Morgunblaðið - 12.02.2005, Side 21

Morgunblaðið - 12.02.2005, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2005 21 MINNSTAÐUR                               Opið mán.-fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9-17 Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Ægir Breiðfjörð löggiltur fasteignasali Til sýnis í dag ca 70 fm íbúð á neðri hæð í tvíbýli. Nýlega uppgerð. Parket og nýlegar innréttingar. Verð 13,8 millj. SELVOGSGATA 5 HAFNARFIRÐI SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG Opið hús frá kl.14 til 16 í dag HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Reykjavík | Þörf er á varanlegri merkingu katta vegna mikils fjölda óskilakatta sem finnast í borginni á ári hverju, að mati starfshóps um endurskoðun á samþykkt um kattahald. Í greinargerð sem hóp- urinn hefur skilað af sér kemur fram að Kattholt tekur við stærst- um hluta óskilakatta sem finnast í Reykjavík, þeir voru rúmlega 400 árið 2003 og 641 í fyrra. Um fjórð- ung þessara katta þarf að aflífa. Þá segir að Kattholt hafi þrýst á að eigendum verði gert að merkja ketti sína varanlega og er í drög- um að nýrri samþykkt um katta- hald gerð krafa um örmerkingu skv. alþjóðlegum staðli. Örmerkin geyma eingöngu númer og til að tengja númerið við eiganda er farið fram á að kattaeigendur tilkynni Umhverfis- og heilbrigðisstofu um nafn sitt og kennitölu ásamt núm- eri örmerkis sem köttur þeirra ber. Ekki sé stefnt að gjaldtöku fyrir skráninguna. Örmerkið geta starfsmenn borg- arinnar síðan lesið af með sér- stökum skanna, en jafnramt er tal- ið nauðsynlegt að kettir beri hálsól með upplýsingum um heimilisfang eiganda og símanúmer. Kostnaður 2,8 milljónir króna Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna óskilakatta í borginni var 2,8 milljónir króna í fyrra fyrir utan laun, launatengd gjöld, leigu bif- reiðar og annan kostnað tengdum starfsmönnum meindýravarna borgarinnar. Á hverju ári þarf að aflífa fjölda óskilakatta og mikið er um kvartanir vegna ónæðis af völdum katta, segir í greinargerð starfshópsins. Þá er gerð krafa um geldingu fressa, annars vegar vegna óhóf- legrar fjölgunar katta og hins veg- ar þar sem fressir merkja sér gjarnan svæði með „illa þefjandi þvagi“ og tilheyrandi óþrifnaði, segir þar. Til að hafa eftirlit með og þrýsta á að ákvæðum nýrrar samþykktar um kattahald sé framfylgt er lagt til að Umhverfis- og heilbrigð- isstofa hafi heimild til að handsama ketti í tilvikum þar sem ekki er farið eftir ákvæðum samþykkt- arinnar, t.d. er varðar hálsmerk- ingar og örmerkingar. Samkvæmt drögum að nýrri samþykkt um kattahald er lausaganga katta leyfð og skal því köttum sleppt lausum að lokinni handsömun en eigendum tilkynnt um hana. Ómerktir kettir og kettir sem eru haldnir í fjölbýlishúsum án sam- þykkis skulu þó færðir í katta- geymslu og verður eigendum gert að greiða kostnað við handsömun, vistun og fóðrun, að því er segir í greinargerðinni. Bíður umfjöllunar Lögð voru fram drög að nýrri samþykkt um kattahald ásamt greinargerð á fundi umhverfisráðs á mánudag, en málið ekki tekið fyrir. Í bókun fulltrúa Sjálfstæð- isflokks sem átti sæti í starfs- hópnum kemur m.a. fram að hann telur nýju samþykktina ganga of langt í 3. gr. þar sem kveðið er á um merkingu katta, sem sé aug- ljóslega dulbúin skráningarskylda og ávísun á skráningargjald síðar meir. Eðlilegra sé að halda sig við eyrnarmerki í stað örmerkis, þar sem allir geti lesið þau og ekki þurfi sérstakt tæki til að lesa úr eyrnarmerkingum. Þá telur fulltrúi Sjálfstæðisflokks að verið sé að mismuna eigendum þar sem ein- göngu sé farið fram á geldingu fresskatta en ekki að læður verði gerðar ófrjóar. Morgunblaðið/Eggert Köttur Meðal annars er rætt um að taka upp örmerkingar á köttum. Vilja að kettir verði örmerktir Drög að nýrri samþykkt um kattahald liggja fyrir AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.