Morgunblaðið - 14.10.2001, Side 33

Morgunblaðið - 14.10.2001, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2001 33 er þar um meðaltal að ræða. Það þýðir að fjöl- mörg útgerðarfyrirtæki skila mun meiri fram- legð nú þegar. Þessa tölu þarf að skoða betur og margt bendir til þess að færa megi efnisleg rök fyrir því, að hún geti verið töluvert lægri. Nán- ari skoðun á þessum þætti í tillögu endurskoð- unarnefndar í meðferð þingflokka og þingsins getur átt þátt í að færa menn nær hver öðrum. Jafnframt hefur komið fram, að til grundvall- ar þeirri tillögu, að greiða skuli 7,5% í auðlinda- gjald eftir 20% framlegð liggja engin efnisleg rök. Þessi prósentutala er augsýnilega fundin út með því að ákveða að auðlindagjaldið sem slíkt skuli ekki vera nema 500 milljónir. Endurskoð- un á þessari prósentutölu mundi einnig færa þessa tvo hópa nær hvor öðrum. Af þessu er ljóst að í tillögum endurskoð- unarnefndar sjávarútvegsráðherra er hægt að finna leið til þess að komast að samkomulagi á milli tveggja fyrrnefndra fylkinga. Það á svo eftir að koma í ljós, hvort frekari umræður um fyrningaleiðina leiði til þess, að stuðningur við hana vaxi. Það vakti athygli á landsfundi Sjálfstæðisflokks í gær, föstudag, að einn af fyrrverandi þingmönnum flokksins, Ell- ert B. Schram, kom þar fram á sjónarsviðið og lýsti stuðningi við fyrningaleiðina. Smábáta- útgerðin Það má vel vera, að umræður um fisk- veiðistjórnarkerfið séu komnar á það stig, að það verði auðveldara að ná samkomulagi á milli þeirra tveggja fylkinga, sem tekizt hafa á um það hvort greiða skuli gjald fyrir afnot af auðlindinni eða ekki, en um málefni smábátanna. Afstaða þeirra, sem telja, að kvótakerfið eigi að ná að fullu til smábátanna ekkert síður en stærri fiskiskipa er einfaldlega að það sé ekki hægt að sætta sig við að smábátum fjölgi stöð- ugt og verði einhvers konar ofurtrillur, sem hafi mikla afkastagetu í krafti þess, að þeir geti sótt með litlum takmörkunum í ákveðna fiskistofna utan þorsksins. Þeir sem berjast fyrir sjónarmiðum smábát- anna og þar eru fremstir í flokki tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þeir Einar Kristinn og Einar Oddur, halda því fram, að það sé fjar- stæða að ætla, að nokkur þúsund tonn til eða frá í ýsu og öðrum fisktegundum hafi nokkur úr- slitaáhrif á stöðu viðkomandi fiskistofna en það hafi hins vegar úrslitaáhrif á möguleika sjáv- arplássanna til þess að lifa af hvernig þessu verði fyrir komið. Þeir benda m.a. á og óneit- anlega með sterkum rökum, að fiskistofnunum stafi ekki meiri hætta af nokkrum þúsundum tonna, sem smábátar mundu veiða, ef kvóti væri ekki á ýsu og öðrum fisktegundum fyrir utan þorsk í smábátakerfinu heldur en af röngu mati Hafrannsóknastofnunar á stöðu þeirra. Í Morgunblaðinu í gær, föstudag, birtist frétt, sem lýsir nokkuð áhrifum þess, að keila og langa voru settar í kvóta hinn 1. september sl. á útgerð smábáta. Þar segir m.a.: „Mjög lítið framboð hefur verið á keilu- og löngukvóta, það sem af er fiskveiðiárinu, en eins og kunnugt er voru þess- ar tegundir settar í kvóta hinn 1. september sl. Útgerð fjölda krókabáta, aðallega sunnanlands, hefur stöðvazt vegna þess en krókabátar fengu ekki úthlutað kvóta í keilu og löngu á þessu fisk- veiðiári.“ Þorvaldur Garðarsson, útgerðarmaður og fiskverkandi í Þorlákshöfn, lýsir ástandinu með þessum orðum í samtali við Morgunblaðið: „Bát- arnir hafa lítið getað róið vegna þess, að þeir fengu ekki úthlutað kvóta í þessum tegundum, auk þess sem það er ekki neinn kvóta að fá á leigumarkaði. Ég reri sjálfur ekkert í þrjár vik- ur og sendi starfsfólk vinnslunnar heim á með- an. Núna er maður að vonast til að það sé komið eitthvað af ýsu á þessar hefðbundnu slóðir og þá ættum við vonandi að geta byrjað að róa aftur. Það þarf hins vegar að leysa þessi mál, ann- aðhvort að færa krókabáta í fyrra horf eða að út- hluta þeim kvóta í þessum tegundum.“ Þetta er eitt dæmi um áhrif einstakra ákvarð- ana í fiskveiðistjórnarkerfinu á atvinnurekstur þess fólks, sem byggt hefur afkomu sína á smá- bátaútgerð. Minna hefur verið rætt um brottkast afla seinni árin en áður. Gera má ráð fyrir að þær umræður hefjist á nýjan leik vegna þess, að lík- urnar á því að brottkast aukizt hjá smábátum eftir breytingarnar 1. september sl. eru yfir- gnæfandi. Líkurnar á því að hægt verði að halda smá- bátaútgerðinni við það kerfi, sem gekk í gildi hinn 1. september eru takmarkaðar. Með þeim orðum er ekki sagt að það sé rangt að sama kerfi eigi að gilda á báðum vígstöðvum, þ.e. hjá smá- bátum og stærri fiskiskipum. Í þeim felst miklu fremur pólitískt mat á afstöðu fólksins í sjáv- arplássunum á vestari hluta landsins. Óánægja þess með það kerfi, sem nú hefur verið komið á sé einfaldlega svo megn, að við hana verði ekki ráðið. Vettvangur málamiðlunar Morgunblaðið hefur ítrekað lýst þeirri skoðun, að Sjálfstæð- isflokkurinn sé bezti vettvangur fyrir málamiðlun um fiskveiðistjórn- arkerfið, sem völ er á utan Alþingis að sjálf- sögðu. Það byggist á þeim þverskurði þjóð- félagsins, sem þar kemur saman og endurspeglast á hverjum landsfundi flokksins á fætur öðrum. Öll sjónarmið í þessu stóra máli, hverju nafni sem nefnast, birtast þar. Deilurnar um fiskveiðimálin hafa ekki verið jafnharkalegar síðustu þrjú árin og áður. Sumir hafa viljað túlka það á þann veg, að málið sé ekki lengur sama hitamál og áður. Það er misskiln- ingur. Þessar umræður hafa verið rólegri vegna þess, að það hefur markvisst verið unnið að því að finna lausn, sem flestir gætu sætt sig við, fyrst innan Auðlindanefndar í tvö ár og síðan innan endurskoðunarnefndar sjávarútvegsráð- herra, sem skilaði skýrslu fyrir skömmu. Umræðurnar um málið á landsfundi Sjálf- stæðisflokksins sýna, að málið er jafnmikið á dagskrá nú og áður. Hins vegar hefur sú breyt- ing orðið á, að þær eru markvissari og það liggja fyrir nokkuð skýrar hugmyndir um hinar mis- munandi leiðir. Framan af héldu útgerðarmenn og stuðningsmenn þeirra því fram, að talsmenn auðlindagjalds gætu ekki sýnt fram á hvernig ætti að framkvæma hugmyndir þeirra. Það er ekki lengur hægt að halda því fram. Það liggja fyrir útfærðar hugmyndir um það og endurskoð- unarnefndin hefur m.a. bætt töluverðu við þær umræður. Það er jafnframt búið að prófa mörg kerfi í smábátaútgerðinni og hagnýt reynsla komin á flestar leiðir í þeim efnum. Þegar á allt þetta er litið er full ástæða til að þingflokkar og Alþingi leggi mikla vinnu í það á þessu þingi að leysa þessi álitamál öll og fella saman í heildstæða stefnu og löggjöf, sem við- unandi sátt geti tekizt um. Það dugar ekki að leysa einungis ágreininginn, sem enn er til stað- ar um hvernig haga skuli innheimtu auðlinda- gjalds og hversu hátt það skuli vera. Það verður líka að finna lausn, sem íbúar sjávarplássanna sætta sig við vegna smábátanna. Morgunblaðið/RAX Leikið í rigningu. Laugardagur 13. október Þeir sem berjast fyrir sjónarmiðum smábátanna, og þar eru fremstir í flokki tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þeir Einar Kristinn og Einar Oddur, halda því fram, að það sé fjarstæða að ætla, að nokkur þús- und tonn til eða frá í ýsu og öðrum fisk- tegundum hafi nokkur úrslitaáhrif á stöðu viðkomandi fiskistofna en það hafi hins vegar úr- slitaáhrif á mögu- leika sjávarpláss- anna til þess að lifa af hvernig þessu verði fyrir komið. . . . . . fiskistofnunum stafi ekki meiri hætta af nokkrum þúsundum tonna, sem smábátar mundu veiða. . . . . . heldur en af röngu mati Haf- rannsóknastofnunar á stöðu þeirra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.