Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1997 4Í AÐSENDAR GREINAR NÝLEGUR hæsta- réttardómur hefur vakið mikla og verð- skuldaða athygli. Konu voru dæmdar bætur þar sem hún naut ekki sömu launa og karlmaður sem vann sama starf (út- sendingastjórar) og hún hjá ríkissjónvarp- inu. Dómurinn verður vonandi sterkt innlegg í jafnréttisumræðuna hér á landi. Konan og karlinn sem hér um ræðir voru ekki í sama stéttarfélagi, en þau unnu í sömu stofnun þar sem ríkið greiddi þeim báðum laun. í dómnum segir að sam- kvæmt jafnréttislögum skuli at- vinnurekendur sjá til þess að konur og karlar fái greidd jöfn laun og njóti sömu kjara fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf. Þar segir einnig að óumdeilt sé í þessu til- viki að konan og karlinn unnu nákvæmlega sama starfið. Bæri því ríkinu að tryggja það, að konan nyti sambærilegra ráðningakjara og karlinn. Síðan segir í dómnum að fram hafi komið að grunnlaun hennar voru lægri en hans. Er það rakið til kjarasamninga stéttarfé- laga, sem vísað var til í hvorum ráðningasamningi um sig. Ekki hafi verið skýrt í málinu, hvernig ákvörðun launa hafi ráðist af túlk- un kjarasamninganna, sem höfðu ekki bein ákvæði um þetta starf, og launakjör útsendingastjóranna hafa ekki verið borin saman að öðru leyti. Einnig segir í dómunum að ríkið hafi betri að- stæður til að gera samanburð á kjörum þeirra og gera grein fyrir samhengi í launasamningum rík- isins. Samkvæmt al- mennum sönnunar- reglum stendur það þeim nær að sýna fram á það, að hlut- lægar ástæður hafi ráðið launamuninum. Það hafi ríkið ekki gert, en mismunandi kjarasamningar geta ekki einir sér réttlætt launamismun karla og kvenna. Því kemst hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að ríkið hafi brotið gegn jafnréttislög- um í þessu tilviki, og dæmir kon- unni bætur sem samsvara grunn- launamuninum á henni og karlin- um. Sambærileg störf Þessi dómur vekur upp margar spurningar. Eins og til dæmis þeirri hvort það hefði breytt ein- hveiju ef konan og karlinn hefðu ekki unnið nákvæmlega sama starfið. Það kemur skýrt fram í jafnréttislögum að „Konum og körlum skulu greidd jöfn laun og skuiu njóta sömu kjara fyrir jafn- verðmæt og sambærileg störf". Hér er vert að vekja athygli á því að ekki er einungis verið að fjalla um sömu störf, heldur jafnverð- mæt og sambærileg störf. Maður spyr sig því hvort konan hefði ekki alveg eins getað kært á grundvelli jafnréttislaga og unnið dómsmálið Á íslandi ríkir kynbund- ið launamisrétti. Siv Friðleifsdóttir telur skýringar úr nýlegri könnun ekki duga til að útskýra þann launamun. ef hún hefði unnið í jafnverðmætu og sambærilegu starfi og karlinn en ekki endilega nákvæmlega sama starfið. Jafnréttislögin kalla því beinlínis á að skoðað verði hvaða störf eru jafnverðmæt og sambærileg. Hvernig má meta, mæla eða vigta störf? Hvernig getur launþegi sannað fyrir dómi að hann sé í jafnverðmætu og sam- bærilegu starfi og annar launþegi í viðkomandi stofnun eða fyrir- tæki. Hvaða mælistiku er unnt að nota? Sú leið sem hefur verið notuð víða erlendis, og hjá mörgum sveit- arfélögum á Islandi til að meta störf og bera þau saman er kölluð starfsmat. Hvað er starfsmat? Starfsmat er aðferð til að meta vægi starfa. Það hefur verið notað í nokkrum mæli m.a í Bandaríkjun- um, Kanada, Ástralíu, Nýja-Sjá- landi, Hollandi, Þýskalandi, Bret- landi og Svíþjóð. Starfsmat er að- ferð til að meta innihald starfa. Starfið sjálft er metið, en ekki sá starfsmaður sem sinnir því. Frammistöðu einstakra starfs- manna verður að meta á annan hátt. Þeir þættir sem eru lagðir til grundvallar starfsmati eru yfirleitt hvaða hæfni, ábyrgð, áreynslu og vinnuskilyrða er krafist í starfinu. Þessum þáttum er skipt upp í undirþætti sem eiga að fanga eðli starfsins enn frekar. Ábyrgð getur t.d. skipst í ábyrgð á fjármunum eða velferð annarra. Þættimir eru metnir hver um sig til stiga og heildarstigagjöf ákvarðar verð- mæti starfsins. Kynhlutlaust starfsmat er líkt hefðbundnu starfsmati. Það er frábrugðið að því leyti að sérstaklega er hugað að því að gera þeim þáttum sem einkenna kvennastörf jafnhátt undir höfði og þáttum sem ein- kenna karlastörf. Engar heildstæð- ar rannsóknir eru til á hversu mikl- um hluta kynbundins launamunar hefur takist að eyða með kynhlut- lausu starfsmati. Rannsóknir frá einstökum fylkjum í Bandaríkjun- um sýna þó að með kynhlutlausu starfsmati megi minnka kynbund- inn launamun um allt að þriðjung. Augljós kostur við starfsmatsað- ferðina er að þannig má meta vægi starfs á hlutlægan hátt. Gall- inn við starfsmatið er hinsvegar það að matið metur einungis starf- ið sjálft en ekki frammistöðu þess einstaklings sem sinnir því. Kynbundinn launamunur um 11% Á íslandi ríkir kynbundið launa- misrétti. Nýleg könnun sem unnin var af Félagsvísindastofnun Há- skólans um launamyndun og kyn- bundinn launamun sýnir að þær skýringar sem gefnar hafa verið á mismunandi launum karla og kvenna duga ekki til að útskýra þann launamun sem viðgengst milli kynja. Þegar bornir eru saman sambærilegir einstaklingar og tek- ið hefur verið tillit til þátta eins og starfsstéttar, menntunar, starfsaldurs, aldurs, fjölda yfirvin- nutíma og hvort stárfað sé hjá einkafyrirtæki eða hjá opinberum aðilum hafa konur samt sem áður 11% lægri dagvinnulaun og auka- greiðslur á klukkustund en karlar. Þennan launamun er einungis hægt að útskýra með kynferði. Erlendis hefur starfsmat víða verið notað til að minnka launamun ’ kynja. Tilraunaverkefni í mars 1995 skipaði félags- málaráðherra starfshóp sem í eiga sæti fulltrúar ASÍ, BHMR, BSRB, VMS, Jafnréttisráðs, Reykjavík- urborgar, fjármálaráðuneytis og félagsmálaráðuneytisins. Starfs- hópurinn hefur umsjón með til- raunaverkefni þar sem starfsmati verður beitt á einni til tveimur stofnunum á vegum ríkisins, fyrir- tæki eða stofnun Reykjavíkur- -■- borgar og einu einkafyrirtæki. Félagsmálaráðuneytið hefur ráðið verkefnisstjóra til að sinna til- raunaverkefninu ásamt starfs- mönnum frá Jafnréttisráði og Reykjavíkurborg. Tilgangur verk- efnisins er að nota kynhlutlaust starfsmat til að meta vægi og raða störfum innbyrðis á hveijum vinnustað. Ekki er búið að velja endanlega þau fyrirtæki og stofn- anir sem taka þátt í verkefninu, en við valið verður hugað að fjöl- breytileika starfa og því að á vinnustaðnum séu bæði hefðbund- in kvenna- og karlastörf. Með verkefninu er ætlunin fyrst og fremst að skoða innbyrðis vægi starfa en ekki að tengja niður- stöðu þess gildandi kjarasamning- um. Hinsvegar er ekkert því til fyrirstöðu að aðilar sem semja um kaup og kjör á vinnumarkaðnum semji um að beita starfsmati nú eða síðar. Tilraunaverkefni ríkis, borgar og einkafyrirtækis um starfsmat er einmitt tækifæri fyr- ir framangreinda aðila til að kynn- ast margvíslegum hliðum starfs- matsferlisins. Höfundur er alþingismaður og formaður starfshóps um starfsmat. Hæstaréttardómur um launajafnrétti kynja Siv Friðleifsdóttir BARÁTTA kvenna um allan heim fyrir kvenfrelsi og góðum lífsskilyrðum kvenna og bama er hluti af þeirri mannréttinda- baráttu, sem staðið hefur um aldir. Á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna er það nú viðurkennt, að líta beri á stöðu kvenna út frá mannréttindum, en það leggur þjóðum þá skyldu á herðar að skoða stöðu kvenna sérstaklega og tryggja konum sömu réttindi og möguleika og körlum. Vandamál samfélagsins alls Sameinuðu þjóðirnar hafa á undanförnum árum staðið fyrir mörgum mikilvægum ráðstefnum um málefni sem skipta mannkynið miklu. Mannréttindi kvenna hafa þar skipað sífellt stærri sess, og snerist t.d. Mannréttindaráðstefn- an í Vín 1993 að miklu leyti um mannréttindi kvenna. Þá er í fersku minni kvennaráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Kína í sept- ember árið 1995, en þar náðust mikilsverðir áfangar í baráttunni fyrir mannréttindum kvenna, sem varða munu veginn til framtíðar. I kjölfar Mannréttindaráðstefn- unnar í Vín 1993 var samþykkt á allsheijarþingi Sameinuðu þjóð- anna yfirlýsing um afnám ofbeldis gagnvart konum, og greiddu ís- lendingar henni atkvæði. í henni er lögð áhersla á þátt stjómvalda í að draga úr því ofbeldi, sem kon- ur eru beittar, og bent á mikilvægi þess, að stjórnvöld styðji við bakið á þeim, sem vinna að úrbótum í því efni. Ofbeldi gegn konum er vandamál samfé- lagsins alls, en ekki eingöngu þeirra sem fyrir því verða. Með undirskrift sinni hafa íslensk stjórnvöld tek- ið undir þau sjónar- mið. Nú þarf að brúa bilið milli orða og at- hafna. Tillaga um aðgerðir Þingkonur Kvenna- listans hafa nú lagt fram á Alþingi tillögu um skipan nefndar til að móta áætlun um afnám ofbeld- is gagnvart konum í samræmi við fyrrgreinda yfirlýsingu. Nefndin verði skipuð fulltrúum dómsmála- ráðuneytis, félagsmálaráðuneytis, Heimilisofbeldi er mun algengara en almennt hefur verið talið, segir Kristín Halldórsdótt- ir, og það er krafa kvenna, að þessi smán- arblettur verði afmáður. heilbrigðisráðuneytis, mennta- málaráðuneytis, Jafnréttisráðs, Mannréttindaskrifstofu íslands, Neyðarmóttöku vegna nauðgana, Kvennaathvarfsins í Reykjavík og Stígamóta, svo og fulltrúa forsæt- isráðuneytis, sem verði formaður. Nefndin móti áætlun til 5 ára og hafi eftirlit með framkvæmd henn- ar, og skýrsla um störf nefndarinn- ar verði lögð fyrir Alþingi eftir því sem verkinu miðar. Nýlega var birt skýrsla dóms- málaráðherra um orsakir, umfang og afleiðingar heimilisofbeldis og annars ofbeldis gegn konum og börnum. Skýrslan er byggð á ítar- legri könnum, sem unnin var í framhaldi af samþykkt Alþingis að frumkvæði Svavars Gestssonar og Ingibjargar Sólrúnar Gísladótt- ur árið 1994. í henni koma fram mikilvægar upplýsingar, sem mynda nauðsynlegan grunn undir áætlun um aðgerðir. Áhersluatriði Við mótun áætlunar um afnám ofbeldis gagnvart konum þarf m.a. að hafa eftirfarandi atriði í huga: * að fræðsla um ofbeldi og áhrif þess verði aukin verulega í skólum og meðal almennings, hvort sem um er að ræða kynferðislegt of- beldi eða ofbeldi af öðrum toga, * að heimilisofbeldi verði skil- greint og meðhöndlað eins og ann- að ofbeldi, * að fræðsla fyrir lögreglu- menn, lögfræðinga og dómara um kynferðisofbeldi og ofbeldi á heim- ilum verði stóraukin, * að markvisst verði unnið að því að fjölga konum í þeim starfs- stéttum, sem vinna við meðferð ofbeldismála, bæði hjá lögreglu, ákæruvaldi og dómstólum, * að kæruskylda hvíli á lögreglu og ákæruvaldi vegna ofbeldisbrota, en ábyrgðin hvíli ekki á þolanda brotsins, * að brotaþola sé skipaður mál- svari allt frá upphafi rannsóknar til málsloka, * að lögreglu verði gert kleift að beita nálgunarbanni jafnhliða áminningu, ef hann raskar friði annarrar manneskju eða vekur henni ótta með ógnunum eða of- sóknum, * að tryggt verði fjármagn til reksturs miðstöðva fyrir konur og börn, sem beitt hafa verið kynferð- islegu ofbeldi, * að komið verði á meðferðarúr- ræðum fyrir karla, sem beita konur ofbeldi. Afmáum smánarblettinn Þar sem rannsóknir og umræða um ofbeldi gagnvart konum er komin lengst er það flokkað sem kvennamál óháð stéttum, litar- hætti og þjóðfélagsgerð. Það er flokkað sem glæpsamlegt athæfí og heilbrigðismál, enda reynir á heilbrigðiskerfið, dómskerfið og félagsmálayfirvöld við meðferð slíkra mála. Mikið skortir á skiln- ing og aðstæður til viðbragða inn- an íslensks stjórnkerfis, og úr því verður að bæta. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra hefur sýnt þessum málum mikinn skilning og hyggst stofna til vinnuhópa á veg- ^emantaAÚAiá Fermingagjafir, glæsilegt úrval DEMANTAHÚSIÐ Nýju Kringlunni, sími 588 9944 um síns ráðuneytis, sem hugi að meðferð þessara mála á sviði lög- gæslu og innan dómskerfisins. Því ber að fagna, en taka þarf á vanda- málinu á víðtækari hátt með þátt- töku fleiri ráðuneyta og sérfræð- inga á fleiri sviðum þess. Ofbeldi inni á heimilum er þjóðfélagsvandi og dulið vanda- mál, sem fólk forðast að viður- kenna, en rannsóknir sýna, að heimilisofbeldi er mun algengara en almennt hefur verið talið og á' sér stað óháð félagslegri stöðu fólks. í ofbeldi gegn konum birtist kvennakúgun í sinni grófustu mynd, og það er krafa kvenna, að gripið verði til aðgerða til að afmá þann smánarblett af íslensku sam- félagi. Höfundur er þingkona Kvcnnalistans. DISERO EN ŒWvCA -l- Aú •'> Stórbðfða 17 við GulUnforú, sími 567 4844 f N BIODROGA snyrtivörur Afnemum ofbeldi gegn konum Kristín Halldórsdóttír
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.