Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Reuter ALBANSKUR uppreisnarmaður bíður grísks varðbáts, sem kom með vistir til bæjarins Sarande. Albanar reyna að koma a samgöngum við umheiminn Tirana. Reuter. LÖGREGLA reyndi í gær að tryggja öryggi á flugvellinum í Tirana, höf- uðborg Albaníu, svo að hægt yrði að koma á samgöngum við umheim- inn á ný, en Evrópusambandið sagði að ringulreiðin réði enn ríkjum. Arben Malaj, fjármálaráðherra í nýrri stjóm allra flokka, sem skipuð var í síðustu viku, sagði að efnahag- ur Albaníu hefði hrunið eftir óeirðirn- ar undanfarinn mánuð og nú blasti lömun hans við. Lögregla vopnuð Kalashnikov- rifflum hélt í gær til Rinas-flugvall- ar, sem er 25 km vestur af Tirana. Stjórnvöld hétu því að flugvöllurinn yrði opnaður fyrir umferð í dag, en vestræn flugfélög hafa engar áætl- anir um að hefja að nýju áætlunar- flug til Albaníu í þessari viku. Italskar herþyrlur af gerðinni Chinook lentu tvisvar á flugvellinum, sem var lokað fyrir tveimur vikum. Létu ítalskir fallhlífarhermenn 300 meinta glæpamenn, sem þeir sögðu hafa fært sér glundroðann í Albaníu í nyt til að flýja til Ítalíu, í hendur albönskum yfirvöldum. Jan de Marchant d’Ansembourg, forustumaður 11 manna sendinefnd- ar ESB, sagði í gær að ekki yrði hægt að veita Albönum aðstoð fyrr en lögum og reglu hefði verið komið á í landinu á ný. Jón Valfells, starfsmaður Alþjóða rauða krossins, sagði í gær að borist hefði beiðni frá landsfélagi Rauða krossins í Albaníu um aðstoð og efnt hefði verið til söfnunar á þriðjudag. Að sögn Jóns, sem staddur er á þingi landsfélaga Rauða krossins f Evrópu, sem haldið er í Danmörku, verður I upphafi reynt að bæta úr brýnustu þörfinni, koma birgðum til sjúkra- húsa og flytja munaðarlaus börn til höfuðborgarinnar. Jón sagði að í róstunum í Albaníu um helgina hefðu menn látið greipar sópa um birgðastöðvar landsfélags Rauða krossins í Albaníu. Það væri bót í máli að félagið þar væri vel skipulagt. Ef tækist að koma birgð- um inn í landið gætu þeir tvö þúsund sjálfboðaliðar, sem þar eru séð um að dreifa þeim. ítalir lýsa yfir neyðarástandi ítalar lýstu í gær yfir neyðar- ástandi í landinu og sögðu að þeir ættu erfitt með að ráða við straum flóttamanna frá Albaníu. Talið er að á tæpri viku hafi um tíu þúsund flóttamenn komið til landsins. r0 RDS verð kr. 59.900 Velkomin(n) íInFTmTf!] hljómtækjaverslun okkar B R Æ Ð U R N I R Umbodsmenn um land allt • Magnarí: 2x70w (RMS, 1 kHz, 6SI) • Útvarp: FM/AM, 24 stöðva minni ■ • Geislaspilarí: Þriggja diska • Segulbandstæki: Tvöfalt Dolby 8 • Hátalarar: Tvískiptir 70w (DIN) | ífiPIONEER á The Artof Entertainment Hfómtæki J ...í gæðaflokki! GD PiONeen The Art of Entertáinment 1 Reykjavík: Ðyggt og Búiö. Vesturland: Málningarþjónustan, Akranesi. Kf. Ðorgfiröinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guöni Hallgrímsson, Grundarfiröi. Ásubúö.Búöardal. Veatflrölr: Geirseyrarbúöin, Patreksfiröi. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, ísafiröi. Norðurland: Kf. V-Hún.,Hvammstanga. Kf. Húnvetninga.Blönduósi. Verslunin Hegri, Sauöárkróki. Hljómver, Akureyri. Kf. Þingeyinga, Húsavfk. Lóniö, Þórshöfn. Austurland: Kf. Héraösbúa, Egilsstööum. Verslunin Vík, Neskaupstaö. Kf. Stööfiröinga Stöövarfiröi og Breiödalsvlk. Kf. Fáskrúösfiöinga, Fáskrúösfiröi. KASK, Djúpavogi og Hornafiröi. Suöurland: Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlókshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Ljósboginn, Keflavík. Rafborg, Grindavík. Kim Jong-il gagnrýnir embættismenn Segir stjómleysi blasa við í N-Kóreu KIM Jong-il, leiðtogi kommúnistaflokksins í Norður-Kóreu. Hann kennir embættismönn- um um ástandið í landinu. Seoul. Reuter. STJÓRNLEYSI blasir við í Norður- Kóreu vegna alvar- legs matvæla- skorts, sem jafnvel herinn hefur orðið fyrir barðinu á, að því er virt dagblað í Suður-Kóreu hafði eftir Kim Jong-il, leiðtoga norður- kóresku kommún- istastjómarinnar, í gær. Dagblaðið Chos- un Ilbo sagði að Kim hefði sagt að embættismenn kommúnistaflokks- ins bæru ábyrgð á „stjórnleysis- ástandinu sem hef- ur skapast vegna matvælaskortsins“. Kim hefði látið þessi orð falla í ræðu, sem hann flutti 7. desember, en blaðið gat þess ekki hvernig það komst yfir ræðuna. Chosun Ilbo er þekkt fyrir að hafa greiðan aðgang að embættis- mönnum suður-kóresku stjórnarinn- ar og hefur oft verið á undan öðrum fjölmiðlum með fréttir af gangi mála í Norður-Kóreu. „Fólk út um allt að gramsa eftir mat“ „Fólk er út um allt að gramsa eftir mat,“ hafði blaðið eftir Kim. „Lestastöðvar og lestir eru fullar af fólki í matvælaleit. Hvert sem farið er verða menn vitni að átakanlegum atburðum." Kim sakaði embættismennina um að hundsa erfiðleika þjóðarinnar og „gera ekkert annað en að sitja fundi og málþing". „Við getum ekki séð hernum fyrir nægilegum matvælum. Bandarísku heimsvaldasinnarnir gera strax innrás komist þeir að því að við getum ekki brauðfætt herinn." Heimildarmenn í leyniþjónustu Suður-Kóreu hafa sagt að herinn hafi að undanförnu gengið fyrir við úthlutun matvæla. Stjórnin í Norður-Kóreu hefur óskað eftir því að matvæli verði send til landsins vegna flóða, sem eyðilögðu uppskeru tveggja ára í röð. Matvælahjálp Sameinuðu þjóð- anna (WFP) áætlar að Norður- Kóreu skorti 2,3 milljónir tonna af korni I ár. Catherine Bertini, framkvæmda- stjóri stofnunarinnar, sagði eftir ferð til landsins á þriðjudag að mörg börn væru orðin horuð og þróttlaus vegna matvælaskortsins og það benti til þess að hungursneyð væri að skella á. Stofnunin hyggst hefja dreifingu á 100.000 tonnum af korni og sojabaunum til bænda í Norður- Kóreu 1. apríl og 20% matvælanna eru ætluð börnum yngri en fimm ára. Hwang fær tímabundið dvalarleyfi Fidel Ramos, forseti Filippseyja, staðfesti í gær að Hwang Jang-yop, hæst setti embættismaðurinn sem hefur flúið Norður-Kóreu, hefði ver- ið fluttur frá Peking til Filippseyja á þriðjudag. „Stjórn landsins ákvað að heimila Hwang að dvelja hér tímabundið, en aðeins eins lengi og nauðsynlegt er og í eins skamman tíma og mögulegt er,“ sagði hann. Hwang, sem var helsti hugmynda- fræðingur kommúnistastjórnarinn- ar, var fluttur með mikilli leynd til flugvallar nálægt Manila, fimm vik- um eftir að hann leitaði í suður-kór- eska sendiráðið í Peking til að óska eftir hæli í Suður-Kóreu. Gert er ráð fyrir að hann fari þangað innan viku. Clinton tilnefnir næsta yfirmann CIA Washington. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti ákvað í gær að tilnefna George Tenet næsta yfirmann bandarísku leyniþjónustunn- ar, CIA, að sögn bandarískra embættismanna. Tenet hefur verið settur yfirmaður CIA frá því að John Deutch vék úr starfi í desem- ber. Clinton hugðist gera Anthony Lake, sem var þjóðaröryggisráðgjafi hans, að yfirmanni stofnunarinnar, en dró tilnefningu hans til baka í fyrradag að ósk Lakes. Tilnefningin fer nú fyrir leyni- þjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings, en þar var Tenet áður skrifstofustjóri. Clinton gagnrýndi leyniþjón- ustunefndina harðlega á þriðjudag fyrir meðferðina á Lake. Sakaði hann leyniþjónustunefnd þingsins um að stunda pólitíska niðurrifs- starfsemi: „Það gerist of oft að við leyfum venjulegu pólitísku ferli og heiðarlegum ágreiningi að sökkva á plan pólitísks launsáturs og síðan pólitískrar hefndar og of oft lyktar því með pólitískri eyðileggingu," sagði forsetinn. Clinton kvaðst hafa verið reiðu- búinn til að styðja Lake fram í rauðan dauðann en sá síðarnefndi hefði talið að togstreita vegna til- nefningar sinnar mundi aðeins hafa slæm áhrif á CIA. Richard Shelby, formaður leyni- þjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings og helsti and- stæðingur Lakes, sagði að yfir- heyrslumar yfir honum hefðu verið „sanngjarnar” og bætti við: „Ég ætlaði aldrei að láta Lake hafa það óþvegið.” Tenet er góður vinur Lakes, en ekki er talið að tilnefning hans mæti andstöðu á þingi. George Tenet. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.