Morgunblaðið - 14.10.2001, Page 2

Morgunblaðið - 14.10.2001, Page 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ HVÍTAR hlíðar Esjunnar blöstu við þegar borg- arbúar fóru á fætur í gærmorgun og minntu á að veturinn er skammt undan. Það er þó viðbúið að snjóinn taki upp innan tíðar enda eru umhleypingar fastur liður í vetrarkomunni. Þessir knáu Reykvík- ingar létu ekki vetrarbúning Esjunnar á sig fá og nýttu sér svalt og hressandi haustloftið til að efla þrek og þor. Morgunblaðið/Golli Svalt og hressandi REIKNA má með að áhrif af þeirri breytingu á ferskvatnsrennsli til sjáv- ar í Héraðsflóa, sem fyrirhuguð virkj- un veldur, verði lítil á strauma úti fyr- ir Austfjörðum, segir m.a. í niðurstöðum skýrslu um áhrif fersk- vatnsrennslis til Héraðsflóa og ástand sjávar við Austfirði sem Hafrann- sóknastofnun vann fyrir Landsvirkj- un. Skýrslan er viðbót við stjórnsýslu- kæru Landsvirkjunar á úrskurð Skipulagsstofnunar vegna Kára- hnjúkavirkjunar og var lögð inn til umhverfisráðherra í gær. Í inngangi skýrslunnar segir að fyrirhuguð virkjun Jökulsár á Dal og Jökulsár í Fljótsdal muni samkvæmt áætlun Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen valda breytingum á rennsli við sameiginlegan ós Lagar- fljóts og Jökulsár á Dal við Héraðs- flóa. Eru breytingarnar ætlaðar mestar síðsumars þar sem rennsli við ósa muni minnka úr um 670 rúmmetr- um á sekúndu í um 250 til 300 rúm- metra á sekúndu eftir því hvort um einn eða tvo áfanga virkjunar er mið- að. Í skýrslu Hafrannsóknastofnunar um sjó og sjávarnytjar í Héraðsflóa frá þessu ári er bent á hugsanleg áhrif þessara breytinga á sjó í Hér- aðsflóa og suður með Austfjörðum. Í framhaldi af því fór Landsvirkjun fram á að Hafrannsóknastofnun kannaði útbreiðslu ferskvatns á þessu hafsvæði. Var tilgangurinn að meta hlut jökulánna í heildarferskvatni sjávar í Héraðsflóa og út af Austfjörð- um. 40–60% aukning að vetrarlagi Áætlað er að 40 til 60% aukning verði að vetrarlagi á flæði ferskvatns til sjávar í meðalári en mánuðina júní til ágúst verði 25% minna flæði fersk- vatns. Miðað er við heildarferskvatns- flæði af svæðinu allt frá Langanesi og að Dalatanga. Raunbreytingin er sögð minni að vetri en yfir sumar- mánuðina vegna lítils rennslis að vetrarlagi og segir í niðurstöðukafla skýrslunnar að meiri breyting geti orðið í rennslinu vegna úrkomu. „Vegna mikillar blöndunar í sjónum út af Austfjörðum, sérstaklega að vetrarlagi, er ólíklegt að sú breyting á ferskvatnsrennsli sem verður vegna fyrirhugaðrar miðlunar hafi mikil áhrif á lagskiptingu sjávar á þeim árs- tíma,“ segir meðal annars. Héðinn Valdimarsson og Stein- grímur Jónsson voru verkefnisstjórar í verkefnishópi Hafrannsóknastofn- unar og með þeim störfuðu Gerða Geirsdóttir, Jóhannes Briem, Jón Ólafsson, Magnús Danielsen og Sól- veig Ólafsdóttir. Skýrsla Hafrannsóknastofnunar um áhrif miðlunar Kárahnjúkavirkjunar í sjónum út af Austfjörðum Áhrif af breyttu ferskvatns- rennsli á strauma talin lítil LÖGREGLUMANNI í Hafnar- firði brá heldur betur í brún á dögunum þegar hann gekk fram á feikidjúpa holu sem búið var að grafa við Krísuvíkurkirkju. Að sögn Haraldar Helgasonar, yfir- manns húsadeildar Þjóðminja- safnsins, er ekki vitað hverjir voru þarna að verki. Haraldur segist strax hafa haft samband við fornleifadeild Þjóð- minjasafnsins til að athuga hvort holan væri á þeirra vegum. „Þeir sögðu að svo væri alls ekki og höfðu ekki hugmynd um þetta,“ segir hann. „Mér skilst að skurð- urinn sé þarna ansi stór á suð- vesturhorninu en hvers vegna eða af hvers völdum veit satt best að segja enginn sem ég þekki til.“ Hætta á spjöllum Hann segir skylt að fá leyfi hjá safninu fyrir slíkum framkvæmd- um við kirkjuna enda kölluðu þær á fornleifavakt því um afar við- kvæmt svæði væri að ræða. Haraldur hefur ekki sjálfur haft tök á því að skoða holuna og því sé erfitt að segja til um hvað gert verði í framhaldinu. „Þetta er ennþá það óljóst en þetta er ólöglegur gjörningur, það fer ekki á milli mála. Hvernig verður brugðist við því veit ég ekki en það þarf fyrst og fremst að at- huga hvort þarna hafi verið vald- ið einhverjum spjöllum. Svo verð- ur væntanlega mokað ofan í þetta þegar verður búið að kanna mál- ið. Það má búast við að þarna séu einhver merki um eldri mannvist- arleifar og það er viss hætta á að einhverju hafi verið spillt.“ Þess má geta að í dag stendur fyrir dyrum hin árlega messa í kirkjunni, þar sem altaristafla Sveins Björnssonar verður tekin niður og flutt yfir í Hafnarfjörð. Morgunblaðið/RAX Holan sem um ræðir er töluvert djúp og alveg við innganginn. Grafið í óleyfi ÞRÍR farþegar með vél Flugleiða til Minneapolis voru handteknir við komuna þangað um miðnætti í gær- kvöld að íslenskum tíma. Þau höfðu verið með drykkjulæti um borð í flugvélinni og óskaði flugstjóri vél- arinnar eftir aðstoð yfirvalda í Minn- eapolis. Guðjón Arngrímsson, upp- lýsingafulltrúi Flugleiða, gat ekki staðfest að þau hafi hótað að sprengja flugvélina eða verið með aðra slíka tilburði. Ekki fengust upplýsingar um hvort fólkið væri enn í haldi lögregl- unnar eða hefði verið sleppt. „Eins og andrúmsloftið er þarna fyrir vestan núna verður tekið mun harðar á þessu en áður,“ segir Guð- jón. Hann segir að fyrirtækið hafi ekki tekið ákvörðun um framhald málsins af þess hálfu. Þrír hand- teknir eftir ólæti um borð í Flug- leiðavél ÓSKAR Jósefsson, sviðsstjóri rekstrarráðgjafar ráðgjafafyrirtæk- isins PricewaterhouseCoopers, hef- ur verið ráðinn tímabundið í starf forstjóra Landssíma Íslands í stað Þórarins V. Þórarinssonar. Óskar hefur stýrt mati og söluferli á Landssímanum. Þórarinn vék sem kunnugt er tímabundið úr starfi forstjóra fyrir- tækisins til að tryggja hlutlægni í vali á kjölfestufjárfesti í félaginu og mun Óskar gegna stöðunni þar til kynnt hefur verið við hvern einka- væðingarnefnd hefur ákveðið að semja. Var ráðningin samþykkt sam- hljóða í stjórn félagsins. Að sögn Friðriks Pálssonar, stjórnarformanns Landssímans, er stjórnin afskaplega ánægð með að hafa fengið Óskar í þetta verkefni. Óskar mun að sögn Friðriks víkja úr fyrirtækinu þegar samið hefur verið við kjölfestufjárfesti og hverfa aftur til starfa innan PwC. Óskar Jósefs- son ráðinn for- stjóri Símans SAUÐFJÁRSLÁTRUN í ágúst var talsvert minni í ágústmánuði en í sama mánuði í fyrra. Í ágúst sl. féllu til 155 tonn af kindakjöti sem er 22% minna en í sama mánuði í fyrra. Tæplega helmingur sláturfjár féll til hjá Sláturfélagi Suðurlands. Al- mennt hefur það verið stefna sauð- fjárbænda að lengja sláturtímann með því að hefja slátrun fyrr. Rétt er að hafa í huga að ekki er endilega víst að 22% færra fé hafi verið slátrað í ágúst því almennt er talið að fallþungi sé ívið minni í ár en í fyrra þegar hann var mjög góð- ur. 46% aukning á framleiðslu kjúklinga Sláturhús í eigu Kjötumboðsins, áður Goða, höfðu ekki hafið slátrun í ágústmánuði vegna fjárhagserfið- leika fyrirtækisins og óvissu um slátrun. Samkvæmt tölum um framleiðslu og sölu búvara í ágústmánuði jókst framleiðsla á kjúklingum um 46% í ágúst samanborið við sama mánuð í fyrra. Framleiðslan nam 345 tonn- um, sem er 85 tonnum meira en í júlí sl. Neysla á kjúklingum nam 320 tonnum, sem er veruleg aukning frá því sem verið hefur. Framleiðslu- aukningin er hins vegar það mikil að birgðir söfnuðust fyrir í ágúst. Sem kunnungt er hóf nýr fram- leiðandi, Íslandsfugl, framleiðslu í sumar. Í sumar tók Móakjúklingur einnig í notkun nýtt sláturhús í Mosfellsbæ, en fyrirtækið áformar að auka framleiðslu sína umtalsvert. Athygli vekur að framleiðsla á svínakjöti var minni í ágústmánuði en neyslan, sem bendir til þess að skortur hafi verið á svínakjöti í mán- uðinum. Þess má geta að tveir stærstu framleiðendur svínakjöts á Íslandi hafa nýlega verið að stækka bú sín með það að markmiði að auka framleiðsluna. 22% minni sum- arslátrun í ágúst

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.