Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sigurður Helgason Ekki endan- leg útgáfa skýrslunnar SIGURÐUR Helgason, forstjóri Flugleiða, segist .ekki vilja tjá sig efnislega um drög að skýrslu Sam- keppnisstofnunar um flugrekstrar- markaðinn, þar sem þau séu ekki endanleg. Fyrirtækið hafi gert ýms- ar athugasemdir við drög Sam- keppnisstofnunar. „Við fengum þessi drög afhent fyrir rúmlega mánuði. Það kom fram í viðræðum við Samkeppnisstofnun á þeim tíma að þetta plagg væri í vinnslu og ekki um niðurstöðu að ræða. I þessum drögum eru ýmsar rangar staðhæfmgar og misskilning- ur, sem Flugleiðir töldu brýnt að leiðrétta og það var gert á fundi með forráðamönnum Samkeppnis- stofnunar fyrir nokkrum vikum. Þær leiðréttingar virðast ekki hafa skilað sér í þeim vinnugögnum, sem grein Morgunblaðsins er unnin upp úr,“ segir Sigurður. Hann segir að Flugleiðir vilji ekki tjá sig frekar um skjalið á meðan það sé í vinnslu. „Samkeppnisstofn- un er með þær efnislegu athuga- semdir, sem komu fram, og á enn eftir að vinna í málinu í einhverjar vikur,“ segir Sigurður. Halldór Blöndal Landkynn- ingin aflgjafi allrar ferða- þjónustu „ÉG hef ekki séð skýrslu Samkeppn- isstofnunar og veit ekki hvort hún er til en ég legg áherslu á að Flug- leiðir eru dvergur í samanburði við erlenda keppinauta. Flugfélög hafa sótt hingað í tengslum við erlendar og innlendar ferðaskrifstofur og verður að líta á stöðu Flugleiða út frá því sjónarmiði. Oftar en ekki hefur verið um undirboð að ræða sem hafa endað með gjaldþroti og tjóni fyrir viðskiptavini. Þess vegna hlýtur Samkeppnisstofnun að meta það svo að hún sé að tryggja jafn- stöðu Flugleiða við flugfélög í öðrum löndum," sagði Halldór Blöndal sam- gönguráðherra aðspurður um við- brögð við varnaðarorðum Sam- keppnisstofnunar vegna markaðs- ráðandi stöðu Flugleiða. Kvaðst hann hlakka til að sjá hvernig kom- ið er að því álitaefni. Samgönguráðherra sagði alla ís- lendinga vita að það sem gefið hefði ferðaþjónustunni hér vaxandi afl væri mikil landkynningar- og sölu- starfsemi Flugleiða og þétt áætlun- arnet félagsins vestan hafs og aust- an. Sagði hann fyrirtæki í ferðaþjón- ustu hér, bæði í ferðaskrifstofu- og hótelrekstri, einnig sækja styrk til Flugleiða og kvaðst hann eiga erfitt með að sjá íslenska ferðaþjónustu án þess að Flugleiðir kæmu þar við sögu. Enginn annar í sjónmáli „Ég vona að ekki felist í skýrslu Samkeppnisstofnunar að verið sé að Morgunblaðið leitaði álits aðila í ferðaþjón- ustu og samgöngumálum á gagnrýni á Flug- leiðir sem fram kemur í skýrslu Samkeppnis- stofnunar um flugrekstrarmarkaðinn. hamla eða skaða hagsmuni ferða- þjónustunnar og veikja mö_guleika okkar til að afla gjaldeyris. Ég vona að Samkeppnisstofnun hafi það í huga að henni er ekki ætlað að tor- velda íslenska starfsemi eða að opna landið fyrir erlendum keppinautum. Ríkið hefur verið að kynna ísland erlendis í samvinnu við Flugleiðir sem hafa án endurgjalds þjónustað Ferðamálaráð erlendis. Flugleiðir hafa lagt meira en nokkur annar af mörkum fyrir ferðaþjónustuna sameiginlega hér á landi og ég vona að þetta álit Samkeppnisstofnunar verði ekki til að draga úr því. Við íslendingar megum ekki við því að með nokkrum hætti sé verið að setja hömlur við því að við getum verið sterkir í sambandi við móttöku ferðamanna og landkynningu. Við þurfum á því að halda að hótelin séu góð og þjónustan fyrsta flokks og að því hafa Flugleiðir unnið. Það er • enginn í sjónmáli sem ég veit að sé reiðubúinn að hlaupa í skarðið varð- andi landkynningu erlendis." Georg Olafsson Framhaldið ræðst af við- brögðunum GEORG Ólafsson, forstjóri Sam- keppnisstofnunar, segir að við könn- un Samkeppnisstofnunar á flug- rekstrarmarkaðnum og tengdum mörkuðum í ferðaþjónustu hafi verið aflað ítarlegra upplýsinga frá helstu aðilum á þessum mörkuðum og opin- berum aðilum, bæði tölulegra upp- lýsinga um stærð fyrirtækja og tengslin á milli þeirra, og einnig um aðstæður og aðra hegðun sem áhrif geta haft á samkeppni. „Það er búið að Ieggja mikla vinnu í þetta mál, en skýrslan er ekki end- anlega frágengin. Þegar hún verður það munu felast í henni ákveðin Happdrætti Slysavarnafélags íslands Dregið hefur verið í þriðja útdrætti happdrættisins. Aðeins dregið úr greiddum miðum. Eftirtaldir aðilar hlutu vinning: 1. Ferð fyrir tvo i tvær vikur til Mallorka eða Benidorm nafn: ívar Matthías Sveinsson miði nr: 059271 2. Ferð fyrir tvo til Dublin, nafn: Jón Loftsson miði nr: 007347 3. Ferð fyrir tvo til Dublin, nafn: Vestri ehf. miði nr: 124216 ^1 Biöraunarskio f alla landshluta skilaboð til Flugleiða og einnig ann- arra fyrirtækja sem eru í sambæri- legri aðstöðu á öðrum mörkuðum um hvað teljist samrýmast góðum samkeppnisháttum. Síðan ræðst framhaldið af þeim viðbrögðum sem kunna að verða við þeim skilaboðum sem sett verða fram,“ sagði hann. Georg sagði að ástæða þess að Samkeppnisstofnun réðist í gerð skýrsiu um flugrekstrarmarkaðinn væri sú að í skýrslu sem samkeppnis- ráð gaf út fyrir tveimur árum hefði komið glöggt fram að fákeppni ríkir á mörgum helstu mörkuðum hér á landi, og í framhaldi af því hefði Samkeppnisstofnun talið eðlilegt að gera sérstaka athugun á þessum mörkuðum. „Flugreksturinn varð fyrstur fyrir valinu og því réð mikil samþjöppun sem einkennir þennan markað, auk mikilla tengsla við aðra markaði í ferðaþjónustu. Þá hefur ýmislegt verið að gerast í flugmálum í Evrópu sem hafði áhrif á að hafist var handa við þessa athugun," sagði hann. Helgi Jóhannsson Mismunun sem ekki gengur upp í íslensku viðskiptalífi HELGI Jóhannsson, forstjóri Sam- vinnuferða-Landsýnar, segir að sú gagnrýni sem fram komi á viðskipta- hætti Flugleiða í skýrslu Samkeppn- isstofnunar um flugrekstrarmarkað- inn, sem greint var frá í Morgunblað- inu í gær, eigi fyllilega við rök að styðjast. „Það lýsir þessu best að þegar Samvinnuferðir-Landsýn settu upp ferðir til dæmis til San Francisco síðastliðið haust buðu Flugleiðir á sömu dögum sambærilega ferð til Boston á 50% lægra fargjaldi en áður hafði boðist. Þar með hafði virk samkeppni frá okkar hendi skilað sér ríkuiega til neytenda. Hins vegar vekur þetta spurningar um hvað þeir aðiiar sem eru að reyna að halda uppi samkeppni við jafnfjársterkan aðila og Flugleiðir geta lengi búið við slíka viðskiptahætti," sagði Helgi. Hann sagði að eitt af því sem sýni að Flugleiðir séu að misnota aðstöðu sína sé að íslenskar ferða- skrifstofur og aðrir sem selji far- seðla fyrir Flugleiðir búi við mjög skertan hlut samanborið við söluað- ila erlendis. „Það er opinberlega gefið út af Flugleiðum plagg sem sýnir að þeir mismuna íslenskum söluaðilum gagnvart þeim erlendu. Rökin eru þau að það er engin samkeppni hér sem þeir þurfa að vera í, en erlend- is búa þeir við samkeppni. Þess vegna bjóða þeir allt að helmingi hærri sölulaun til söluaðila erlendis en þeirra íslensku sem eru að vinna á þessum markaði. íslenskar ferða- skrifstofur og þar á meðal ein af þeirra eigin ferðaskrifstofum, Úrval- Útsýn, hafa í mörg ár sýnt fram á það með gildum rökum að þessi sölu- laun sem þeir greiða íslenskum ferðaskrifstofum hrökkva ekki fyrir kostnaði, en aldrei hefur verið tekið tillit til þess. Þetta hlýtur að vera mismunun sem ekki gengur upp í íslensku viðskiptalífi," sagði Helgi. Urðu að leita á önnur mið með leiguflug Hann sagði að Samvinnuferðir- Landsýn hefðu orðið að leita á önnur mið I sambandi við leiguflug til út- landa eftir að Flugleiðir hefðu dreg- ið úr framboði flugferða til ferða- skrifstofunnar. „Þegar við bytjuðum með ferðir til Dublin á sínum tíma flugum við allt með Flugleiðum og þeim fannst það gott mál þar sem þeir höfðu vélakost og annað til þess. Þegar svo fór að líða á haustið og þeir sáu hve vel þetta gekk sögðust þeir því miður ekki geta flogið fyrir okkur fleiri ferðir þótt þeir ættu vélar til þess vegna þess að Dublinarferðirn- ar væru farnar að taka frá sölu þeirra eigin ferða. Þetta varð meðai annars til þess að við leituðum ann- að eftir viðskiptum með flug,“ sagði hann. Helmingi lægri gjöld fyrir korthafa Helgi sagði að þegar Flugleiðir hefðu gengið frá fargjöldum fyrir stéttarfélögin fyrr í vetur hefðu ver- ið sett fram rök fyrir því að verðið þyrfti að hækka vegna verðhækkun- ar á bensíni o.fl. „Menn féllust á þessi rök og fleiri þúsund manns eru búnir að kaupa sér farmiða á þessum kjörum. Það liðu svo ekki nema tæplega tvær vikur þar til Flugleiðir gátu boðið helmingi lægri gjöld fyrir þá sem höfðu kort frá Flugleiðum og Visa. Þarna var um að ræða 1.500 manns og það hvarflar að manni hvort stétt- arfélögin og almenningur sé þannig látinn borga fyrir svona verkefni. Það mun taka lengri tíma fyrir þá næst að sannfæra mig um að það þurfi að hækka fargjöldin," sagði Helgi Jóhannsson. Guðmundur Hafsteinsson Með markað- inn í heljar- greipum „VIÐ höfum oft bent á þessa að- stöðu sem Flugleiðir hafa hérna á markaðnum og það er mjög erfitt fyrir aðila að komast inn á þennan markað, eins og Atlanta eða hvern sem er, því Flugleiðir eru með þenn- an markað í heljargreipum. Ókkar fyrstu viðbrögð eru þau að við fögn- um þessari afstöðu Samkeppnis- stofnunar að benda á þetta," sagði Guðmundur Hafsteinsson, skrif- stofustjóri flugfélagsins Atlanta hf. Guðmundur sagði að Atlanta hf. hefði áður bent á þau atriði sem fram kæmu í skýrslu Samkeppnis- stofnunar varðandi einkaleyfi Flug- leiða á innritun farþega og flugaf- greiðslu á Keflavíkurflugvelli. Hann sagðist telja það mjög óeðlilegt að einn aðili í flugrekstri væri með þessa aðstöðu og nauðsynlegt væri að koma fyrirkomulaginu í eitthvað annað form. Hann tók þó fram að á síðustu mánuðum hefði Atlanta tekist að bæta samstarfið við Flug- leiðir hvað þetta varðar. „Við höfum oft gagnrýnt að þeir hafa í skjóli einkaleyfis náð aðstöðu, bæði hvað snertir farþegaafgreiðsiu og vöruafgreiðslu. Við höfum rætt þetta mikið við Flugleiðir og það hafa orðið á umbætur, þannig að þeir hafa tekið til greina þá gagn- rýni sem við höfum fært,“ sagði hann. Ekki frjálst athafnasvið Guðmundur sagði að orðið hefðu árekstrar á miili Atlanta og Flug- leiða og á síðasta ári hefði Atlanta komið með ákveðnar kvartanir þegar félagið taldi sig ekki fá þá þjónustu sem því bæri. „Það voru gerðar úrbætur, en þeir hafa yfirburðastöðu og það er fyrir okkur eða aðra. Við erum til- neyddir til að kaupa þjónustuna því það er engin samkeppni, og óeðlilegt að sá aðili sem þú ert í samkeppni við hafi allar upplýsingar um okkar rekstur í gegnum aðstöðu sína þarna suður frá. Hins vegar vil ég taka fram að þó að við séum stundum að gagnrýna Flugleiðir þá teljum við það mjög til bóta fyrir íslenska ferða- mennsku að hér sé sterkur flug- rekstraraðili eins og Flugleiðir á markaðnum, en við teljum þeirra stöðu á markaðnum vera það sterka að hún geti verið hættuleg," sagði Guðmundur. Steingrímur Birgisson Ættuað einbeita sér að fluginu STEINGRÍMUR Birgisson fram- kvæmdastjóri hjá Bílaleigu Akur- eyrar segist fagna því að Samkeppn- isstofnun kanni lögmæti þess að Flugieiðir noti aðstöðu sína um borð í flugvélum félagsins til einhliða kynningar á hótelum og bílaleigu Flugleiða, en í skýrslu Samkeppnis- stofnunar segir að slík hegðun hjá markaðsráðandi fyrirtæki, sem hafi notið og njóti opinberrar verndar, samræmist ekki samkeppnisreglum. „Við höfum lengi staðið í þeirri trú að það sé ekki löglegt að vera með þessa kynningu, en ekkert kannað það, þannig að út af fyrir sig er mjög gott að sjá að það er eitthvað verið að skoða málið. Ég lít svo á að aðilar eigi að vera í því sem þeir telja sig bestir í og hef talið það lengi að Flugleiðir ættu að einbeita sér að fluginu og láta aðra um aðra þætti í ferðaþjón- ustunni. Að vísu telja þeir sig ná miklu hagræði með því að geta boð- ið upp á allan pakkann, og það er mikið til í því sjálfsagt, en ég held að það sé samt ákveðin hætta á því að frumkvæðið deyi ef það er einn stór aðili sem ræður markaðnum eins og allt stefnir í,“ sagði Stein- grímur. Hafa misst viðskipti vegna vildarkorta Steingrímur sagði að svokölluð vildarkort Flugleiða, sem gera við- skiptavinum fyrirtækisins m.a. kleift að nota áunna punkta í flugi hjá Flugleiðum til þess að kaupa gist- ingu á Flugleiðahóteli innanlands og leigja bíla hjá bílaleigu Flugleiða, hefðu valdið því að Bílaleiga Akur- eyra hefði misst viðskiptavini. Þetta fyrirkomulag hjá Flugleiðum telur Samkeppnisstofnun fela í sér víxl- stuðning á milli skyldra fyrirtækja á innlendum mörkuðum og vera til þess fallið að skaða samkeppnis- stöðu keppinauta Flugleiðafyrir- tækja á innlendum markaði. „Það er alveg deginum ljósara að við misstum viðskipti við marga út á þetta og þá sérstaklega í upphafi. Þetta á ekki bara við um okkur held- ur allar bílaleigur og hótel örugglega sem Flugleiðir eiga ekki í,“ sagði Steingrímur. „Við erum þarna í samkeppni við stórt og öflugt fyrirtæki sem hefur mun betri aðgang að markaðnum heldur en við og það er auðvitað erfitt að keppa við slíkan aðila. Það fagna allir samkeppni og markaður- inn hefur bara gott af samkeppni en svo er bara spurning á hvaða grundvelli hún er. En eins og Sam- keppnisstofnun er þarna greinilega að ýja að, að hún sé að einhveiju leyti ekki á réttum forsendum, þá er það auðvitað alltaf erfiðara."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.