Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1997 31 LISTIR 30 ár liðin frá útgáfu skáldsögunnar„Himclrað ára einsemd“ Amman leysti vandann o g heimsfrægðin var tryggð Fyrir 30 árum seldi eiginkona lítt þekkts rithöfundar frá Kólumbíu hárþurrkuna sína til að eiga fyrir frímerkjum undir handrit nýrrar skáldsögu eiginmannsins. Spænskumælandi bókmenntaheimurinn minnist þess nú að 30 ár eru liðin frá því að „Himdrað ára einsemd“, skáldsaga Gabriel García Márquez var gefin út, bók sem markaði tímamót, líkt og fram kemur í þessari grein Ásgeirs Sverrissonar. FYRIR rúmum þijá- tíu árum var lítt þekktur kólumbískur rithöfund- ur í mikilli sálarkreppu. Bæði var hann fátækur en verra var þó að hann hafði ekki fundið frá- sagnarmátann sem hentaði sögunni sem hann vildi segja. Um þessar mundir minnist bókmenntaheimurinn þess að 30 ár eru liðin frá því rithöfundurinn fann lausnina og út kom skáidsagan „Hundrað ára einsemd", sem tryggði Gabriel García Márquez heimsfrægð og síðar Bókmenntaverð- laun Nóbels. Árið 1997 er afmælisárið mikla í lífi þessa merka rithöfundar; hann hélt hátíðlegt 70 ára afmæli sitt í byijun þessa mánaðar, í ár eru 30 ár liðin frá því „Hundrað ára ein- semd“, kom út, 50 ár eru liðin frá því að fyrsta saga hans Ojos de perro azul, birtist á prenti og 15 ár eru liðin frá því hann tók við Bókmenntaverðlaunum Nóbels. Lítt uppörvandi sölutölur García Márquez hafði gefið út þijár skáldsögur áður en hann skrifaði „Hundrað ára einsemd“;La hoja- rasca(1955), E1 coronel no tiene quien le escriba (1961), sem margir telja í sama gæðaflokki og „Hundrað ára einsemd" og komið hefur út í íslenskri þýðingu Guðbergs Bergssonar undir heitinu „Liðsfor- ingjanum berst aldrei bréf“ og La mala hora (1962) auk þess sem hann hafði gefið út smásagnasafnið Los funerales de /a mamágrande. Við- tökurnar höfðu á hinn bóginn reynst dræmar; engin bókanna hafði selst í meira en 3.000 eintökum og ein- hver þeirra einungis í 1.000 slíkum. Rithöfundurinn hélt hins vegar ótrauður áfram, í huga hans var tek- in að mótast saga, saga sem byggð var á æskuminningum og löngu liðn- um dögum. Vandinn var hins vegar sá að hann vissi ekki hvernig hann átti að takast á við þetta verkefni. Verra var að hann hafði ekki pen- inga til að geta helgað sig þessari sögu. Svara leitað í nýrri ævisögu Nákvæmlega hvernig García Márquez leysti þennan vanda er ef til vill hluti af þeirri goðsögn sem myndast hefur um þennan mikla rit- höfund. í nýrri ævisögu Márquez, sem kólumbíski rithöfundurinn og blaðamaðurinn, Dasso Saldívar, hef- ur ritað og kemur út á Spáni síðar í þessum mánuði er leitað svara við Gabriel García Márquez þessari spurningu auk þess sem höf- undurinn hefur rannsakað gaum- gæfilega þær félagslegu og menn- ingarsögulegu forsendur sem lágu „Hundrað ára einsemd" til grundvall- ar. Líkt og aðrir sem skrifað hafa um ævi García Márquez, þeirra á meðal Mario Vargas Llosa, hefur Saldívar kostað kapps um að fá fram sem nákvæmasta lýsingu á því ferli hugsana höfundarins sem býr að baki þessari miklu skáldsögu. Saldí- var er sýnilega öldungis gagntekinn af viðfangsefninu. sem sjá má af því að hann lagði fimm ár af ævi sinni til að skrifa ævisöguna sem nefnist García Márquez: El viaje a la semilla. Amma til hjálpar - enn á ný Islenskir bókmenntaunnendur og aðrir þeir sem þekkja til verka Hall- dórs Laxness hafa vitanlega löngu gert sér ljóst hversu mikilvæg amma þessa höfuðsnillings var á þroska- braut hans og hversu mikil áhrif hún hafði á afstöðu hans, orðaforða og frásagnarmáta. Líkt og íslenska Nóbelskáldið ákvað García Márquez að leita í smiðju til ömmu sinnar. Þessari hugsun skaut niður nánast með hætti opinberunarinnar. Höf- undurinn var í bifreið ásamt konu sinni, Mercedes, og tveimur sonum þeirra á leið til Acapulco-borgar í Mexíkó þegar skyndilega rann upp fyrir honum hvaða frásagnarmáti hentaði sögunni: „Með sama hætti og það sem amma mín sagði mér.“ Allt lagt í sölurnar Nú varð ekki aftur snúið. Skáldið lokaði sig inni í „Mafíu-hellinum“ en svo nefndist litla vinnuherbergið og bjóst við að ljúka verkinu á sex mánuðum. Þeir urðu tólf og þá var peningaskorturinn orðinn skelfileg- ur, bíllinn löngu veðsettur og fátækt- in sár. Eiginkonan, Mercedes, seldi rafmagnstæki heimilisins, þeirra á meðal forláta hárþurrku sína, til að geta sent argentínska útgefandanum Francisco Porrúa handritið í pósti. Porrúa leist strax vel á skáldsöguna og 8.000 eintök voru prentuð. Þau seldust upp á nokkrum dögum, önnur prentun sömuleiðis og síðan nokkrar til viðbótar sem hver um sig var upp á 100.000 eintök. Ein magnaðasta skáldsdaga suður-amerískra bók- mennta á þessari öld var orðin met- sölubók og höfundur hennar frægur maður, lofsunginn í helstu blöðum og bókmenntatímaritum Evrópu og Suður-Ameríku. Þýdd á tæplega 40 tungumál Eftir því sem næst verður komist hefur skáldsagan „Hundrað ára ein- semd“ verið þýdd á 37 eða 38 tungu- mál. Umboðsmaður skáldsins og stórvinur, Carmen Balcells, kveðst ekki vita það nákvæmlega og er einn- ig treg til að láta uppi þær tölur um sölu sem fyrir kunna að liggja. Nærri mun þó láta að sagan hafi selst í 25 milljónum eintaka og óhætt ætti að vera að bæta fímm milljónum við, hið minnsta, þegar hafðar eru í huga þær íjölmörgu óleyfílegu útgáfur sem birst hafa. Bækur Gabriel García Márquez hafa áfram selst í risaupplögum þó svo að engin þeirra hafa hlotið við- líka viðtökur og „Hundrað ára ein- semd“. Dyrum lokið upp Skáldsagan „Hundrað ára ein- semd“ er vafalaust „ein merkilegasta skáldsaga sem skrifuð hefur verið í Suður-Ameríku“ eins og sagði í umsögn um bókina í Lundúnablaðinu The Times í nóvembermánuði 1967. Þótt sagan hafí valdið algjörum þáttaskilum í lífi höfundarins, sem tók við Bókmenntaverðlaunum Nó- bels árið 1982, 15 árum eftir að hún kom út, verður útgáfunnar ef til vill minnst sérstaklega fyrir þær sakir að hún opnaði heim suður-amerískra bókmennta fyrir miklum Qölda unn- enda góðbókmennta í Evrópu og greiddi götu annarra mikilla hæfí- leikamanna í þessum heimshluta. Sjálfsrækt um páskana ^ ^ Lykillmn að þroskandi páskahelgi. ^ Hámarks árangur: Áðurkr. 3-490 Núkr. 2.790 Fyrsta upplag uppselt. í bókinni lýsir Brian Tracy áhrifamiWum, sannreyndum aðferðum og lögmálum, sem nota má á skömmum Uma til að bæta allt sem viðkemur lífí manns. Fyrir fólk sem vili ná hámarks árangri á öllum sviðum. CELESTINE HANDRITIÐ James Redfield Celestine handritið: Áður kr. 2.990 Nú kr. 1 .950 Bókin hefiir selst í yfir fimm milljón eintökum í meira en 40 löndum. Celestine handritið hefur að geyma leyndardóma sem eru að gjörbreyta heiminum og kemur fram í dagsljósið þegar mannkynið þarf virkilega á því að halda. Þriðja prentun. TÍUNDA INNSÝNIN AD PANÓA 1UítAYNlNA ; Tíunda innsýnin: Áður kr. 2.990 Núkr. 2.290 Spennandi framhald af innsýnunum mu í Celestine handritinu. Metsöluhöfundurinn James Redfield leiðir okkur um aðrar víddir, við upplifiim andartakið fyrir getnað og sjáum okkar eigin lífssýn, sUgum yfir mörk lífs og dauða og rifjum upp æviferil okkar sem allir þurfa að horfast í augu við. Engladagar: Áður kr. 1.990 Nú kr. 1 .590 Engladagar cr dagbók sem gefúr þér tækifæri til að lifa í nánum tengslum við englana alla daga. Henni er skipt í iimmtíu og tvo kafla, einn Mir hverja viku ársins, og í hana getur þú skráð hugleiðingar, markmið og lærdúm af innblæstri og gert alla daga að Engladögum. f Ftnnur t>á tyrir þessum cinfcennumTj CANDIDA SVEPPASÝKING «1 HÚN VERID AÐ HRJ/V ÞIG? k)A>U<(i tat&vri «v»ftnikÍD{H . uuUutMTisxm mjr Eta tanaa I eUnx l&m. Hállgnmur P. Magnússon læknlr og Cuðrún G. Bergownn Candida sveppasýking: Áður kr. 1.290 Nú kr. 990 Eina bókin á íslensku um Candida sveppasýkingu. Fjallar um lyfjalausa meðferð gegn Candida sníkjusveppum sem lifa innan í okkur öllum. Bókin er eftir Hallgrím Magnússon, lækni og Guðrúnu G. Bergmann. Bók sem alltaf heldur gildi sínu. Önnur prentun. Uppgjör við aldahvörf: Áðurkr. 2.490 Nú kr. 1 .990 Hin þekkta englakona, Karyn Martin-Kuri, er ómyrk í máli þegar hún greinir frá því sem vofir yfir mannkyninu, ef við gerum ekki eitthvað NÚNA til að auka og efla meðvitund okkar og fylla hana af kærleik og ljósi Guðs. Þörf lesning sem veltir upp spumingum og svömm. Boðskapur Maríu um von: Áðurkr. 1.590 Núkr. 990 fritmhiddandi upplýsingar frá Maríu þar sem hún leggur áherslu á mikilvægi bænarinnar, kærleikans og frrirgelúmgarinnar í lfii allra. 1 bótónni eru einlægar og einfaldar leiðbeiningar fyrir alla sem vilja smðla að breyttum og bæitum heimi hér á jörð. VÍKINCA Víkingakortin: Áðurkr. 2.990 Núkr. 2.390 Víkingakortin eru fyrstu og einu íslensku spáspihn. Þau er byggð á andlegum hefðum víkinganna og hafa þegar komið út á ensku og þýsku. Kortin eru 32 og með þeim fylgir bók þar sem kenndar eru lagnir og úrlestur. Kortin eru eftir Guðrúnu G. Bergmann og eru myndskreytt af Ólaii Gunnari Guðlaugssyni. Staðfestingaspjöld á tilboði: Englakort: Áður kr. 790, nú kr. 590 Kærleikskorn: Áður kr. 790, nú kr. 590 Elskaður líkamann: Áður kr. 890, nú kr. 590 Hugleiðsluspólur með Guðrúnu G. Bergmann: Heilun jarðar, Slökun.Tré lífsins, Efling orkustöðvanna og Elskaðu líkamann. Áður kr. 1.590 nú kr. 990 Tilboðin standa frá föstudeginum 7. mars til 29. mars. LEIÐARLJOS Tilboðið stendur til páska i eftirtöldum verslunum: Betra Líf, Kringlunni 4-6, Yoga stúdíó Búöin okkar.Mál og menning, Laugavegi 18, Mál og menning, Síöumúla 7-9, Bókabúðin Hlemmi - Skákhúsið, Bókabúöin Mjódd, Bókbaer sf., Glæsibæ, Penninn - Eymundsson, Kringlunni 4-6, Penninn, Kringlunni 10, Penninn - Eymundsson, Austurstræti 18, Bókabúðin, Suðurströnd 2, Bókabúðin Veda, Penninn, Strandgötu 31, Bókabúð Keflavíkur, Bókav. Jónasar Tómassonar, Isafirði, Tölvutækni - Bókaval, Akureyri, Bókabúðin Hlöðum, Egilsstöðum, Heilsukofinn, Akranesi, Okkar markmið er... að hjdlpaþér að ndþínu. Leiðandi í útgáfu á sjálfsræktarefni. Skerjabraut 1,170 Seltjarnarnesi, sími 561 3240, fax 561 3241, gsm 896 1240. Ekki gleyma Þér um páskana!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.