Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ LEIÐTOGAFUNDURINN I HELSINKI Leiðtogar Rússlands o g Bandaríkjanna koma í dag til fundar í Helsinki DAGSKRÁFUNDARINS Galdurinn að gefa matulega eftir Ýmislegt er nú talið benda til þess að of mikið beri á milli austurs og vesturs um fyrirhugaða stækk- un Atlantshafsbandalagsins til að niðurstaða fáist á fundi Clintons og Jeltsíns. Urður Gunnarsdótt- ir skrífar frá Helsinki um stöðuna fyrir mikilvæg- asta leiðtogafundinn eftir lok kalda stríðsins. FÆSTIR búast við því að bein nið- urstaða verði af leiðtogafundi Bills Clintons Bandaríkjaforseta og Borís Jeltsíns Rússlandssforseta, sem hefst'á föstudag. Leiðtogarnir koma til Helsinki í dag og munu hittast yfir kvöldverði eftir að hafa rætt við Marthi Ahtisaari Finnlandsfor- seta. Sjálfur leiðtogafundurinn verður á morgun. Talsmaður Jelts- íns, Sergei Jastrsjembskí, sem kom til Helsinki til að undirbúa komu forsetans, varar við of mikiili bjart- sýni í tengslum við fundinn og seg- ir ekki ástæðu til að búast við sam- komulagi, þótt fundurinn sé engu að síður mikilvægt skref í samskipt- um ríkjanna. Menn þreytast ekki á því að spá í niðurstöðu leiðtogafundarins, enda fátt annað við að vera fyrir frétta- mannafjöldann. Hótanir sendiherra Rússa i Prag um að Tékkar verði jafnvel beittir efnahagsþvingunum gangi þeir í Atlantshafsbandalagið hafa meðal annars verið tilefni mik- illa vangaveltna. í Finnlandi verður þess hins veg- vart að margar aðildarþjóðir rvi npoiiuxm HATO unum NATO og Rússa væru þau að Rússar mörkuðu sérstöðu sína og áhrifasvæði gagnvart Evrópu. Yrði Eystrasaltsríkjunum ekki boðin aðild að NATO, væri verið að segja íbúum þeirra að þau teldust ekki vera í Evrópu heldur á áhrifasvæði Rússa. Algirdas Saudargas, utanríkis- ráðherra Litháens, er nú staddur í Brussel, þar sem hann leggur á það áherslu við embættismenn hjá NATO hversu mikilvægt Eystra- saltsríkin telji að að minnsta kosti eitt þeirra fái aðild að Atlantshafs- bandalaginu. Hvorki of mikið né of lítið gefið eftir um Reuter RÚSSNESKUR kommúnisti á fundi við bandaríska sendi- ráðið í Moskvu. Þar var mót- mælt stækkun NATO í austur. Jeltsín hefur sakað NATO að reyna að „ýta Rússlandi út úr Evrópu“ en ýmsir fréttaskýrendur hafa sagt þessa fullyrðingu fárán- lega, þar sem þeim verði að öllum líkindum boðið að gerast áttunda ríkið í hópi öflugustu iðnvelda heims og ekki sé verið að setja Rússum afarkosti um aðild, ekki hvarfli lengur að nokkrum manni að Rúss- ar hafi áhuga á slíku. Rússar eru staðráðnir í því að hvika hvergi í kröfum sínum um bindandi samkomulag við NATO, sem mundi gera það að verkum að nánast engin leyndarmál hernaðar- bandalagsins færu fram hjá Rúss- Raunar fer Jevgení Prímakov, um. ar NATO hafa áhyggjur af því að Clinton og Jeltsín muni gera með sér bindandi samkomulag sem varði þjóðirnar, án þess að þær hafi nokk- uð um það að segja. Paavo Lippon- en, forsætisráðherra Finnlands, varaði við þessu í sjónvarpsviðtali og ótti og tortryggni Frakka vegna hins sama kemur líklega engum á óvart. Sömu skoðunar hefur orðið vart hjá fleiri Evrópuþjóðum og þrátt fyrir að Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafi sent fulltrúa ráðuneytisins til að ræða við ýmsa evrópska ráða- menni til að slá á tortryggnina, er ijóst að henni hefur ekki verið eytt. Biturð í Eystrasaltsríkjunum Embættismenn innan NATO hafa fullyrt að nokkuð hafi þokast í samkomulagsátt á milli Rússa og Bandaríkjamanna fyrir fundinn og Rússar séu reiðubúnir að gera laus- iegt samkomulag sem verði grunn- ur að öðrum leiðtogafundi og hann verði að öllum líkindum haldinn í maí. Margir fréttaskýrendur eru á því að samkomulag náist með Clinton og Jeltsín um efnahagsmál og jafn- vel afvopnunarmál, líklega um frek- ari fækkun langdrægra vopna. Hins vegar sé andstaða Rússa við stækk- un NATO harðari en nokkru sinni eftir yfírlýsingu Albright frá því í fyrradag þar sem hún sagði NATO ekki myndu láta meina sér að bjóða fýrrverandi Sovétlýðveldum aðild. Þar er fyrst og fremst átt við Eystrasaltsríkin, en æ minni mögu- leikar virðast á því að þau fái aðild að NATO. íbúar þeirra gera sér fyllilega grein fyrir þessu ef marka má viðtöl sem fínnska sjónvarpið sýndi í fyrrakvöld við nokkra vegfar- endur í Tallinn, höfuðborg Eist- lands. Þar lýsti fólk m.a. yfir ótta sínum um það að leiðtogamir væru í þann veg að að skipta Evrópu upp í áhrifasvæði og að Eystrasaltsríkin hefðu ekkert um það að segja hvar þau lentu. Annar sagði mögulegan samning NATO og Rússa upphaf embættismannakerfis sem byggði á mismunum og slík kerfí yrðu sjaldan langlíf. Skilaboðin í samningaumleit- utanríkisráðherra Rússlands, ekki launkofa með að takmarkið sé að draga vígtennurnar úr NATO á hernaðarsviðinu og helst að fá neit- unarvald yfir ákvörðunum þess. Embættismenn og þjóðarleiðtog- ar NATO-ríkjanna hafa þó fullyrt að þar liggi mörkin, ekki komi til greina að Rússar fái neitunarvald. I nýjasta hefti The Economist lýsir leiðarahöfundur þess yfír áhyggjum vegna þess að Clinton kunni að gefa of mikið eftir gagnvart Rúss- um. Galdurinn við góðan árangur af leiðtogafundinum sé að gefa hvorki of lítið né of mikið eftir. Menn verði að gæta þess að fylla Rússa ekki óöryggi þegar landa- mærin í vestri séu annars vegar, sagan sýni hversu vamarlausir þeir hafi reynst þar. Hins vegar megi ekki gefa of mikið eftir gagnvart Rússum, slíkt veiti þeim yfirburðastöðu gagnvart hernaðarbandalagi sem sé vart svipur hjá sjón sé miðað við kalda stríðið. Gríðarleg fækkun herafla og skammdrægra vopna hafi séð til þess. Fái Rússar neitunarvald í hendur, hafí það skelfíleg áhrif á framtíð sjálfstæðra ríkja á borð við Eystrasaltsríkin og skapi Rússum áhrifasvæði líkt og í kalda stríðinu. Reyndir gestgjafar en Helsinki. Morgunblaðið. AUSTUR mætir vestri í fleiri einum skilningi á leiðtogafundinum í Helsinki. Borgin hefur áður verið vettvangur funda ríkjanna austan og vestan járntjalds á meðan það var enn til og þegar litið er til legu landsins, sögu þess og utanríkis- og varnarmálastefnu leynir sér ekki erfið staða þess. Finnar eru engir nýgræðingar í fundahaldi og heimsóknum valda- manna. Grunnurinn að SALT I- samkomulaginu var lagður í Hels- iniki árið 1969 en hann „barst Finn- um eins og guðsgjöf", eins og segir í grein um málið í Helsingin Sano- mat. Finnland komst á kortið með SALT I-viðræðunum, sem voru haldnar þar að frumkvæði Rússa, en gegn vilja Bandaríkjamanna, sem töldu Rússa hafa komið hlerun- arbúnaði fyrir alls staðar. Fundir í tengslum við stofnun Ráðstefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE) sem síðar varð Öryggis- og samvinnustofnun Evr- ópu (ÓSE), voru haldnir í Helsinki á fyrri hluta áttunda áratugarins. Hugtakið „Helsinki-sáttmálinn" varð til og raunar einnig „andi Helsinki" en það síðarnefnda féll í gleymskunnar dá er samskipti aust- urs og vesturs versnuðu um miðjan áttunda áratuginn. Er aftur kom þíða í samskiptin og hýstu Finnar leiðtogafund Bandaríkjamanna og Sovétmanna árið 1990. Nú er efnið annað og nýir menn teknir við. Báðir leiðtogarnir hafa komið til Helsinki, Jeltsín í tvígang á forsetaferli sínum en Clinton ekki frá því á námsárum sínum og má vel vera að sú heimsókn hafi tengst flugferð yfir Atlantshafið með fé- lagi sem hét Loftleiðir. Enn verður þess varla vart að leiðtogafundur sé að skella á. Ekki fer mikið fyrir erlendu fréttamönn- unum, sem eru vel á þriðja þúsund, en í dag má gera ráð fyrir að spenn- an magnist og umferðin þyngist. Fjölmörgum götum verður lokað vegna komu leiðtoganna og miklar öryggisráðstafanir verða í kringum þá staði sem þeir dvelja á. Jeltsín verður í gestahúsi Finnlandsforseta en Clinton á Intercontinental-hótel- mu. Eiginkona Clintons er ekki með í för en Eeva, eiginkona Finnlands- forseta mun hafa ofan af fyrir Naínu Jeltsín, fara með hana á lista- söfn og kynna henni samfélagsþjón- ustu. í gær snjóaði í Helsinki, sem tek- ur á móti leiðtogunum og öðrum erlendum gestum í rökum og köld- um vetrarbúningi. Miklar vonir eru hins vegar bundnar við góða veð- urspá fyrir sjálfan fundadaginn en þá er spáð sólskini og gott ef ekki hlýnandi veðri. Stækkun Atlantshafsbanda- lagsins, NATO, til austurs er efst á dagskrá leiðtogafundar Bills Clintons Bandaríkjaforseta og Borisar Jeltsíns Rússlands- forseta í Helsingfors í dag og á morgun. Stækkun NATO Rússar eru andvígir áætlunum Bandaríkjamanna um að taka Austur-Evrópuríki inn í banda- lagið. Rússar vilja að NATO lýsi því yfir, að það muni ekki staðsetja herafia eða kjarnorkuvopn á landsvæði neins nýs aðildarríkis, og að löndum, sem áður voru hluti Sovétríkjanna verði bannað að ganga til liðs við NATO. Vígbúnaðareftirlit Bandaríkin vilja að Rússland staðfesti loks START-2 samkomulagið og að það semji um frekari niðurskurð vígbúnaðar. Bandaríkjamenn vilja einnig leysa langvinnar deilur um samninginn um varnir gegn kjarnorkuflaugum frá 1972. Efnahagur Rússiands REUTERS Rússar kvarta yfir þvi að landinu sé haldið utan mikilvægustu alþjóðlegu efnahagsstofnananna, svo sem hóps iðnríkjanna sjö (G7), Alþjóðaviðskiptastofnuninni, WTO, og OECD. Peir vonast til að Bandaríkin muni verða reiðubúin til að þrýsta á um aðild Rússlands að þessum stofnunum. Morgunblaðið/Urður Gunnarsdóttir FURUHÖFÐI, vettvangur fundar þeirra Clintons og Jeltsíns. Húsið við hafið Helsinki. Morgnnbladið. HÚSIÐ þar sem forsetar Bandaríkjanna og Rússlands munu ræðast við er aðsetur Finnlandsforseta og ber hið skáldlega heiti „Furuhöfði“ eða Mantyniemi. Byggingu þess lauk fyrir fjórum árum og er það prýðilegt dæmi um þá áherslu og þann áhuga sem Finnar hafa á hönnun. Ekki mun væsa um þjóðarleiðtogana í húsinu þar sem nánast allt er sérhannað, allt frá þaki til hurðarhúna, auk þess sem það þykir henta ákaflega vel til fundahalda sem þessara, þar sem tiltölulega einfalt er að gæta öryggis leiðtoganna og húsið er byggt í þremur hlut- um. Verður álmum þess skipt á milli Rússa og Bandaríkja- manna og fundað í aðalbygg- ingunni, líklega matsalnum. Marti Ahtisaari Finnlandsfor- seti flutti út á föstudag til að rýma fyrir undirbúningi fund- arins. Fundarstaðurinn stendur á 2,8 hektara lóð svo að ljóst er að forvitnir munu ekki komast nálægt húsinu, sem sést vart frá hliðunum og verður kirfi- i I > I I > t I lega gætt. Húsið er óreglulegt í lögun og reyndu hönnuðir þess að láta umhverfið og hús- ið ríma saman í efnisvali en byggingin „rís upp úr hinum fagurlega mynduðu klettum frá kambríum-tímabilinu sem eru verk hins mikla hönnuðar, ísaldarinnar“, eins og arkitekt- arnir, hjónin Reima og Raili Pietila, sögðu. Þá töldu þau mikilvægt að leggja áherslu á andstæður innandyra, þar sem eðli málsins samkvæmt væri um að ræða afar „verndað“ umhverfi. Að utan er húsið klætt gran- íti en að innan ræður ljós viður ríkjum, m.a. hvítkalkað birki. Litirnir eru mildir og ekkert um óþarfa prjál og minnir hús- ið að sumu leyti á safn þar sem allt það besta í finnskri hönnun er samankomið á einum stað. Umhverfið er friðsælt, innandyra ríkir kyrrð og ró og Marti Ahtisaari, forseti Finn- lands, er ákaflega góður heim að sækja. Því ættu ytri aðstæð- ur fyrir leiðtogafundinn að vera eins og best verður á kos- ið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.