Morgunblaðið - 22.08.1998, Side 56

Morgunblaðið - 22.08.1998, Side 56
' 56 LAUGARDAGUR 22. ÁGIJST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Draumurinn rætist Morgunblaðið/Amaldur LISTAMAÐURINN Jón Óskar ásamt listakonunni Jóní Jónsdóttur. MAÐUR þarf ekki að vera á gam- als aldri til þess að setja mark sitt á tónlistarlífið í landinu. I það minnsta stofnuðu tveir ungir grunnskólanemendur í Stykkis- hólmi hljómsveitina „Feedback" í nóvember síðastliðnum. Þeir heita Sigmar Hinriksson og Hrafnkell Thorlacius og óhætt er að segja þeir hafa ekki setið auðum höndum ~ - síðan. Þeir hafa verið duglegir að æfa og fljótlega fóí'u þeir að semja sína eigin tónlist. I framhaldi af því ákváðu þeir að gaman væri að gefa út eigin geisladisk með frum- saminni tónlist. Þótt sá draumur hafí verið ansi langt í burtu í fyrstu, hefur hann nú ræst. Út er kominn fyrsti geisladiskur strákanna með 11 lögum eftir þá. Upptökur fóru fyrst fram í Fella- helli í Reykjavík I vetur, en í vor keypti félagsmiðstöðin í Stykkis- hólmi upptökutæki og var þá farið af stað að nýju og lauk upptökum í félagsmiðstöðinni í júní. Að sögn þeirra er þetta fyrsti geisladiskurinn sem gefínn er út í Stykkishólmi. Þeir eru að vonum MYNDBÖND Hótel- gestir á . suðupunkti Fýsnir (Appetite) BRESKA kvennagullið og leyni- þjónustumaðurinn 007 eða James Bond virðist leita uppi vandræðin. Hann hefur raunar þann vafa- sama starfa. Hann er sífellt að lenda í útistöðum við óárennileg ilimenni borð við stálkjaftinn, sem verður að teljast einn af eftir- minnilegri óþokkum kvikmynda- sögunnar. En í næstu mynd er viðbúið að hann þurfi að taka á honum stóra sínum. Þá er hætt við að sjarmör- inn lendi í kröppum dansi því höf- uðandstæðingur hans verður kona. Og hvaða kona er hættu- legri en sú sem á harma að hefna? Sveimhuginn Bond hefur að því er fregnir herma komið illa fram við þessa gömlu ástkonu sína og ýtt henni út í ystu myrkur þar sem myrkraverkin verða til. Nefnist myndin „Pressure Point“. Annars er það að frétta að í ný- legu viðtali kemur fram að Pierce Brosnan, sem fer með hlutverk Bonds, er ekki síður hégómlegur en fyrirmyndin og vill ekki eldast í hlutverki Bonds. „Ég vil ekki að fólk fylgist með því þegar ég eld- ist, sjái mig gildna um mittið og hárið þynnast. Það væri hræði- legt,“ segir Brosnan. GUÐJÓN Bjarnason arkitekt spjallar við viu sinn Ara Alexander Ergis Magnússon sem varð fyrstur til að sýna í Forsetastofunni. iAR ■* “■'ÆS-Í' ánægðir með árangurinn og vilja koma á framfæri þakklæti til um- sjónarmanns félagsmiðstöðvarinn- ar, Heimis Jóhannssonar, en án hans segja þeir að þetta hefði aldrei tekist. Hann hafí staðið vel við bakið á þeim, hvatt þá áfram og unnið mikið starf með þeim. Útgáfan hefur kostað mun meiri vinnu en þeir áttu von á í fyrstu. en þeir segjast ekki sjá eft- ir þeim tíma. Drama ★ ★]/2 Framleiðendur: Charly Cantor, Simon Johnson og Christoph Meyer- Wiel. Leikstjóri: George Milton. Handritshöfundar: Charly Cantor og George Milton. Kvikmyndataka: Pet- er Thwaites. Tónlist: Dominik Scher- rer. Aðalhlutverk: Ute Lemper, Trevor Eve og Christien Anholt. (102 mín.) Bresk. Skífan, ágúst 1998. Bönnuð innan 12 ára. Ef kvikmyndunum „The Shin- — ing“ og „Delicatessen“ yrði komið fyrir í skál ásamt sjónvarpsþáttun- um Hótel Tinda- stóli og hrært dug- lega í, gæti útkom- an orðið ^ myndin Fýsnir. I þeirri ágætu en skrítnu kvikmynd segir frá gestum og starfs- mönnum gistihúss nokkurs sem eru hver öðrum furðu- legri. Hótelstjórinn gerir þar sitt besta við að hafa hemil á gestunum og halda dularfullri fortíð hússins leyndri. Tiltekið herbergi, númer 207, er af einhverjum ástæðum sérstaklega varhugavert, enda ver- ið lokað og læst í 20 ár. Mynd þessi hefur mjög óafmark- aða frásagnarfléttu og leggur meira upp úr táknrænni notkun á rýminu sem hún gerist í. Aldrei sést út fyrir hótelsins dyr og skap- ar það einangrunar- og innilokun- arkennd sem kallast á við sálará- stand persónanna, sem eiga það sameiginlegt að vera á einhvern hátt tæpar á geði. Herbergið for- boðna er jafnframt tákn fyrir dul- vitundina sem geymir bældar og -• dýrslegar hvatir, enda verður fjandinn laus þegar gestirnir taka að leita inni í herbergið. Myndin tekur oft áhættu sem kemur misvel út, þannig að heildaryfírbragðið verður dálítið skrykkjótt. Engu að síður er Fýsnir ágætis tilbreyting frá vanalega Hollywood-pakkanum -,og vel þess virði að sjá hana. Heiða Jóhannsdóttir KARLMENN tjá sig FORSETASTOFAN neftiist galleríið í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar á Skóla- vörðustíg. Þar hefur Jistamað- urinn góðkunni Jón Óskar opn- að sýningu á málverkum sín- um. Að Forsetastofunni stendur hópur karlmanna sem hafa brotið af sér hlekki mæðra- veldisins og helgað sig fram- gangi karlmannlegrar listar. Akademíu Forsetastofúnnar skipa Ari Alexander, Axel Hall- kell og fulltníi verslunarinnar. Heiðursfélagar hennar eru Thor Vilhjálmsson og Kristján Davíðsson, enda einkar fróðir um karlmannlega list. Það er skilyrði að listamennirnir sem sýna séu karlmenn og máli með olíu á striga. Ragnar Kjartansson verslun- arstjóri Herrafataverslunarinn- ar segir að mikið sé verið að koma list kvenna á framfæri og opnuð séu kvennagallerí út um allan bæ. Því hafi verið kominn tími á afslappað og fallegt karlagallerí. „Það felst ekkert kvenhatur í þessu, það er bara ekki pláss fyrir konur hér, og einhvers staðar verða vondir að vera.“ En hverjir skyldu njóta karl- mannlegrar listar best? Konur eða karlar? Ragnar hefur svar á reiðum höndum; „Allir. Hing- að kemur fólk af götunni, sest í stofuna lijá okkur, slappar af og nýtur listarinnar. Og þegar manni líður eins og lieima í stofu sainþykkir maður enga vitleysu. Maður vill almenni- lega olíu á striga, engan kúk í dós uppi á vegg.“ KONUR ræddu sín á milli um karlniannlega list, meðan karl- mennirnir ræddu um konur. Fyrsti geisladiskurinn í Stykkishólmi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.