Morgunblaðið - 14.10.2001, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 14.10.2001, Qupperneq 48
48 SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. AÐ FULLYRÐA að loftárásirnar á Afganistan séu óhjákvæmilegar nær engri átt. Það fer ekki hjá því að þær muni valda þjáningum og dauða fjölda almennra borgara í Afganist- an. Fyrir hvern þann sem fylltist við- bjóði vegna manndrápanna sem framin voru í Bandaríkjunum 11. september hlýtur það að vera næg ástæða til að hafna þessari leið. Eða er velferð, líf og heilsa fólks í Afgan- istan léttvægari en fólks í New York og Washington? Nauðsynin hlýtur að vera rík. Í hverju felst hún? Eftir því sem mér skilst er tilgangur árásanna þríþættur: að handsama Osama bin Laden til að réttvísin nái fram að ganga, að ráða niðurlögum hans og al-Qaeda hryðjuverkasveita hans og loks að berjast gegn hryðjuverkum almennt. Í fyrsta lagi: Segjum sem svo að bin Laden sé raunverulega sekur. Við getum öll verið sammála um að þá eigi að hafa hendur í hári hans, rétta yfir honum og refsa hon- um. En er réttlætanlegt að kosta til þess lífi og limum fjölda saklausra borgara? Hverjum er þá verið að refsa? Svari hver fyrir sig. Í öðru lagi: Bandarísk stjórnvöld hafa sjálf í raun viðurkennt hversu þessar árásir á Afganistan eru illa til þess fallnar að ná bin Laden og uppræta al- Qaeda sveitirnar með því að segja að þetta geti orðið langt stríð og útiloka ekki að ráðist verði á fleiri lönd. Í fyrsta lagi er Afganistan stórt land og erfitt yfirferðar, ekki síst að vetr- arlagi, og lengi hægt að leynast þar. Í öðru lagi er talið að liðsmenn al- Qaeda séu dreifðir víða um heim. Það sem vitað er um þá sem stóðu að hryðjuverkum í Bandaríkjunum er einmitt að þeir komu víða við. Meðan verið er að varpa sprengjum á Afgan- istan geta liðsmenn al-Qaeda því ver- ið að athafna sig nánast hvar sem er í heiminum. Það er alveg eins hægt að færa rök fyrir því að þessar árásir auki hættuna á nýjum hryðjuverk- um. Í þriðja lagi: Hryðjuverkamenn þurfa ekki að koma sér fyrir í ein- hverjum ríkjum á borð við Afganist- an, þeir geta verið búsettir hvar sem er. Þeir geta látið fara lítið fyrir sér, þeir geta gert árásir sína fyrirvara- laust og með litlum kostnaði. Við verðum að horfast í augu við að það er aldrei hægt að koma algerlega í veg fyrir hryðjuverk. Með samstilltu átaki ríkja heims er hins vegar hægt að takmarka hættuna á hryðjuverk- um. Og þá er ég ekki að tala um sam- stillt átak til að ráðast á eitt land. Áhrifaríkasta leiðin væri væntanlega að draga úr hernaði, arðráni og yf- irgangi, en það er kannski til of mik- ils mælst. Rökin fyrir því hvernig árásin á Afganistan á að gagnast í baráttunni gegn hryðjuverkum al- mennt hafa enn ekki komið fram. Það er hægt að velta fyrir sér hver sé raunverulegar tilgangur Bandaríkja- stjórnar með þessari fáránlegu að- gerðum. Hann er sjálfsagt einhver. En hvernig í ósköpunum stendur á því að fjöldi sæmilega vitiborins fólks styður þær? Ég held að ástæðan sé sú að fólki ofbauð grimmdarverkin í Bandaríkjunum og segir: Eitthvað verður að gera. Eitthvert arfavitlaus- asta máltæki íslenskrar tungu hljóð- ar svo: Betra er illt að gera en ekkert. Ég spyr: erum við betur sett með eyðileggingu og manndrápum í Afg- anistan? EINAR ÓLAFSSON, bókavörður og rithöfundur, Trönuhjalla 13, Kópavogi. Er betra illt að gera en ekkert? Frá Einari Ólafssyni: Í MARKAÐSÞJÓÐFÉLAGI verður hagkvæm nýting auðlinda yfirleitt of- an á og eru nytjar sjávar við Ísland þar engin undantekning. Það er svo samningsmáttur aðila sem stjórnar því hvernig arðinum af nýtingu þessara auðlinda er skipt. Í vestrænum löndum er samnings- máttur almennings sterkur og arður- inn af nýtingu náttúruauðlinda renn- ur til almennings með því að ríkið selur nýtingarréttinn til hæstbjóð- anda. Þetta hefur verið gert með rétt- indi til olíuborana í Norðursjó, meng- unarkvóta og útvarpsrásir í Bandaríkjunum og þriðju kynslóð farsíma í Evrópu. Á Íslandi er samningsmáttur al- mennings aftur á móti veikur og hef- ur ríkisvaldið úthlutað arðinum af sjávarnytjum til tiltölulega fárra að- ila. Hvernig stendur á því? Fólk lætur stjórnast af eigin hags- munum og eru stjórnmálamenn þar engin undantekning. Öll reynum við svo að hafa áhrif á þessa stjórnmála- menn til að fá þá til að verja okkar hagsmuni. Á Íslandi, ólíkt öllum öðr- um vestrænum löndum, getum við stutt stjórnmálamenn með leynileg- um fjárframlögum. Það er öflug að- ferð því stjórnmálamennirnir þurfa ekki að hafa áhyggjur af því hvaða áhrif þessi framlög hafa á aðra kjós- endur. Aðrir kjósendur vita ekkert af þeim. Kvótaeigendur eru yfirleitt efnaðir og eiga mikla hagsmuni undir stjórn- málamönnum. Það er því skynsam- legt af þeim að eyða háum fjárhæðum í að tryggja sér fylgi stjórnmála- manna. Hvort þeir eru að því og hvort það er ástæða sterkrar samnings- stöðu kvótaeigenda vitum við ekki. Það sem við þó vitum er að þeir tveir hægrisinnuðu þingmenn sem hvað mest hafa verið áberandi í andstöðu sinni við gjafakvótann, Pétur Blöndal og Sverrir Hermannsson, eru nokkuð efnaðir og því eflaust erfiðara að hafa áhrif á þá með fjárframlögum. GUÐMUNDUR ÖRN JÓNSSON, Laugalind 1, Kópavogi. Ein króna, eitt atkvæði Frá Guðmundi Erni Jónssyni:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.