Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 55
morgunblaðið FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1997 55 j I » ) 3 9 J I 3 i i i Í Í i i i i i 3 í 4 4 í H BRÉF TIL BLAÐSINS Svik R-listans við kjósendur Frá Karli Ormssyni: VORIÐ 1994 plataði svokölluð R- listagrúppa sig inn á kjósendur í Reykjavík með allskonar bellibrögð- um, loforðum um bætta stjórn á borginni, ekkert atvinnuleysi, hækkuð laun o.fl. eins og flestum er kunnugt. Undirritaður hefur við- að að sér alls konar upplýsingum úr fjölmiðlum, meðal annars upp- tökuspólu af fundinum fræga á vegum útvarpsins á Hótel Holiday Inn. Þær upplýsingar passa nú al- deilis ekki við gerðir R-listans, at- vinnuleysi í Reykjavík hefur aldrei verið meira síðan í kreppunni upp úr 1930, samt segir borgarstjóri að atvinnuleysi hafi minnkað. R- listagrúppan ætlaði að gera at- vinnuleysi útlægt úr Reykjavík, en það er nú eitthvað annað. Nú þegar skattborgararnir eru að fá tilkynn- ingu um fasteignagjöldin inn um póstlúguna er ekki úr vegi að þeir beri saman fasteignaseðlana 1995 og 1997. Það er mikii blekking þegar gjaldendum er sendur lit- prentaður áróðursbækiingur yfir það sem þeim er ætlað að greiða 1997 og bera saman við árið 1996 því 1995 var 30% skolpskattur sett- ur á. Því miður hefur R-listinn af einhveijum ástæðum fengið alveg óvenjugóðan aðgang að flestum fjölmiðlum með áróður sinn. Svo hafa þeir hamrað á blekkingum sín- um að fólk hefur ruglað, í sumum tilfellum hvaða skattar eru lagðir á af sveitarfélögönum,og hvað er frá ríkinu. Holræsagjaldið sem lagt var á var bara byijunin. Þegar sorp- hirðugjald nær 30% er lagt ofan á fasteignagjöldin skilst manni að faseignagjöldin hafi hækkað um nær 30% ekki satt?, svo er gjalddög- um fjölgað úr íjórum í sex til að blekkja enn frekar. Þegar kort að sundstöðum duga í færri sundferðir fyrir sama gjald er það lævís hækk- un, þegar kort að strætó dugar miklu færri ferðir er það hækkun. Þegar innritunargjaid fyrir aldraða er hækkað úr 300 í 400 krónur er það 30% hækkun. Þegar timinn fyrir 50 krónur í stöðumæla er styttur um helming er það 100% hækkun, og meira því tíminn var lengdur og er líka á laugardögum, það hefur ábyggilega margur lent í þeirri hringiðu. í Morgunblaðinu 21. febr. kórón- ar einn af oddamönnum R-listans, Pétur Jónsson, aumingjaskap og úrræðaleysi R-listans með því að segja að atvinnuleysi í Reykjavík hafi tífaldast frá 1991-1996, og hann bætir um betur: „Árið 1995 fluttust 800 fleiri frá Reykjavik en til Reykjavíkur.“ Og hann segir meira: „Atvinnulausum hefur ekki einu sinni ijölgað heldur fer lang- varandi atvinnuleysi vaxandi." Hversvegna tókst R-listagrúppunni ekki að taka á atvinnuleysisdraugn- um sem hún lofaði kjósendum ef hún fengi vald til að stjórna í ■ Reykjavík? Á opnum fundi sem þessi hópur talaði á fyrir kosningar 1994 var þeim tíðrætt um að kjós- endur ættu heimtingu á að fá að vita í hvað skattpeningur þeirra fer. Hver borgaði litprentaða áróð- ursbæklinginn sem fylgdi fast- eignaseðlunum? Þessu og fleiru verður þessi hópur að svara eftir rétt ár, kjósendur krefjast þess. Um fylgistap R-listagrúppunar ætla ég ekki að fjölyrða, en mörg persónu- leg bréf til borgarstjóra og fylgis- sveina (oft frá stuðningsfólki hans) eru á vitorði þeirra sem fylgjast með fjölmiðlum. KARL ORMSSON, deildarfuiltrúi, Huldulandi 5, Reykjavík. „Syndugur maður er alltaf á villigötum“ VERSLANIR 51 -S.551-7717-SkeHunni19-S.568-1717 RUBBER SOLE A ---------------------------------sportvöRuínís Fosshálsi 1-112 Reykjavík - Simi 577-5858 Frá Þorsteini Scheving Thorsteins- syni: í SÍÐASTA tímariti Mannlífs (feb) er viðtal við séra Karl Sigurbjörns- son. Þar segir sr. Karl er hann er spurður: „Hver er skoðun þín á öðrum trúarbrögðum? Er Guð þar að verki líka eða eru menn þar á villigötum?“ Séra Karl svar- ar: „Þar eru menn á villigötum alveg eins og þeir eru líka innan kristninnar. Syndugur maður er alltaf á villigötum.“ Hvernig er það hafa menn sem lokið hafa guðfræðinámi leyfi frá Guði til að dæma önnur trúar- brögð? Nei, en hefur Guð opinberað þeim það persónulega að hin trúar- brögðin séu ekki rétt og kristin trú þjóðkirkjunnar sú eina rétta? Nei, þrátt fyrir að menn hafi útskrifast frá guðfræðideild HÍ, sem hefur hvorki verið viðurkennd né skipulögð af Guði, eru síðan menn farnir að titla sig sem fræð- *nga um Guð (guðfræðinga), án þess að hafa fengið samþykki Guðs fyrir því, og dæma önnur trúar- brögð. Satt best að segja ættu menn fyrst að reyna að fá samþykki Guðs fyrir þessu námi eða kenn- mgum sínum áður en þeir fara að kalla sig fræðinga um Guð og síð- an dæma önnur trúarbrögð. Er til eitthvað sem heitir Guð- fræðistofnun og fékkst samþykki Guðs fyrir stofnuninni eða stofn- setti Guð hana sjálfur hér á ís- landi fyrir þjóðkirkjuliðið? Nei. Á hveiju á maður von á næst ráðuneyti Guðs á íslandi í staðinn fyrir dóms- og kirkjumálaráða- neytið, þar sem dr. Einar Sigur- björnsson og fleiri geta síðan dæmt menn villitrúarmenn skv. kreddu- bókinni „Credó“ og hinni sem má ekki gleyma „Kirkjan játar“ (en sem orðið er tímabært að endur- skíra Kirkjan játar og neitar). Hefurþjóðkirkjannokkuðfengið einkaleyfi á Guði, rétt eins og titlinum guðfræðingur? Nei. Eg vona að menn fari að hætta að sýna þennan leiðinlega hroka gagnvart öðrum trúarbrögðum. Einnig að menn hætti að senda einhvern leiðinlegan hroka í fjöl- miðla gagnvart sínum samstarfs- mönnum, eins og sr. Karl sýndi gagnvart sr. Auði Eir í DV. I eldra tímariti Mannlífs ekki alls fyrir löngu (Des 1994. tbl 11 áfg-) segir hr. Ólafur Skúlason biskup, er hann er spurður í við- tali, að hann geti hugsanlega talað v'ð Einar í Fíladelfíu, Snorra Ósk- arsson í Eyjum og Gunnar í Kross- inum. Ólafur segist gera mikinn greinarmun á þessum hópum og Vottum Jehóva og Mormónum, en hann myndi ekki vilja tala hjá þeim. Gúmmísólabakpokar tilvalin H BBa fermingargjof Hafdu þitt á þurru! Rúmbetri en keppinautarnir? MAZDA 323 Sedan er stærri og með lengra farþegarými en 323 Sedan kostar frá kr. ÉlEiiltíMil helstu samkeppnisbílar. Komdu, mátaðu og fmndu muninn! Aðrar gerðir kosta frá kr. 1.249.ooo Umboðsmenn: Akranes: Bílás sf. • ísafjörður: Bílatangi ehf. • Akureyri: BSA hf. • Egilsstaðir: Bílasalan Fell • Selfoss: Betri bílasalan • Vestmamiaeyjar: Bifreiðaverkstæði Muggs Ólafur biskup sem reyndar er forystuhirðir íslensku þjóðkirkj- unnar, en góði hirðirinn í dæmisög- unni er sá sem leggur lífið í sölurn- ar. Hvernig er það er hr. Ólafur Skúlason biskup hættur að vera góður hirðir eða hvað? Góði hirðirinn er sá sem skilur eftir lömbin 99 á öruggum stað og fer síðan að finna lambið sem er týnt. En forystuhirðirinn í ísl. þjóðkirkjunni myndi fara með öll 99 lömbin og skilja eftir lambið sem er týnt. Kirkjunnar menn innan raða þjóðkirkjunnar hafa ekki viljað kannast við það að kærleikurinn er það eina afl sem getur sameinað hópa, fjölskyldur, trúarbrögð, þjóð- ir og heiminn. Nei, menn vilja frek- ar kenna öðrum að dæma, að- skilja, fyrirlíta, særa og síðan fá menn til þess að hata aðra. Það er auðvelt fyrir forystuhirði þjóð- kirkjunnar að fá söfnuði inná þenn- an farveg, sumir menn hafa viljað segja að hann sé kristilegur og réttur. Sem betur fer er Ólafur biskup að hætta og vonandi verður bæði öðrum kristnum mönnum og mönnum frá öðrum trúarbrögðum boðið á 1000 ára afmæli kristnitök- unnar. Sjálfsagt verður íslenska þjóðkirkjan að halda fljótlega ann- að fjölmiðlanámskeið og bjóða fréttamönnum til Skálholts svo að þeir geti þannig ævinlega komið fram sínum málum gagnvart öðr- um hópum og félögum hér á ís- landi ekki satt, því að íslenska þjóð- kirkjan hefur ævinlega þurft að koma fram með sína skoðun. Sem er oftast nær neikvæð gagnvart öðrum trúarhópum og trúarbrögð- um sem eiga í hlut. Ólafur hefur reyndar margsinnis minnst á hvað fréttaflutningur fjöl- miðlanna hefur verið neikvæður gagnvart þjóðkirkjunni, en hann hefur passað sig á því að segja ekkert neikvætt varðandi áróður ísl. þjóðkirkjunnar. Hvenær verður það annars sem Skálholtsútgáfan hættir að gefa út bækur gegn öðr- um trúarbrögðum eins og t.d. Trúarbrögð mannkyns, þar sem ekki er minnst einu orði á kærleika? Lokaorð Þar sem menn innan raða þjóð- kirkjunnar (guðfræðingar) eiga svona erfitt með að sýna um- burðarlyndi gagnvart öðrum trúar- brögðum væri það best að Búddha- musterið sem hefur verið í fjölmiðl- um, yrði reist fyrir framan þessa merkilegu guðfræðistofnun þ.e.a.s. fyrir framan HÍ. tveimur eða þrem- ur metrum fyrir framan Aðalbygg- inguna. Þannig að dr. Einar pró- fessor og allt liðið gæti með góðu móti lært trúarlegt umburðarlyndi. Ég vil síðan að lokum benda á að það eru til menn innan þjóðkirkj- unnar sem hafa það til að bera að geta sýnt trúarlegt umburðarlyndi, eins og t.d. sr. Jakob í Dómkirkj- unni, sr. Sigurður Haukur Guð- jónsson og Pétur biskup. ÞORSTEINN SCHEVING THORSTEINSSON, formaður Samstarfsnefndar trúfélaga fyrir heimsfriði, Hörðalandi 6, Reykjavík. Elizabeth Arden Kynning í Apóteki Garðabæjar í dag, fimmtudag og á morgun, föstudag. Snyrtifræðingur veitir ráðgjöf - 15% kynningarafsláttur APOTEK GARÐABÆJAR Sími 565 1321
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.