestingu á því að erlendir aðilar fengju góð fargjöld gegn því að nota í staðinn sem mest af þeirri þjónustu sem fyrir- tæki s_em tengjast Flugleiðum bjóða. Á síðasta ári hefðu þessir aðilar getað hafnað slíkum boðum með þeim rökum að þeir væru með því að draga úr þeim tilboðum sem þeir gætu fengið og möguleikamir yrðu færri. Þessi rök væru ekki lengur gild. „Með kaupum Flugleiða á fyrir- tækjum í ferðaþjónustu getur félag- ið selt erlendum aðilum flug, bíla- leiguþjónustu, gistiþjónustu^ hring- ferðir með Ferðaskrifstofu Islands, hvataferðir með Úrval-Útsýn og safaríferðir með Safaríferðum. Það hefur enginn erlendur ferðaheild- sali í dag þá afsökun sem dugar til þess að segja að þeir vildu síður skipta eingöngu við Flugleiðir og þeirra fyrirtæki," sagði Helgi. Helgi vék einnig að pakkaferðum til íslands og kvörtunum yfir of háum kostnaði við bílaleigur og hótelgistingu. Hann sagði að það væri mikil freisting fyrir stórt fyrirtæki eins og Flugleiðir að hagræða fargjöldum til þess að geta lækkað þennan kostnað. „Flugleiðir eru í þeirri stöðu að geta haft fargjaldið á háu verði og gistinguna á lágu verði og þar með myndast mismunun sem önnur fyr- irtæki á þessum markaði geta ekki keppt við,“ sagði Helgi. Helgi sagði að sitt fyrirtæki hefði boðið þremur erlendum aðilum ferð- ir til Islands fyrir 150 manns um páskana á lægstu fargjöldum sem hér hefðu sést. Svörin erlendis frá hefðu verið á þá lund að hér væri vissulega mjög vel boðið. Helgi sagði að tilboðinu hefði þó verið hafnað því erlendu aðilarnir vildu ekki missa tækifæri sem þeir hefðu til þess að fá góð fargjöld allt árið með Flugleiðum. Samningur þeirra við Flugleiðir gengi út á það að þeir keyptu ekki þjónustu af öðrum aðilum. Steinn Logi svaraði því til að til væru dæmi um að erlendum ferða- heildsölum væru sett skilyrði um heildarviðskipti. Þessir aðilar væru í staðinn tilbúnir að fjárfesta í ferð- um utan háannatíma. Samstarfið við Ferðamálaráð baggi Helgi segir að allir sem hugi að íslandsferðum fái afhentan ferða- þjónustubækling frá Flugleiðum þar sem taldar eru upp þær þjón- ustueiningar sem félagið bjóði. „Þeir sem eru ekki vel að sér um íslenskar aðstæður geta auðveldlega dregið þá ályktun að í bæklingnum séu helstu aðilar á íslenskum ferða- markaði nefndir á nafn. Þama era hins vegar eingöngu hótel, ferða- skrifstofur og bílaleigur í eigu Flug- leiða. Enginn fer inn í þennan bækl- ing nema þeir sem era í meirihluta- eigu Flugleiða," sagði Helgi. Steinn Logi mótmælti því að Flugleiðir gætu hugsanlega nýtt sér stærð sína á markaðnum jafnvel án þess að sérstakur vilji væri til þess innan félagsins. Hann sagði að slík röksemdafærsla leiddi til þeirrar niðurstöðu að félagið mætti ekki vera stórt. „Niðurstaðan yrði sú að Flugleiðir mættu ekki vera stórt fyrirtæki og það verði að búta það niður í smærri einingar. Halda menn virkilega að það myndi styrkja samkeppniskraft íslenskrar ferðaþjónustu á erlend- um markaði?“ sagði Stein Logi. Helgi vék einnig að samskiptum Flugleiða og Ferðamálaráðs. í sam- starfssamningi þessara aðila hefði verið kveðið á um að Flugleiðir skyldu vera óháður aðili og fulltrú- ar Ferðamálaráðs á ýmsum stöðum. Hann sagði að ferðaskrifstofa í eigu Flugleiða hefði engu að síður sent út tilboð til erlendra ferðaheild- sala og gefið upp heimilisfang sitt, Flugleiða og Ferðamálaráðs. Hann rakti annað dæmi um tengsl Flugleiða og Ferðamálaráðs. S&L hefði í mörg ár byggt upp ferðamannamarkað í írlandi og var- ið til _þess miklum fjármunum og tíma. I fyrra hefðu 1.000 ferðamenn komið þaðan til íslands og útlit væri fyrir að þeir yrðu 3.000 á þessu ári. S&L ætlaði að taka þátt í ferðamálasýningu á írlandi til þess að auka enn íslandskynning- una. Helgi sagði að þegar átti að skrá fyrirtækið á sýninguna hefði komið í ljós að Ferðamálaráð og Flugleiðir væru þar skráðir. S&L leitaði til þeirra um að fá að vera með þeim á bás á sýningunni. Flug- leiðir samþykktu það ekki. „Við spurðum hvort Ferðamála- ráð væri ekki málsvari allra í ferða- þjónustunni á íslandi? Þegar farið var að kanna málið kom í ljós að Ferðamálaráð vissi ekki að það væri skráð á sýninguna. Loks feng- um við það svar að við fengjum að vera með í básnum. En ef við yrðum reknir af honum yrðum við að fara. Ef við færum ekki fengjum við reikning fyrir okkar hluta kostnað- arins,“ sagði Helgi. Steinn Logi svaraði þessu ekki en sagði að samstarfið við Ferða- málaráð væri baggi á Flugleiðum. „Þegar við heyrðum þær ásakan- ir í gegnum Samkeppnisstofnun að við værum farnir að misnota það samstarf bragðumst við strax við og höfum ákveðið að segja upp samstarfinu við Ferðamálaráð. Það er okkur ekki í hag. Hveijir hafa bolmagn til þess að vera með mark- aðsstarfsemi erlendis? Það era fyrst og fremst Flugleiðir," sagði Steinn Logi. Helgi vék einnig að flugafgreiðsl- unni á Keflavíkurflugvelli sem hann sagði Flugleiðir stjórna. Hann sagði að hingað flygi kanadískt flugfélag margar ferðir í hverri viku og mörg hundruð manns færu hér í gegn en kæmu ekki inn í landið. „Kanadamennirnir segjast hafa gert ítrek- aðar fyrirspurnir til Flugleiða um þetta mál. Afgreiðslu- gjöldin séu hins vegar svo há að þeir geti ekki hleypt fólkinu inn,“ sagði Helgi. Steinn Logi svaraði þessu þannig til að ekki væri tvíhliða loftferða- samningur við Kanadamenn en Flugleiðir hefðu mikinn áhuga á því að hann yrði gerður. Flugið til Halifax væri samkvæmt undan- þágu frá loftferðasamningi. Ef loft- ferðasamningi yrði komið á gætu kanadísk flugfélög flogið til ís- lands, tekið þar farþega en fyrir því sé ekki leyfi í dag. Kanadísk flugfélög mættu fljúga með farþega hingað til lands en ekki fljúga með þá á brott aftur. Eitt þjónustugjald væri fyrir flug með svokölluðu tæknistoppi, þar sem farþegar fara ekki frá borði, og annað fyrir flug þar sem farþegarnir fara í gegnum vegabréfaskoðun og innskráningu. Myndir af afbrota- mönnum í tölvukerfi UNNIÐ er að gerð tölvukerfis lögreglu þar sem verða ítar- legar upplýsingar um alla grunaða og dæmda afbrota- menn, þar á meðal myndir af þeim. Öll lögregluembætti landsins verða tengd skránni. Einnig er verið er að ganga frá því að 18 af 28 lögreglu- embættum hafi aðgang að málaskrá í tölvumiðstöð lög- reglunnar þar sem eru upplýs- ingar um öll lögreglumál. Þetta kom fram í svari Þor- steins Pálssonar dómsmála- ráðherra við fyrirspurn Magn- úsar Aðalbjarnarsonar vara- þingmanns á Alþingi í gær. Hjálmar Jónsson, Sjálf- stæðisflokki, sagði að taka ætti til athugunar að birta myndir af fíkniefnasölum op- inberlega. „Ég gef ekki mikið fyrir mannréttindi í þessu sambandi. Dópsalar eru að eyðileggja mannréttindi, framtíð, líf og lífshamingju ungs fólks.“ Lík horfinna manna Legstaður verði kirkju- garður LAGT hefur verið fram fram- varp um að legstaður manna sem horfið hafa teljist hluti af lögmætum kirkjugarði. Flutningsmenn eru fjórir þing- menn Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks. í greinargerð segir að sam- kvæmt lögum teljist lík týndra vera utan kirkjugarðs og þar með ekki í vígðum reit. Flutn- ingsmenn segja að það muni verða aðstandendum hinna látnu ákveðin huggun harmi gegn ef þeir viti af því að lík- in hvíli í vígðum reit þótt ófundin séu og unnt verði að koma upp minnismerki um hinn látna innan kirkjugarðs. Gert er ráð fyrir að lík sem finnast á landi verði ávallt færð til greftranar innan kirkjugarðs. Ef lík finnist á hafsbotni fari eftir aðstæðum, en legstaður teljist áfram vígður reitur þótt staðurinn finnist. Skólamál Dreifbýlis- styrkir verði hækkaðir ÍSÓLFUR Gylfi Pálmason, þingmaður Framsóknar- flokks, segir nauðsynlegt að dreifbýlisstyrkir til nemenda sem þurfa að sækja nám langt frá Iögheimili verði auknir. Erfiðleikar nemenda við að sækja nám hafi valdið aldursr- öskun og búferlaflutningum frá sumum svæðum. Þetta kom fram í fyrirspurn á Al- þingi í gær. Bjöm Bjamason mennta- málaráðherra sagði að á ára- bilinu 1988-1997 hafi verið varið um 900 milljónum í þess- um tilgangi. Fjárveitingin hef- ur hækkað jafnt og þétt frá 1990 og er 136 milljónir í ár. Hjálmar Jónsson, Sjálf- stæðisflokki, mælti með því að fjárveiting ríkisins til mál- efnisins yrði hækkuð í 200 milljónir. Kaupa þá sem standa sig best Flugleiðir ekki góðgerðar- fyrirtæki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.